Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórdís Páls-dóttir fæddist á Hjálmsstöðum í Laugardal 27. októ- ber 1916. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 10. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Páll Guðmundsson, skáld og bóndi á Hjálmsstöðum, f. 14. febrúar 1873, d. 11. september 1958, og kona hans Rósa Eyj- ólfsdóttir, f. 22. október 1888, d. 10. desember 1971. Alsystkin Þór- dísar eru Sigurður, f. 1918, d. 1967, Andrés, f. 1919, d. 1999, Hilmar, f. 1922, d. 2004, Guð- mundur, f. 1924, d. 1976, Ásgeir, f. 1928, og Eyjólfur, f. 1930, d. 1967. Hálfsystkin Þórdísar samfeðra eru Oddný, f. 1903, d. 1915, Guðmundur, f. 1904, d. 1924, Hild- ur, f. 1905, d. 1993, Grímur, f. 1907, d. 1998, Gróa, f. 1908, d. 1941, Erlendur, f. 1910, d. 1942, Pálmi, f. 1911, d. 1992, og Bryndís, f. 1913, d. 1915. Þórdís vann í Far- sóttahúsinu og síðar á Heilsuverndar- stöðinni í Reykjavík en frá 1967 bjó hún á Hjálmsstöðum og hélt þar heimili með Andrési bróður sínum meðan heilsan leyfði. Útför Þórdísar verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Miðdals- kirkjugarði í Laugardal. Í dag er til moldar borin mín elsku- lega nafna og frænka Þórdís Páls- dóttir. Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast hennar í örfáum orðum. Þegar ég var fjögurra ára minnist ég hennar fyrst, þá var það á Ant- mannsstígnum þegar ég var stödd í höfuðborginni ásamt móður minni því það var verið að mynda mig á ljós- myndastofu. Við vorum staddar hjá Dísu þegar hringing barst og okkur var tilkynnt um lát afa míns, pabba Dísu. Ég er sem sagt bróðurdóttir hennar. Ekki minnist ég þess að neinn asi aða harmagrátur hafi verið í kringum það þar á bæ. Dísa var alltaf í góðu jafnvægi og gott að vera nálægt henni. Hún frænka mín var víðlesin og fróð um ýmsa hluti. Spáði mikið í ætt- fræði og var vel að sér í henni. Hún giftist aldrei og eignaðist eng- in börn. En samt var hún alltaf um- vafin fólki, bæði ungum og öldnum. Enda var eftir því tekið á Grund hve gestkvæmt var hjá henni. Hún fór að heiman, til vinnu í Reykjavík, á Farsótt hjá Maríu Maack og síðan til Grindavíkur í fisk- vinnu. Hún var sigld eins og hún kallaði það. Fór með Gullfossi í siglingu á sínum tíma, Þannig voru utanlands- ferðirnar þá. Síðan flutti hún aftur á Hjálmsstaði, nokkrum árum fyrir andlát móður sinnar eða 1967. Sinnti henni vel þar til hún lést 1971. Eftir það bjó hún svo með bróður sínum Andrési á Hjálmsstöðum. Þannig að oft var skroppið austur- eftir í kaffi, skrafað og hlegið því hún hafði alveg einstakt lag á að segja frá svo skoplegu hliðarnar komu vel í ljós. Hún átti líka alltaf eitthvað gott með kaffinu, randalínur og gyðinga- kökur og sitthvað fleira. Veiga mín minnist þess hve gaman var að spila við hana og ömmu Rönku „Gömlu Jómfrú“ og ýmissa látbragða og tilþrifa við það. Dísa dvaldi hjá Andrési þar til hann lést 1999. Þá fluttist hún að Ási í Hveragerði, dvaldi þar um tíma en fór svo á elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Húmor hennar var engu líkur og lét hún allt flakka fram til síðustu líf- daga. Spurði frétta af óléttum, barnsfæð- ingum og lífinu í sveitinni. Glasafrjóvgun fannst henni skrítið fyrirbæri. Einhvern tímann var hún að grínast með að hún gæti nú alveg fengið sér í glas þótt hún væri hátt á sjötugsaldri þá, það væri ýmislegt hægt. Verðugt rannsóknarefni gæti hún verið hjá læknum vegna þess hve heilbrigð hún var allt sitt líf. Þurfti aldrei að nota lyf, þrátt fyrir fæðing- argalla, sem var styttri fótur. Gekk hún aldrei í breyttum skóm eða