Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.10.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara í Kópavogi | Skvettuball verður í fé- lagsheimilinu Gullsmára 13, kl. 20-23. Miðaverð 500 kr. Veitingar verða seldar. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Opið hús í félagsheimilinu Gullsmára kl. 14. Dagskrá: Upplestur o.fl., kaffiveitingar og harmonikku- eikur. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga kl. 9-16.30 eru m.a. opnar vinnustofur, spilasalur o.fl. Á föstudaginn kl. 10.30 er fjölbreytt leikfimi (frítt) í íþróttahúsi ÍR við Skógarsel, kaffi. Miðvikudaginn 31. október er leikhúsferð í Þjóðleik- húsið að degi til, upplýsingar á staðnum og í síma 575- 7720. Hæðargarður 31 | Laugardagsganga kl. 10. Ferð í Ljós- myndasafn Rvk á mánudag. Müllersæfingar þriðjudags- morgna. World Class þrisvar í viku. Vínarhljómleikar 5. jan. 2008, miðar eru enn til. Kór Breiðagerðisskóla nk. fimmtudag. Listasmiðjan alltaf opin. Ókeypis tölvu- fræðsla. Sími 568-3132. Kirkjustarf Grundarfjarðarkirkja | Hátíðarmessa kl. 11 í tilefni af út- gáfu nýrrar Biblíuþýðingar. Kirkjukaffi í umsjá fermingar- barna að messu lokinni. Hafnarkirkja, Höfn í Hornafirði | Sunnudagaskóli næsta sunnudag kl. 11. 80ára afmæli. Áttræðurer í dag, 20. október Hjálmar Hjálmarsson Bjargi, Bakkafirði. Hjálmar stundaði útgerð og sjómennsku í 60 ár. Var einn af stofnendum salt- fiskverkunar Útvers á Bakka- firði, matsmaður í saltfiski og skreið. Sat um árabil í sóknar- nefnd, hreppsnefnd og var fulltrúi á þingi Fiskifélagsins um árabil. dagbók Í dag er laugardagur 20. október, 293. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Samtökin Heilaheill standa í dagfyrir Slagdeginum. ÞórirSteingrímsson er formaðurHeilaheilla og segir frá: „Slag- daginn höldum við til að vekja athygli á áhættuþáttum slags, og minna um leið á að mönnum eru ekki allar bjargir bann- aðar þó þeir hafi fengið slag,“ segir Þór- ir. Slag (e. stroke) er samheiti yfir heila- áverka sem hljótast af súrefnisþurrð vegna blæðingar eða blóðtappa: „Afleið- ingarnar geta verið margþættar, og eru í raun engir tveir áverkar af völdum slags eins. Hins vegar er slag alltaf al- varlegt, og mikilvægt að fólk hugi að forvörnum og leiti sér strax læknis- aðstoðar ef það verður vart við ein- kenni,“ segir Þórir, og nefnir að meðal einkenna slags séu höfuðverkur, svimi, ógleði, jafnvægisleysi og dofi. Á Slagdeginum munu fulltrúar Heila- heilla vera með bækistöðvar í Kringl- unni, Smáralind og Glerártorgi á Akur- eyri þar sem hægt verður að fá nánari upplýsingar: „Við verðum með lækna og hjúkrunarfræðinga á staðnum sem bjóða almenningi upp á áhættumat, þar sem þættir á borð við blóðþrýsting, syk- urmagn í blóði og blóðfitu eru mæld til að leggja mat á líkurnar á slagi. Þættir á borð við streitu, reykingar, óhóflega neyslu áfengis, og hvað þá notkun fíkni- efna, eru meðal lífsstílsþátta sem geta stórlega aukið líkurnar á slagi.“ Á hverju ári fá um 700 manns slag á Íslandi, eða nærri tveir á dag: „Með heilbrigðu líferni, reglulegri hreyfingu og skynsömu mataræði er hægt að draga stórlega úr líkunum á því að fá heilablóðfall, og bæta um leið til muna möguleika sína á að ná góðum bata ef maður fengi slag,“ bætir Þórir við. Heilaheill hafa starfað frá árinu 1994 og eru samtök sjúklinga, aðstandenda og fagaðila. „Við beitum okkur m.a. fyr- ir bættum meðferðarúrræðum og vinnum að stofnun sjóðs sem styður fjölskyldur, og þó sérstaklega börn sem hafa þurft að láta af sérnámi vegna þeirra áhrifa sem slag getur haft á heimilislífið,“ segir Þórir. Á síðunni www.heilaheill.is má finna nánari upplýsingar. Heilsa | Heilaheill í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi í dag kl. 13 til 16 Áfall er ekki endirinn  Þórir Stein- grímsson fæddist í Reykjavík 1946 og ólst upp í Hrúta- firði. Hann