Morgunblaðið - 16.10.2007, Side 27

Morgunblaðið - 16.10.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 27 Kæri bróðir Nú skiljast leiðir um sinn, þinni hetjulegu baráttu lokið. Þú barðist fram á síðasta dag en enginn fékk ráðið við þennan erfiða sjúkdóm. Einn laugardag þegar ég hringdi í þig þá varst þú á leiðinni norður í réttir og fórst þangað á hörkunni frekar en mætti. Þú sagðist vera svolítið slappur en ætlaðir alls ekki að missa af réttunum, þú kæmist ekki á hestbak þetta árið en það yrði bara næst, kannski kemst þú á hestbak á þeim stað sem við förum öll á í lokin. Ég veit og trúi að þér líði nú bet- ur og þínum þjáningum sé lokið. Það er erfitt að horfa á eftir ástvini í blóma lífsins en enginn ræður sín- um næturstað. Nú ertu kominn til hans pabba og hann hefur tekið vel á móti þér. Guð gefi mömmu, Mandý, Drífu, Atla og fjölskyldu þinni styrk til að takast á við sorgina. Hve oft er mannsins ævibraut sem eyðimörkin stranga, en sigruð verður sérhver þraut, þótt sýnist illa ganga. Því hvar og hvert þú fer er herrann Guð hjá þér. Hve vel er staddur sérhver sá, er sínum Guði er staddur hjá. Far þú í friði, kæri bróðir. Helga og fjölskylda. Aldrei þegar ég segi bless, sjáumst síðar, dettur mér í hug að það verði síðasta kveðjan, en nú ertu farinn. Þetta hélt ég að ég þyrfti ekki að segja við þig, kæri vinur, en þetta verður samt hlut- skipti mitt að kveðja bæði tengda- pabba og núna þig. Þú varst alltaf góður vinur minn alveg frá því ég kom inn í þessa fjölskyldu og erum við búnir að bralla margt saman. Þegar ég lít til baka er margs að minnast eins og þegar þú varst bíl- stjóri hjá SS í gamla daga ásamt Volter frænda og voru stundum dældir hér og þar eftir daginn því ötulir voruð þið og vinnusamir mjög. Ég á góðar minningar frá sjómennsku okkar Bjössa frá Þor- lákshöfn og oft þurfti ég að leita ykkur Volter uppi þegar fara átti til skips, en alltaf fór það vel. Þeg- ar fara átti í bæinn, á bíó eða eitt- hvað, og veðrið var svona og svona datt þér aldrei í hug að hætta við, nei, gamli Volksvagninn minn var látinn finna fyrir því hver væri ráð- andi og skaflar hér og þar voru ekki hindrun, heldur ögrun. Þú áttir farsælan starfstíma, núna seinast hjá Járnbendingu, og er ég viss um að þar er þín sárt saknað af félögunum. Ég átti von á og var farinn að undirbúa komu þína hingað á Stokkseyri, því það var þinn draumur að fara að hægja á vinnu og hafa það rólegra með Mandý þinni hérna í friðinum, en ekki entist þér ævin til þess. Sigga systir sendir með þér smáglaðning úr fjörunni ykkar og vona ég að hann komi sér vel. Jæja, elsku vinur, vertu sæll að sinni, og Día og Mandý, Drífa og Atli, ég vona að þið finnið styrk frá okkur á þessari erfiðu stundu. Hef þessar fátæklegu línur ekki fleiri en minningin um góðan dreng og vin mun lifa um ókomna tíma. Þinn mágur og góði vinur, Birgir Jensson, Stokkseyri. Það er sárt að kveðja góðan vin og félaga sem fellur frá í blóma lífsins. Fregnin um að hann væri látinn kom eins og reiðarslag, þó að við vissum af veikindum hans datt okk- ur ekki í hug að þetta mundi enda svona. Það er ekki nema tæpir sex mán- uðir síðan hann hringdi í okkur og sagði okkur frá veikindum sínum. En hann hafði sannarlega styrk og skapfestu til að axla þessar þungu byrðar, hann var jákvæður og bjartsýnn, og með plön um hvað hann ætlaði að gera þegar hann hefði sigrað veikindin. Fyrstu kynni okkar voru þegar Bjössi var smiður hjá okkur og á hann ótalin smiðshögg í húsi okkar. Svo æxluðust hlutirnir þannig að hann varð vinur okkar og veiði- félagi Palla. Eru ótaldar veiðiferð- irnar sem þeir fóru í saman, í þeim kom eitt og annað uppá sem seint gleymist, of var glatt á hjalla þegar þær voru rifjaðar upp, hér við eld- húsborðið. Hann var líka búinn að skipuleggja næstu veiðiferð, hann ætlaði sko ekki að missa af henni. Við eigum líka minningar frá úti- legum okkar, og öðrum skemmti- legum samverustundum. Það