Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA THE BRAVE ONE kl. 5:30 - 8D - 10:30D B.i.16.ára DIGITAL THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP STARDUST kl. 5:30D - 8 - 10:30 B.i.10.ára DIGITAL STARDUST kl. 5:30 LÚXUS VIP NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:30 LEYFÐ SUPERBAD kl. 8 - 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 B.i.12.ára MR. BROOKS kl. 10.30 B.i.16.ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ ER RÉTTLÆTANLEGT AÐ TAKA LÖGIN Í SÍNAR HENDUR ÞEGAR LÖGREGLAN STENDUR RÁÐÞROTA? SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHAEL MANN OG LEIKSTJÓRANUM PETER BERG eeee “MARGNÞRUNGI SPENNUMYND MEÐ ÞRUMUENDI„ EMPIRE HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? SÝND Í KRINGLUNNI - J.I.S., FILM.IS TÓNLEIKASTAÐIR Iceland Airwaves 2007 eru þessir: Listasafn Reykja- víkur – Hafnarhús, Gaukurinn, Nasa, Lídó, Iðnó, Organ, Grand rokk, Bar- inn og Fríkirkjan í Reykjavík. Auk þess mun dagskrá fara fram í Norræna húsinu alla helgina, þar sem aðgangseyrir er enginn og ekki þörf á Airwa- ves-miða eða -armbandi. Smærri viðburðir og tónleikar fara fram í plötu- verslunum, kaffihúsum og annars staðar í miðbænum – ásamt hinu árlega Airwaves-partíi í Bláa Lóninu. Dagskrá hátíðarinnar má finna á icelandairwaves.is.                                      !   "   # $          %                   Tónleikastaðir og viðburðir Iceland Airwaves For a Minor Reflection Grand rokk kl. 20.15 Sveitin spilar tilraunakennt rokk, lög sem byrja smátt en enda sem há- timbraðar hljómahallir. Poetrix Gaukurinn 20.45 Það hefur verið til siðs undanfarin ár að opna Airwaves á hipphoppi og svo verður einnig að þessu sinni. Poetrix er með snúnar og vandaðar rímur. Kannski Bubbi taki lagið með hon- um. Sesar A Gaukurinn 21.20 Sesar A átti sinn þátt í að koma ís- lensku hipphoppi á koppinn, en flutt- ist síðan úr landi um hríð. Hann snýr nú aftur með nýtt efni í farteskinu. Smoosh NASA, 21.45 Stelpurnar í Smoosh vöktu gríð- arlega athygli fyrir frábæra músík barnungar. Síðan eru liðin nokkur ár, en þær eru enn bráðungar og enn skemmtilegar. Soundspell NASA 22.30 Hljómsveitin Soundspell kom skemmtilega á óvart með óhemju vandaðri og metnaðarfullri breið- skífu fyrir skemmstu. Hún fær pláss á besta stað til að sýna sig og sanna. The Zuchakis Mondeyano Project Organ 23.15 Hljómsveitin með sérkennilega nafnið spilar líka sérkennilega tón- list, einskonar sveiflu-electro- hipphoppbræðing með súrum text- um. Alræði öreiganna Grand rokk 0.00 Alræði öreiganna sendi frá sér eina skemmtilegustu plötu síðustu ára þar sem þeir skældu og skekktu æv- intýrið um Pétur og úlfinn – fyrsta flokks progg. Sequences Art:21 (Art in the 21st Century) Safn (Laugavegi 37) 18.00 Forsýning á fjórðu seríu af viðtals- þáttaröðinni Art:21 (Art in the 21st Century), þar sem fremstu myndlist- armenn heims eru teknir tali og verk þeirra kynnt. Himnaríki og Helvíti Dead (Laugavegi 29) 18.00 Sýning Jóns Sæmundar og Haf- steins Michael. reykjavíkreykjavíkmælir með … Sesar A Eyjólfur Eyvindarson. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ANNUALS eru frá Norður- Karólínu sem er kannski ekki þekktasta gróðrarstöð framsæk- innar rokktónlistar. En engu að síð- ur var það þar, í Chapel Hill og Ra- leigh, sem Adam Baker og vinir hófu að sulla saman í tónlist, þá rétt skriðnir yfir tíu ára aldurinn. Eftir að hafa moðast saman í hinum og þessum hljómsveitum var Annuals set á fót árið 2003. Fyrsta breið- skífan, Be He Me (2006), kom henni síðan rækilega á nýbylgjukortið, þar sem sjónvarpsmenn á borð við Conan O’Brien og miðlar eins og Pitchfork tóku Baker og co. fagn- andi. Samlíkingar við Arcade Fire og Sufjan Stevens hafa þá ekki spillt fyrir. Hinn tvítugi Baker er í banastuði í símanum, vel til í að spjalla við blaðamanninn með harða hreiminn. „Ég elska þennan íslenska hreim.“ Það blæs skemmtilegum anda í gegnum símtólið og blaðamaður spyr, nett kaldhæðinn, hvort Baker hlakki nú ekki alveg örugglega til að koma til Íslands. Baker slær hins vegar vopnin úr höndum blaða- manns með blátt áfram, 100% hreinskilnu svari: „Alveg rosalega. Við getum ekki beðið! Við verðum í þrjá daga á Íslandi sem er lengri stopptími en við tökum okkur vana- lega. Ég hef heyrt að Ísland sé langskemmtilegasta landið í Skand- inavíu en Danmörk og Svíþjóð séu hins vegar hryllingur!“ Annað komið á daginn Baker segir í framhaldinu að lítið hafi breyst hvað innviði sveit- arinnar varðar, eftir að Be He Me sló í gegn hjá neðanjarðarelítunni. „Breytingin er sú að það er fleira fólk komið að bandinu. Fólk sem sér um útgáfumál, tónleikaferðir og slíkt. En við í sveitinni erum jafn náin og alltaf. Ekkert hefur breyst þar. Þetta eru bestu vinir mínir.“ Aðspurður hvort það sé erfitt að gæta listrænna heilinda þegar menn verða skyndilega skotspónn athygli segir hann svo ekki vera. „Nei, en ég skil hvað þú ert að fara. Maður hugsar kannski meira um það sem maður er að fara út í en ég gef ekki tommu eftir hvað laga- smíðarnar varðar. Á Be He Me eru lög sem ég samdi fyrir löngu, þegar ég hélt að enginn myndi heyra þau nokkurn tíma nema þessir tugir manna sem hafa pikkað upp þessar fyrstu útgáfur okkar. En annað hefur komið á daginn …“ Draumar rætast Bandaríska nýbylgjusveitin Annuals er á feiknaflugi um þessar mundir. Hún spilar í Hafnarhúsi á laugardaginn Skandinavíu? „Ég hef heyrt að Ísland sé langskemmtilegasta landið í Skandinavíu.“ www.myspace.com/annuals www.icelandairwaves.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.