Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörn Krist-mundsson fæddist á Stokks- eyri 19. febrúar 1953. Hann lést 7. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Kristmundur Haukur Jónsson, f. 4.8. 1950, d. 4.11. 2000, og Margrét Árný Helgadóttir, f. 14.8. 1929. Systk- ini Guðbjörns eru Sigríður, f. 4.8. 1950, gift Birgi Jenssyni, f. 21.9. 1948, Helga, f. 19.4. 1954, gift Lárusi Hauks- syni, f. 15.10. 1952, og Jón Hall- dór, f. 3.4. 1966, kvæntur Rósu Guðmundsdóttur, f. 30.7. 1975. Fyrri kona Guðbjörns er Ragnheiður Emilsdóttir, f. 18.9. 1955. Börn þeirra eru Drífa Margrét, f. 10.6. 1976, sambýlis- maður Hlíðar Þór Hreinsson, dóttir þeirra er Hekla Elísabet, f. 8.11. 2004, og Atli Rúnar, f. 13.7. 1982. Eiginkona Guðbjörns er Soffía Amanda Tara Jóhannesdóttir, f. 15.6. 1959. Foreldrar hennar eru Jóhannes Stef- án Jósefsson, f. 1927, og Guðrún Sigurbjörg Stef- ánsdóttir, f. 1934. Systkini Amöndu eru Einar Stef- ánsson, Erlingur, sambýliskona Haf- dís Sigurðardóttir, Elín Kristín, sam- býlismaður Hjörtur Ingason, Kristjana Stefanía, sambýlis- maður Jón Gísla- son, Jósep Svanur, sambýliskona Bylgja Eyhlíð Gunnarsdóttir, og Dagbjört Elva. Börn Amöndu eru a) Kristrún Huld, f. 15.2. 1978, sambýlis- maður Eric Hansen, f. 21.2. 1976, synir þeirra eru Atli Rafn, f. 13.12. 1997, og Liam Úlfur, f. 5.6. 2007, b) Björgvin Huldar, f. 17.10. 1979, og c) Marteinn Svanur, f. 7.1. 1985, sambýlis- kona Hafdís Bára Óskarsdóttir, f. 23.9. 1989. Útför Guðbjörns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Aldrei datt mér í hug, að ég ætti eftir að skrifa minningargrein um þig, pabbi, svona snemma. Þú varst ekki nema 54 ára, maður á besta aldri. Og þú sem ætlaðir að verða erfitt gamalmenni, svo að við systkinin hefðum eitthvað að gera. Og eins og þú varst duglegur að hóta því, þá trúði ég þér alveg. Þessa daga síðan að þú fórst hef ég verið að rifja upp ýmislegt sem við höfum gert í gegnum tíðina. Öll ferðalögin þegar að ég var krakki, jeppaferðin yfir hálendið, ferðin sem við Atli og mamma fórum með þér í þegar þú varst á Hauknum og fleira. Það hefur nú sennilegast ekki verið létt verk að ferðast með mig, eins bílveik og ég var og er... Ég man líka þegar að ég var að læra á bíl, þú fórst með mig einn Hafravatnshring, og sagðir svo við mömmu þegar að við komum til baka, að þú ætlaðir sko aldrei með mér aftur í bíl, ég væri svo mikill glanni, en það læra börnin sem fyr- ir þeim er haft.... ég held að ég hafi bara keyrt eins og þú og það skelfdi þig. Ég gleymi því heldur ekki, þegar að ég hringdi í þig og sagði þér að þú værir að verða afi. Það tók þig smá tíma að átta þig, en svo spurð- ir þú hvenær ég ætti von á mér, og eftir það hringdir þú nokkrum sinnum í mig yfir meðgönguna, bara svona til að tékka á hlutunum. Svo þegar Hekla fæddist þá var svo yndislegt að sjá hvað þú varst ánægður með hana. Þú áttir reyndar svolítið erfitt með að muna nafnið hennar, kallaðir hana Kötlu en það var bara í tæpa 2 mánuði... eftir það var það Hekla. Og þó að hún væri oft feimin við þig til að byrja með, þá var hún alltaf fljót að taka þig í sátt og skríða í fangið á þér, og hún virk- aði alltaf miklu minni þar en hún er í raun, þar sem þú varst svo stór. Eftir að þú veiktist í vor, þá datt mér ekki í hug að þetta yrði búið svona fljótt og vonaði ég alltaf að þú næðir þér og yrði heill aftur, en raunin varð önnur. Mér þykir núna rosalega vænt um það að hafa