Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 21
hitastig, t.d. í ísskápnum. Konum á meðgöngu er ráðlagt að forðast að borða hrátt kjöt, hrá egg, ógeril- sneydda mjólk og afurðir úr ógeril- sneyddri mjólk. Í fiski og öðru sjáv- arfangi eru mikilvæg næringarefni, sem barnshafandi konur, rétt eins og allir aðrir, eiga að borða oft í viku, en forðast skal allan hráan fisk, sushi, grafinn og kaldreyktan fisk og einnig harðfisk. Ef vafi leikur á því hvort matvæli séu hrá er betra að neyta þeirra ekki,“ segir Zulema. Lifrarafurðir óæskilegar Önnur matvæli, sem eru ekki ákjósanleg fyrir konur á meðgöngu, er lifur, vegna mikils magns A- vítamíns. Ástæðan er sú að A- vítamínið getur hugsanlega skaðað fóstur ef þess er neytt í miklu magni. Því er lifur, bæði úr land- og sjávar- dýrum, svo og matvæli unnin úr lifur, svo sem lifrarpylsa, lifrarkæfa og lifrarpaté, ekki ráðlögð á meðgöngu, að sögn Zulemu. Vatnið besti valkosturinn „Nægilegt magn vökva er nauð- synlegt fyrir eðlilega líkams- starfsemi. Vökvaþörf er breytileg meðal manna, en einn og hálfur lítri af vökva úr drykkjum á dag ættu að duga, einnig ófrískum konum. Vatn er besti valkosturinn og því er það talið besti svaladrykkurinn. Á með- göngunni eru kóladrykkir, kaffi og allir drykkir, sem innihalda koffín, varasamir. Koffín í stórum skömmt- um er talið auka líkur á fósturláti. Þess vegna er æskilegt að stilla neyslu koffínríkra drykkja í hóf,“ segir næringarfræðingurinn Zulema S. Porta að lokum. Þetta er ellefta greinin af nokkr- um í greinaflokki, sem er sam- starfsverkefni matvælasviðs Um- hverfisstofnunar og Morgun- blaðsins. www.ust.is LÉLEG bein eru ástæða beinbrota hjá 1.200 Íslend- ingum á ári hverju. Í flest- um tilvikum má koma í veg fyrir beinþynningu og bein- brot af völdum hennar með fyrirbyggjandi aðgerðum. Alþjóðlegi Bein- verndardagurinn er næstkomandi laugardag. Mark- mið dagsins er að vekja athygli á þeim þáttum sem geta stuðlað að beinþynningu og um leið að undir- strika þá þætti sem geta komið í veg fyrir sjúkdóminn síðar á æv- inni, því bein gisna með aldrinum, bæði hjá konum og körlum Áhættuþættir Beinþynning gengur í erfðir. Það er staðreynd að þriðja hver kona og áttundi hver karlmaður eru haldin sjúkdóminum. Ef móðir eða faðir hafa fengið beinþynningu eru mikl- ar líkur á því að afkomendur fái sjúkdóminn. Meðal annarra þátta sem stuðla að beinþynningu má nefna:  Líkamsþyngd – smábeinóttar konur eru í meiri hættu en aðrir  Hreyfingarleysi  Reykingar  Neysla áfengis Að auki má nefna að aðrir sjúkdómar og lyf geta haft áhrif á kalkbúskap líkamans og haft áhrif á þynningu beina. Forvarnir Mikilvægt er að huga að beinheilsu strax á unga aldri og þar skiptir hollt mataræði miklu máli. Mælt er með kalkríku fæði og nægjanlegu D-vítamíni. Flestar mjólkurvörur innihalda mikið kalk og D-vítamín fæst meðal annars úr lýsi og hvers konar fisk- meti auk þess sem húðin myndar D- vítamín fyrir tilstuðlan sólarljóss. Regluleg hreyfing stuðlar að sterkum beinum og best er að forð- ast reykingar og neyta áfengis í hófi. Koma má í veg fyrir beinþynningu Morgunblaðið/Kristinn Forvarnir Regluleg hreyfing stuðlar að sterkum beinum Á Beinverndardeginum verður gestum Smáralindar boðið upp á fræðslu og kalkríkar veitingar milli klukkan 13 og 15. Nánari upplýsingar má finna á www.beinvernd.