Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 33 Á kveðjustund er margs að minnast og margt að þakka, allt sem var en orðin eru fá sem finnast þó fylli hjartað minningar. Ég man þín bernsku brosin hlýju þá bjarmi sólar lék um hár ungan dreng í örmum mínum, æskumann með von og þrár. Reyndir öllum gott að gera góðvild ríkti í þinni sál, bakhjarl þinna vina vera vanda leysa og bæta mál. Trútt var hjarta og trygg var hönd traust og sterk þín vinarbönd. Sigurbjörn Gústavsson ✝ SigurbjörnGústavsson fæddist í Kópavogi 20. október 1965 en ólst upp við Klepps- veg í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 8. febrúar síðastlið- ins. Sigurbjörn var jarðsunginn frá Fossvogskapellu í kyrrþey 14. febr- úar. Frá jarðvist til eilífðar örstutt er skref vor alvaldur harmana sefi. Í bænirnar mynd þína og minningu vef, miskunnsemd drottinn þér gefi. Þú ljósið sem hjá okkur lýsti um stund uns leiddu þig örlög á skaparns fund. (Steinunn Konráðsdóttir) Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Mitt á hryggðar dimmum degi dýrðlegt oss hún kveikir ljós, mitt í neyð á vorum vegi vaxa lætur gleðirós. (Helgi Hálfdanarson) Elsku Bjössi, takk fyrir öll góðu símtölin. Kær kveðja. Þín systir Inga. mörgum nöfnum sagnabrot sem leiða ættfræðinginn inn á athafnasvið genginna kynslóða. Til eru í handriti eftir Sigurð markverðar frásagnir um afa okkar og ömmur, ævi þeirra og lífsbaráttu og munu þær aukast að gildi eftir því sem lengra líður. Veit ég að komandi kynslóðir af Súluholts- ætt munu blessa minningu Sigurðar fyrir að hafa skráð þennan fróðleik. Til marks um víðtæka þekkingu Sig- urðar sagði mér eitt sinn vinur hans sem var að koma úr ferð um fjarlægt hérað að hann hefði komið að Súlu- holti og sagði Sigurði ferðasöguna. Ef hann rak í vörðurnar gat Sigurður leiðrétt hann með staðhætti og ör- nefni þótt hann hefði aldrei komið þar því hann hafði af bókum aflað sér meiri þekkingar á viðkomandi héraði en sá sem nýbúinn var að ferðast um það. Sigurður var ágætlega hagorður og iðkaði það nokkuð. Auk lausavísna orti hann oft kvæði á tímamótum í lífi einstaklinga og þeirra félagasamtaka er honum stóðu nærri. Ekki fór hjá því að Sigurður væri kallaður til trún- aðarstarfa í sveit sinni, hann átti sæti í sýslunefnd Árnessýslu, hrepps- nefnd Villingaholtshrepps og var einnig hreppstjóri þar. Hann var far- sæll samstarfsmaður, greindur og til- lögugóður og hafði það skaplyndi sem engin styrjöld fylgir. Ég vil hér í nafni tveggja lítilla fyrirtækja, sem við störfuðum saman að, Varðveislu- félags Rjómabúsins á Baugsstöðum og Veiðifélags Flóamanna, þakka far- sælt samstarf. Fjölskyldu Sigurðar er hér vottuð samúð. Er þá það eitt eftir að kveðja og þakka hinum látna og biðja honum blessunar í þeirri ferð sem hann hefir nú hafið og okkar bíð- ur allra. Helgi Ívarsson. Sigurður Guðmundsson, bóndi í Súluholti í Flóa, lést í byrjun síðustu viku, 83 ára að aldri. Víst er það all- nokkur aldur, en Sigurður var hraustmenni sem sjúkdómar sneiddu hjá þar til síðustu árin og því finnst manni að dauðinn hefði mátt flýta sér hægar. Ég var snúningastrákur í Súluholti hjá Sigurði og Guðrúnu Hjörleifs- dóttur, móðursystur minni, um sex sumra skeið á sjötta og lítillega fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Við borgarkrakkar sem vorum sendir í sveit á þessum árum hittum vel á í þeim skilningi að landbúnaður var á því tæknistigi að við gátum margt unnið til gagns. Til að mynda var það mitt helsta verkefni um sláttinn nokkur sumur að sækja vagnhest eft- ir morgunmjaltir, beita fyrir hest- arakstrarvél og raka heyi í múga. Ég var ekki hár í loftinu þegar þetta var, en þetta var verk sem þurfti að vinna og krakkinn sem verkið vann gat fyr- ir bragðið meira litið á sig sem vinnu- mann en árin og burðirnir gáfu tilefni til. Fasti punkturinn í þessari tilveru var Sigurður