var alltaf gaman að hitta Bjössa, hann var skemmtilegur og góður maður og hafði ákveðnar skoðanir á öllu og lét þær óspart í ljós, en hann hafði líka mikinn áhuga skoðunum annarra og því sem aðrir voru að gera, en það er ekki mörgum gefið. Kæri Bjössi, takk fyrir allar þær samverustundir sem við höfum átt með þér í gegnum árin. Elsku Drífa, Atli og Mandý, og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Auður og Páll. Mig langar til að minnast Bjössa vinar míns í nokkrum orðum. Við kynntumst 1993 við breyt- ingar á Hótel Borg og höfum átt mikið og gott samstarf síðan. Bjössi var hamhleypa til vinnu og ekki smámunasamur um eigin heilsu. Bjössi var orðheppinn með afbrigðum og átti nafn yfir allt milli himins og jarðar. Ekki var Bjössi uppnæmur fyrir titlum eða stöðu manna, til að öðlast virðingu hans þurfti að vinna fyrir henni enda gerði hann kröfur til sjálfs sín og stundum um of. Það er undarleg tilfinning að eiga ekki von á símtali frá Bjössa þess efnis hvort ég sé til í að henda parketti á eina íbúð um helgina eða skipta um eins og eitt þak. Ég votta Mandý, börnunum og öllum ættingjum innilega samúð og kveð vin minn Bjössa með trega. Þórður Einarsson. svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl þú í friði. Þín Drífa Sjöfn. Elsku frænka mín. Það dró fyrir sólu í hjarta mínu þennan sólbjarta sunnudag fyrir rúmri viku þegar síminn hringdi og Halla mín sagði grátandi, mamma er dáin. Það er svo gott að geta brosað í gegnum tárin þegar að maður hefur trúna á Jesú, ég veit að þú ert komin í dýrðina til hans, frjáls og glöð, með elsku börnunum þínum og ástvinum. Þú varst og verður alltaf yndisleg manneskja Anna mín, heilsteypt og heiðarleg fram í fingurgóma, föst fyrir og þrjósk eins og ættin en alltaf stutt í húmorinn. Já við áttum margar góðar stundir saman elskan mín, við vorum mjög nánar og það var svo notalegt að hafa þig í staðinn fyrir mömmu þeg- ar hún dó. Þú hafðir svo góða nærveru og það var svo notalegt að koma til þín í hlýjuna. Alltaf var reitt fram hlaðborð af öllu því besta sem til var, já þú varst sannkallaður höfðingi, gjafmild og rausnarleg. En lífið getur verið miskunnar- laust og grimmt, já það tók mikinn toll af þér frænka mín. Þú misstir Gunnu þína eins og hálfs árs við hræðilegar aðstæður, síðan Pétur litla 8 ára, það tók mikið á þig, svo síðast þennan yndislega dreng hann Hrein, langt fyrir aldur fram. Þetta er allt of mikið á eina konu lagt en þú varst ótrúlega dugleg Anna mín og trúin á Jesú bjargaði þér frá því að brotna. Það var líka hræðilegt fyrir þig að bera þennan skugga sem vofði alltaf yfir og helltist yfir þig annað slagið frá því að þú varst ung stúlka en það birti alltaf til á milli og þú gast notið þess að vera með þeim sem þér þótti vænt um. Við brölluðum margt saman frænkurnar, það var yndislegt að fara með þér á tónleika, óperu og í leikhús, þú elskaðir fallega tónlist, þetta lyfti þér mikið og uppörvaði þig. Ég man hvað þú ljómaðir Anna mín þegar að við fórum á minning- artónleika í Áskirkju í sumar. Þú varst svo falleg og fín á þessum síðustu tónleikum okkar saman. Guð gaf þér margar góðar gjafir Anna mín, hann gaf þér átta yndisleg og heilbrigð börn, hann gaf þér þá yndislegustu mömmu sem hægt er að hugsa sér. Hún amma Peta var sannkallaður engill, hún var hjá þér í mestu erf- iðleikunum og hjálpaði þér í gegnum allt. Frá henni höfum við allt þetta góða, við krakkarnir hennar Dísu og svo þínir krakkar sem eru mjög vel af Guði gerðir. Þú elskaðir þau öll mikið, Hákon, frumburðurinn þinn, átti alltaf sér- stakan sess í hjarta þínu, þau áttu öll sinn sérstaka sess. Ég veit að þú varst mjög stolt af Höllu þinni, einu dóttur þinni, hún er yndisleg dóttir og hjálpaði þér mikið. Svo var hann Ingi þinn aldeilis betri en enginn í gegnum veikindin þín, hann gat verið mikið hjá þér og það var alveg ómetanlegt. Anna mín, ég bið Jesú að hugga börnin þín og barnabörnin, Halla bróður