Morgunblaðið - 17.10.2007, Side 17

Morgunblaðið - 17.10.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 17 LANDIÐ Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Hjá Leikfélagi Sauðárkróks er þessa dagana unnið hörðum höndum að lokaæfingum á leikverkinu Alina, eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson, en hann leik- stýrir verkinu sem frumsýnt verð- ur í félagsheimilinu Bifröst næst- komandi laugardag. Þann sama dag mun skáldsaga með sama nafni einnig koma út hjá bókaútgáfunni Fjölva. Stefán segist hafa sett saman drög að leikverki fyrir alllöngu. Þau hafi orðið hugmynd að skáld- sögu en áður en hún var frágengin tók hann aftur til við leikverkið sem nú birtist í endanlegri útgáfu á fjölum Bifrastar, þann sama dag og skáldsagan kemur svo út hjá Fjölva. Ævintýraverk Stefán segir um að ræða fjöl- skylduverk fyrir alla aldurshópa, með tónlist eftir Valgeir Skagfjörð. Í verkinu eru frumflutt sex lög og segist Stefán sannfærður um að þau muni njóta verulegra vinsælda. Um leikverkið hefur höfundurinn það að segja að hér sé á ferðinni ævintýraverk byggt á gamalli ís- lenskri frásagnarhefð, meðal ann- ars um tröll og óvætti og samskipti þeirra við mennska menn, og fjalli um illmenni sem ræðst inn á heim- ili og nemur á brott stúlkubarn og síðan um leiðangur sem ráðist er í til að finna barnið aftur og frelsa það. Hann segir að undirtónn verksins sé samskipti kynþátta annars vegar og á hvern hátt allir megi komast af á þessari jörð sem okkur er úthlutað. Grundvallar- spurningin í verkinu sé raunveru- lega sú hvort við þurfum endalaust að stríða, eða getum lifað saman í sátt og samlyndi og hins vegar dæmigert dægurmál eins og brott- nám lítillar stúlku, sem ofarlega var á baugi í heimsfréttunum á síð- astliðnu sumri. Í leikverkinu Alina eru 32 leik- arar á sviðinu þegar mest er, og þar af þrennir tvíburar, og segir Stefán að hópurinn sé mjög bland- aður, gamlir máttarstólpar í bland við mjög efnilega nýliða, og svo hafi framboðið af þátttakendum verið mikið að margir reyndustu með- limir félagsins hafi hreinlega ekki komist að. Hann segir líka að það hafi verið sér mikið ánægjuefni þegar hann var beðinn að koma til liðs við sitt gamla leikfélag og gat mætt með glænýtt verk í farteskinu, en með Leikfélagi Sauðárkróks hóf hann ferilinn í leikhúsi. Hóf ferilinn hjá leikfélaginu Stefán segir að sín fyrstu spor á leiksviði hafi verið í verkinu Týnda teskeiðin, sem Leikfélag Sauðár- króks fór síðan með í leikför til Finnlands, en síðar og í annarri leikför til sama lands kynntist hann eiginkonu sinni sem síðar varð, og nú eru þau hjón búsett í Finnlandi og heimleiðis þangað heldur Stefán að loknu verki á Króknum. Í Finnlandi bíður Stefáns verk- efni, því þá þegar hefjast æfingar undir hans leikstjórn á Ofviðrinu eftir Shakespeare í borgarleikhús- inu í Vasa, en þangað kemur líka, til liðs við Stefán, Hilmar Örn Hilmarsson sem semur nýja tónlist við það verk, sem frumsýnt verður 2. febrúar á komandi ári. Heimsfrumsýning og sagan á bók sama daginn Leikhópurinn Margir ungir leikarar taka þátt í uppfærslu á Alinu eftir Stefán Sturlu Sigurjónsson. Þar á meðal eru þrennir tvíburar. Í HNOTSKURN »Leikfélag Sauðárkróks ereitt elsta leikfélag á land- inu. Það var stofnað 1888, þrátt fyrir óáran til sjós og lands. Félagið stóð fyrir leik- sýningum um árabil og þá helst í Sýslufundavikunni. »Leikfélagið var endurreist1941. Það hefur oftast sett upp tvær leiksýningar á ári, aðra í Sæluviku Skagfirðinga, og utan þess ráðist í ýmis önn- ur verkefni. Grímsey | Eftir ljúfa veðurdaga með hlýindum og sól, fór hann að snjóa í Grímsey. Það voru brosandi börn í grunnskólanum sem fögnuðu fyrstu snjókomunni og notuðu löngu frímínúturnar til að hnoða stórar sjókúlur, nú skyldi snjókarl rísa við skólann. Morgunblaðið/Helga Mattína Snjór á heimskautsbaug Eftir Sigurð Sigmundsson Biskupstungur | Tveir ráð- herrar opnuðu nýja vefsíðu fyrir Skálholtsstað, www.skalholt.is, við athöfn á staðnum í fyrradag. Þor- gerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra og Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra opnuðu vefinn sem Brynjólfur Óla- son hannaði. Við það tækifæri sagði Kristinn Ólason rektor að mikil þörf væri fyrir að koma á framfæri marg- víslegum upplýsingum um starfsemina í Skálholti sem er sífellt að aukast. Þá var afhent glæsilegt olíu- málverk eftir listakonuna Kristínu Guðrúnu Gunnlaugsdóttur og Kaup- þing í London hefur gefið staðnum. Við þetta tækifæri söng Björg Þór- hallsdóttir tvö lög við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar org- anista í Skálholti. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur leiddi gesti að fornminjum staðarins og skýrði rannsóknir síðustu ára. Stjórn Skál- holts hefur farið fram á það við fjár- laganefnd Alþingis að veita framlag til að gera fornminjarnar aðgengi- legar fyrir þá sem sækja Skálholt heim. Koma upplýsingum betur á framfæri Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson SUÐURNES Helguvík | Öll sveitarfélögin á Suð- urnesjum hafa lýst sig tilbúin til viðræðna um breytingu á félags- formi Sorpeyðingarstöðvar Suður- nesja hf. Unnið hefur verið að mál- inu að frumkvæði Reykjanesbæjar sem óskaði eftir að athugað yrði um að breyta félaginu í hlutafélag. Bæjarstjórn Grindavíkur telur þó rétt að kanna áður með samvinnu eða sameiningu við önnur fyrirtæki í sama rekstri. Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, segir að starfshópur hafi unnið að málinu á undanförn- um mánuðum. Nú sé verið að fara yfir þá hluti sem þurfi að gera sam- hliða slíkri formbreytingu og ferli málsins almennt. Segir hann að málið verði rætt á komandi aðal- fundi sambandsins. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja rekur móttöku-, flokkunar- og sorpbrennslustöðina Kölku í Helgu- vík. Þetta er tiltölulega ný stöð, tekin í notkun á árinu 2004, og rekstur hennar hefur verið erfiður frá upphafi. Guðjón segir að stöðin hafi verið byggð upp með lánum og eigið fé hennar sé lítið. „Við erum þó á réttri leið. Erum að ná betri tökum á rekstri stöðvarinnar. Hún stoppar minna en verið hefur og reksturinn er farinn að skila ein- hverju upp í fjármagnskostnað þótt það mætti vera meira,“ segir Guð- jón Guðmundsson. Rætt um breyt- ingar á rekstrar- formi Kölku Reykjanesbær | Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf., Fríhöfnin ehf. og Golfklúbbur Suðurnesja öfluðu 320.000 kr. á golfmóti FLE og Frí- hafnarinnar í ágúst. Ákveðið var að nota fjárhæðina til að styrkja Björg – athvarf fyrir geðfatlaða á Suður- nesjum. Það var gert við athöfn sem efnt var til á dögunum. Upphæðin safnaðist á holu 6 og holu 18 í golfmótinu, en á þeim hol- um höfðu þátttakendur tækifæri til þess að kaupa högg af atvinnukylf- ingi sér til framdráttar. Þátttak- endur tóku þessu fagnandi og nýttu flestallir tækifærið til að styðja gott málefni. Golfklúbbur Suðurnesja lagði til kylfinga og Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og Fríhöfnin tvöfölduðu þá upphæð sem safnaðist. Því er styrk- ur til Bjargar – athvarfs fyrir geð- fatlaða á Suðurnesjum, 320.000 krónur. Styrkur Fulltrúar fyrirtækjanna og Bjargarinnar við afhendingu styrks, Gylfi Sigurðsson, GS, Elín Árnadóttir, FLE, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, Björginni, Hlynur Sigurðsson, Fríhöfninni, og Sóley Ragnarsdóttir, FLE. Styrkja athvarf fyrir geðfatlaða Reykjanesbær | Íbúar Reykjanes- bæjar voru 13.057 um síðustu mán- aðamót, samkvæmt áætlun Hag- stofu Íslands. Hafði íbúum bæjarins fjölgað um liðlega 1.100 frá áramót- um. Inni í þeirri tölu eru íbúar á há- skólasvæðinu Vallarheiði (Keflavík- urflugvelli) þar sem nokkuð á fjórða hundrað manns hafði skráð sig til heimils í lok september. Íbúum fjölgaði á árinu í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum nema Garði, þar sem nokkur fækkun varð vegna fjölda brottfluttra íbúa umfram aðflutta til bæjarins. Áætlað er að 2.759 íbúar hafi verið í Grinda- vík, 1.724 í Sandgerði 1.464 í Garði og 1.180 í Vogum. Íbúar Suðurnesja voru þá orðnir samtals 20.184 sem er 1.272 fleiri en um áramót. 13 þúsund í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.