Morgunblaðið - 16.10.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.10.2007, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORSVARSMENN Vopnafjarð- arhrepps, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Breið- dalshrepps og Djúpavogshrepps fjölluðu á fundi sínum föstudaginn 12. október sl. um vandamál þess- ara byggðarlaga. Eftirfarandi ályktun var samþykkt: „Lagt er til að strax verði skipað í sérstaka verkefnastjórn um byggðaáætlun byggðarlaga á Aust- urlandi sem standa utan áhrifa- svæðis álversframkvæmda. Í verk- efnastjórninni eigi sæti fulltrúar ríkisvaldsins, fulltrúar hlutaðeig- andi sveitarfélaga og fulltrúar at- vinnulífsins. Frumkvæði að því að koma verkefnisstjórninni á lagg- irnar verði á höndum byggða- málaráðherra og starfið kostað af opinberu fjármagni. Hlutverk verk- efnisstjórnar verði að vinna tillögur um hvernig stuðla megi að upp- byggingu atvinnuveganna í fram- angreindum byggðarlögum. Brýnt er að þessari vinnu verði flýtt eins og frekast er kostur.“ Jaðarbyggð Seyðfirðingar og fleiri Austfirðingar hafa áhyggjur. Ræða vanda jaðarbyggða NÝSKIPAÐ flugráð kom saman til fundar í samgöngu- ráðuneytinu í síðustu viku í fyrsta sinn undir forsæti for- mannsins, sr. Gunnlaugs S. Stefánssonar, sem Kristján L. Möller samgönguráðherra skipaði á dögunum. Séra Gunnlaugur er sóknarprestur í Heydölum í Breiðdal en hann var á árum áður alþingismaður fyrir Alþýðuflokk- inn. Auk formannsins nýja sitja nú í flugráði: Margrét Kristín Helgadóttir og Gísli Baldur Garðarsson hrl., sem skipuð eru án tilnefningar og er Gísli Baldur jafnframt varaformaður ráðsins. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, og Jens Bjarnason, fram- kvæmdastjóri hjá Icelandair, skipaðir samkvæmt til- nefningu Samtaka atvinnulífsins og Helgi Hilmarsson, skipaður samkvæmt tilnefningu Samtaka ferðaþjónustunnar. Hlutverk flugráðs er að vera samgönguráðherra og flugmálastjórn til ráðuneytis um flugmál. Sr. Gunnlaugur stýrir flugráði Sr. Gunnlaugur S. Stefánsson GSM-sendir var nýlega tekinn í gagnið í Flatey á Breiðafirði. Sendirinn í Flatey bætir síma- sambandið á um 75 km kafla á þjóð- veginum á þessum slóðum. Auk þess tryggir sendirinn sam- band í Flatey og víðar á Breiðafirð- inum. Á næsta ári verður bætt við þremur sendum á Vestfjarðavegi og verður gsm-samband þá komið á allri leiðinni milli Gilsfjarðar og Kleifaheiðar. Nýr GSM-sendir TEKJUR bæjarsjóðs Seltjarnarness 2007 hækka um tæplega 75 millj- ónir frá fyrri áætlun en rekstrar- gjöld um ríflega 29 milljónir. Hagn- aður aðalsjóðs nemur því um 270 milljónum króna en hagnaður sam- stæðu rúmar 196 milljónir. Engin lán voru tekin til framkvæmda á árinu en hartnær áratugur er frá því Seltjarnarnesbær sló síðast lán fyrir framkvæmdum. Bæjarsjóður ávaxtar um 1.100 milljónir króna á innlánsreikningum viðskiptabanka sinna og nýtir vaxtatekjur til fram- kvæmda. Góð fjárhagsstaða TILBOÐSFRESTUR vegna lóða sunnan Sléttuvegar í Fossvogi rennur út á föstudag. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri framkvæmdasviðs, gerir ráð fyrir annríki í þjónustuveri sviðsins á föstudag. Síðast í svipuðu lóðaút- boði var húsinu lokað kl. 16.15, en það tók síðan tvær klukkustundir að afgreiða alla bjóðendur. Ágúst hvetur fólk til að vera snemma á ferðinni til að forðast biðraðir. Tilboð verða opnuð samdægurs. Búist við annríki Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÞAÐ ríkti mikil gleði í Kópavogs- skóla í gærmorgun þegar 12 ára nemandi þar, Jóhann Fannar Kristjánsson, var mættur á ný eft- ir vel heppnaða ferð til Kína. Jó- hann Fannar sýndi skólafélögum sínum tvenn gullverðlaun sem hann vann í fimleikakeppninni á Special Olympics, íþróttaleikunum sem lauk í Sjanghæ fyrir helgina, en hann kom heim með íslenska keppnishópnum á laugardaginn. Jóhann