Morgunblaðið - 17.10.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin kl. 9-
16.30. Leikfimi kl. 8.30, postulínsmálun kl. 9
og 13, gönguhópur kl. 11.
Árskógar 4 | Bað kl. 9-16.30, handav. kl. 9-
16.30, smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsu-
gæsla kl. 10-11.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, fóta-
aðgerð, morgunkaffi/dagblöð, almenn handa-
vinna, glerlist/opið verkstæði, hádegisverður,
spiladagur.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt op-
in. Leikfimi kl. 10.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist í
Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjá-
bakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum
kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Færeyjafarar
hittast föstud. 19. október kl. 13. Göngu-
Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl.
10. Söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður Jónsson
og Helgi Seljan. Söngfélag FEB, æfing kl. 17.
Námskeið í framsögn hefst 23. október, leið-
beinandi Bjarni Ingvarsson, skráning á skrif-
stofu FEB, s. 588-2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30,
glerlist kl. 9.30 og 13, handavinna kl. 10, leið-
beinandi við til kl. 17, félagsvist kl. 13, söngur
kl. 15.15, Guðrún Lilja mætir með gítarinn. Við-
talstími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30, línu-
dans kl. 18, samkvæmisdans kl. 19, Sigvaldi
kennir.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl.
9.05, ganga og KB banki kl. 10, hádegisverður
kl. 11.40, postulínsmálning og kvennabrids kl.
13. Upplestri á Egilssögu verður frestað um
sinn.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, brids og
bútasaumshópur í Jónshúsi kl. 13. Leik-
húsmiðar skulu sóttir í Jónshús.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar
kl. 9-16.30, m.a. fjölbreytt handavinna og
tréútskurður. Sund og leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug kl. 9, dansæfing kl. 10, umsj. Soffía
Stefánsd. íþróttakennari. Frá hádegi spilasalur
opinn. Lagt af stað í heimsókn í Gerðarsafn
kl. 13. Vetrardagskráin er komin. S. 575-7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun kl.
9, bókband. Kl. 13.15 létt leikfimi og kl. 14
framhaldssagan. Kaffiveitingar kl. 15.
Hraunbær 105 | Handavinna, útskurður kl. 9,
ganga kl. 11, hádegismatur kl. 12, brids kl. 13,
kaffi kl. 15.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, hand-
mennt kl. 10, línudans kl. 11, saumar kl. 13,
pílukast kl. 13.30, handmennt kl. 13, Gafl-
arakórinn kl. 16.15.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16
hjá Sigrúnu, jólasokkar, taumálun, glermálun
o.fl. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund
kl. 10.30 lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi.
Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan er opin. Nýtt
námskeið í borð- og blómaskreytingum.
Nokkrir miðar til á Vínarhljómleika Sinfó í Há-
skólabíó 5. jan. 2008. S. 568-3132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Pútt á Korpúlfs-
stöðum á morgun kl. 10. Listasmiðjan opin á
Korpúlfsstöðum opin á morgun kl. 13-16.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 | Hjúkr-
unarfræðingur frá Heilsugæslunni kl. 10.30,
leikfimi kl. 11, Bónus kl. 12, handverks og bóka-
stofa kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofan í
handmennt opin. Félagsvist kl. 14.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborg-
arsvæðinu | Félagsvist í kvöld í félagsheim-
ilinu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla, fótaað-
gerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15-16
handavinna, kl. 10-12 sund, kl. 11.45 hádeg-
isverður, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13
tréskurður, kl. 14.30 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30,
handavinnustofan opin kl. 9-16.30, morg-
unstund og söngur kl. 10-11, verslunarferð kl.
12.30, upplestur kl.,12.30, bókband kl. 13,
söngur og dans við undirleik Vitatorgsbands-
ins kl. 14. Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, kl 13 op-
inn salur, dans kl 14, gönguferð kl. 14 og
boccia kl. 15.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja. | Starf með 10-12 ára börnum
kl. 14-15. Starf með 9-12 ára börnum kl. 15-16.
Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safn-
aðarsal kl. 11 í dag.
Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holta-
koti kl. 10-12. Opið hús eldri borgara í Litlakoti
kl. 13-16. Kaffi og meðlæti. Bæna/kyrrð-
arstund í leikskólanum Holtakoti kl. 20.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist,
hugvekja, fyrirbænir, málsverður í safn-
aðarheimili eftir stundina. Starf meðal eldri
borgara kl. 13.30. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl.
16. TTT 10-12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Bústaðakirkja | Starf eldri borgara er kl. 13-
16.30, spilað, föndrað og handavinna. Gestur
kemur í heimsókn.
Dómkirkjan | Hádegisbænir alla miðvikudaga
kl. 12.10-12.30. Hádegisverður á kirkjuloftinu á
eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í síma
520-9700 eða með tölvupósti til domkirkj-
an@domkirkjan.is.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, alt-
arisganga og fyrirbænir. Boðið upp á hádeg-
isverð að lokinni stundinni. Prestar safnaðar-
ins annast stundina, organisti: Hörður
Bragason. TTT fyrir börn 10-12 ára kl. 17-18 í
Rimaskóla. TTT fyrir börn 10-12 ára kl. 17-18 í
Korpuskóla.
Grensáskirkja | Samverustundir aldraðra kl.
12, matur og spjall, helgistund kl. 14.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8, hugleið-
ing, altarisganga. Morgunverður í safnaðarsal
eftir messuna.
Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyrirbænir kl.
18.
Hjallakirkja | Kynningarfundur um tólf spora
námskeið í kvöld kl. 20.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bænastund kl.
12, máltíð í lok stundarinnar.
Kristilegur kvennafundur kl. 20, hjálp-
arflokkur. Nánari uppl. í s. 462-4406/896-
6891.
Hveragerðiskirkja | Mömmumorgnar á þriðju-
dögum kl. 10, TTT-starf á fimmtudögum kl. 18,
unglingastarf KFUM/KFUK á fimmtudögum kl.
20.
Kristniboðssalurinn | Samkoma verður kl.
20. „Fyllist þekkingu á vilja Guðs.“ Ræðumað-
ur er Haraldur Ólafsson. Kaffi eftir samkom-
una.
Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð með
orgelleik og sálmasöng kl. 12.10, máltíð kl.
12.30 (300 kr.). Opið hús fyrir eldri borgara kl.
13-16, sungið, tekið í spil, föndur, spjall og
kaffisopi.
Laugarneskirkja | Foreldramorgunn í umsjá
sr. Hildar Eirar Bolladóttir kl. 10. Gönguhóp-
urinn Sólarmegin kl. 10.30. Kirkjuprakkarar
(1.-4. bekkur) kl. 14.30, umsjón hafa prestar
og kirkjuvörður. Fermingarfræðsla kl. 19.30,
Unglingakvöld kl. 20.30.
Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15, prestur
sr. Sigurður Árni Þórðarson. Opið hús kl. 15.
Óttar Einarsson fyrrum skólastjóri og
menntaskólakennari segir frá Ágústi Pálssyni
arkitekt, sem teiknaði Neskirkju, og rabbar
um fleira. Kaffiveitingar á Torginu.
Selfosskirkja | Bænastund kl. 10 þriðjudaga
til föstudaga, kaffisopi á eftir. Foreldramorg-
unn í safnaðarheimilinu kl. 10.30, opið hús,
kaffisopi og spjall.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Foreldramorgnar
kl. 10-12.30. Mánaðarlegir fyrirlestrar kynntir
sérstaklega. Heitt á könnunni.
85ára afmæli. SigrúnJakobsdóttir fyrrver-
andi húsfreyja á Þorbrands-
stöðum í Vopnafirði er áttatíu
og fimm ára í dag.
Hlutavelta | Þessar ungu
dömur styrktu Rauða kross
Íslands með ágóða af tombólu
sem þær héldu að Hrafnagili í
Eyjafjarðarsveit. Þær eru:
María Rós Magnúsdóttir og
Sólveig Lilja Einarsdóttir.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 17. október, 290. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka. (Mt. 25, 42.)
