Morgunblaðið - 21.09.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.09.2007, Qupperneq 27
bæta líf sitt, ef söluaðilinn virðir síð- an allar slíkar hugsjónir að vettugi og fer illa með eigin starfsfólk. Þegar slík dæmi koma upp á ég erfitt með að líta svo á að varan sé enn Fair Trade.“ Ekki hægt að horfa framhjá vandamálunum Þótt mikil aukning hafi verið í eftirspurn eftir lífrænni framleiðslu undanfarið á hún þó eftir að aukast enn frekar að þeirra mati. „Sumir byrja að kaupa lífrænan varning fyr- ir börn sín eða vegna heilsunnar, á meðan enn aðrir hafa áhyggjur af áhrifum nútímaframleiðsluhátta á jörðina,“ segir Vermeulen. Hverjar sem ástæðurnar eru þá er vöxturinn greinilegur. „Æ fleiri stór- markaðir bjóða líka upp á lífræn matvæli og þar kynnast enn fleiri þessum vörum,“ segir Bouwman. „Fólk sem jafnvel myndi aldrei gera sér erindi í heilsuverslun grípur t.a. m. með sér lífrænar hnetur í stór- markaði og ef því líkar varan vel er það líklegt til að prufa aftur.“ Evrópskir bændur eiga þá, að þeirra mati, eftir að færa sig yfir í líf- ræna ræktun í auknum mæli á næstu árum. „Lífræn ræktun á bara eftir að aukast og ég tel að sú staða eigi eftir að koma upp í Evrópu í ekki alltof fjarlægri framtíð að bændum á viss- um svæðum verði hreinlega bannað að nota kemískan áburð,“ segir Bo- uwman. „Til að mynda eiga vanda- mál tengd drykkjarvatni bara eftir að aukast. Efnin sem við, a.m.k. í Evrópu, setjum í jarðveginn núna verða komin í drykkjarvatn okkar eftir 30-40 ár. Allir þessir hlutir skipta verulegu máli og til lengdar er ekki hægt að horfa framhjá þeim. Það er líka ein af hinum góðu afleið- ingum hnattvæðingarinnar að þeim fjölgar sífellt sem eru meðvitaðir um þetta. annaei@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 27 Kristbjörg F. Steingríms-dóttir á Hrauni á Aðaldalyrkir um nýja auglýsingu Símans: Enn flytur Gnarr oss gaman sitt, guðstrúna slítur úr böndum, ennþá sýnir sjónvarpið mitt símann í Júdasar höndum. Síminn hyggst auka víðfeðm völd en vill svo fjárhaginn rétta, því munu hækka þjónustugjöld um þrjátíu peninga slétta. Jón Ingvar Jónsson leikur sér með orð og rím í limru: Hún Magna á Seylu var málg og mælti er snæddi hún fjálg innmat úr Hyrnu með Uppsala-Birnu: „Tja! nú fæ ég aldeilis njálg.“ Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd yrkir um gönguferðir lögreglunnar í höfuðborginni: Löggan er í versta vanda, veit ei hvernig starfa skal, þegar hersing illra anda er í miðjum borgarsal. Vonar þó að drós og drengur dragi úr verstu hvötunum, meðan Stebbi stjóri gengur stífur eftir götunum! Og að síðustu: Lærist kannski loks við hnekki lexía í standinu, að skógardýrin eru ekki öll í vinabandinu. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Lögreglan og skógardýrin ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Fréttir í tölvupósti Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230. Nýlegar lúxusbifreiðar á frábærum kjörum Gott úrval lúxusbíla á einstökum kjörum í takmarkaðan tíma. Komdu núna í lúxussal Bílalands B&L og gerðu frábær kaup! Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. Land Rover Range Rover Vogue Nýskr: 06/2005, 4400cc Sjálfskiptur, silfurlitaður Ekinn 51.000 þ. Verð kr. 7.950.000 Tilboð kr. 6.750.000 BMW X5 3.0i Nýskr: 12/2006, 3000cc Sjálfskiptur, dökkgrár Ekinn 10.000 þ. Verð kr. 6.450.000 Tilboð kr. 5.700.000 BMW 550i Nýskr: 8/2006, 5000cc Sjálfskiptur, dökkblár Ekinn 17.000 þ. Verð kr. 8.600.000 Tilboð kr. 7.500.000 BMW X3 2.5i Nýskr: 05/2006, 2500cc Sjálfskiptur, ljósblár Ekinn 16.000 þ. Verð kr. 5.150.000 Tilboð kr. 4.350.000 Porsche Cayenne Nýskr: 09/2004, 3200cc Sjálfskiptur, dökkblár Ekinn 44.000 þ. Verð kr. 5.600.000 Tilboð kr. 4.600.000 BMW Z4 M Coupe Nýskr: 02/2007, 3300cc beinskiptur, blár Ekinn 9.000 þ. Verð kr. 7.900.000 Tilboð kr. 6.700.000 Porsche 911 Carrera 2 (Anniversary) Nýskr: 08/2005, 3600cc beinskiptur, silfraður Ekinn 9.000 þ. Verð kr. 9.950.000 Tilboð kr. 9.000.000 BMW 330ix - 4x4 Nýskr: 05/2006, 3000cc Sjálfskiptur, dökkgrár Ekinn 13.000 þ. Verð kr. 5.500.000 Tilboð kr. 4.750.000 Gott úrval á staðnum. Komdu í heimsókn til okkar að Grjóthálsi 1. Settu fókusinna . . . Laugavegi 62 • Glæsibæ • Garðatorgi 5 Sími 511 6699 • sjon@sjon.is X E IN N S J 07 09 003

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.