Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristján Krist-jánsson fæddist
í Hvammkoti í
Skagahreppi hinn 3.
ágúst 1934, hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akranesi hinn 10.
október 2007.
Foreldrar hans
voru Kristján Guð-
mundsson bóndi, f.
12.7. 1896, d. 14.2.
1979, og Guðríður
Jónasdóttir, f. 3.8.
1908, d. 20.4. 1982.
Systkini Kristjáns
eru Sigurlaug, f. 13.9. 1935, maki
Pétur Mikael Sveinsson. María, f.
3.4. 1937, maki Sveinn Guðberg
Sveinsson,
Sigurbjörg, f. 11.12. 1938, maki
Gunnar Kaprasíus Stefánsson,
hann er látinn, Ásta, f. 19.1. 1941,
maki Sigurður Einarsson. Guð-
mundur, f. 16.4. 1944, maki Ragn-
heiður Grímsdóttir.
Kristján kvæntist hinn 2. ágúst
1964 Árnýju Margréti Hjaltadótt-
ur frá Skeggjastöðum í Skaga-
hreppi,
f. 6.4. 1939. Hún er dóttir Hjalta
Árnasonar, bónda á Skeggjastöð-
um, og konu hans, Önnu Lilju
Magnúsdóttur, og er hún látin.
Börn Kristjáns og Árnýjar Mar-
grétar eru 1) Anna, f. 23.8. 1965,
maki Gunnar Már Ármannsson, f.
28.3. 1964, synir þeirra eru Krist-
ján Már, f. 8.2. 1988, Ármann
ánægju af. Kristján og Árný
byggðu upp jörðina, bæði húsa-
kost og tún af miklum dugnaði og
eljusemi, með hjálp og þátttöku
barna sinna. Það var Kristjáni
mikið ánægjuefni að Steini og
Linda tóku við búinu á Steinn-
ýjarstjöðum.
Kristján var mikill bókamaður
og átti mikið bókasafn og var víð-
lesinn. Hann hélt alltaf dagbók.
Á sínum yngri árum var hann
til sjós bæði frá Skagaströnd og
einnig frá Grindavík. Hann vann
einn vetur við byggingarvinnu á
Keflavíkurflugvelli. Sumarið 1963
vann hann við bryggjusmíðar í
Neskaupstað. Hann vann við tog-
aralöndun á Skagaströnd upp úr
1980. Formaður sóknarnefndar
Hofskirkju frá því árið 1985 og til
dauðadags. Starfaði mikið við
kirkjuna á Hofi.
Kristján var einn af stofnendum
Veiðifélags Langavatns og var rit-
ari í stjórn og sá um að selja veiði-
leyfi í Langavatn. Hann hafði
mikla ánægu af því að veiða og
talaði sjálfur um að hans bestu
stundir hefðu verið við Langa-
vatn.
Hann var lengi í stjórn Rauða
kross deildarinnar á Skagaströnd.
Kristján gekk í Búnaðarfélag
Skagahrepps árið 1965 og var þar
ritari fram til þessa dags.
Hann var deildarstjóri við
Kaupfélag Húnvetninga. Í hrepps-
nefnd Skagahrepps í 20 ár.
Kristján verður jarðsunginn frá
Hofskirkju í Skagabyggð í dag,
laugardaginn 20. október, og
hefst athöfnin kl. 14.
Steinar, f. 8.4. 1991,
Helgi Grétar, f. 5.1.
1996, og Guðmundur
Sveinn, f. 25.11.
2004. 2) Kristján
Steinar, f. 21. 9. 1966
maki Linda Björk
Ævarsdóttir, f. 13.7.
1973, börn þeirra eru
Kristján Heiðmar, f.
1.7. 1991, Andrea
Björk, f. 23.8. 1993,
Gunnþór Ingi, f. 1.4.
1997, og Feydís Ósk,
f. 14.11. 2002. 3) Guð-
ríður Ingunn, f.
23.11. 1968, maki Sævar Freyr
Þorvarðarson, f. 20.6. 1968, börn
þeirra eru Fannar, f. 22.5. 1991,
Arnór Freyr, f. 10.5. 1993, Svan-
hildur, f. 21.4. 1997, og Árný Mar-
grét, f. 7.5. 2001. 4) Hjalti, f. 18.3.
