Morgunblaðið - 16.10.2007, Side 18
G
rund er einn af uppá-
haldsstöðunum hennar
Perlu. Hún dillar
skottinu fjörlega þegar
við komum hingað á
morgnana, enda koma allir hér
fram við hana af mikilli velvild og
bæði heimilisfólkið og starfsmenn-
irnir dekra við hana í bak og fyrir,“
segir Árni Tómas Ragnarsson yfir-
læknir á Grund um labradortíkina
sína hana Perlu sem kemur iðulega
með honum til vinnu, enda gegnir
hún veigamiklu hlutverki þar.
„Perla á sitt eigið auðkenniskort
sem hún setur upp þegar hún er
hér. Hún hefur það um hálsinn og
þetta er alvöru nafnspjald með
mynd af henni þar sem hún er titluð
aðstoðardama yfirlæknis. Og hún
veitir aðeins drottningarviðtöl og ég
er auðmjúkur túlkur hennar. Hún
blandar engum öðrum pólitíkusum
inn í það enda er hún mikil pólitík
sem rakar inn atkvæðum, hún er
svo vinsæl.“
Geltir meðal annars á kín-
versku, spænsku og rússnesku
Perla fær mikla athygli á Grund
og heimilisfólkið gerir sér ferð til að
láta vel að henni. „Gulla frænka
sem starfar hér í eldhúsinu gefur
henni alltaf lifrarpylsu sem er eitt
það besta sem hún fær. Kiddi sem
er einn af starfsmönnum hér, sér
líka iðulega aumur á henni ef það
rignir, þá kemur hann með regn-
kápu sem hann breiðir yfir hana til
að forða henni frá vosbúð. Og ef það
er kalt þá kemur hann með teppi.
Þetta kann hún vel að meta en hún
fær ekki að fara inn fyrir dyr hérna
því einhver gæti verið með of-
næmi.“
Árni Tómas segir Perlu vera ein-
staklega blíða og að hún sé mikil til-
finningavera. „En hún er af-
skaplega róleg. Hún situr kyrr hér
á sínum stað þar til minni vakt er
lokið. Hún er gáfuð og þekkir sín
takmörk vel. Hún er mjög hlýðin í
eðli sínu, en ég hef ekki verið neitt
sérlega duglegur við uppeldis-
störfin, fór aðeins einu sinni með
hana á hvolpanámskeið.
Hún hefur lært ýmislegt af því að
koma reglulega með mér í vinnuna.
Hún geltir til dæmis á sjö tungu-
málum því hér á Grund starfar fólk
frá mörgum löndum. Hún geltir á
pólsku, spænsku, ensku, rússnesku
og kínversku svo eitthvað sé nefnt.
Perla fer líka með mér á læknastof-
urnar sem ég er með úti í bæ og
þar er rétt eins og hér almenn kát-
ína og fögnuður með nærveru henn-
ar. Þegar sjúklingar koma til mín
með bogið bak eða slæmsku í
hnjám, réttist úr þeim og þeir verða
miklu léttari við það eitt að hitta
Perlu. Hún er svo mikill gleðigjafi.“
Dorrit fékk að
gefa henni pulsubita
Árni segir að Perla sé fyrsti
hundurinn sem hann eignast en
hann lét eftir dóttur sinni að taka
Perlu að sér þegar hún var tveggja
mánaða hvolpur. „Hún er sérlega
þægileg á heimili, gjammar ekki og
það fer lítið fyrir henni. Hún er eins
og hugur manns. Hún fær að valsa
um allt en postulínsvasarnir eru
ekki í neinni hættu. Ég dauðsé eftir
að hafa ekki fengið mér hund fyrr,
því við Perla höfum náð mjög vel
saman. Við förum út að ganga fimm
sinnum á dag og þá hittum við alltaf
allskonar fólk, ýmist það sem er
hrifið af hundum eða er sjálft með
hunda og við tökum tal saman. Ólík-
legasta fólk spjallar við okkur og
eitt sinn hittum við forsetahjónin á
fjörulabbi okkar og Dorrit fékk að
gefa Perlu pulsubita. Þetta er í
raun nýr félagslegur hópur sem ég
hef kynnst í gegnum Perlu. Heim-
urinn er betri eftir að hún kom inn í
líf mitt,“ segir Árni og bætir við að
labradorhundar séu miklir sund-
hundar.
