Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 39 KIRKJUSTARF SIGURVEGARI síðasta Reykja- víkurskákmóts, Egyptinn Ahmed Adly varð nokkuð óvænt heimsmeist- ari unglinga 20 ára og yngri í Yerevan í Armeníu. Hann hlaut 10 vinninga af 13 mögulegum. Mótinu lauk fyrir viku. Dagur Arngrímsson og Guð- mundur Kjartansson tefldu annað ár- ið á þessu móti og hlutu báðir 5½ vinning sem er nokkuð undir vænt- ingum. Þó hækkaði Dagur lítils hátt- ar að stigum. Alls voru þátttakendur 80 talsins þar af 15 stórmeistarar. Báðir byrjuðu illa, t.d. tapaði Guð- mundur þrem fyrstu skákum sínum og Dagur tveim fyrstu. Þeir náðu sér vel á strik um miðbik mótsins en slök- uðu á undir lokin. Dagur var sérstak- lega ófarsæll þegar hann var með hvítt. Ahmed Adly náði efsta sæti á síð- asta Reykjavíkurskákmóti þegar hann lagði Magnús Carlsen í lokaum- ferðinni eftir að hafa þurft að vera með alveg sérstaklega ólánlega stöðu lengi vel. Hann er fyrsti stórmeistari Egypta og er hér greinilega athygl- isverður persónuleiki á ferðinni. Uppáhaldsskákmaður hans er Mikhael Tal og hann tefldi nokkrar skákir í anda töframannsins frá Ríga. Á mótinu í Yerevan var hann nr. 21 í styrkleikaröðinni. Ahmed Adly tapaði fyrstu skák sinni en vann síðan sjö skákir í röð! Síðan tapaði hann næstu tveimur en klykkti út með því vinna síðustu þrjár – toppaði því í hárréttum tíma. Rúss- inn Ivan Popov varð í 2. sæti með 9½ vinning og Kínverjinn Hao Wang í 3. sæti með 9 vinninga. Lítum á sigur Egyptans í 8. um- ferð. Hann mætir Sikileyjarvörninni í anda Bobby Fischer með því að beita kóngsindverskri uppbyggingu. Upp- bygging svarts er ekki nógu markviss og hann missir hrókunarréttinn þar sem 19. … O-O strandar á 20. Rxg7! Kxg7 21. Rf6! ásamt 22. Dg4+. Mannsfórnin 23. Rf6! má heita beint út úr skóla Tal, 24. … Ke8 strandar á 25. Dxf6! Hg8 26. Rd6+ Kf8 27. Bh6+ Rg7 28. Rf5! o.s.frv. Á g8 er kóngsstaða svarts fullkomlega von- laus. Sennilega hefur svartur vonast til að geta leikið 26. … Rcd4 en þá kemur einfaldlega 27. Rxd4! cxd4 28. He5! – tjaldið. Drottningarfórnin í lokin er snotur, 28. … Rxg7 29. Rh6 mát. HM unglinga – Yerevan; 8. umferð: Ahmed Adly (Egyptaland) – Viktor Laznicka(Tékkland) Sikieyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d3 Rc6 4. g3 d5 5. Rbd2 Rf6 6. Bg2 Be7 7. O-O b6 8. He1 Bb7 9. e5 Rd7 10. c4 Dc7 11. cxd5 exd5 12. d4 Rf8 13. Rf1 Re6 14. dxc5 bxc5 15. Re3 d4 16. Rd5 Dd7 17. Rd2 Rb4 18. Rxe7 Bxg2 19. Rf5 Bd5 20. Re4 Kf8 21. a3 Rc6 22. Dh5 d3 23. Rf6 gxf6 24. Dh6+ Kg8 25. exf6 He8 26. Bf4 Hc8 27. Bd6 Rcd4 28. Dg7+ At-skákmót Íslands 2007 Meira en 40 skákmenn hófu keppni í At-skákmóti Íslands sl. fimmtudags- kvöld. Keppt er með út- sláttarfyrirkomulagi sem gerði það að verkum að sterkustu skákmennirnir sátu yfir í 1. umferð. Í annarri um- ferð, sem hófst í gær, hófu þeir tafl- mennsku en þar fer fremstur Hannes Hlífar Stefánsson og síðan komu m.a. Þröstur Þórhallsson, Stefán Krist- jánsson, Arnar Gunnarsson, Stefán Kristjánsson, Bragi Þorfinnsson, Sig- urbjörn Björnsson, Snorri Bergsson, Björn Þorfinnsson, Davíð Kjartans- son, Róbert Lagerman, Ingvar Jó- hannesson og Guðmundur Kjartans- son. Haustmót TR – MP-mótið Haustmót Taflfélags