með neinskonar innlegg, en kvartaði aldr- ei yfir vöðvabólgu eða neinu slíku. Kattliðug alla tíð. Kenndi sér aldrei neins meins. Má það með ólíkindum teljast þar sem fæðið var ekki mjög fitusnautt eða sérvalið. Spik, rjómi, hákarl og súrir pungar voru alveg í einstöku uppáhaldi. Ekki er hægt að bera saman hve miklu skemmtilegra var að færa henni niðursneitt hrossaspik, með smárönd af kjöti, heldur en konfekt. Það var sko breiðara brosið yfir „speeekinu“. Elsku Dísa, hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Guð geymi þig. Þín Þórdís Pálmadóttir. Við andlát frænku minnar Dísu langar mig að rita nokkur orð í minn- ingu hennar. Þegar maður horfir til baka og lítur yfir farinn veg þá hrann- ast upp ótal minningar og frásögur um Dísu. Margar hverjar ylja manni um hjartarætur og maður fyllist stolti og virðingu yfir því að hafa þekkt og umgengist slíka konu, svo sterk var nærvera hennar og persónuleiki. Líkt og önnur frændsystkini mín naut ég þeirra forréttinda á yngri árum að dvelja um stundir á Hjálmsstöðum og umgangast það fólk sem byggði þann bæ á sínum tíma. Það er ekki fyrr en á síðari árum sem maður fór að meta hversu lærdómsríkur og eftirminni- legur sá tími var. Óhætt er að segja að Dísa eigi stór- an þátt í þeirri hlýju hugsun sem ég ber til Hjálmsstaða og þeim jákvæðu minningum sem ég á þaðan. Heim- sóknir til Dísu og Andrésar voru órjúfanlegur þáttur í þeirri tilveru sem við krakkarnir áttum þegar við vorum í sveitinni. Hvort sem það var til þess að horfa á Derrick í litasjón- varpi, sækjast eftir smástríðni hjá Andrési eða þá einfaldlega þegar við litum inn til að segja stutt hæ og halda svo áfram við leik og störf. Í mínum huga var nærvera Dísu ákaf- lega yfirveguð og einlæg. Í þau tvö sumur sem ég var vinnumaður hjá þeim voru samskipti okkar afskap- lega góð. Með sanni finnst mér þau hafa lagt sig fram við að gera mína dvöl hjá þeim sem þægilegasta og besta. Ég á, eins og margir aðrir, margar góðar minningar um Dísu. Erfitt er að gera upp á milli þeirra fjölmörgu og hnyttnu tilsvara sem hún hefur átt í gegnum tíðina. Óspart eru þau rifjuð upp þegar við frændsystkinin komum saman okkur til mikillar ánægju og yndisauka. Í mínum huga er minning Dísu einnig áfkaflega myndræn. Má nefna þegar hún var að labba í fjósið og sækja mjólk, sitjandi á sínum stað í eldhúsinu, oftar en ekki með pípu í munni, eða þegar hún lá í rúminu sínu á Hjálmsstöðum, ýmist sofandi eða með lestrarefni. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja kæra frænku með mikilli virð- ingu og um leið votta Geira frænda og öðrum aðstandendum samúð mína. Evald. Þórdís frænka mín var falleg kona, grannholda, lágvaxin, haltraði dálítið en kvik í hreyfingum og fljót á milli staða ef hún þurfti þess með. Hún var t.d. enga stund að skreppa út í fjós að ná í mjólkursopa eða út í skemmu að ná í saltkjötsbita eða annað sem til þurfti. Svipur hennar var bjartur og glaðlegur og speglaði vel þá græsku- lausu kímni og léttleika sem innra bjó. Enda leituðu margir í félagsskap hennar og þá ekki síst börn, enda manneskjan með afbrigðum barngóð. Hún ólst upp við það viðhorf að nægjusemi, hjálpsemi, gestrisni, heiðarleiki, tillitssemi og dugnaður þóttu mannkostir. Þessir kostir allir ásamt fleirum prýddu Dísu. Þeir sem þekktu hana best eru greinilega sammála. Sem dæmi þá orti bróðir hennar ljóð í tilefni átt- ræðisafmælis hennar, ein vísan var svona: Öldungum holl og hinum traust, hollvinur allra barna. Öðrum til heilla og hugnaðar heyrðist þú talin gjarna. Fengi hnjóðsyrði fjarstaddur, fljót