bóndi. Siggi í Súluholti eins og hann var jafnan kallaður. Hann spjallaði við okkur krakkana á bænum eins og jafningja. Sagði sögur af farandfólki á borð við Stutta- Bjarna og Gvend kíki, fór með skrítn- ar og misskiljanlegar vísur eftir sig og aðra, en hann var prýðilega hag- mæltur og sveitarskáld. Honum voru falin trúnaðarstörf, s.s. á vegum sveitarfélagsins. Ekki vegna þess að hann sæktist eftir þeim heldur var leitað til hans, greindur og heilsteyptur eins og hann var. Hann var fjölfróður, góður íþróttamaður framan af ævi og sterkur. Einn af þessum fjölhæfu og vænu mönnum sem maður er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa leyft sér að kynnast. Siggi bjó yfir afvopnandi rósemi. Einu sinni kom fyrrverandi vinnu- maður í heimsókn og urðu einhverjar ýfingar með honum og þáverandi vinnumanni. Það hallaði á þann síð- arnefnda enda yngri en sá fyrrnefndi. Siggi var á leiðinni í fjósið og gekk fram á átökin. „Slíttu ekki eyrun af vinnumanninum, Gvendur,“ sagði hann við gestinn í sinni venjulegu tóntegund og hélt sínu striki út í fjós. Þetta hreif, og eflaust miklu betur en einhver hávaði, enda lét Gvendur þessi orð síns gamla húsbónda sér að kenningu verða og hætti að lemja strákinn. Það var gamansemi hans að hafa stundum löng orð um hversdagslega hluti. Eitt sinn var hann að taka grunn að útihúsi og ég eitthvað að snattast í kring. Fyrir okkur varð jarðfastur steinn, heilmikið bjarg, sem bifaðist ekki lengi dags þrátt fyr- ir tilfæringar okkar með gamla, gráa Ferguson, vírstroffu og járnkarl. Eft- ir langa mæðu bifaðist steinninn loks og þá sagði Siggi: ,,Jæja, hann fer að verða uppgjafarlegur í lífsbaráttunni þessi.“ Ingveldur systir mín var einnig mörg sumur í Súluholti á þessum ár- um. Ágústa systir líka en hún stopp- aði styttra. Árný Erla, sem er yngst okkar systkinanna, var þar oft gest- komandi og eigum við því öll góðar minningar um Sigga og fólkið í Súlu- holti. Fyrir hönd okkar systkinanna, og okkar maka, votta ég fjölskyldunni samúð. Vertu kært kvaddur, gamli vinur. Hjörleifur Sveinbjörnsson. verður mér ávallt minnisstæður. Þú hefur snert líf mitt á svo ótal marga vegu og gert mig að betri persónu fyrir vikið. Fyrir það færi ég þér miklar þakkir elsku tengdamamma mín. Jákvæðni, dugnaður og sann- girni voru hlutir sem þú hafðir mikl- ar mætur á. Heilbrigð lífssýn þín hafði áhrif á okkur öll. Þú varst frá- bær fyrirmynd og ég er endalaust stolt og þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú ert og verður ávallt fallegi vernd- arengillinn minn. Takk fyrir allt saman og takk fyrir að vera þú. Ég mun taka vel utan um strákinn þinn og við munum sjá til þess að þú verðir stolt af okkur. Sofðu rótt ynd- islegust, þín verður ákaft saknað. Þín tengdadóttir, Guðbjörg. Í dag kveðjum við okkar ástkæru æskuvinkonu Kristínu, sem lést 10. október á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja eftir stutt en erfið veikindi. Hugurinn leitar aftur til okkar fyrstu kynna sem voru á okkar ung- lingsárum. Það voru yndisleg ár sem við áttum, brölluðum við margt sam- an og skemmtum okkur vel. Það var mikið gæfuspor þegar Kristín fékk sumarvinnu í Hressing- arskálanum í Vestmannaeyjum þeg- ar hún hafði lokið námi í Húsmæðra- skólanum á Laugum. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Jósúa Stein- ari, sem reyndist henni afar ástkær og góður eiginmaður og áttu þau mjög vel saman. Fjölskylda hans tók henni einstaklega vel og leið henni mjög vel í Eyjum. Þau eignuðust tvö yndisleg börn, þau Steinunni og Óskar, sem bæði eiga góða og trausta maka. Barna- börnin eru tvö, þau Ragnheiður og Nikulás, og hafa þau notið ástríkis ömmu sinnar og afa. Þessi samhenta og ástríka fjölskylda stendur nú þétt saman á þessum erfiðu tímum. Það var mikið áfall þegar Kristín greindist með krabbamein fyrir rúmum tveimur árum og vorum við öll