Reykjavíkur – MP-mótið, hefst sunnudaginn 21. október kl. 14 í Skákhöllinni. Faxa- feni 12. Haustmót TR hefur löngum verið eitt af stóru mótunum í flokki með Skákþingi Reykjavíkur og Skák- þingi Íslands. Aðalstyrktaraðili þess er MP fjárfestingarbanki. Teflt verð- ur í húsakynnum Taflfélags Reykja- víkur, í skákhöllinni Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru góð verðlaun í boði í öllum flokkum. Alls verða tefld- ar 9 skákir í hverjum flokki. Í efstu flokkunum verður teflt í lokuðum 10 manna flokkum, en í neðsta flokki verður teflt eftir svissnesku kerfi. Hægt er að tilkynna þátttöku í net- fangið taflfelag@taflfelag.is eða í síma 895-5860. Skákstjóri er Ólafur S. Ásgrímsson. Óvæntur eygypskur sigur Góðar móttökur Nýbakaður heimsmeistari Wisvanathan Aanad fékk góð- ar móttökur þegar hann sneri aftur til Indlands á dögunum. Mikill mann- fjöldi beið komu hans á flugvellinum í Nýju Dehli og lá við að móttöku- athöfnin færi úr böndunum vegna mannfjöldans. Í heimaborg hans sem áður hét Madras en ber nú nafnið Chennai var skipulagið betra en hér veif- ar Anand til mannfjöldans. Skák HM unglinga í Yerevan 2.–27. október helol@simnet.is Helgi Ólafsson Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju Haustmessa verður haldin í Krýsu- víkurkirkju sunnudaginn 21. októ- ber kl. 14, á þessu 150 ára afmæl- isári hennar. Sætaferð verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13. Sr. Gunnþór Þ. Ingason messar, Guð- mundur Sigurðsson kantor leikur á orgel og Þóra Björnsdóttir verður forsöngvari. Við upphaf messu verð- ur nýútgefin Biblía í nýrri þýðingu borin inn í kirkjuna. Við lok messu verður „Upprisa“, altaristafla Krýsuvíkurkirkju eftir Svein Björnsson, tekin ofan og að þessu sinni mun hún hafa vetursetu í Sveinshúsi vegna viðgerða á Hafn- arfjarðarkirkju. Eftir messuna er boðið til messukaffis í Sveinshúsi en þar stendur yfir sýningin ,,Siglingin mín“. Mikill mannfjöldi var við- staddur hátíðarmessu í Krýsuvík- urkirkju á hvítasunnu í vor, þegar 150 ára vígsluafmæli hennar var fagnað m.a. með frumflutningi ljóðs eftir Matthías Johannessen og nýrr- ar tónlistar eftir Atla Heimi Sveins- son. Messuskrá var þá gefin út sem fólki býðst í Sveinshúsi. Sameiginleg messa á Héraði Sameiginleg messa safnaðanna á Héraði verður í Eiðakirkju 21. októ- ber kl. 14, í tilefni af útkomu nýrrar Biblíu. Sr. Lára G. Oddsdóttir pré- dikar, sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir og sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson þjóna fyrir altari. Kaffi í safn- aðarheimilinu eftir messuna. Myndlistarsýning í Grafarvogskirkju Guðsþjónusta verður 21. október kl. 11. Dr. Gunnar Kristjánsson pró- fastur prédikar og séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Opnuð verður sýning á verkum Magnúsar heitins Kjartanssonar myndlistarmanns. Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur flytur erindi um myndlistarmanninn. Listfélag Grafarvogskirkju stofnað og nýja Biblían afhent skólastjórum í Graf- arvogi. Kaffiveitingar eftir messu. Samkirkjulegur bóka- og tónlistarmarkaður Bókaforlagið Salt ehf. og Samband íslenskra kristniboðsfélaga standa fyrir samkirkjulegum bóka- og tón- listarmarkaði dagana 25.