lauk leiklistarnámi frá LR og Þjóðleikhús- inu, og útskrifaðist frá Lögregluskól- anum 1984. Hann var leikari við Þjóðleikhúsið og LA, en hefur haft lögreglustörf að aðalstarfi frá 1980 og er nú rannsóknarlög- reglumaður. Hann hefur verið for- maður Heilaheilla frá 1995 og er jafn- framt formaður Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Þórir er í sambúð með Margréti Guðlaugu Sig- urðardóttur aðst.frkvstj. og eiga þau einn son. Tónlist Hitt húsið | Off-Venue, Airwa- ves í Hinu húsinu kl. 20-23. Fram koma hljómsveitirnar: Narfur, Levenova, Doddi, Ten Steps Away o.fl. Ketilhúsið, Listagili | Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika kl. 16. Þær flytja verk eftir: Þorkel Sigurbjörnsson, Mist Þorkels- dóttur, Áskel Másson, Kjartan Ólafsson, Hilmar Þórðarson og Jón Þórarinsson. Aðgangseyrir er 2.000 kr., fyrir félaga 1.500 kr. og fyrir eldri borgara 1.250 kr. Vesturbæjarskóli | Söng- og tónlistarkona Hannan El- Shemouty frá Kaíró heldur tón- leika í Vélasalnum í Vest- mannaeyjum í dag kl. 14. Dag- skráin byggist á þjóðlögum úr ýmsum áttum. Tónlistarmenn- irnir Hilmar Örn Agnarsson á orgel og Steingrímur Guð- mundsson á slagverk, leika með, kynnir er Kári Bjarnason. Myndlist Gallerí list | Skipholti 50a. Kristín Tryggvadóttir opnar málverkasýninguna Mótun, í dag kl. 13-17. Kristín hefur að- allega fengist við olíu- og akríl- málun. Hún er félagi í SÍM. Sýn- ingin er áttunda einkasýning Kristínar, hún stendur til 30. október. Listasafn Kópavogs, Gerð- arsafn | Sýning á kínverskum fornminjum og fágætum list- munum. Um helgina er boðið upp á leiðsögn um sýninguna. Sýningin kemur frá borgar- listasafninu í Wuhan í Hubei- héraði. Alls eru sýndir 107 grip- ir, margir hverjir ævafornir. Mokka-kaffi | Pétur Geir Ósk- arsson sýnir svarthvítar ljós- myndir teknar í Úkraínu 2007. Myndirnar eru teknar í Krasnyi Luch, kolanámubæ í Luhansk- héraði og nágrannabyggðum. Pétur vill veita innsýn í raun- veruleika og menningu sem kann að koma Íslendingum fyrir sjónir sem ókunn, framandi og jafnvel fátækleg. Kvikmyndir Laugarásbíó | Rope yoga-stöðin osk.is býður frítt í Laugarásbíó, 23. okt. kl. 17.30, á kvikmyndina Peaceful Warrior með leikar- anum Nick Nolte, eftir sögu Dans Millman sem hefur verið þýdd á 33 tungumál. Miðar fást á www.osk.is. Eftir sýningu verður kynning á nýju nám- skeiði, „Ert þú leikstjórinn í þínu lífi?“ Fyrirlestrar og fundir Hugarfar |Félag fólks með heilaskaða, aðstandenda þess og aðrir áhugasamir verða með fræðslu- og félagsfund í sal Örykjabandalagsins í Hátúni 10a, 9. hæð. þriðjudaginn 23. okt. kl. 20. Fyrirlesari kemur frá Hjálpartækjabankanum. 101 gallery | Aðalfundur Holl- vinasamtaka RÚV verður í fundasal Reykjavíkurakademíu, Hringbraut 121, 31. október kl. 20. Fundarefni: Venjuleg aðal- fundarstörf, kosning formanns. Aðalumræðuefni: Framtíð sam- takanna. G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi sjónvarpsfrétta- maður, talar um stöðu RÚV. Askja – Náttúrufræðihús HÍ, stofa 132 | Leó Kristjánsson vísindamaður við HÍ flytur er- indi í fyrirlestraröðinni Undur veraldar (http:undur.hi.is) á veg- um raunvísindadeildar. Silfur- berg fannst fyrst á 17. öld á Ís- landi. Það hefur gegnt fjölbreyttu hlutverki í vísinda- uppgötvunum. Erindið hefst kl. 14. Draumakaffi | Varmársamtökin standa fyrir opnum umræðu- fundi um starf samtakanna á Draumakaffi í Mosfellsbæ 21. október kl. 20. Farið verður yfir helstu mál og sagt frá því sem er á döfinni hjá samtökunum. Opin umræða og fyrirspurnir. Sjá nánar á www.varmarsam- tokin.blog.is Fréttir og tilkynningar Kolaportið | Vörur frá þrotabúi verslunarinnar Hjörtur Nielsen verða til sölu í Kolaportinu um helgina. Kristall og postulín til sölu með 50-85% afslætti. Sveinssafn, Krýsuvík | Eftir haustmessu í Krýsuvíkurkirkju 21. október kl. 14 verður