1972, kvæntur Sveinbjörgu
Snekkju Jóhannesdóttur, f. 20.8.
1973, synir þeirra eru Almar
Knörr, f. 5.1. 1997, Steinar Daði, f.
3.9. 2002, og Þórður Ingi, f. 2.5.
2005.
Kristján fæddist og ólst upp í
Hvammkoti, árið 1949 fluttist fjöl-
skyldan að Steinnýjarstöðum.
Hann tók mjög ungur virkan þátt í
bústörfunum. Hann gekk í skóla í
sveitinni og hafði mjög gaman af
því að læra. Þegar hann var 18
ára fór hann einn vetur í Smíða-
skóla að Hólmi í Landbroti. Þar
lærði hann smíði og einnig bók-
legar greinar og hafði mikla
Það er eins og árin séu steinar í grýttri
fjöru,
sumir ávalir, mjúkir og þægilegir,
aðrir harðir, skörðóttir og beittir.
Það er eins og árin séu steinar,
sumir brotnir sem mistök fyrri ára,
sumir gimsteinar sem við viljum aldrei
gleyma.
Það er líkt og árin séu steinar í grýttri
fjöru,
sem allir eru breytilegir.
Og í höndum okkar
við höldum á þessari fjöru
fullri af steinum áranna
af sandkornum augnablika
og öldum minninga.
(Kristján Már Gunnarsson.)
Haustlaufin hafa verið að tínast af
trjánum og allir fallegu litirnir
þeirra með. Á haustdegi hinn 10.
október kvaddi hann pabbi minn
okkur. Baráttan var snörp, greining-
in kom 9. júlí, krabbamein, reiðars-
lag. Við reyndum öll að standa sam-
an, sjá von og ljós í því sem
framundan var en smám saman fór
ljósið að dofna. En trúin á lífið er
sterk. Hann pabbi stóð meðan stætt
var, ekki var kvartað, það var ekki
hans vani.
Við fórum í réttirnar hinn 15.
september, þar hitti hann vini sína
og kunningja úr sveitinni, gat heils-
að þeim og glaðst yfir því að sjá
kindurnar koma af fjalli. Hann var
þarna meira af vilja en mætti. Hon-
um þótti alltaf gaman að fara í göng-
ur og réttir og var um árabil í fjall-
kóngur í Miðheiðinni. Reyndar var
Skagaheiðin og Langavatn honum
hugleikið. Hann átti sína bestu
stundir við Langavatn eins og hann
sagði sjálfur. Þarna var hann í ess-
inu sínu og mest gaman ef aflinn var
góður og flakaði silunginn að mikilli
list. Eftir að veiðifélag var stofnað
um Langavatn voru veiðileyfi seld á
Steinnýjarstöðum og pabbi sá mikið
um það og fylgdist vel með þeim afla
sem kom á land.
Pabbi var staðfastur og vandvirk-
ur. Það sem hann tók að sér kláraði
hann með sóma. Honum þótti gaman
að smíða og með dugnaði og elju-
semi byggðu hann og mamma upp
jörðina á Steinnýjarstöðum. Á seinni
árum einnig Steini bróðir og Linda
með þeim.
Pabbi var mikill bókamaður, haf-
sjór af fróðleik og átti mikið bóka-
safn. Ósjaldan var mér rétt ný bók
þegar ég kom til hans og mömmu og
spurt hvort ég væri búin að lesa
þessa. Svo fékk ég kannski smávegis
inngang að bókinni, svona til að
vekja áhuga minn. Stundum varð lít-
ið úr lestrinum hjá mér og þá sagði
hann mér innihald bókarinnar.
Pabbi hélt alltaf dagbók og í dag
eru þessar bækur mikill fróðleikur
um liðna tíð.
Elsku pabbi minn, takk fyrir allt,
nú líður þér vel.
Guð geymi þig.
Þú, mikla stund, gafst mönnum æðri sýn,
svo myrkrið byrgir aldrei þeirra vegi.
Því leynd í brjósti logar minning þín
og lýsir þeirra veg á hinsta degi.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku mamma, þú ert og verður
hetjan okkar allra.
Guð veri með þér og okkur öllum.
Ykkar dóttir,
Anna.
Elsku pabbi.
Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir
okkur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka .
Guð sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Pabbi var hafsjór af fróðleik og
sagði svo vel frá að unun var á að
hlusta.
