Morgunblaðið - 16.10.2007, Síða 44

Morgunblaðið - 16.10.2007, Síða 44
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 289. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Banaslys í umferðinni  Banaslys varð á Krýsuvíkurvegi í gær þegar bifhjólamaður rann út af veginum við Bláfjallaafleggjara og lenti úti í úfnu hrauni. Þetta er tí- unda banaslysið í umferðinni á þessu ári en þar af hafa þrír bifhjólamenn látist. »Forsíða Kunnugt um samning?  Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borg- arstjóra var gerð grein fyrir einka- réttarsamningnum milli Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Reykjavík Energy Invest (REI), ef marka má yfirlýsingu þeirra Bjarna Ármanns- sonar, Hauks Leóssonar og Hjör- leifs Kvaran í gær. Vilhjálmur ber þetta hins vegar til baka, segist ekki minnast þess að hafa séð minn- isblaðið þar sem fram kom að OR myndi beina öllum verkefnum er- lendis til REI. »Forsíða Borgarstjóraskipti í dag  Borgarstjóraskipti verða í dag en þá tekur nýr meirihluti við í Reykja- vík, eftir að upp úr meirihluta- samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks slitnaði. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, verður borgarstjóri. »2 Hirsi Ali til Danmerkur?  Til greina kemur af hálfu danskra stjórnvalda að bjóða rithöfundinum Ayaan Hirsi Ali hæli og vernd í Dan- mörku. »14 SKOÐANIR» Staksteinar: Almannahagsmunir borgarstjóra Forystugreinar: Gjörninginn verður að ógilda | Sala áfengis Ljósvakinn: Kostuleg hvílubrögð UMRÆÐAN» Daglegt brauð í réttu jafnvægi Beiðni til Ómars Ragnarssonar Störf hjúkrunarfræðinga Fíkniefnasmygl og hryðjuverk  3 2 2 2 243 24 2 2 5  %6#& , #) % 7 $ $##1#" ,  323 23 2 2  2 2 2 244 +8 / & 3 24 324 2 2 2  2 23 23 9:;;<=> &?@=;>A7&BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA&8#8=EA< A:=&8#8=EA< &FA&8#8=EA< &0>&&A1#G=<A8> H<B<A&8?#H@A &9= @0=< 7@A7>&0)&>?<;< Heitast 6 °C | Kaldast -1 °C  Norðvestan 10-15 m/s norðaustanlands, annars mun hægari. Dálítil él austanlands en annars léttskýjað. » 10 En nýjasta plata Radiohead, In Rain- bows, þykir gagn- rýnanda blaðsins engu að síður ansi góð. »39 TÓNLIST» Breytir ekki lífi manns TÓNLIST» Raggi Kjartans spangól- ar í New York. »41 Afríka er fjölmenn, fjölbreytt og marg- brotin heimsálfa, en Vesturlandabúaar sjá oft aðeins eymd- ina. »40 AF LISTUM» Leirkofar og trumbur? TÓNLIST» Jó Jó og Springsteen saman að spila. »36 TÓNLIST» Gjöfult samstarf gyðings og araba. »36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Laxerolía í samlokum … 2. Pitt: Timburmenn og uppeldi … 3. Jóakim spillir áætlunum Viktoríu 4. Umfangmikil leit … Madeleine ATVINNUMENN í knattspyrnu hafa í gegnum tíðina fengið há laun fyrir vinnu sína og á undanförnum árum hafa tekjur þeirra bestu aukist gríðarlega. Íslenskir knattspyrnu- menn sem stunda vinnu í Noregi eru margir hverjir með svipuð laun og ráðherrar á Íslandi. Samt sem áður eru árslaun íslensku knattspyrnu- mannanna aðeins brot af því sem tekjuhæstu knattspyrnumenn heims fá. Til samanburðar má nefna að Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og norska liðs- ins Brann, fær næstum því helmingi minna í árslaun en enski landsliðs- maðurinn John Terry hjá Chelsea fær á einni viku. Upplýsingar um laun leikmanna í norsku knattspyrnunni eru aðgengi- legar á netinu og er Árni Gautur Arason, markvörður íslenska lands- liðsins, sá tekjuhæsti Íslending- anna. | Íþróttir Árni er sá tekjuhæsti Árni Gautur Arason LJÓÐABÓKIN Vafi kemur út í þessari viku, raunar á afmæl- isdag höfund- arins Jökuls Mána Kjart- anssonar, sem þá verður 10 ára. „Ég var eig- inlega bara að leika mér fyrst,“ segir Jökull Máni. Hann fékk síðan þá hugmynd að gefa út bók. „Ég var búinn að hugsa þetta í eina viku og síðan nennti ég ekki að bíða lengur og byrjaði að skrifa.