Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 23 Lítill drengur stendur á gangbraut við Tjarnarbraut á Egilsstöðum og bíður eftir að komast yfir götuna. Klukkan ekki orðin níu og snjó- mugga í morgunlofti. Bílarnir, sem koma beggja vegna frá, herða held- ur róðurinn og þrusa yfir upphækk- aða gangbrautina, kannski til að sleppa við að stoppa fyrir barninu. Þekki í gegnum blautar framrúð- urnar bílstjórana sem nenna ekki að stoppa eða átta sig ekki á að þeir eru að aka í gegnum eina af helstu leið- um barnanna á Egilsstöðum í skól- ann sinn. Langar að taka þá á beinið og skamma ærlega.    Næsta morgun á svipuðum tíma kemur annar lítill drengur eftir gangstéttinni og heldur á logandi sígarettu. Brennir vettlinginn sinn og segist ætla að henda þessu ógeði í ruslið í skólanum. Það er nefnilega fólk á leið í vinnunna í bílunum sín- um sem finnst allt í lagi að henda logandi sígarettum út um bílglugg- ann við barnaskóla bæjarins. Ég tek sígarettuna af drengnum, slekk í henni og lofa honum að ég skuli henda stubbnum. Svo ræðum við að- eins um að svona megi fólk ekki gera, en það sé svo skrítið að það geri þetta samt. Hendi logandi og dauðum sígarettum út um bílglugg- ana. Svo við minnumst nú ekki á allt hitt sem hent er út.    Nokkrum dögum síðar koma þrír unglingar gangandi eftir götunni þar sem ég bý og ákveða í gleði sinni að mölbrjóta tvær flöskur á hvalbaki í garðinum hjá mér. Vildi að ég hefði náð þeim og getað rassskellt þá fast. Í það minnsta heimtað að þeir tíndu upp öll þessi andstyggilegu glerbrot sem eru út um allt og geta valdið börnunum sem leika sér þarna tjóni.    Núna skulum við margfalda þessar þrjár sögur með fjölda þeirra tilfella af vítaverðu gáleysi sem hljóta að vera í gangi og fá þá útkomu að við þurfum að vanda okkur meira. Palli er einn í heiminum virkar ekki þegar maður býr innan um aðra. Gerum virðingu og tillitssemi að einkunn- arorðum okkar í þessu annars góða sambýli hér á Egilsstöðum.    Umferðarþungi á Egilsstöðum er mikill eftir helstu aðalæðum. Svo áfram sé haldið með lítil börn á leið í skólann, er vert að minna á gang- braut ofarlega á Fagradalsbraut- inni, einni helstu umferðargötunni gegnum bæinn. Þar yfir þurfa börn úr hverfinu á hæðinni að fara til að komast í skólann. Það er sama hvort um er að ræða fólksbíla eða risa- stóra flutningabíla, það hvarflar varla að mönnum að stoppa og hleypa börnum yfir. Á þetta er skelfilegt að horfa. Er ekki að verða tímabært að yfirvöld bæjarins hug- leiði í fullri alvöru og nærtíma að setja þarna upp gangbrautarljós, undirgöng eða göngubrú? Á sama tíma og verið er að hanna bæði nýj- an miðbæ og viðbyggingu við grunn- skóla og nýja hönnun á umhverfi hans, er það verðugt verkefni að finna varanlegar lausnir á helstu hættustöðum umferðarmannvirkja.    Að þessu þusi slepptu er óhætt að segja að mannlífið blómstrar í bæn- um. Fólk veltir á málþingum og ráð- stefnum fyrir sér leiðum til að bæta geðheilbrigði, efla menningarmál enn frekar og heilsugæsluna, eldri borgarar fagna hausti með veislu- höldum, opnuð er sérstök geðrækt- armiðstöð, menn mæta á dans- æfingar, skreppa í golf og hefja vetrarstarfið í íþróttum og hross- unum, svo fátt eitt sé nefnt. Svo verður haldið upp á 60 ára afmæli barnaskólans 27. október. EGILSSTAÐIR Eftir Steinunni Ásmundsdóttur Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gangbraut Börn úr grunnskól- anum á Egilsstöðum þurfa mörg hver yfir þessa götu. Mikið er rætt um svik ístjórnmálum þessa dagana og nógur er forðinn af kveðskap um slíka háttsemi í Vísnasafni Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, sem finna má á Netinu. Þar er til dæmis vísa eftir Svein Hannesson frá Elivogum: Oft fer verst sem byrjar best og byggt á mestum vonum. Svo er um prest og svikinn hest og sannast á flestum konum. Einnig er þar oddhend „kosningavísa, birt í Tímanum 23. júní 1959, nafnlaus eins og títt er með svona kveðskap“: Á því kenna íhaldsmenn, orðstír grenna svikin. Rofnir brenna eiðar enn, orð og pennastrikin. Ludwig Kemp á Illugastöðum orti: Þóroddur segir að Þormóður sé þrælborinn landráðamaður. Lifi á svikum og ljúgi út fé og lepji upp framsóknarslaður. Jón Pálmason þingmaður orti um Eystein Jónsson ráðherra: Eysteinn, hann má eiga það, öðrum fremur hinum. Hann hefur svikist aftan að öllum sínum vinum. Árni Jónsson frá Múla orti: Öll hann svíkur orð og vé enginn slíkur mundi. Enda er flíkað að hann sé út af tík og hundi. Andrés Björnsson eldri orti um Hannes Hafstein: Þrjátíu silfurs segja menn svikara Júdas gerði. Nú eru goldin þúsund þrenn – Þett’ er að hækk’ í verði. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Af svikum og pólitík endur og furðulegt að verzlunareigendur eða samtök þeirra geri at- hugasemdir við að slík þjónusta sé veitt að ekki sé talað um að reynt sé að banna verð- könnunaraðilum að koma í verzlanir. Bezta aðferðin við verðkannanir er auðvit- að að fara í verzlun, kaupa vörur og taka mið af þeim strimli, sem prentaður er út úr kassa við greiðslu. Verzlunareigendur beita ótrúlegustu að- ferðum til þess að halda því fram, að verðkannanir séu ekki trúverðugar. Í fórum Morgun- blaðsins er að finna mikið skjalasafn með slíkum ásökunum. Það er erfitt að skilja hvað veldur. Stórmarkaðirnir sjálfir birta auglýs- ingar í dagblöðum þar sem gefið er upp verð á einstökum vörum. Við- skiptavinir þeirra geta sjálfir borið saman verð. Hvað er að því að aðili á borð við ASÍ beri saman verð? Það er tími til kominn að stór- markaðirnir hætti þessum barna- skap og láti verðkönnunaraðila í friði. Þeir eru sjálfir að kanna verð hjá hver öðrum öllum stundum. Hvenær banna þeir það? Það er athyglisvertað fylgjast með því uppnámi, sem orðið hefur hjá stórmörk- uðum vegna síðustu verðkönnunar ASÍ. Hagar, sem er fyr- irtækið sem rekur bæði Bónusverzlanir, Hagkaupsbúðir og 10- 11 ásamt fleiri verzl- unum, hafa bannað starfsmönnum ASÍ að koma í verzlanir fyr- irtækisins til þess að gera verðkannanir! Frá talsmönnum samtaka verzlunar- innar heyrðist sú at- hugasemd, að það væri engin þörf á verðkönnunum vegna þess að fólk vissi sjálft hvar lægsta verðið væri. Nú er að vísu ekki ljóst hvernig Hagar ætla að banna starfsmönnum ASÍ að koma í verzlanir fyrirtæk- isins. Hvernig á að gera það? Hitt er alveg á hreinu, að það er full ástæða til að veita neytendum þá þjónustu að birta reglulega yfirlit um verð í einstökum verzlunum. Slíkar verðkannanir veita verzl- unum aðhald og halda þeim við efnið í samkeppni þeirra í milli. Þær sýna líka ef breytingar verða á mark- aðnum. Fyrst og fremst er þó um að ræða sjálfsagða þjónustu við neyt-        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is PAPPÍRSFJALLIÐ sem meðal- skrifstofan kemst í gegnum á hverju ári er ekki lítið – og mikið um pappírsútprent sem reynast svo óþörf. Með nýrri prenttækni má þó e.t.v. draga verulega úr pappírs- fjallinu, að því er segir í Berlingske Tidende, en Xerox-fyrirtækið hefur hannað prentara sem notar útfjólu- blátt ljós í staðinn fyrir blek. Papp- írinn breytir þannig um lit fyrir til- stilli útfjólubláa ljóssins sem dregur fram letrið. Fljótlega eftir að papp- írsörkin kemst í snertingu við súr- efni og birtu á ný eftir dvölina í prentaranum byrjar hins vegar letrið að dofna og er gott sem horfið 8 tímum síðar. Næsta dag má því nota sömu pappírsörk og er hægt að nota sama blaðið 30 sinnum. Vonast framleiðendurnir til að með þessu móti megi minnka það mikla magn tölvupappírs sem endar í ruslinu. Prentað með ósýni- legu bleki Morgunblaðið/Árni Sæberg Pappírsflóð Með því að nota hverja pappírsörk þrjátíu sinnum má örugg- lega draga úr pappírsfjallinu sem hleðst upp á skrifborðinu. Fréttir í tölvupósti WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Trine Lundgaard Olsen farsími nr. +45 61 62 05 25 netfang: tlo@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? Þvottavél verð frá kr.: 99.900 vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði AFSLÁTTUR30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.