þú snérist til varnar og sagðir aðeins ef annað brást: „Æi, greyið a tarna“. (H.P.) Það kann að hljóma mærðarlega þegar lýsa á Dísu Páls. En hún var hreint einstök. Hún var hjartahreinasta, fordóma- lausasta og lausust við öfund af öllum þeim manneskjum sem á vegi mínum hafa orðið um ævina og ég er aldeilis ekki ein um það álit, því að ein vísa hljómar svo í afmælisljóði til Dísu þegar hún varð 85 ára: Grynnist ekki góðvildin þótt gerist gömul kona. Betri væri veröldin, viðmótið og samskiptin, ef heimurinn ætti fleira af fólki svona. (H.P.) Það hafa sannarlega verið forrétt- indi að vera samskipa Dísu allt frá barnæsku og ótal margs að minnast frá liðnum stundum. Það hefur bæði auðgað líf mitt og tilveru að hafa átt hana að vini. Ég og fjölskylda mín þökkum af al- hug fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning Þórdísar Páls- dóttur. Rósa Hilmarsdóttir. Hún var kölluð Dísa, þó oftast Dísa mín. Þótt engum hafi komið á óvart and- látið hennar er alltaf ákveðið högg þegar kallið kemur. Hún var hvíldinni fegin og tilbúin í sína hinstu ferð, tal- aði meira að segja um hvað það hlyti að vera skemmtilegt þarna hinum megin þar sem allt skemmtilegasta fólkið væri. Og minningarnar streyma fram frá liðnum árum þar sem Dísa er ávallt hlæjandi og hrókur alls fagnaðar – nema kannski þegar hún sat í bíl en hún var manna bílhræddust. Saltfiskur, silungur, ragú, rabar- baragrautur, grjónagrautur og kaffi með þremur teskeiðum af sykri. Þegar við komum af fjalli eftir rjúpnaskytterí biðu okkar alltaf þeir stæstu sviðahausar sem við höfum séð. Hnakkaspikið eins og hnefinn á okkur. Nýbakað flatbrauð sem ekki var hægt að smyrja sökum hita, og ostas- keri í smérið. Uppskriftin var „hnefi af þessu og smá af hinu“ og svo var hrært. Útkoman var alltaf sú besta. Aldrei heyrðum við hana hallmæla neinum og engum manni gerði hún illt en mörgum gott. Frá henni streymdi hlýja og mannkærleikur sem smitaði út frá sér. Og þótt hún eignaðist ekki börn sjálf þá átti hún kannski fleiri börn en flestir aðrir, því börn löðuðust að henni og mörg okk- ar ólumst að stórum hluta upp hjá henni í sveitinni og erum svo miklu ríkari og eflaust betri manneskjur eftir þau kynni. Og það eru margar kynslóðir barna. Það var gott að vera vinnumaður á Hjálmsstöðum hjá Dísu og Andrési. Það var svo gott að það hefur haft áhrif á hvernig við lifum lífinu, hvern- ig við umgöngumst náttúruna og á allt gildismat okkar. Hve gott var að koma til Dísu þegar við vorum svang- ir, hve gott var að koma til hennar ef eitthvað bjátaði á og hve gott var að gera eiginlega allt ef Dísa var ein- hvers staðar nálægt. Hún var „sigld“, þekkti alla staði sem við nefndum og meira að segja svo vel að sér um Vestfirði að hún gat lýst húsunum við göturnar á Suður- eyri þegar einn okkar tengdist þang- að. Þegar Gaukur sagði henni að hann væri að vinna í Hágöngum náði hún í mynd af sér uppi á toppi Syðri- Hágöngu, á alla staði hafði hún komið og var allra manna fróðust um landið sitt. Kannski var ættfræðin hennar helsta yndi. Hún vissi ættartölur margra og gerði oft að gamni sínu þegar hún var að feðra hina og þessa með sinni sérstöku kímni. Oft reyndum við í stríðni okkar að koma henni í þá aðstöðu að taka af- stöðu í hinum ýmsu málum og alltaf tók hún þá málstað þess sem minna mátti sín, sama hvert tilefnið var. Eftir að hún flutti frá Hjálmsstöð- um og dvaldist á öldrunarheimilum var gott að koma til hennar og fá ráð um hvar best væri að fara fram á vatnsbakka og sneiða hjá þessari keldunni eða hinni. Hún sá landið allt í hendi sér