þinn, Þóru og aðra ástvini, taka utan um þau, þurrka tárin og fylla þau af kærleika. Elsku frænka, ég kveð þig með miklum söknuði og þakklæti fyrir allt, já líka með gleði í hjarta yfir því að þú hefur eignast gott og eilíft líf í paradís. Sjáumst á himnum. Þín elskandi Konný. Elsku amma mín, ég trúi varla enn að þú sért farin, mér finnst það alveg rosalega sárt. Ég kom til þín fyrir hálfum mán- uði með börnin mín og varst þú svo yndisleg við okkur og töluðum við um að núna ætluðum við að koma miklu oftar til þín og vera í meira sambandi. Sama kvöld hringdir þú til þess að segja mér hvað þér hefði þótti vænt um að fá okkur í heimsókn og sjá börnin mín. Þú hringdir reglulega til mín eftir heimsóknina, síðast hringdir þú í mig þrem dögum áður en þú fórst, þá hringdir þú til að athuga hvernig mér liði og til þess að segja mér að ég yrði að taka það rólega þennan stutta tíma sem ég á eftir af minni meðgöngu. Elsku amma mín, mér þykir svo óskaplega vænt um þennan tíma sem við áttum saman upp á síðkastið, sá tími er mér ómetanlegur og knúsið frá þér var svo þétt og gott, því gleymi ég aldrei, ég er svo þakklát fyrir það. Birta Dís, dóttir mín, talar enn um hvað það var gaman að fara í heim- sókn til ömmu Önnu og hvað pönnu- kökurnar sem þú bakaðir voru rosa- lega góðar. Elsku amma, ég verð líka að minn- ast þess, hvað við hlógum mikið þeg- ar þú sagðir okkur frá því þegar þú komst í kirkjuna í sumar þegar við Lárus Einar giftum okkur. Þú sagðir okkur frá því að þú hefðir drifið þig út eftir athöfnina til að óska okkur til hamingju og náðir þú manni, sem þú hélst að væri Lárus, og kysstir þú hann og óskaðir til hamingju með daginn. En því miður, þá var þetta einhver annar maður, og hlógum við rosalega mikið að þessu. Elsku amma, mér þykir rosalega vænt um þig, ég veit að þú ert á góð- um stað núna og að við hittumst seinna og þá munum við eiga fleiri góðar stundir saman. Hvíl þú í friði, elsku amma. Þín Anna Margrét Sigurðardóttir. Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGA STRAUMLAND, lést sunnudaginn 14. október á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hún verður jarðsungin frá Garðakirkju, Garðaholti á Áftanesi, föstudaginn 19. október kl. 15.00. Svala Sigurleifsdóttir, Bjarney J. Sigurleifsdóttir, Vilmundur Þorsteinsson, Kristín S. Sigurleifsdóttir, Kristján Sveinbjörnsson, og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, ÞÓRUNN ELÍASDÓTTIR, Herjólfsgötu 36, áður Lækjarkinn 14 í Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans þann 14. október. Yngvi Rafn Baldvinsson, Friðrik E. Yngvason, Theodóra Gunnarsdóttir, Björgvin Yngvason, Birna Hermannsdóttir, Stefán Yngvason, Nína Leósdóttir, Yngvi Rafn Yngvason, Alís Inga Freygarðsdóttir, og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæri SIGURÐUR MAGNÚS MAGNÚSSON, Esjubraut 39, Akranesi, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 10. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 19. október kl. 14.00. Björnfríður Guðmundsdóttir, Magnús Hólm Sigurðsson, Ásta Ósk Sigurðardóttir, Jóel Bæring Jónsson, Selma Sigurðardóttir, Þorvaldur Sveinsson, og afabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, BORGÞÓR GÚSTAVSSON, Hringbraut 121, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 7. október. Hann verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtudaginn 18. október kl. 15.00. Ólafía M. Gústavsdóttir, Sigurður Eyjólfsson, Páll G. Gústavsson, Iðunn Árnadóttir, Kristinn J. B. Gústavsson, Ragna H. Jóhannesdóttir, Hallgrímur P. Gústavsson, Gústav R. Gústavsson, Rannveig Pálsdóttir, Ágúst E. Gústavsson, Sigríður Á. Guðmundsdóttir og frændsystkini. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, MAGNÚS JÓNSSON, Sunnubraut 23, Búðardal, verður jarðsunginn frá Snóksdalskirkju fimmtu- daginn 18. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Inga Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.