Morgunblaðið - 16.10.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2007 39
Sími 530 1919
www.haskolabio.is
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
Stærsta kvikmyndahús landsins
Good Luck Chuck kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
The Kingdom kl. 5:40 - 8 - 10:20
Heima - Sigurrós kl. 6 - 8 - 10
Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
Sagan sem mátti ekki segja.
eeee
- B.B., PANAMA.IS
eeee
- E.E., DV
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
“TOP 10 CONCEPT
FILMS EVER”
- OBSERVER
eeeee
“HEIMA ER BEST”
- MBL
eeeee
- FBL
eeeee
- BLAÐIÐ
eeeee
“MEÐ GÆSAHÚÐ AF
HRIFNINGU”
- DV
eeeee
- Q
eeee
- EMPIRE
GEGGJUÐ
GRÍNMYND
Miðasala á www.laugarasbio.is
HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM
ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA?
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
MICHAEL MANN
OG LEIKSTJÓRANUM
PETER BERG
eeee
“MARGNÞRUNGIN
SPENNUMYND
MEÐ ÞRUMUENDI„
EMPIRE
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15-POWER B.i. 16 ára
-bara lúxus
Sími 553 2075
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
MICHAEL MANN
OG LEIKSTJÓRANUM
PETER BERG
eeee
“MARGNÞRUNGIN
SPENNUMYND
MEÐ ÞRUMUENDI„
EMPIRE
HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ
ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR
VIÐ AÐ DEYJA?
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 B.i. 12 áraSýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára
Bölvun eða blessun ?
Sofðu einu sinni hjá Chuck
og næsti maður sem þú
hittir er ást lífs þíns.
Brjálæðislega fyndin mynd!!
10:15
eeeee
- L.I.B, TOPP5.IS
NÝJUSTU kvikmyndirnar voru með
þeim mest sóttu um nýliðna helgi.
Good Luck Chuck situr nú í fyrsta
sæti bíólistans. Í henni segir frá
Charlie Logan sem er mjög vinsæll
hjá einhleypum konum, enda er hann
haldinn þeim töfrum að með því að
sofa hjá honum einu sinni verður
næsti maður sem þær hitta stóra ást-
in í lífi þeirra. En svo kemur að því að
Charlie hittir draumastúlkuna sína
og reynir allt til að koma í veg fyrir að
hún hitti þann eina sanna með því að
rjúfa álögin sem á honum hvíla.
Stardust var mest sótta myndin
fyrir viku og situr nú í öðru sæti, eins
og komið hefur fram er þetta æv-
intýramynd sem var tekin upp að
stórum hluta á Íslandi.
Önnur ný mynd, The Kingdom, sit-
ur svo í þriðja sæti. Þar er fjallað um
sérsveit sem hefur það verkefni að
finna sökudólgana á bak við blóðuga
árás á bandaríska borgara í Mið-
Austurlöndum. Eins vel og það
hljómar fékk The Kingdom aðeins
eina stjörnu hjá kvikmyndagagnrýn-
anda Morgunblaðsins í gær sem þótti
handritið heldur veikt.
Unglingagamanmyndin Superbad,
sem inniheldur mikinn neðanbelt-
ishúmor, er í fjóða sæti og The Brave
One situr í því fimmta. Það er eð-
alleikkonan Jodie Foster sem fer
með aðalhlutverkið í The Brave One
sem fjallar um útvarpskonu sem tek-
ur lögin í eigin hendur þegar unnusti
hennar deyr. Myndin fær tvær
stjörnur hjá Önnu Sveinbjarn-
ardóttur kvikmyndagagnrýnanda
sem segir hana dæmisögu, eða nú-
tíma ævintýri, ekki sagða með hefð-
bundinni frásögn.
Astrópía er enn vel sótt af löndum
sínum og er nú í sjöunda sæti bíólist-
ans, áttundu viku sína í sýningu.
Bíólistinn
Good Luck Chuck fór
beint á toppinn
* C.
(
!"
#!$%!&!
'((
)!!* ,- .
/0
)1
!2
34
$
5
((!
Chuck Charlie Logan er haldin álögum en þegar hann hittir draumadísina
reynir hann að brjótast undan álögunum til að krækja í hana.
RADIOHEAD stendur frammi fyr-
ir því lúxusvandamáli að fólk ætlast
meira og minna til þess að líf þess
breytist við hverja plötu sem hún
gefur út.
Ástæðan fyrir
þessu er plata
sem kom út fyrir
tíu árum, OK
Computer, ein
lofaðasta rokk-
plata sem út hef-
ur komið. Eins
og langt dreginn eiturlyfjaneytandi
er fólk enn að vonast eftir því að
endurupplifa áhrifin af þeirri plötu,
en eins og sönnum listamönnum
sæmir hafa meðlimir Radiohead
markmiðsbundið forðast endurtekn-
ingar. Sú viðleitni hefur þó ekki
alltaf borið ávöxt. Kid A, platan
sem kom út á eftir þessu nafntog-
aða meistaraverki, stendur þó sem
ein hugrakkasta plata sem rokk-
sveit hefur gefið út – og toppar í
raun OK Computer (kvartanir
sendist á netfangið mitt). En Am-
nesiac og Hail to the Thief eru
þunnar, sérstaklega sú síðarnefnda
sem reyndist misheppnuð tilraun til
að brúa bilið á milli poppsins á OK
Computer og tilraunastarfseminnar
á Kid A.
In Rainbows kom út síðasta mið-
vikudag sem niðurhal – og er því
ekki til í efnislegu formi. Radiohead
sýndu með þessu að enn er hún
brautryðjandi og hefur útgáfuhátt-
urinn – en Radiohead gaf plötuna
sjálf út – vakið talsvert umtal.
En að sjálfri tónlistinni. Maður
veit strax um hvaða hljómsveit er
að ræða en samt kveður við nýjan
tón. Áreynsluleysi er lausnaorðið,
lögin liggja þægilega úti í vinstri
kantinum, öll saman hæfilega súr
um leið og þeim er stýrt af þægi-
legri framvindu. Fallegar melódíur
gera vart við sig en eru naumt
skammtaðar, um leið og hlutirnir
verða of heimilislegir eru þeir
brotnir upp. Hér hefur náðst jafn-
vægi sem maður var hræddur um
að væri glatað og það er styrkjandi
reisn yfir plötunni. Ekki vottur af
tilgerð í gangi en um leið er aldrei
gefinn listrænn þumlungur eftir.
Líf mitt er ekki breytt. En það
er ögn betra. Radiohead er enn
með þetta og ég býð því spenntur
eftir næstu plötu – og spennan er
enn meiri en hún var fyrir þennan
vel lánaða grip.
Regnbogabörnin
TÓNLIST
Geisladiskur
Radiohead – In Rainbows
Útvarpshausar Breyta þeir lífi þínu?
Arnar Eggert Thoroddsen