Hann var einnig mjög verklaginn,
allt lék í höndunum á honum.
Hvort sem það var að gera við vél-
ar, smíða eða flaka silung.
Hann sat aldrei auðum höndum og
öll verk voru unnin af mikilli vand-
virkni.
Elsku pabbi, við kveðjum þig með
söknuði.
Megi góður Guð vaka yfir þér,
elsku mamma og gefa þér styrk.
Blessuð sé minning þín, elsku
pabbi.
Guðríður Ingunn
og Sævar Freyr.
Tengdafaðir minn er fallinn frá,
maður sem við héldum öll að væri
óendanlega hraustur og sterkur.
En í sumar sem leið fór hann að
finna fyrir einhverju í höfðinu,
hreyfingar urðu hægar og hann átti
orðið erfiðara um mál.
Hann fór til læknis og þegar
greiningin kom, að það væri krabba-
mein, vissum við í hjarta okkar að
framundan væri erfið en ekki óyf-
irstíganleg þrautaganga. Hann tók
þessu öllu með ótrúlegu æðruleysi
og ró. Hans frábæra eiginkona stóð
sem sterkur klettur með honum í
þeirri baráttu og vék aldrei frá hon-
um. En hann varð að lúta í lægra
haldi fyrir þessum illvíga sjúkdómi
hinn 10. október síðastliðinn.
Kidda þótti gaman að veiða, hvort
sem að það var að fara á rjúpu eða til
silungsveiða í Langavatni, en þar
hefur hann oft verið við veiði alveg
frá því að hann var ungur maður
heima á Steinnýjarstöðum.
Kiddi var hagur maður, hvort sem
hann smíðaði úr járni eða tré og þess
bera vitni verk hans heima á Steinn-
ýjarstöðum og víðar en í sameiningu
byggðu þau hjónin upp allan húsa-
kost á bænum. Hann sótti vertíðir
frá Skagaströnd og Grindavík þegar
hann var ungur maður og hafði gam-
an af að vera á sjó. Margar sögur
sagði hann okkur frá þeim tíma og
var gaman að hlusta því að hann
hafði góða frásagnargáfu og gaf sér
góðan tíma til að segja frá þeim at-
burðum sem hann hafði lent í.
Hann fór til náms þegar hann var
ungur maður og lá leiðin þá að
Hólmi í Landbroti en þar var starf-
ræktur skóli fyrir unga menn er
vildu nema smíði og þar var gaman
að vera og margar skemmtilegar
sögur sem hann sagði okkur frá tíma
sínum þar. Elsku Kiddi minn, nú er
komið að leiðarlokum, ég þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og
okkar fjölskyldu. Takk fyrir allt sem
þú færðir okkur.
Elsku tengdamamma, missir þinn
er mikill sem og okkar allra. Ég bið
þess að algóður guð styrki þig og
blessi.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi.
Þar mig í þinni gæslu geym
ó guð minn allsvaldandi.
(V. Briem.)
Gunnar Már Ármannsson.
Kristján Kristjánsson
✝ Aðalbjörg Pétursdóttir fædd-ist á Stóra-Steinsvaði í Hjalta-
staðaþinghá 2. janúar 1919.
Hún andaðist á sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum 11. október síðastlið-
inn. Foreldrar hennar voru Hall-
fríður Björnsdóttir frá Engilæk í
Hjaltastaðaþinghá og Pétur
Rustikusson frá Blöndugerði í
Hróarstungu.
Systkini hennar, sem komust til
fullorðinsára, voru Anna hús-
freyja á Hrærekslæk í Hróars-
tungu, Snorri, ólst upp á Litla-
Bakka í Hróarstungu en fluttist
síðar til Reykjavíkur og nam þar
garðyrkju, og Margrét, húsfreyja
á Akureyri.