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 21 að fleyta þeim beint áfram, en skyndilega breytist hún í beygjuak- rein inn á Lækjargöt- una. Til þess að sleppa út af henni verður öku- maðurinn að hafa sig allan við og þá tekur ekki betra við því að í einu vetfangi breytist vegurinn í nálarauga og verður aðeins ein ak- rein. Og hvernig er þetta merkt? Jú, það eru túður og merki, en þau birtast nánast eftir að þær breytingar, sem þau boða, hafa átt sér stað. x x x Sums staðar er sá háttur hafður áað boða þrengingar á götum með blikkandi ljósum þannig að ökumenn átti sig á hvað er í vændum. Það get- ur verið sérlega hentugt í myrkri, sem er nokkuð algengt á Íslandi að vetrarlagi. Þessi þjónusta er ekki fyr- ir hendi á Geirsgötunni. Sennilega er gert ráð fyrir því að sama fólkið sé alltaf á ferðinni og það læri strax á breytingarnar. Víkverji er hins vegar nokkuð viss um að þetta er ekki alls kostar rétt. Endrum og sinnum eigi fólk þarna leið um í fyrsta skipti og sleppi með skrekkinn. Umferðarmál íReykjavík eru Víkverja hugleikin og sennilega er óþolandi að vera nálægt honum vegna stöðugs kvabbs út af skipulagsslysum og hönnunarrugli. Vík- verji verður hins vegar þá fyrst pirraður þegar hann þarf að aka í gegn- um framkvæmdasvæði þar sem merkingar eru í lágmarki og ætlast til þess að ökumenn sýni árvekni og búi yfir ein- beittum vilja til að svína og smeygja sér ætli þeir að komast leiðar sinnar. Iðulega líður Víkverja eins og hann sé lentur í tölvuleik þar sem reynt er á þolrif ökumanna með ýmsum hindr- unum og tálmum. En þar gildir sú heppilega regla að byrja má upp á nýtt eins og ekkert hafi í skorist þegar eitthvað fer úrskeiðis. Það var ekki hægt í alvöru umferð síðast þegar Vík- verji vissi. x x x Um þessar mundir ríkir mjögundarlegt ástand á Geirsgöt- unni þar sem nú standa yfir fram- kvæmdir vegna væntanlegs tónlist- arhúss. Ökumenn eru eina stundina staddir á akrein, sem allajafna ætti                 víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Hallmundur Kristinsson fylgdistmeð nýjum meirihluta verða að veruleika í Reykjavík: Stöður og embætti stefna þau á. Stjórnsöm gætu þau virst. Auðvitað mynda þau málefnaskrá. Máta þó stólana fyrst. Hálfdan Ármann Björnsson bætti við: Byrjað var réttum enda á, þ.e. ólíkri sköpun rassa, því til hvers að möndla málefnaskrá, ef mönnum ei stólar passa? Magnús frá Sveinsstöðum las viðtal við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í sunnudagsblaðinu og datt í hug að lestri loknum: Villi engan lista leit langtímasamning aldrei séð. Enda núna alþjóð veit engu kappinn fylgdist með. Hólmfríður Bjartmarsdóttir frá Sandi í Aðaldal bætir við: Ef menn stunda eitthvert plott og undir mönnum gerist heitt reynist alltaf rétt og gott ráð að vita ekki neitt. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir norður á Akureyri: Nú er Villi farinn frá og Flokkurinn í sárum. Gneypur horfir Geiri á og grætur bláum tárum. Sama vísnahornið birtist tvo daga í röð í liðinni viku. Hallmundur yrkir í tilefni þess: Vandaðar gera menn vísurnar flestar, þótt vinnslulínan sé hröð. Og þær sem Pétri Blöndal finnst bestar birtir hann tvo daga í röð! VÍSNAHORNIÐ Af stólum og borgarstjórn pebl@mbl.is  Skyndibitakeðjur með hreinlætis- vandamál  Borgin hyggst selja hlut sinn í REI  Innbrotum fækkar ár frá ári  Morð íVesturbænum  Ein af hverjum sex konum missir fóstur  DV særir Dorrit - kemur þér við Milljarðar í útrás en fjársvelt borhola á Súðavík Lúxusbílar fyrir tugi milljóna Heilbrigðisþjónustu fyrir unglinga lokað Óánægðir bæjarstarfs- menn í Kópavogi Stefnir í verðstríð á leikfangamarkaði Ellý heimsækir Elízu Hvað ætlar þú að lesa í dag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.