“ Höfundurinn segir ljóðin ólík inn- byrðis. „Eitt er um risaeðlur og ann- að um geimverur. Ljóðin eru ekki bara um eitthvað eitt, eins og til dæmis um haustið.“ Jökull Máni sá sjálfur bæði um skriftir og skreytingar „en mamma hjálpaði mér dálítið með stafsetn- inguna“. Spurður hvaðan hann fái hugmyndir segir hann að hann horfi til dæmis út um gluggann. „Þá fæ ég kannski innblástur.“ | 36 Ljóðabók á afmælinu Jökull Máni Kjartansson NUDDARAR frá Heilsudrekanum nudduðu háls og bak ráðstefnugesta í Listasafni Kópavogs í gær hvers á fæt- ur öðrum. Var þessi nýstárlega tilbreytni á ráðstefnu hér á landi vel þegin en það var Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, sem reið á vaðið. Hann var meðal gesta á ráðstefnu Glitnis og íslensk- kínverska viðskiptaráðsins um hvernig komast ætti í viðskipti við kínversk fyrirtæki. Jón var líkt og margir viðstaddra á ferð í Kína á dögunum og nýtti sér tæki- færið aftur að fá slakandi kínverskt nudd. | 13 Vel þegið nudd á ráðstefnu Nýbreytni á Kínaráðstefnu í Listasafni Kópavogs Morgunblaðið/RAX ♦♦♦ UNG kona frá Vopnafirði, sem sat föst í bíl sínum í tvær klukkustundir í Víðidal á Möðrudalsöræfum eftir útafakstur, segir með ólíkindum að enginn þriggja vegfarenda, sem hún bað um að hringja fyrir sig í Neyðarlínu þegar þeir kæmu í far- símasamband, lét vita af óhappinu. Hrund Snorradóttir missti bíl sínn út af veginum í snjó og krapa á fimmtudagsmorgun. Bíllinn sat fastur í snjóskafli og Hrund gat ekki opnað neinar dyr. Bað um að hringt yrði í 112 Á rúmri klukkustund komu þrjár bifreiðir að og ökumenn buðu fram aðstoð. Hrönn bað fólkið að aka uns farsímasamband næðist og hringja þá í 112 og biðja um aðstoð. Fjórir til viðbótar óku fram á hana en þá þóttist hún örugg um að hjálp færi að berast og bað þá ekki sér- staklega að láta vita. Tveimur klukkustundum eftir óhappið komu menn frá Vopnafirði aðvífandi, gátu opnað bifreiðina og tóku Hrund með sér. Annar mann- anna er í slökkviliðinu á Vopnafirði en hann kannaðist ekki við útkall vegna óhapps á þessum slóðum. Í tíu mínútna fjarlægð frá slys- staðnum náðist farsímasamband og hringdi annar mannanna í Neyð- arlínu, sem kannaðist ekki við að tilkynning hefði komið um óhappið og ekkert slíkt væri skráð í gagna- safn. Honum var gefið samband við skiptiborð lögreglu á landsvísu og þar var heldur ekkert skráð um til- kynningu vegna útafakstursins. „Ég hef heyrt á fólki í kringum mig að það veigrar sér við að hafa samband nema kofinn sé hreinlega að brenna ofan af því eða fólki sé að blæða út. Að menn sjái þetta ekki sem hjálparlínu sem segir þér hvernig þú átt að bregðast við ef þú veist það ekki sjálfur. Kannski þarf að kynna þjónustuna betur,“ segir Hrönn. Ekkert farsímasamband næst á leiðinni frá Svartfelli í Langadal og að Biskupshálsi og þar með í Víði- dal, þar sem Hrönn fór út af. Nýbú- ið er þó að setja upp sendi sem hef- ur gjörbreytt sambandinu á Vopnafjarðarheiði og Vopnafirði. Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, segir að því miður sé nokkuð til í að fólk telji aðstæður þurfa að vera lífshættulegar til að hringja, en Neyðarlínan hafi mjög hvatt til að fólk hringdi ef það væri í vafa og efnt hafi verið til auglýs- ingaherferða um 112. „Það mega allir hringja í okkur út af öllu. Það hefur því miður kostað mannslíf þegar fólk hefur ekki viljað hringja og gert lítið úr hlutum sem voru í raun mjög alvarlegir,“ segir Þór- hallur. Neyðarlínan fær nú að jafn- aði um 800 símtöl á sólarhring. Veigrar fólk sér við að hringja í Neyðarlínuna? Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Undrandi Hrund Snorradóttur var mjög brugðið þegar hún komst að því að ekki hafði verið kallað á hjálp. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.