„Ég fer með hana daglega niður
að sjó til að leyfa henni að synda en
hún er mjög hraðsynd og nýtur
þess vel.“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Eigið nafnspjald Perla hefur að sjálfsögðu sitt eigið nafnspjald með mynd
eins og alvöru aðstoðardömu sæmir og þiggur teppi yfir sig ef kólnar úti.
Pólitíkin Perla
Perla geltir á sjö tungumálum enda vinnur hún með fólki af mörgum þjóðernum.
Kristín Heiða Kristinsdóttir heilsaði upp á stórmerkilegt tvíeyki, yfirlækni og að-
stoðardömu hans sem er labradorhundur bæði gáfaður og vel syndur.
Perla fer líka með mér á
læknastofurnar sem ég er
með úti í bæ og þar er rétt
eins og hér almenn kátína
og fögnuður með nærveru
hennar.
khk@mbl.is
|þriðjudagur|16. 10. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Umræða um orkulindir heims
þrífst á spjallrásum unglinganna
í Borgaskóla eftir heimsókn til
Noregs og Danmerkur. »20
menntun
Ef þú sefur 5 tíma eða skemur á
nóttu til lengri tíma er dauði um
aldur fram 1,7 sinnum líklegri en
hjá þeim sem sofa 7 tíma. »20
heilsa
Frumlegt All sérstök slá úr sumar-
línu hönnuðarins Lidija Kolovrat.
Rautt Frumleg og litaglöð hönnun
hjá Alexandra Moura.
Skúlptúr það er viss skúlptúr í
þessari flík Aleksandar Protich.
Reuters
Framandi Það er ekki hægt að segja
að Dino Alves óttist hið óvenjulega.
FORMMYNDUN virðist setja sterkan svip á margar af þeim flíkum sem sjá
mátti á sýningarpöllunum á tískuvikunni í Lissabon í Portúgal á dögunum.
Það virðist líka nokkuð ljóst að þar eru fatahönnuðir ekki hræddir við að
feta ótroðnar slóðir og því ætti tíska komandi sumars að reynast áhugaverð.
Framandi form
Engar haldbærar sannanir liggja fyrir því aðeinstök jurtalyf virki á einstaka sjúkdóma,samkvæmt nýlegri athugun breskra sér-
fræðinga. Þvert á móti gætu jurtir borið mengandi
efni, sem virkuðu neikvætt á heilsufar manna.
Þeir segja að engar klínískar rannsóknir hafi
farið fram á gagnsemi jurtalyfja hingað til ef frá
eru taldar þrjár rannsóknir á sjúklingum með
krabbamein, slitgigt og heilkenni ristilertingar.
Annars vegar var sjúklingum gefin lyfleysa og
hinsvegar jurtalyf. Ekki reyndust þeir ein-
staklingar, sem voru með krabbamein og slitgigt,
hafa árangur sem erfiði með jurtalyfjum umfram
þá, sem fengu aðeins lyfleysu. Hinsvegar reyndust
jurtalyfin hjálpa nokkuð upp á heilsufar þeirra,
sem voru með ristilvandamál, en þó ekki eins mikið
og hefðbundnar lækningaaðferðir gerðu.
Bresku sérfræðingarnir segja mörg álitamál
vera uppi í þessum geira og því beri að fagna
reglugerð, sem mun vera í smíðum í Bretlandi,
sem gerir auknar kröfur til þeirra, sem gefa sig út
fyrir að vera grasalæknar, að því er segir í nýlegri
frétt á vefmiðli BBC.
Ályktanir ótímabærar
Talsmaður breskra jurtalækna hefur mótmælt
þessum staðhæfingum og og segir að engan veginn
sé hægt að draga ályktun út frá þremur agnar-
smáum prófunum. Hann segir að jurtameðferðir
geti vissulega skilað góðum árangi. Sjúklingar með
misalvarlega sjúkdóma kæmu gjarnan til jurta-
lækna eftir að hafa gengið hefðbundna læknis-
fræðilega leið í heilbrigðiskerfinu án þess að fá bót
meina sinna. Jurtalæknar byðu upp á fjölbreytt úr-
val jurtalyfja við meinum, allt frá minniháttar húð-
vandamálum til alvarlegra krabbameina.
Eru jurtalyfin gagnslaus?
Morgunblaðið/Ásdís
Jurtalyf Mörg álitamál eru um virkni jurtalyfja að mati breskra sérfræðinga, sem fagna
því að gera eigi auknar kröfur til þeirra sem gefa sig út fyrir að vera grasalæknar.
heilsa