bjartsýn á að allt myndi fara vel eftir læknismeðferðina. En í sumar veiktist hún aftur og þá sýndi Kristín mikinn kjark og æðruleysi í sinni erf- iðu lokabaráttu. Hún naut ómetan- legs stuðnings ástvina sinna og var einstakt hve Jósúa Steinar stóð traustur og sterkur við hlið hennar. Kristín var mjög jákvæð og hlý kona og vildi öllum vel og eigum við góðar minningar frá heimsóknum okkar til Eyja með dætrum okkar. Aldrei bar skugga á vináttu okkar og leið okkur alltaf einstaklega vel sam- an. Við vitum að það tekur langan tíma að læra að lifa án hennar en við getum yljað okkur við minningarnar sem eru margar og yndislegar. Elsku Jósúa Steinar, Steinunn, Ási, Óskar, Guðbjörg og litlu ömmu- börnin, megi góður Guð vera með ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Við kveðjum elskulega vinkonu okkar með sorg í hjarta en með djúpri virðingu og þakklæti fyrir samfylgdina sem var okkur mjög dýrmæt, hlý og gefandi. Halldóra (Dóra) og Rósa. Hlýjan og gleðin í augum þínum eru fágaður steinn í lófa mínum. Ég mun aldrei láta neinn taka steininn minn frá mér. (Caroline Krook.) Báturinn klýfur öldurnar. Sólin stráir geislum sínum yfir glitrandi hafið og okkur. Við höldumst í hendur og sitjum þétt saman í bátnum sem ber okkur út í Flatey, eyjuna hans afa. Við átt- um sama afann og ömmuna. Vorum eins og systur. Órjúfanlegt band tengdi okkur saman. Ég horfi á myndina af okkur í Flatey. Þú heldur fast í höndina á mér, elsku frænka mín, og ég er sannfærð um að þú heldur áfram að leiða mig í gegnum lífið þó þú sért horfin úr þessum heimi. Ég kveiki ljós við myndina og þú heldur áfram að lifa í hjarta mér – alltaf. Hver einasta stund sem við áttum saman skilur eftir sig dýrmætar minningar. Ógleymanleg var þessi ferð til Flateyjar með mönnunum okkar og uppáhaldsfrænda þínum, sem sakn- ar frænku sinnar sárt. Ég dró fram sögur úr lífi afa og ömmu og við deildum minningum fyrri ára. Þú varst komin á slóðir forfeðra. Með lífi þínu og framkomu kennd- ir þú okkur samferðafólki þínu svo ótalmargt. Aðdáunarvert var að fylgjast með því hvernig þú tókst á við veikindi þín síðustu ár. Alltaf bjartsýn, dugleg og þakklát öllum sem í kringum þig voru. Þú kenndir okkur að vera jákvæð, umburðarlynd og æðrulaus. Það er kominn vetur hér norðan heiða. Snjórinn hefur lagt sig eins og hvítt teppi yfir haustlitina fallegu og fuglarnir eru lagðir af stað til heitari landa. Þú ert líka horfin á braut í faðm Guðs inn í ljósið eilífa. Nú byrgja sorgarskýin okkur hin- um sýn en bak við þau leynist sólin sem lýsir okkur veginn og við mun- um á ný takast á við lífið minnug elsku þinnar og manngæsku. Elsku Steinar, börn, tengdabörn og barnabörn, megi algóður Guð um- vefja ykkur kærleika og gefa ykkur styrk. Hún Kristín okkar var ein- stök. Það er engin eins og hún. Í djúpri sorg og trega kveð ég og öll fjölskyldan kæra frænku með hjartans þökk. Elfa Bryndís Kristjánsdóttir. Elsku Kristín mín. Það er ekki auðvelt að setjast nið- ur og ætla að skrifa minningargrein um kæra vinkonu sem hefur nú kvatt þennan heim allt of fljótt eftir erfið veikindi. Ég minnist þess sérstaklega þeg- ar við hittumst fyrst á Húsmæðra- skólanum á Laugum árið 1969, rétt 17 ára gamlar. Með okkur tókst strax góð vinátta sem hélst alla tíð. Betri vin var ekki hægt að hugsa sér. Mér fannst þú bera af fyrir glæsi- leika og fágaða framkomu og ekki má gleyma þínum fallegu augum. Og þú áttir líka svo stórt og yndislegt hjarta. Við áttum yndislegan tíma á skól- anum og vorum við sérstaklega sam- heldinn hópur og við allar sem ein. Mér þykir vænt um þá ákvörðun sem þú tókst að koma með mér til Vest- mannaeyja eftir að skólanum lauk. Það var líka heppilegt að ég skyldi eiga svona yndislega góða foreldra sem voru tilbúin að taka á móti þér og leyfa þér að búa hjá okkur. Þú fórst síðan að vinna hjá pabba og mömmu á Hressingarskálanum