Verkefnið 50+, til styrktarstöðu miðaldra og eldrafólks á vinnumarkaði,stendur fyrir fundaröð á
Grand hóteli, dagana 19. október, 2.
nóvember og 15. nóvember, kl. 8.30 til
10.
Gunnar Kristjánsson er formaður
verkefnisstjórnar 50+: „Fundaröðin
skoðar markmið og möguleika sveigj-
anlegra starfsloka á eldri árum,“ seg-
ir Gunnar. „Um síðustu áramót voru
gerðar breytingar á reglum almanna-
trygginga, sem veita eldri borgurum
möguleika á að afla tekna upp að
vissu marki eftir 70 ára aldur, án þess
að komi til skerðingar á lífeyri. Laga-
breytingarnar bjóða vissulega upp á
aukinn sveigjanleika hjá þessum ald-
urshópi, og þarft að skoða vandlega
málefni þeirra sem færast nær starfs-
lokum við þetta tækifæri.“
Á fundinum 19. október verður
einkum fjallað um starfslokamál frá
sjónarhorni einstaklingsins með sam-
félagslegri skírskotun. Að loknu
ávarpi félagsmálaráðherra mun Sig-
urður Jóhannesson, hagfræðingur við
Hagfræðistofnun HÍ, fjalla um sam-
verkan launa- og lífeyristekna og
hvort þjóðhagslegur ávinningur sé af
atvinnuþátttöku eldra fólks. Því næst
mun Sigríður Lillý Baldursdóttir,
framkvæmdastjóri þróunarsviðs TR,
fjalla um kostnað samfélagsins af því
að missa fólk fyrr af vinnumarkaði,
bæði út frá heilsufarslegum og fé-
lagslegum forsendum. Loks ætlar
Hannes G. Sigurðsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri SA, að fjalla um
breytingar í mannfjöldaþróun næstu
áratuga og áhrif þessara breytinga á
íslenskan vinnumarkað.
„Meðal þess sem skoða þarf er sá
mannauður sem fyrirtæki eiga í eldri
starfsmönnum, og hvort tilhneiging
sé til að vanmeta þá möguleika sem
felast í rosknum starfsmönnum,“ seg-
ir Gunnar. „Eins er þarft að ræða um
útfærslu sveigjanlegra starfsloka, og
huga sem best að aðlögun ein-
staklingsins fyrir þau umskipti sem
felast í því að fara af vinnumarkaði.“
Aðgangur er ókeypis og öllum opin
en æskilegt er að þátttakendur skrái
þátttöku á netfangið: margret.gunn-
arsdottir@vmst.is
Morgunverður verður framreiddur
frá kl. 8, verð 1.400 kr.
Sjá nánar á vinnumalastofnun.is
Atvinna | Morgunverðafundaröð á vegum verkefnisins 50+ í okt. og nóv.
Sveigjanleg starfslok
Gunnar Krist-
jánsson fæddist í
Stykkishólmi 1950.
Hann lauk kenn-
araprófi frá KÍ
1971 og var kenn-
ari og síðar skóla-
stjóri í 25 ár, í
Grundarfirði og
Selfossi. Hann hef-
ur frá árinu 1997 rekið ásamt eig-
inkonu sinni verslunina Hrannarbúðin
sf. í Grundarfirði: Hann varð formað-
ur verkefnastjórnar 50+ í byrjun árs.
Eiginkona Gunnars er Jóhanna Hall-
gerður Halldórsdóttir og eiga þau
þrjár dætur og fimm barnabörn.
Tónlist
Dómkirkjan | „Soli Deo Gloria – Guði ein-
um dýrð“ eru einkunnarorð tónlistardaga
Dómkirkjunnar sem nú eru haldnir í 26.
sinn. Gestur tónlistardaganna í ár er
Matthias Grunert, kantor við Frauenk-
irche í Dresden í Þýskalandi. Hann leikur
á orgel Dómkirkjunnar á tónleikum kl.
22.
Norræna húsið | Á háskólatónleikum kl.
12.30 flytja Tríó Tómasar R. og söng-
konan Ragnheiður Gröndal lög eftir Tóm-
as. Flest laganna eru frumflutt. Tríóið
skipa auk Tómasar þeir Ómar Guð-
jónsson, gítar, og Matthías M. D. Hem-
stock, slagverk.