Aðalbjörg giftist 4. nóvember
árið 1939 Eiríki Péturssyni bónda
í Bót í Hróarstungu. Þau bjuggu
allan sinn búskap í Bót, eða þar til
Eiríkur andaðist í júní árið 1976
en það sama ár fluttist Aðalbjörg
til Egilsstaða þar sem hún átti
heimili upp frá því. Börn þeirra
hjóna eru: 1) Hermann húsasmið-
ur á Egilsstöðum, kona hans er
Gunnþórunn Benediktsdóttir,
börn þeirra eru Aðalbjörg, maður
hennar er Haraldur Klausen, þau
eiga tvær dætur, og Tryggvi. 2)
Björn vélvirki á Seyðisfirði, kona
hans er Gunnhildur Aðalbergs-
dóttir, synir þeirra eru Viktor
Bergur, kona hans er Teresa
Stein, sonur þeirra Eiríkur Þór,
og Ívar. 3) Sigríður verkstjóri í
Reykjavík, dætur hennar og Guð-
mundar Pálssonar eru Hafdís,
gift Birni Ólafssyni, þau eiga þrjú
börn, Heiðrún, sambýlismaður
Kristvin Bjarnason, þau eiga tvö
börn, Lilja Björg, sambýlismaður
Friðrik Arnar Ásgrímsson, þau
eiga eitt barn. 4) Pétur trésmiður
í Reykjavík.
Útför Aðalbjargar fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Nú hefur amma Abba loks fengið
langþráða hvíld.
Þegar Aðalbjörg frænka hringdi í
okkur og sagði okkur að amma ætti
ekki langt eftir ákváðum við systurn-
ar að fljúga austur og dvelja hjá
henni síðustu stundirnar. Við áttum
hjá henni rúman sólahring og fyrir
hann erum við óendanlega þakklátar.
Það sem er efst í huga okkar á
þessari stundu eru allar heimsókn-
irnar til ömmu á Egils, eins og við
kölluðum hana. Á hverju sumri fór
einhver af okkur systrunum til ömmu
og var hjá henni í góðan tíma. Það
klikkaði aldrei að hún ætti Cocoa
Puffs í búrinu, ís í frystikistunni og
kleinur í dalli þegar okkur bar að
garði, og ekki þurfti annað en að
nefna að nú væri gott að fá rabar-
bara- eða ávaxtagraut til að sú gamla
væri hlaupin út í garð að slíta upp
rabarbara og setja í pott.
Eitt af því skemmtilega við að vera
hjá ömmu var að fara með henni í
berjamó. Þá var nú sko ekki nauðsyn-
legt að öll berin rötuðu í dallinn. Það
var jafnvel bara betra að einhver
færu beint í munninn.
Amma var mikil blómakona og ber
garðurinn hennar þess gott vitni,
með flottum steinbeðum með hinum
ýmsu blómategundum og snyrtileg-
um runnum og trjám. Oftar en ekki
fórum við heim með afleggjara og
færðum mömmu til að setja niður hjá
sér.
Við vorum alltaf stoltar af því
hversu hraust amma var, hún fór um
fjöll og firnindi og veigraði sér ekki
við sér að fara í ferðir þó að hún væri
komin á níræðisaldur. Hún var nú
líka með húmorinn í lagi og alltaf gát-
um við fengið hana til að hlæja. En
umfram allt var amma góð kona sem
alltaf var gott að heimsækja. Við eig-
um allar góðar minningar frá Egils-
stöðum og munum við sakna þess að
koma á Furuvellina til ömmu.
Með þessum orðum viljum við
minnast ömmu og trúum við því að
hún sé á góðum stað þar sem guð
verndar hana og gætir.
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hverjum hal og drós,
sem hefur vilzt af leið
(Matthías Jochumsson.)
Hafdís, Heiðrún og Lilja Björg.
Það fækkar óðum í þeirri kynslóð
sem lifði á sinni ævi mestu breytingar
í sögu þjóðarinnar og raunar heims-
ins alls. Verðugur fulltrúi þessarar
kynslóðar, Aðalbjörg Pétursóttir,
fyrrum húsfreyja í Bót í Hróars-
tungu, er kvödd í dag.
Í Bót var lengst af tvíbýli þeirra
bræðra Eiríks Péturssonar, eigin-
manns Aðalbjargar og föður míns,
Stefáns. Þeir tóku við stórri jörð og
góðu búi er móðir þeirra, Sigríður, lét
af búskap. Þau Eiríkur og Aðalbjörg
gengu í hjónaband 4. nóvember 1939.
Ég var þá fjögurra ára og man glöggt
er þau komu ríðandi í hlað utan frá
Kirkjubæ. Í byrjun næsta árs tóku
þau við búsforráðum á hlut Eiríks,
bæði úti og inni.