komið til þín um daginn með Heklu með mér, hún var reyndar ekki til í að taka þig alveg í sátt, þar sem þú varst orðin sköllóttur, og vildi sú stutta fara í fatabúðina og kaupa handa þér hár, því að „afi Bjössi á að hafa hár“ en hún var nú samt til í að senda þér fingurkossa þegar við fórum og ég sá það alveg á þér að þér þótti vænt um það. Mér þykir svo vænt um það núna að hafa getað verið hjá þér þegar þú kvaddir, eins erfitt og það var, og höfðu allir áhyggjur af því að ég færi af stað, en það hefðu þá verið hæg heimatökin, með fæð- ingardeildina hinum megin við göt- una. Innst inni, þó að ég vissi að komið væri að leiðarlokum hjá þér, þá vonaði ég að þér myndi batna, þó það væri ekki nema nógu lengi til að sjá barn númer 2 hjá mér sem væntanlegt er núna eftir nokkra daga, sú varð ekki raunin, en ég trúi því að þú fylgist bara með okkur þaðan sem þú ert núna og sjáir barnið þegar það fæðist. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina, fylgstu vel með ungunum mínum og okkur hinum, og eins vona ég að þú hafir yfirum- sjón með húsbyggingunni hjá okk- ur Hlíðari þegar að því kemur, eins og við vorum búin að tala um og biðja þig að gera. Þín Drífa. Elsku pabbi. Þessa síðustu daga er ég búinn að vera að hugsa til baka, alveg frá því að ég man eftir mér og margt rifjast upp. Er búinn að vera að hugsa um allt sem við höfum gert saman í gegnum tíðina, öll ferðalögin, jeppaferðirnar, veiðiferðirnar, vinnuna og bíltúrana sem við erum búnir að fara í saman. Hvernig þú stóðst með mér þeg- ar ég þurfti á því að halda, og alla hjálpina sem þú veittir mér, sem oftast var í kringum bílana mína. Man þegar gamli bíllinn minn gafst upp þegar ég var að fara í sumarbústað um miðjan vetur og ég fékk þig til að koma á Laug- arvatn og draga bílinn fyrir mig í bæinn. Þér fannst það ekki neitt vandamál að koma á sunnudegi, í snjókomu og hálku til að hjálpa mér. Eins þegar þú komst og dróst mig úr skafli fyrsta árið sem ég var með bílpróf. Ég man vel eftir öllum þeim tím- um sem við vorum að vinna saman. Þú varst duglegur að fá mig til að koma og hjálpa þér í vinnunni þótt að þú þyrftir ekki neina hjálp, samt tókstu mig alltaf með og þótti mér mjög vænt um það. Ég hugsa til þess þegar við fór- um á veiðar saman, en enduðum á því að vera bara að keyra og labba saman, segja sögur og skemmta hvor öðrum. Ég skil ekki enn í dag, hvernig þú fórst að því að verða aldrei þreyttur, sama hvað við löbbuðum mikið, og ég, tæpum 30 árum yngri, þurfti að biðja þig um að hægja á þér, því að ég náði ekki að fylgja þér eftir. Svo núna, þegar það byrjaði að síga á seinni hlutann á veikindum þínum, þá sá ég hvað það tók mikið á þig að geta ekki gert allt, geta ekki labbað upp tröppur án þess að þurfa að hvíla þig, en samt stóðst þú fyrir framan mig og sagðir „Þetta mun lagast, ég verð eins og nýr“. Varst meira að segja að tala um að við yrðum að skella okkur á gæs eða rjúpu, þótt við mundum ekki fá neitt, nema kannski bíltúr- inn, útiveruna og útsýnið. Þú munt alltaf verða í huga mín- um hvert sem ég fer, held að það séu fáir staðir á landinu sem við höfum ekki farið á saman eða talað um. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Atli. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær, afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann. Í himnaríki fer hann nú, þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt. Hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda. (Katrín Rut Þorgeirsdóttir.) Þín Hekla Elísabet. Guðbjörn Kristmundsson ✝ Anna Soffía Há-konardóttir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1927. Hún lést á Landspítala Fossvogi 7. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Hákon Hall- dórsson skipstjóri frá Akranesi, f. 12.12. 1874, d. 13.3. 1951, og Petrína G. Narfadóttir hús- móðir frá Kala- staðakoti á Hval- fjarðarströnd, f. 13.11. 1892, d. 7.12. 1992. Systkini Önnu voru Níelsína Helga, f. 6.6. 1907, d. 11.5. 1988, maki Magnús Ólafs- son, látinn. Haraldur, f. 19.7. 1923, maki Halla Eyjólfsdóttir, látin. Herdís, f. 17.7. 1924, d. 23.5. 1988, maki Guðmundur Jónsson, látinn. Þóra N.H., f. 16.5. 1926, maki Sveinn Kristinsson, látinn. Anna giftist árið 1950 Páli Sig- 6) Pétur Rúnar Pálsson, f. 25.8. 1960, d. 10.8. 1968. 7) Sigurjón Pálsson, f. 26.2. 1962. Synir hans Pétur Freyr, f. 1995, og Ragnar Magni, f. 1999. 8) Halla Páls- dóttir, f. 28.12. 1963, maki Sig- steinn Sigurðsson. Börn þeirra Haraldur Bogi, f. 1985, maki Eygló Björnsdóttir, og Jóhanna Antonía, f. 1989. Langömmubörnin eru orðin átta. Anna Soffía giftist Boga Pétri Guðjónssyni 1966. Þau slitu sam- vistir 1981. Hún giftist Ragnari Þorsteins- syni 1983. Þau slitu samvistir 1993. Anna Soffía vann margvísleg störf til sjós og lands samhliða húsmóðurstarfinu. Árið 1995 fluttist hún að Austurbrún 2 í Reykjavík og bjó þar til dán- ardags. Anna Soffía verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. urðssyni bifreiða- stjóra, f. 2.9. 1919, d. 19.1. 2004. Börn þeirra eru: 1) Hákon, f. 12.12. 1948, maki Ingibjörg Hafsteins- dóttir. Börn þeirra Elísabet, f. 1973, maki Arinbjörn A. Georgsson, Anna Soffía, f. 1981, maki Árni Þór Árnason, og Drífa Sjöfn, f. 1987. 2) Guðrún Þ. Pálsdóttir, f. 30.4. 1950, d. 22.10. 1951. 3) Ingólfur Pálsson, f. 13.4. 1954, sonur hans Rúnar Páll Gígja, f. 1978. 4) Sigurður Pálsson, f. 12.12. 1955, maki Margrét E. Kristjánsdóttir. Börn þeirra Ei- ríkur, f. 1973, maki Sandra, f. Jónasdóttir, Anna Margrét, f. 1978, maki Lárus Huldarsson, og Sigurbjörn Ingi, f. 1982, maki Eva Ósk Pétursdóttir. 5) Hreinn Páls- son, f. 12.12. 1957, d. 27.7. 2002. Elsku mamma. Þá er komið að leiðarlokum. Það hefur margt á dagana drifið og margs er að minnast. Það er erfitt að kveðja og mig skortir orð. Það er ekki langt síðan við fórum saman í ferðalag í tilefni af 80 ára afmælinu þínu ásamt Inga bróður og Ingu. Þig langaði til að fara Snæfellsnesið, var þetta í alla staði yndisleg ferð og ekki var veðrið til að spilla fyrir. Fór- um við vestur í Dali og síðan fyrir Snæfellsnesið daginn eftir. Enduð- um síðan ferðina hér heima og kom fjölskyldan saman í kaffi í tilefni dagsins. Það lýsir þér best að þú gerðir aldrei neinar kröfur og vildir aldrei láta hafa fyrir þér en varst alltaf tilbúin að stjana við aðra í kringum þig. Þú hafðir sterka rétt- lætiskennd og varst strangheiðar- leg. Þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu alla tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku mamma hvíl í friði. Þinn sonur Hákon. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdamóður minnar Önnu Soffíu. Ég kynntist henni fyrir 28 ár- um. Ég hafði kynnst Hákoni syni hennar og man ég enn þegar ég og Lísa dóttir mín komum í fyrsta skipti heim til Önnu, Boga, Petrínu, móður Önnu, og systkina Hákonar. Nokkur kvíði var í mér en hann var fljótur að hverfa því okkur var vel tekið af allri fjölskyldunni og engu líkara en við hefðum bara alltaf verið þar. Seinna eftir að við Hákon eignuðumst Önnu Soffíu og bjuggum á Fjölnisveginum kom Anna oft við eftir sinn vinnudag til að aðstoða mig með stelpurnar, því Hákon vann þá úti á landi. Anna flutti á Akranes ’82 og við tveimur árum síðar. Þar vann hún meðal ann- ars á saumastofu, var dagmóðir og stundaði sjóinn um tíma með Ragn- ari. Þegar síðan Drífa Sjöfn bættist í hópinn þá var hún alltaf tilbúin að aðstoða. Anna reyndist mér alltaf vel, það var gott að spjalla við hana og kenndi hún mér margt. Hún var sérstaklega gestrisin og enginn bak- aði eins góðar pönnukökur og hún gerði. Það var sama hvenær maður kom, alltaf rauk hún í að hafa til með kaffinu. Fjölskyldan var henni allt og hélt hún vel utan um hópinn sinn. Var hún stolt af börnum, barnabörn- um og langömmubörnum sínum. Hún reyndi margt í lífinu, missti meðal annars þrjú börn og var það að vonum mikill missir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Að lokum vil ég þakka henni sam- fylgdina og þakka fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Hafsteinsdóttir. Elsku amma mín. Núna ertu farin frá okkur, svo snögglega að maður er ekki ennþá búinn að átta sig á því að maður eigi aldrei eftir að hitta þig aftur. Ég hitti þig síðast stuttu eftir 80 ára afmælið þitt, þá var ég að kenna þér aðeins á nýju tölvuna þína sem þú fékkst í afmælisgjöf. Mér fannst svo gaman hvað þú varst áhugasöm að læra á tölvu, það hefði verið svo gaman fyrir þig að fara á tölvunámskeið fyrir eldri borgara. Sumum fannst nú eitthvað skrítið að vera að gefa eldri konu fartölvu, það væri nú bara eitthvað fyrir yngra fólkið. Þú varst nú líka spurð stuttu fyrir afmælið hvað þig langaði í, í afmæl- isgjöf, og þú svaraðir í gríni: „Bíl og tölvu!“ Og þar sem þú varst nú ekki með bílpróf þá varð tölvan fyrir valinu. Ekki grunaði mig að það yrði í síð- asta skipti sem ég myndi hitta þig, maður hefði þá gefið þér miklu lengra faðmlag og fleiri kossa. Það sem ég mun alltaf muna er hvað þú varst alltaf góð og viljug að hjálpa öllum, þú komst t.d. oft til mín í skólann þegar ég var að læra hár- greiðsluna og varst módel hjá mér. Ég þakka fyrir allar góðu stund- irnar sem maður átti með þér, og fyrir að Hákon Árni skuli hafa kynnst langömmu sinni aðeins áður en hún dó. Ég á svo góða mynd af ykkur sam- an sem ég tók þegar við komum í heimsókn til þín á Austurbrún, þið eruð bæði alveg skælbrosandi. Ég held mikið upp á þessa mynd og hún er komin í ramma heima. Maður veit að þú ert í góðum höndum hjá Guði, og hjá börnum þínum sem eru farin. Ég bið Guð að blessa fjölskyldu okkar, missir okkar er mikill og megi hann gefa okkur styrk í sorginni. Þín sonardóttir og alnafna Anna Soffía Hákonardóttir. Elsku amma mín. Mig langar til að þakka fyrir þau ár sem ég átti með þér. Við áttum góðar stundir saman og þær munu fylgja mér í hjartanu um ókomna tíð. Þú varst alltaf svo ljúf og góð,vildir öllum vel og varst alltaf til staðar fyrir mann. Svo þegar þú faðmaðir mann þá fann maður fyrir svo mikl- um kærleika og væntumþykju. Ég mun sakna þín elsku amma mín. Það er þó gott að vita að nú ertu hjá börn- unum þínum þremur, sem þú syrgðir alla tíð. Þau hafa tekið vel á móti móður sinni. Að lokum vil ég kveðja þig með þessum orðum: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, Anna Soffía Hákonardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.