-27. októ- ber í kjallara húss KFUM og KFUK við Holtaveg 28, gegnt Langholts- skóla. Til sölu verða bækur og tón- listardiskar með kristilegu efni frá mismunandi bókaútgefendum og kirkjum. Bækurnar eru bæði inn- lendar og erlendar, nýjar, nýlegar og eldri, barnabækur, ýmiss konar fræðslurit um kristna trú og kirkju, og bækur um hjónaband og upp- eldi, auk ljóða- og bænabóka, skáld- sagna og ævisagna. Kaffihús verð- ur opið meðan á markaðinum stendur. Sérstök tilboð verða í gangi og útvaldar bækur gefins. Markaðurinn verður opinn fimmtu- daginn 25. og föstudaginn 26. okt. kl. 16-22 og laugardaginn 27. okt. kl. 13-16. Nýr hökull afhentur í Seltjarnarneskirkju Guðsþjónusta kl. 11. Tekið verður á móti nýrri Biblíuþýðingu frá Hinu íslenska Biblíufélagi. Einnig verður afhentur og helgaður nýr hökull eftir Herder Andersson og afhendir Herder sjálfur hökulinn. Eftir guðs- þjónustuna er boðið upp á kaffiveit- ingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Kammerkór kirkjunnar leiðir tón- listarflutning undir stjórn Friðriks Vignis organista. Prestur er Sig- urður Grétar Helgason. Tónlistarmessa í Vídalínskirkju Tekið verður á móti nýrri Bibl- íuútgáfu við messu í Vídalínskirkju 21. október kl. 11. Af því tilefni verður kirkjuskipið fyllt af tónlist og kór Vídalínskirkju flytur fjöl- breytta sálma og tónlist frá ýmsum löndum og frá ýmsum tímum, m.a. sálm frá rússnesk orþodox- kirkjunni, lag frá Suður-Ameríku og verk eftir tónskáld sem var uppi á 17. öld auk sálmalaga eftir núlifandi höfunda. Nýjasti sálmurinn er eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við texta eftir sr. Kristján Val Ingólfsson og var hann fyrst kynntur á Menning- arnótt í Reykjavík í ágúst sl. Þetta eru allt ljúf en ólík lög og verður notast við ásláttarhljóðfæri við flutning sumra þeirra. Sunnudaga- skóli er á sama tíma í umsjá Ár- manns H. Gunnarssonar. Hressing í safnaðarheimili eftir messu. Sjá www.gardasokn.is. Bæna- og kyrrðarstundir í Garðaprestakalli Í Garðaprestakalli er boðið upp á fjórar samverur í viku þar sem kyrrð og samtal við Guð er megintil- gangurinn. Kyrrðar- og íhug- unarstundir eru á þriðjudögum kl. 12, í Vídalínskirkju. Kl. 12.10 fyllist kirkjuskipið af tónlist og stendur sá flutningur í tuttugu mínútur með þremur hléum, en þá eru flutt ritn- ingarvers eða ljóð. Stundin endar á bæn, söng og blessunarorðum. Á meðan tónlist er leikin í kyrrð- arstundinni er hægt að ganga milli bænastöðva í kirkjuskipinu. Að lok- inni kyrrðarstund kl. 12.30 er hægt að kaupa súpu og brauð í safn- aðarheimilinu á vægu verði. Bæna- hringur kvenna er á miðvikudögum kl. 17.30, í kapellu Vídalínskirkju. Þau sem vilja senda inn bænarefni geta sent á netfangið jonahronn@g- ardasokn.is. Á miðvikudagskvöldum kl. 20-21 eru kyrrðar- og bæna- stundir í leikskólanum Holtakoti á Álftanesinu. Bænarefni má senda á netfangið maggegg@simnet.is. Á fimmtudagskvöldum kl. 21 eru helgistundir og fyrirbænarþjónusta í Vídalínskirkju. Boðið eru upp á hressingu og spjall í safnaðarheim- ilinu á eftir. Bænarefni má senda á netföngin fhjartar@gardasokn.is og ngdjakni@gardasokn.is. Sjá www.gardasokn.is Nýja Biblíuútgáfan í Hallgrímskirkju