Fannar var einn af nítján Íslendingum sem unnu til gullverðlauna í Sjanghæ en hann var yngstur af 32 íslenskum þátt- takendum á leikunum. Þeir voru á aldrinum 12 til 46 ára og kepptu í fimleikum, sundi, frjálsíþróttum, keilu, botsía, borðtennis, lyftingum og golfi en alls var keppt í 21 grein á leikunum. „Jóhann var beðinn um að koma með verðlaunapeningana í skólann og það var vel tekið á móti honum. Hann fékk líka að fara í bekkina hjá yngri systkinum sínum og sýna þá þar og sínum bekk gaf hann bangsa sem þátttakendur á leik- unum fengu. Krakkarnir voru for- vitnir og spenntir að fylgjast með Jóhanni, þegar þau fréttu að hann ætti að keppa á Special Olympics, vildu fá að vita jafnóðum hvernig honum gengi, og þau kunnu svo sannarlega að samgleðjast hon- um,“ sagði Kristján S.F. Jónsson, faðir Jóhanns, við Morgunblaðið, en sonur hans er með Downs- heilkenni og stundar nám að hluta til með jafnöldrum sínum í Kópa- vogsskóla. Fór á fílasýningu og keypti Liverpool-búning Jóhann Fannar sagði að ferðin til Kína hefði verið mjög skemmti- leg. „Það var erfitt að keppa en mjög gaman að vinna. Svo sáum við margt, fórum á fílasýningu og sáum fílana spila fótbolta og körfu- bolta, og líka í sirkus. Svo fór ég í búð með Ella [Erlendi Kristjáns- syni þjálfara] og keypti Liverpool- búning með Fernando Torres, því ég held sko með Liverpool og æfði einu sinni fótbolta,“ sagði Jóhann, sem lærði meira að segja nokkur orð í kínversku í ferðinni og bauð undirrituðum góðan daginn á þessu framandi tungumáli. Jóhann hefur æft fimleika hjá Gerplu í fjögur ár og í Sjanghæ sigraði hann í gólfæfingum og á hesti, og varð fimmti í stökki. Hann æfir tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og faðir hans segir að íþróttaiðkunin hafi hjálpað honum mikið. Heilsuhraustari og sterkari „Hún hefur gríðarlegt gildi. Hjá börnum með Downs-heilkenni er vöðvaspennan mjög lág og hækkar talsvert við það að æfa fimleika, þó að hún verði aldrei eins og hjá þeim okkar sem eigum að teljast heilbrigð. Íþróttaiðk- unin styrkir ofnæmiskerfi hans og allan líkamann og Jóhann hefur verið miklu heilsuhraustari eftir að hann byrjaði í fimleikunum. Hann er miklu sjaldnar veikur, sjaldnar kvefaður og hefur styrkst á allan hátt og úthald hans stór- batnað.“ Ekkert banginn að kveðja klukkan hálffimm að nóttu „Við foreldrar hans fáum seint fullþakkað starfið hjá Gerplu, sem er eina íþróttafélagið sem við vit- um um sem tekur fötluð börn að sér og sinnir þeim. Eins er allt starf hjá Íþróttasambandi fatlaðra til mikillar fyrirmyndar og geysi- lega mikilvægt. Við vonum að Jóhann verði sem lengst í fimleikunum, hann er mjög áhugasamur og hlakkar alltaf til að fara á æfingu, tekur vel á, og er al- veg úrvinda og er fljótur í háttinn á kvöldin eftir tveggja tíma æfing- ar. Síðan eru leikar eins og Special Olympics gríðarlegt ævintýri en um leið mikil umbun fyrir þau sem eru svo heppin að fá að fara. Þau þroskast og kynnast heiminum, auk þess sem félagsskapurinn er frábær. Þetta var geysileg upplifun fyrir Jóhann, sem var í fimmtán daga að heiman, lengur en nokkru sinni fyrr á ævinni, en hann var klár í slaginn frá fyrstu stundu og var ekkert banginn að kveðja okkur klukkan hálffimm að nóttu til að fara til Kína,“ sagði Kristján S.F. Jónsson. „Íþróttaiðkunin hefur hjálpað honum mikið“ Morgunblaðið/Ómar Stoltur Jóhann Fannar Kristjánsson með verðlaunapeningana tvo, ásamt litlu systur, Evu Alexöndru, og föður þeirra, Kristjáni S.F. Jónssyni. Jóhann Fannar kom með tvö gull frá Kína Í HNOTSKURN »Á mótum Special Olymp-ics-samtakanna er þroska- heftum og seinfærum ein- staklingum boðið upp á keppni í íþróttum. Allir keppa gegn sínum jafningjum og allir eiga sömu möguleika á verðlaun- um. » Íslensku keppendurnir áSpecial Olympics voru 32 talsins. Þar