Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 286. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Ætlar þú að gera eitthvað um helgina? >> 48 Leikhúsin í landinu FORNAR FJALIR DÓMSDAGSMYND SYNDUGRA HÓLA- KIRKJUGESTA Í ÞJÓÐMINJASAFNINU >> 18 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is PRÓFUNUM er nú að ljúka á nýju miðlægu stýrikerfi fyrir umferð- arljós á nokkrum helstu umferðaræðum höf- uðborgarinnar og er stefnt að því að taka það formlega í notkun innan tíðar, um hálfu ári á eftir áætlun. Tafirnar skýr- ast einkum af skemmd- um sem urðu á ljósleiðaralögnum. Umferðarljós í Reykjavík eru nú þegar tíma- stillt og raunar eru um 70% samstillt þannig að þau mynda svokallaðar grænar bylgjur, þ.e. ef ökumenn halda löglegum hraða eiga þeir að geta ekið langar leiðir án þess að lenda á rauðu ljósi. Stillingarnar í kerfinu sem fyrir var voru miðaðar við mat á umferðarþunga og tóku breytingum eftir tíma dags. Þannig loguðu grænu ljósin t.d. lengur á morgnana fyrir umferð í vesturátt um Miklubraut en síðdegis breyttist stillingin og um- ferð á leið í austur fékk meiri forgang. 36 gatnamót tengd kerfinu Breytingin sem verður með nýja kerfinu er sú að umferðarljósin eru tengd við umferðarskynj- ara sem búið er að koma fyrir ofan í malbikinu, í 120 metra fjarlægð frá gatnamótum. Skynj- ararnir eru síðan tengdir við stjórnkassa sem all- ir eru tengdir með ljósleiðara við miðlægt stjórn- kerfi. Skynjararnir telja bíla og mæla hraða þeirra og þegar umferð tekur að þyngjast lagar stjórnkerfið stillingar ljósanna að því, þ.e. lætur græna ljósið loga lengur í þá átt sem þyngsta um- ferðin stefnir í en önnur umferð þarf að sjálf- sögðu að bíða lengur á rauðu ljósi. Kerfið á að stytta aksturstíma um 2-10%. Alls er búið að tengja 36 gatnamót við kerfið, þ.e. öll gatnamót á Kringlumýrarbraut, á Sæ- braut að Kringlumýrarbraut, á Miklubraut og á Suðurlandsbraut. Einnig eru ljósin á Hafnar- fjarðarvegi frá Engidal og í gegnum Garðabæ tengd við hið miðlæga stjórnkerfi. Næst á að bæta Bústaðavegi og Snorrabraut inn á kerfið og er stefnt að því að kerfið nái til allra umferðar- ljósa í Reykjavík árið 2010. Grænu ljósin loga Umferðarþungi stýrir umferðarljósunum Ljós Kerfið er lokað og bófar geta ekki stýrt ljós- unum, eins og í bíó. reglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá 23. ágúst sl. þar sem m.a. kemur fram að ítrekað hafi verið höfð af- skipti og lögregla kölluð til vegna at- vika sem beint eða óbeint tengjast rekstri staðanna. Þessi tilvik séu Eftir Andra Karl andri@mbl.is BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leggja til við lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins að áfengisveitinga- tími þriggja skemmtistaða verði skertur frá því sem verið hefur. Staðirnir eru Monte Carlo, Mónakó og Q-bar. Lögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins sagði við Morgunblaðið að tillit yrði tekið til umsagna allra aðila en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið, sem væri í réttum farvegi. Í umsögn borgarráðs fyrir veit- ingastaðina Monte Carlo og Mónakó við Laugaveg er vísað í bréf lög- fleiri en gengur og gerist vegna veit- ingastaða í miðbænum. Einnig hafa nágrannar staðanna ítrekað kvartað vegna ónæðis og áreitis gesta um- ræddra staða. Borgarráð vill að áfengisveitingatími á stöðunum hefj- ist ekki fyrr en kl. 19 öll kvöld – í stað kl. 11 á morgnana. Q-bar verði lokað fyrr Borgarráð samþykkti einnig á fundi sínum að takmarka veitinga- tíma Q-bars við Ingólfsstræti, m.a. vegna hávaða sem frá staðnum berst. Veitingatími staðarins er nú til kl. 5.30 um helgar en lagt er til að ekki verði opið lengur en til kl. þrjú. Vilja styttri afgreiðslutíma Morgunblaðið/Júlíus FULLTRÚAR á ársfundi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segja að leggja þurfi áherslu á aukinn kaupmátt og hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum. Már Guðnason, fulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands, sagði að svokallað sjálftökulið hefði breytt landslaginu. „Það hefur gert að verkum að fólki er orðið heitt í hamsi og vill fá meira.“ Rannveig Sigurðardóttir, fulltrúi VR, sagði skiljanlegt að hinir lægst launuðu færu fram á miklar launahækkanir. „Útvarpsstjóri gaf upp boltann fyrir komandi kjarasamninga. Hér horfir fólk á og talar mikið um þessa millj- arðamæringa sem eru eingöngu með fjár- magnstekjur og greiða ekkert til samfélagsins. Þetta þarf að jafna.“ Jón Jónsson, fulltrúi kjaramál. Þar er lögð áhersla á að í komandi kjarasamningum verði samið um launahækk- anir sem tryggi aukinn kaupmátt, sérstaka hækkun lægstu launa, auk þess sem tekið verði af festu á launamisrétti kynjanna. Jafnframt verði öryggisnet kjarasamninganna styrkt og þannig komið í veg fyrir félagsleg undirboð. Það verði meðal annars gert með því að færa taxta að greiddu kaupi og með því að tryggja að fagleg starfsréttindi launafólks verði virt. Einnig telur ASÍ áríðandi að stjórnvöld komi sérstaklega til móts við lág- og millitekju- fólk með aðgerðum í skatta-, velferðar- og menntamálum og að skattbyrði þeirra tekju- lægri verði minnkuð. „Fólki heitt í hamsi“ Ársfundur ASÍ leggur áherslu á að í komandi kjarasamningum verði tekið af festu á launamisrétti kynjanna og á hækkun kaupmáttar og lægstu launa Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst vona að krafan um hækkun lægstu launa yrði sótt fast í komandi kjaraviðræðum. Ársfundur ASÍ samþykkti í gær ályktun um Í HNOTSKURN »Sjöunda ársfundi ASÍ lauk í gær.Hann var haldinn í Reykjavík dag- ana 18.-19. október undir yfirskriftinni Íslensk velferð í fremstu röð. »Helstu viðfangsefni fundarins, aukreglulegra ársfundarstarfa, voru tvö: Efnahags- og kjaramál og svo nor- ræna velferðarsamfélagið og vinnu- markaðsmódelið.  Ársþing ASÍ | Miðopna HELGI Sigurðsson úr Val var kjörinn knatt- spyrnumaður ársins og Hólmfríður Magn- úsdóttir úr KR knattspyrnukona ársins. Þetta var kunngjört á lokahófi í Broadway seint í gærkvöld en það eru leikmennirnir sjálfir sem greiða atkvæði í kjörinu. | Íþróttir Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hólmfríður og Helgi kjörin leikmenn ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.