Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 283. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Lengi lifi leikhúsið! >> 37 Leikhúsin í landinu                                               VEISLAN HEFST DRAUMAR OG ÁLÖG Á ICELAND AIRWAVES: Á HVAÐA TÓNLEIKA ÆTLAR ÞÚ? >> 40, 41 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GENGIÐ á bréfum í Enex hefur hækkað töluvert undanfarið og mið- að við verðið sem greitt var í síðustu viðskiptum nemur heildarverðmæti þess 4,1 milljarði króna. Eftir lokað hlutafjárútboð í september var markaðsverð þess hins vegar 3,4 milljarðar en þá ber að geta þess að mikil umframeftirspurn var eftir hlutafé. Meðal þeirra eigna sem Orkuveita Reykjavíkur lagði inn í sameinað fé- lag Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy var 24,35% hlutur Enex. Auk þess rann 33% hlutur í Enex Kína inn í hið samein- aða félag. Hluturinn í Enex var met- inn á 320 milljónir og hluturinn í Enex Kína á 257 milljónir. Við þetta bættist 13 milljóna hlutur í slóv- ensku orkufyrirtæki, samtals 590 milljónir. Landsvirkjun seldi seinna Frá þessu var gengið á eigenda- fundi og stjórnarfundi Orkuveitunn- ar 3. október sl. Aðeins níu dögum síðar var tilkynnt að Geysir Green Energy hefði keypt hlut Landsvirkj- unar í Enex á 996 milljónir og þar með eignast um 70% í félaginu. Hlut- ur Landsvirkjunar og Orkuveitunn- ar var jafnstór en við fyrstu sýn virð- ist sem verðmatið hafi verið gjörólíkt. Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir hins vegar að verðmatið sé mjög sambærilegt. Hann bendir á að þegar Orkuveitan lagði hlutinn sinn í Enex inn í REI hafi hún gert það á genginu 1,0. Nú sé hins vegar miðað við að gengið á hlut í REI sé 2,77. Á því gengi sé verðmæti hlutarins í Enex ekki 320 milljónir heldur 885 milljónir (320 margfaldað með 2,77). Þetta sé ekki ósvipað verðinu sem fékkst fyrir hlut Landsvirkjunar og munurinn geti skýrst með því að Landsvirkjun var seinni til að selja. Morgunblaðið/Sverrir Kína Enex byggði hitaveitu í Xian Yang í Kína, en þar voru notuð kol. Enex hækkar í verði Metið á 4,1 milljarð í síðustu viðskiptum VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson af- henti Degi B. Eggertssyni lykla- völdin að ráðhúsi Reykjavíkur síð- degis í gær. Við þetta tækifæri óskaði Vilhjálmur Degi góðs gengis í starfi. Dagur sagði að mikilvægt væri að koma á stöðugleika og friði í starfi borgarinnar og að hann von- aði að Vilhjálmur myndi hjálpa til við það starf. Dagur B. Eggertsson er 18. borg- arstjóri Reykvíkinga. Hann er 35 ára gamall en var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 2002 sem óháður fulltrúi á R-listanum. Hann er menntaður læknir frá Háskóla Ís- lands en jafnframt hefur hann stundað meistaranám í mannrétt- indum og alþjóðalögum í Háskól- anum í Lundi. Dagur var virkur í stjórnmálum nemenda Háskóla Ís- lands er hann var þar við nám, sat í stúdentaráði fyrir Röskvu og var formaður stúdentaráðs. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nýr borg- arstjóri í ráðhúsið KVÖRTUN vegna málefna Orkuveitu Reykjavíkur barst til Eftirlitsstofn- unar EFTA fyrir um 10 dögum. Þetta fékkst staðfest hjá stofnuninni í gær. Fjölmiðlafulltrúi Eftirlitsstofnunarinnar vildi í gær engar upplýsingar veita um tilefni kvörtunarinnar og ekki tókst að hafa uppi á þeim embætt- ismanni sem fer með rannsókn á henni. Eftir því sem næst verður komist er hún til meðferðar á því sviði sem fer með málefni sem tengjast sam- keppni og opinberum styrkjum. Fjölmiðlafulltrúinn, Inge Hausken Thyge- sen, vildi í gær eingöngu segja að kvörtunin, eins og allar aðrar kvartanir, yrði tekin til gaumgæfilegrar athugunar. Samruni Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy var sam- þykkt á eigendafundi og stjórnarfundi í Orkuveitu Reykjavíkur sem fór fram 3. október sl. Málefni Orkuveit- unnar á borð EFTA DAGUR B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, óttast ekki að fjárhagur borgarinnar standi ekki undir þeim verkefnum sem nýr meirihluti muni ráðast í, jafnvel þótt staðið verði við fasteignaskattslækkanir fyrri meiri- hluta. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sökuðu meirihlutann um heigulshátt á borgarstjórnarfundi. Borgarfulltrúarnir gagnrýndu harðlega að spurningum þeirra um málefni OR og stefnu hins nýja meiri- hluta væri ekki svarað. Hver á fætur öðrum stigu borgarfulltrúarnir sjö upp í ræðustól og beindu spjótum sín- um að Birni Inga Hrafnssyni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfar- andi borgarstjóri, lýsti eftir stefnu meirihlutans í skipulags- og lóðamál- um og vakti athygli á því að flokkarnir hefðu mismunandi stefnu varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann spurði hvernig meirihlutinn ætlaði að finna fjármagn til þeirra verkefna sem flokkar hans hefðu lofað. Vísaði hann til orða um gjaldfrjálsan leik- skóla og þeirra umræðna sem farið hefðu fram um laun á leikskólum og frístundaheimilum. Einnig spurði hann hvort staðið yrði við þær lækk- anir á fasteignaskatti sem sjálfstæð- ismenn hefðu boðað. Spurður um þetta í gærkvöldi sagði Dagur B. Eggertsson að hann myndi í dag kynna sér stöðu umönnunarþjón- ustu borgarinnar. „Hins vegar höfum við sagt varðandi allt þetta að fyrst þurfum við að glöggva okkur á fjár- hagsstöðunni.“ Vissulega muni kostn- aður fylgja þeim verkefnum sem nýr meirihluti boði en alls ekki verði farið fram úr fjárhagsgetu borgarinnar. Varðandi fasteignaskattslækkanir fyrri meirihluta segir borgarstjóri þau skref hafa einungis verið í takt við lækkanir R-listans á sínum tíma. Meirihluti borgarstjórnar sakaður um heigulshátt Í HNOTSKURN »Borgarfulltrúar Sjálfstæð-isflokks lögðu til að borg- arstjórn tæki undir bókun Svandísar Svavarsdóttur frá eigendafundi í OR hinn 3. okó- ber. Meirihlutinn samþykkti að vísa tillögunni til borgar- ráðs. »Nær eingöngu borgar-stjórnarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins tóku til máls á fundinum í gær og gagnrýndu þeir Björn Inga harðlega.  Borgarstjóri ætlar að kynna sér stöðu umönnunarmála borgarinnar í dag  Kallað eftir | Miðopna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.