Skálholt | Tónleikar í Skálholti kl. 17
„Leyfið börnunum að koma til mín.“ Ein-
söngvari Hrólfur Sæmundsson, stj. Sig-
urlaug Knutsen og Hilmar Örn Agn-
arsson, Skálholtskórinn ásamt kór
Miðdalskirkju flytja Kantötu eftir Jón Ás-
geirsson. Barna- og kammerkór Bisk-
upstungna.
Versalir, Ráðhús Þorlákshafnar | Tón-
leikar Sigrúnar og Selmu kl. 20. Á efnis-
skrá eru m.a. sónötur eftir Edward Grieg
og Franz Schubert og Slavneskir dansar
eftir Dvorak-Kreisler. Þær Sigrún og
Selma hafa starfað lengi saman, gefið út
tvo geisladiska og haldið fjölda tónleika.
Aðgangur er ókeypis fyrir nemendur í
tónlistarnámi.
Frístundir og námskeið
Hótel Saga | Vinahópur (áður Vinahjálp)
verður með brids kl. 13.
Fyrirlestrar og fundir
HÍ, aðalbygging, stofa 225 | Russel Ald-
erson, táknmálstúlkur og kennari, flytur
fyrirlestur kl. 16, um samanburðarrann-
sóknir á dönsku og íslensku táknmáli, en
íslenskt táknmál er talið rekja rætur sín-
ar að miklu leyti til Danmerkur. Rætt
verður hvort íslenskt táknmál sé sjálf-
stætt tungumál eða mállýska úr dönsku.
OA-samtökin | Opin deild kl. 20.15, í
Gula húsið, Tjarnargötu 20, Reykjavík.
Tekið er á móti nýliðum kl. 19.45. Mat-
arfíkn getur verið mikið vandamál í lífi
fólks. OA-samtökin byggja á 12 spora-
kerfi AA-samtakanna.
Orkugarður | Í dag kl. 13-14 fjallar Krist-
inn Einarsson um olíuleitarmál framtíðar,
nýtt hlutverk Orkustofnunar skv. breytt-
um lögum um leit, rannsóknir og vinnslu
kolvetnis. Einnig er fjallað um áætlanir
um útboð rannsóknar- og vinnsluleyfa á
Drekasvæðinu við Jan Mayen-hrygg.
Nánar á www.os.is
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður
við KFC, Krossmóa, kl. 10-17.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b.
Tekið við hreinum fatnaði og öðrum
varningi á þriðjudögum kl 10-15. Sími
551-4349, netfang maedur@simnet.is
Stuðningsmenn
stjórnarandstöð-
unnar í Pakistan
sjást hér í mót-
mælagöngu í
Mansehra. Í kjöl-
farið fóru margir
þeirra til Karachi
þar sem þeir ætl-
uðu að fagna
endurkomu Be-
nazir Bhutto,
fyrrverandi for-
sætisráðherra
landsins, en hún
snýr aftur til
Pakistans á
morgun eftir átta
ára sjálfskipaða
útlegð.
Mótmæli
á undan
fögnuði
ÞEGAR viðburður er skráður í Stað og stund birtist tilkynningin á netinu um leið
og ýtt hefur verið á hnappinn „staðfesta“. Skrásetjari getur nýtt sér þann mögu-
leika að nota leiðréttingaforritið Púkann til að lesa textann yfir og gera nauðsyn-
legar breytingar sé þess þörf. Hver tilkynning er aðeins birt einu sinni í Morg-
unblaðinu. Bent er á að hægt er að skrá atburði í liðina félagsstarf og
kirkjustarf tvo mánuði fram í tímann.
Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er prófarkalesinn.
Skráning í Stað og stund
Söfnun | Þessir ungu menn á
Akureyri söfnuðu flöskum
sem þeir síðan seldu og af-
hentu Rauða krossinum af-
raksturinn, 4.500 kr. Þeir eru:
Hákon Þór Tómasson og
Bjarki Reyr Tryggvason.