af unnu 27 til verð- launa á mótinu, nítján þeirra til gullverðlauna, og samtals féllu 57 verðlaun, gull, silfur og brons, Íslendingunum í skaut. BÆJARSTJÓRN Álftaness hefur samþykkt að láta auglýsa breytingar á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar miðbæjarkjarna. Tillaga þess efnis var samþykkt á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi með atkvæð- um fulltrúa Á-listans. Fulltrúar D-listans greiddu at- kvæði á móti og gerðu athugasemdir við tiltekna efn- isþætti og vinnubrögð við afgreiðslu málsins. Unnið hefur verið að deiliskipulagi miðbæjarsvæðis á Álftanesi út frá hugmyndum Gassa um grænan miðbæ. Á bæjarstjórnarfundinum voru lagðar fram tillögur arkitekts að breytingum á aðalskipulagi 2005-2024 sem því tengjast. Meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu D-listans um frekari athuganir á málinu og samþykkti að senda aðalskipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til athugunar og auglýsa hana í kjölfarið. „Óviðunandi vinnubrögð“ Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti minnihlutans, segir meirihlutann hafa „þrýst í gegn tillögu um breyt- ingar á aðalskipulagi, sem munu valda mikilli ólgu á nes- inu“. Í bókun D-lista á fundinum kemur fram að sama morgun og umræddur bæjarstjórnarfundur fór fram hafi verið „fyrsti fundur með arkitekt um heildarmynd tillögunnar og því í fyrsta sinn möguleiki til þess að skoða mismunandi áherslur og láta reyna á að sátt væri möguleg. Það undarlega gerist að bæjarstjóri knýr á um afgreiðslu tillögu að verulegum breytingum á aðalskipu- lagi Álftaness. Þetta er ótrúlegt, einkum í ljósi þess að á þessum fundi bæjarstjórnar átti að fara fram fyrsta efn- islega umræðan um nýja tillögu að skipulagi. […] Þessi vinnubrögð eru með öllu óviðunandi.“ Sigurður Magnússon bæjarstjóri segir að afstaða sjálfstæðismanna komi á óvart. Þeir hafi verið sam- þykkir því ferli sem unnið hafi verið eftir. Í bókun Á-list- ans kemur fram sú skoðun að breytingarnar hafi fengið vandlega umræðu og meðferð í skipulags- og bygging- arnefnd. Segir Sigurður að þær breytingar á aðalskipu- laginu séu nauðsynlegar samhliða deiliskipulagi miðbæj- arsvæðisins. Þá segir hann að fulltrúar D-listans hafi kosið að búa til ágreining nú á endasprettinum en telur sjálfur að tillagan sé vönduð og að íbúarnir séu ánægðir með hana. Samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Fulltrúar D-listans segja meirihlutann þrýsta í gegn breytingum ALÞÝÐUSAMBANDIÐ hefur ítrekað lýst yfir vilja til að endur- skoða samkomulag við Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) um verklagsreglur við verðkannanir, enda lægi fyrir hvaða efnislegar breytingar SVÞ vilji gera á verk- lagsreglunum, segir í yfirlýsingu frá ASÍ sem Morgunblaðinu hefur borist, en fram hefur komið að SVÞ hafi sagt sig frá undirrituðu sam- komulagi þar að lútandi árið 2005. Ennfremur segir að engar til- lögur hafi komið frá SVÞ hér að lútandi, en SVÞ hafi velt upp óljós- um hugmyndum sem fælu í raun í sér að ASÍ legði af verðlagseftirlit og á það hefði Alþýðusambandið ekki geta fallist. Hafa kvittað fyrir Síðan segir: „Þegar gerður er verðsamanburður milli verslana er mikilvægt að vandað sé til verðkannana og tryggt sé að framkvæmdin sé sú sama í öllum verslunum. ASÍ hefur því fram til þessa dags gert allar sínar kann- anir sem snúa að verðsamanburði milli verslana samkvæmt þeim verklagsreglum sem ASÍ og SVÞ bjuggu til í sameiningu. Fulltrúar einstakra verslana hafa á þessum tíma aðstoðað við gerð kannana í samræmi við þessar verklags- reglur og kvittað fyrir að rétt hafi verið staðið að skráningu verðs.“ Morgunblaðið/G. Rúnar Verklagsreglur ASÍ segir mikilvægt að vanda til verðkannana. ASÍ tilbúið til endurskoðunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.