með mér, og er óhætt að segja að það hafi oft verið glatt á hjalla hjá okkur. Ekki varstu búin að staldra lengi við hjá okkur úti í Eyjum þegar þú kynntist ungum glæsilegum manni og hann varð svo eiginmaður þinn og veit ég að hann á um sárt að binda nú. Elsku Kristín mín, ég er svo þakklát fyrir að þið komuð í heim- sókn til okkar til Danmerkur í fyrra og mun ég ávallt varðveita þá minn- ingu. Ég þakka fyrir að hafa átt þig sem vinkonu, það er dýrmætur fjár- sjóður sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Megi Guð styrkja ykkur öll og blessa í sorginni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með þessum orðum kveð ég þig. Guð blessi þig og hvíl í friði. Þín vinkona, Kristín Ósk. Á sviðum æðra lífs þar perlan lá, og ljóma hennar enginn maður sá, en mannsins sonur þekkti hana þar og þessa perlu inn í mannheim bar. (Einar M. Jónsson) Við viljum tileinka elskulegri vin- konu okkar, Kristínu, þessar ljóðlín- ur nú þegar komið er að kveðju- stund. Perlan okkar hefur kvatt þessa jarðvist eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Eftir sitjum við vinkonurnar hnípnar og sorgin er sár. Upphaf kynna okkar við Kristínu má rekja til þess er við, nokkrar kon- ur í Vestmannaeyjum, stofnuðum leshring fyrir 18 árum. Það var upp- hafið að vináttu sem hefur þroskast og styrkst æ síðan. Kristín var sterkur persónuleiki og ekki aðeins með fallegri konum í útliti heldur bjó hún einnig yfir göf- ugu hjartalagi, víðsýni og visku. Þessir eiginleikar hennar komu vel í ljós í umræðunum í leshringnum enda var hún einn af burðarstólpun- um þar. Geislandi brosið hennar, hvatning og umhyggja fyrir öðrum, trygglyndi, kjarkur og óbilandi já- kvæðni er myndin sem við munum ávallt geyma í hjörtum okkar. Í veik- indum hennar komu þessir mann- kostir berlega í ljós en þá sýndi hún slíkan kjark og æðruleysi að undrum sætir og var þá ástin og umhyggjan fyrir fjölskyldu og vinum henni ávallt efst í huga. Við vinkonur Kristínar í les- hringnum sendum Jósúa Steinari og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur og óskum þeim allr- ar blessunar á erfiðum stundum. Megi ástkær vinkona okkar hvíla í friði. Binna, Brynhildur, Hulda Karen, Inda Mary og Þyrí. Nú sígur sól að sævarbarmi, sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blómahvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástarörmum, allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (AG) Það er ekkert eins erfitt og þetta, að kveðja góðan vin. Kristín mín er öll, langt fyrir aldur fram eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 1974 þegar við hófum báðar störf á leikskólanum Rauðagerði hér í Vest- mannaeyjum. Þegar ég lít til baka minnist ég ljóshærðrar, fallegrar konu sem geislaði af. Á kveðjustund reikar hugurinn yf- ir þessi 33 ár og er margs að minnast í vináttu okkar sem aldrei bar skugga á. Það sem einkenndi Krist- ínu var glaðværðin, hlýjan og það hversu sterk hún var, kom það best fram í veikindum hennar, sem hún tók af æðruleysi. Hún hafði mikið að gefa og reyndist sínum vel. Mikill harmur er kveðinn að fjölskyldunni. Ég þakka Kristínu samfylgdina og sérstaklega síðastliðin ár, en hún og Steinar reyndust mér og mínum ómetanlega. Ég sakna hlýjunnar og elskunnar frá vinkonunni minni. Elsku Steinar, Steinunn og Ási, Óskar og Guðbjörg, litlu ömmubörn- in Ragnheiður og Nikulás, ættingjar og vinir. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og börnunum mínum. Sagt er að öll él birti upp um síðir. Ekki veit ég hversu mikill sannleikur felst í þessari samlíkingu, en mörg verða élin gengin yfir áður en ég sætti mig við að þessi vinkona mín er ekki lengur á meðal okkar. Blessuð sé minning Kristínar Eggertsdóttur. Harpa Rútsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Krist- ínu Eggertsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.