messu- kaffi í Sveinssafni þar sem sýn- ingin Siglingin mín verður skoð- uð. Verkin eru eftir Svein Björnsson og er fjórða sýning Sveinssafns í Krýsuvík. Aðgang- ur ókeypis. Leiklist Borgarleikhúsið | Belgíska Kongó: Rósar og Rósalind, föð- uramma hans sem dvelur á elli- heimili í höfuðborginni, hafa ekki talast við í sjö ár vegna ósættis í tengslum við íbúð sem Rósalind leigði barnabarnabarni sínu, dóttur Rósars. Dagur vonar: Lára býr með 3 stálpuðum börnum sínum eftir fráfall mannsins síns, Öldu sem er geðveik, Reyni hinum jarð- bundna og Herði sem gælir við listamannsdrauma. Inn á heim- ilið kemur elskhugi Láru, Gunn- ar, atvinnulaus alkóhólisti, sem setur fjölskylduna í uppnám. Skemmtanir Styrkur |Haldið verður upp á 20 ára afmæli Styrks, samtaka krabbameinssjúklinga og að- standenda þeirra, í sal Ráðgjaf- arþjónustu Krabbameinsfélags- ins í Skógarhlíð 8, 1. hæð, í dag kl. 17-19. Boðið verður upp á léttar veitingar. Breiðfirðingabúð | Faxafeni 14, 2. hæð. Átthagafélag Stranda- manna heldur haustball í kvöld kl. 22-2. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | Afmælishátíð: Hrafnista í Reykjavík 50 ára og Hrafnista í Hafnarfirði 30 ára. Afmælis- hátíð Hrafnistuheimilanna verð- ur haldin 21. október kl. 14, í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Fólk úr röðum heimilismanna sjá um fjölbreytt atriði. Sýndir verða munir frá vinnustofum. Allir velkomnir. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félags- vist verður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 21. október kl. 14. Annar dagur í þriggja daga keppni. Morgunblaðið birtir til kynn- ingar um af- mæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og síma- númer. FRÉTTIR VERKEFNI sem kallast ,,Jól í skókassa“ er verkefni sem unnið er af 10 ungmennum úr KFUM og KFUK og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að setja nokkrar gjafir í skókassa. Kassanum er síðan útdeilt til þurfandi barna í Úkraínu. Mark- mið verkefnisins er að mæta þörfum fólks og sýna kærleika Guðs í verki. Í fréttatilkynningu segir m.a. að á svæðunum þar sem skó- kössunum er dreift er allt að 80% atvinnuleysi og fara kass- arnir meðal annars á mun- aðarleysingjaheimili, barnaspít- ala og til barna einstæðra foreldra. Í fyrra voru 5.000 gjafir sendar til Úkraínu Þetta er í fjórða sinn sem verkefnið er unnið. Það hófst fyrir jólin 2004 og þá söfnuðust 500 skókassar en verkefnið óx og urðu kassarnir 2.660 árið eft- ir. Fyrir síðustu jól tvöfaldaðist talan enn og um 5.000 gjafir voru sendar úr landi. Margir lögðu verkefninu lið og er það nú orðinn fastur liður í starfi sumra skóla og leikskóla auk deilda KFUM og KFUK. Tekið verður á móti skóköss- um í aðalstöðvum KFUM og KFUK, Holtavegi 28, alla virka daga kl. 8-17. Síðasti skiladagur í Reykjavík er laugardaginn 3. nóvember kl. 11-16. Þann dag fer fram kynning á verkefninu, léttar veitingar verða í boði og eru allir hjartan- lega velkomnir. „Það sem þarf að gera er að finna tóman skókassa og pakka honum inn í jólapappír. Athugið að mikilvægt er að pakka lokinu sérstaklega inn svo hægt sé að opna pakkann. Ákveðið fyrir hvaða aldurshóp gjöfin á að vera, strák eða stelpu 2-4 ára, 5-9 ára, 10-14 ára, 15-18 ára og merkið með viðeigandi merki- miða á lokið. Setjið svo gjafir eins og ritföng, föt, leikföng, hreinlætisvörur og sælgæti í skókassann. Best er að setja einn hlut úr hverjum þessara flokka í kassann. Setjið að lokum 300-500 kr. í umslag efst í kass- ann fyrir kostnaði,“ segir í fréttatilkynningu. Kynningarmyndband um verkefnið er að finna á heima- síðu verkefnisins www.skokass- ar.net. Gleðileg jól Það ríkti mikil gleði hjá börnunum í Úkraínu þegar þau fengu jólapakkana í hendur. Fleiri pakkar fara utan fyrir jólin. Jól í skókassa til þurfandi barna SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.