og gaf okkur sín góðu ráð. Hún mátti ekkert aumt sjá og þeg- ar við vildum gefa henni eitthvað fal- legt bað hún okkur um að snarast upp fyrir tún og tína nokkrar sóleyjar og lambagrös til að hafa sér til yndis. Við kveðjum Dísu og vitum að þó að við söknum hennar eru aðrir sem taka fagnandi á móti henni. Stefán, Gaukur og Páll Eyjólfssynir. Það er ekki ofsögum sagt að ein merkasta kona sem við höfum kynnst á okkar ævi verði kvödd í dag, Dísa Páls. Við bræðurnir vorum svo heppnir að búa í nágrenni við þau Dísu og Andrés og var samgangur mikill á milli bæjanna á Hjálmsstöðum. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar við hugsum um Dísu er mikil lífsgleði, létt lundarfar og kímni sem varð til þess að hún var eftirsótt jafnt af börnum sem og fullorðnum. Hún var meinfyndin kona sem átti einstaklega auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á hlutunum. Aldrei vorum við skammaðir þó svo við æddum þar inn grútdrullugir í leit að einhverju góðu eða gargandi og gólandi í leik. Sama hvað gekk á í sveitinni sáum við Dísu aldrei skipta skapi. Daglega var komið við hjá Dísu, ýmist eftir morgunmjaltir eða á leið austur í Siggustaði að gefa kálfum og sest við eldhúsborðið hjá henni í von um eitthvað í gogginn. Oft tók á móti manni í forstofunni ilmur af þeim kræsingum sem bullsuðu í eldhús- pottunum. Í þessum heimsóknum skipti engu hvort við vorum einir á ferð eða með pabba því ávallt var tek- ið vel á móti okkur og talað við mann sem jafningja. Alltaf þótti okkur jafn gaman að tala við Dísu sem tróð í pípu á meðan við jöpluðum á kandís og döðlum. Þetta þóttu okkur sér- stakar og skemmtilegar stundir. Dísa var ákaflega mikill matgæð- ingur og þótti feitt „kjet“, ýmist reykt, saltað eða soðið hvað best og braut hún í raun öll lögmál hvað varð- ar næringarfræði nútímans. Á Hjálmsstöðum voru haustin sérstak- lega skemmtilegur tími, í því tilliti, þar sem mikil matvinnsla var í gangi á bænum, sláturtíð, pækilsöltun, bjúgnagerð, kjötreyking o.fl. Ósjald- an rölti Dísa á milli bæja á meðan þessi tími stóð yfir til að smakka og athuga hverjir voru hvar, að éta hvað? Gott var að koma við hjá Dísu, hvort sem var í eldhúsinu austur frá eða á Grund, og slá á létta strengi og gleyma amstri hversdagsins. Fjöl- margar skemmtilegar minningar geymum við frá þessum stundum og erum við afar þakklátir fyrir þær. Dísa Páls var réttsýn, nægjusöm og alltaf ánægð með það sem lífið bauð henni þrátt fyrir fötlun sína. Þessi lífsviðhorf hennar minna okkur á að gleyma ekki hinum sönnu gildum lífsins. Elsku Dísa, við þökkum yndislegar stundir og biðjum Guð að varðveita þig. Pálmi, Víðir, Torfi og Daníel. Þórdís Pálsdóttir ✝ Faðir okkar og fósturfaðir, ÓSKAR B. BJARNASON, Hörðalandi 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. október kl. 15.00. Borghildur Óskarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Höskuldur Harri Gylfason. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR BRYNJÚLFSSON, Böðvarsgötu 6, Borgarnesi, lést fimmtudaginn 18. október. Ásta Sigurðardóttir, Sigurður Halldórsson, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Brynjúlfur Halldórsson, Vigdís Hallgrímsdóttir og barnabörn. ✝ ÞORSTEINN JÓNSSON (STEINI TANGÓ) frá Gunnarshólma Vm., síðast til heimilis að Hjallatúni, Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju mánudaginn 22. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á dvalarheimilið Hjallatún í Vík í Mýrdal. Aðstandendur.  Fleiri minningargreinar um Þór- dísi Pálsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.