Húsið í Bót er steinhús, byggt árið
1913 og stórt á þess tíma mælikvarða.
Alla tíð var mannmargt í Bót og
gestagangur afar mikill, enda byggt
um þjóðbraut þvera.
Þessi heimili voru á þeim tíma
heimur út af fyrir sig – allt frá vöggu
til grafar.
Vel þurfti að birgja sig upp af mat
sem og öðru, í mörgu af ársforða.Var
að mestu byggt á aldagömlum hefð-
um og því sem búskapurinn gaf sér.
Hlutskipti húsfreyjanna varð m.a.
að taka á móti þeim sem að garði bar,
annast bæði í mat og drykk og oft og
tíðum gistingu. Og gistinætur og
dagar gátu oft orðið æðimargir. Sam-
göngur eystra voru þá afar erfiðar og
oft ótryggar, svo iðulega varð að bíða
færis, bæði veðurs og samleiðar
lengra til. Þetta hlutverk ræktu hús-
freyjurnar í Bót svo vel að orð fór af.
Ég sniglaðist fljótt með í öllum verk-
um og er ég nú lít til baka hef ég
stundum á tilfinningunni að ég hafi
að þessu leyti náð í skottið á „miðöld-
um“
Þau Eiríkur eignuðust fjögur börn
sem öll eru vel gjörð til orðs og æðis
og voru þau ætíð foreldrum sínum
stoð og stytta í hvívetna. Aðalbjörg
var fremur hlédræg, en naut þess að
gleðjast með glöðum. Bókhneigð var
hún með afbrigðum og segja má að
bóklestur hafi verið henni ástríða og
hún las ekki bara því hún mundi allt.
Þessi ástríða og löngun var hennar
fylgja og litaði raunar allt hennar líf.
Hún var því hafsjór af fróðleik er hún
hafði á reiðum höndum þá á þurfti að
halda. Hagmælt var hún en hirti ekki
um.
Ég var sem krakki í uppáhaldi hjá
Öbbu og margar stundir var ég hjá
henni við ýmsa sýslan. Daglegur
könnunarleiðangur minn var um
hvað væri í matinn á hvoru búi fyrir
sig og hlammaði ég mér að sjálfsögðu
þeim megin sem lokkaði meir.
Síðar á lífsleiðinni dvaldi hjá þeim í
nokkur sumur sonur okkar, Jón
Steinar, sem þar með fékk að upplifa
reykinn af bernskuheimili móður
sinnar.
Eiríkur frændi var íhaldssamur á
alla búskaparhætti og frábitinn að
gleypa við nýjungum er þá varðaði.
Skuldir voru ekki í afstöðu eða orða-
forða þeirra hjóna.
En þau áttu traust bú sem gagn-
aðist þeim vel, umfram það höfðu þau
ekki áhuga.
Hann naut þess eins og Aðalbjörg
að lesa og afraksturinn skeggræddu
þau fram og aftur.
Frændi minn var andstætt Aðal-
björgu svolítill bóhem í sér, söngvinn
og naut þess að dreypa á „söngvatni“
í góðra vina hópi. „Æ, frændi minn.
Þú kannt ekki að njóta lífsins,“ sagði
hann eitt sinn er einn vinnuþjarkur-
inn kom seint í gleðskapinn til hans.
Eftir lát Eiríks fluttist Aðalbjörg
austur í Egilsstaði og bjó þar í skjóli
sonar síns og tengdadóttur þar til
hún eignaðist sitt eigið hús, þar sem
hún undi sér vel.
Á ferðum hér syðra var gaman að
taka á mót henni. Þá ekið var út fyrir
borgina gjörþekkti hún til staða og
kennileita sem á leið urðu þó í fyrsta
sinn væri farið.
Þau Eiríkur lásu Árbækur Ferða-
félagsins á löngum vetrarkvöldum og
ferðuðust á þann máta um landið og
þekktu það með ólíkindum vel. Að
öðru leyti voru þau ekki víðförul.
Nú hefur lífsbók Aðalbjargar verið
lokað. Megi hún handan móðunnar
miklu fá svalað þeirri þekkingarþrá
og fróðleiksfýsn, sem æ bjó í brjósti
hennar í heimi hér.
Birna H. Stefánsdóttir.
Aðalbjörg
Pétursdóttir