Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓIN - EINAVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" HJARTAKNÚSARINN ADAM BRODY ÚR THE O.C OG MEG RYAN FARA Á KOSTUM Í MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR SÝND Í KRINGLUNNI SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAM VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK Toppmyndin á Íslandi í dag! SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI - J.I.S., FILM.IS- Dóri DNA, DV Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAG SÝND Í ÁLFABAKKA SUPERBAD kl. 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 B.i.12.ára BRATZ kl. 12:30 - 3 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 1 - 3 - 5:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 3 - 5:30 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 1 LEYFÐ HEARTBREAK KID kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára HEARTBREAK KID kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára DIGITAL STARDUST kl. 12:30D - 3D - 5:30D - 8 - 10:30 B.i.10.ára DIGITAL STARDUST kl. 12:30 - 3 - 5:30 LÚXUS VIP NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 LEYFÐ / ÁLFABAKKA IN THE LAND OF WOMEN kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ THE KINGDOM kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE BRAVE ONE kl. 5:40D - 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL STARDUST kl. 2D - 5D B.i. 10 ára DIGITAL ASTRÓPÍA kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30D LEYFÐ / KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA Á fimmtudagskvöldinu mætti segja aðAirwaves-tónlistarhátíðin hafi fyrstfarið á almennilegt flug. Mikið um fólk í bænum, bæði á hátíðinni sjálfri og á svokölluðum „off-venue“ stöðum, en það eru staðir utan skipulagðs tónleikahalds sem taka þátt í hátíðinni á einn eða annan hátt. Sem dæmi má nefna tónleika Ólafar Arnalds í 12 Tónum á fimmtudag en þeir voru gríðarvel sóttir og góð stemning ríkti í versluninni. Tónleikastöðum hafði fjölgað frá því á miðvikudagskvöldinu og því um auðugan garð að gresja. Tilkoma tónleika- staðarins Organ í miðbæ Reykjavíkur hefur einnig mikið að segja. Nú liggja tónleika- staðirnir enn þéttar en áður og því auð- veldara að hreyfa sig á milli þeirra og þ.a.l. sjá fleiri hljómsveitir.    Ég byrjaði á Grand Rokk þar sem syst-urnar í sveitinni Beteley léku ágætis tónlist sem flokka mætti sem eitthvert blú- safbrigði. Stúlkurnar voru dæmalaust vel syngjandi auk þess sem þær gátu gripið í hvaða hljóðfæri sem þeim datt í hug. We Made God léku tilfinningaþrungið iðn- aðarrokk á Gauki á Stöng um áttaleytið. Nokkuð var um tónleikagesti en samt var þátttakan ekki í neinu samræmi við gæði þessarar hljómsveitar sem er mjög vaxandi. Á sama tíma léku Rhonda and the Rhu- nestones á Organ – hjá þeim fór mikið fyr- ir krafti og leikgleði og er óhætt að segja að söngkona sveitarinnar hafi skapað þá góðu stemningu sem á Organ var að finna.    Jenny Wilson, sem lék í ListasafniReykjavíkur klukkan níu, olli mér von- brigðum. Tónlist hennar þótti mér hvorki spennandi né skemmtileg. Áhorfendur virt- ust margir á sama máli því að á meðan tón- leikum hennar stóð var svo mikið skvaldr- að í salnum að ég gafst að lokum upp og skellti mér á Lídó til að sjá hina færeysku gleðipönksveit Boys in a Band. Ég sá ekki eftir því. Hljómsveitin var afskaplega lif- andi og skemmtileg og ekki annað að sjá en tónleikagestir skemmtu sér konunglega. Norska sveitin Ungdomsskulen tók við en þeir áttu erfitt með að halda stemningunni sem Boys in a Band höfðu skapað. Tónlist þeirra var ekki sérlega frumleg og hálf- þunglamaleg í samanburði við færeysku drengina. Sprengjuhöllin lék á eftir Ung- domskulen en þá var húsið orðið nokkuð þéttskipað enda nýtur hljómsveitin mikillar hylli um þessar mundir. Tónleikagestir sungu með lögunum og skemmtu sér prýði- lega að því er virtist.    Á Nasa við Austuvöll sá ég Friendly Fi-res. Hljómsveitin leikur diskópön- krokk og er vægast sagt ófrumleg og form- úlukennd. Í stað þess að eyða of löngum tíma í hana fór ég yfir í Listasafnið á Grizzly Bear. Tónlistin sveitarinnar er mjög vönduð en sökum þess hve róleg hún er, varð skvaldrið í salnum yfirgnæfandi en auk þess var klukkan orðin margt og erfitt fyrir hvaða sveit sem var að halda athygli áhorfenda. Ölvun var einnig orðin nokkuð áberandi og fólk greinilega hungrað í há- vaða. Því ákvað ég að kíkja yfir á Organ og á tónleika Skáta. Tónleikar þeirra voru vel sóttir og Skátar voru þéttir og héldu uppi mikilli stemningu. Bandaríska sveitin Khonnor kláraði svo kvöldið á Organ. Hún leikur tilraunakennda raftónlist og gerir það ágætlega. Þeir komu fram í ansi skemmtilegum búningum og sýndu að það er ekki nauðsynlega að vera taktviss til þess að koma boðskap sínum á framfæri. Á heildina litið ágætiskvöld en Boys in a Band og Skátar stóðu óneitanlega upp úr. Íslendingar og Færeyingar sterkastir Morgunblaðið/Árni Torfason Vonbrigði Hin sænska Jenny Wilson olli vonbrigðum með tónleikum sínum í Hafnarhúsinu. FRÁ AIRWAVES Helga Þórey Jónsdóttir findhelga@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.