Fræðslumorgunn, hátíðarmessa og barnastarf verður 21. október, í til- efni þess að um þessa helgi kemur út ný Biblíuútgáfa. Fræðslumorgunn hefst kl. 10 en efni hans nefnist: Nýja biblíuþýðingin: kirkjubiblía, biblíuhefð og tryggðin við frumtext- ann. Erindi heldur dr. Guðrún Kvar- an prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands sem kom að nýrri þýðingu Biblíunnar sem formaður þýðingarnefndar Gamla testament- isins og apókrýfu bókanna og var einnig í þýðingarnefnd Nýja testa- mentisins. Í erindinu verður fjallað um alla þá vinnu, biblíuhefðina og trúna við frumtextann og rætt um breytt viðhorf til tungumálsins. Messa og barnastarf hefst kl. 11. Biblían verður borin inn í kirkjuna af unglingi í inngöngusálmi mess- unnar ásamt ljósberum og kross- bera. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Guðna Má Harðarsyni skólapresti og hópi messuþjóna. Barnastarfið er í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna en börnin taka einnig á móti nýju Biblíunni í sitt starf. Hópur úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors sem einnig verður organisti. Söfnun dagsins rennur til Hins íslenska Biblíufélags. Tónleikar verða kl. 17. Jón Þor- steinsson tenór syngur sálma- dagskrá við undirleik Harðar Ás- kelssonar. Biblíulestur í Fríkirkjunni í Reykjavík Biblíulestur úr nýútgefinni Biblíu verður kl. 13 í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Við lesum saman sem leikmenn en ekki sem fræðingar og berum saman gamla og nýja textann í Rut- arbók 2:8-12. Almenn guðsþjónusta og barnastarf kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar og prédikar í guðsþjónustunni, tvö börn verða borin til skírnar. Carl Möller og Anna Sigga leiða tónlistina og al- mennan safnaðarsöng. Ása Björk Ólafsdóttir og Móeiður Júníusdóttir fara með börnunum í barnastarfið í safnaðarheimilinu eftir að guðsþjón- ustan er hafin. Þar verður lesin helgisaga, sungið og brúðurnar koma í heimsókn. Æðruleysis- guðsþjónusta í Dómkirkjunni Æðruleysisguðsþjónusta verður í Dómkirkjunni 21. október. Guðs- þjónustan verður með hefðbundnum hætti, séra Jakob Ágúst Hjálm- arsson prédikar og séra Karl Matt- híasson og séra Anna Sigríður Páls- dóttir þjóna með honum. Um tónlist sjá Hörður Bragason, Birgir Braga og Hjörleifur Valsson, Anna Sigríð- ur Helgadóttir leiðir sönginn og syngur einsöng. Æðruleysisguðs- þjónustan er einkum ætluð þeim sem kynnst hafa og tileinkað sér 12 spora kerfi AA-samtakanna, en aðr- ir eru að sjálfsögðu velkomnir. Regnbogamessa Akureyrarkirkju Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Söfn- uðurinn tekur við nýrri útgáfu Bibl- íunnar. Barnakórar Akureyr- arkirkju syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, prestur er sr. Svav- ar Alfreð Jónsson. Regnbogamessa kl. 20. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir flytur hugvekju og Páll Óskar Hjálmtýsson syngur. Fulltrúar frá nýstofnuðum hópi Samtakanna ’78 á Norðurlandi flytja stutt ávörp og at- riði. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Prestur er sr. Óskar Haf- steinn Óskarsson. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Krýsuvíkurkirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.