Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 20.10.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2007 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara í Kópavogi | Skvettuball verður í fé- lagsheimilinu Gullsmára 13, kl. 20-23. Miðaverð 500 kr. Veitingar verða seldar. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Opið hús í félagsheimilinu Gullsmára kl. 14. Dagskrá: Upplestur o.fl., kaffiveitingar og harmonikku- eikur. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga kl. 9-16.30 eru m.a. opnar vinnustofur, spilasalur o.fl. Á föstudaginn kl. 10.30 er fjölbreytt leikfimi (frítt) í íþróttahúsi ÍR við Skógarsel, kaffi. Miðvikudaginn 31. október er leikhúsferð í Þjóðleik- húsið að degi til, upplýsingar á staðnum og í síma 575- 7720. Hæðargarður 31 | Laugardagsganga kl. 10. Ferð í Ljós- myndasafn Rvk á mánudag. Müllersæfingar þriðjudags- morgna. World Class þrisvar í viku. Vínarhljómleikar 5. jan. 2008, miðar eru enn til. Kór Breiðagerðisskóla nk. fimmtudag. Listasmiðjan alltaf opin. Ókeypis tölvu- fræðsla. Sími 568-3132. Kirkjustarf Grundarfjarðarkirkja | Hátíðarmessa kl. 11 í tilefni af út- gáfu nýrrar Biblíuþýðingar. Kirkjukaffi í umsjá fermingar- barna að messu lokinni. Hafnarkirkja, Höfn í Hornafirði | Sunnudagaskóli næsta sunnudag kl. 11. 80ára afmæli. Áttræðurer í dag, 20. október Hjálmar Hjálmarsson Bjargi, Bakkafirði. Hjálmar stundaði útgerð og sjómennsku í 60 ár. Var einn af stofnendum salt- fiskverkunar Útvers á Bakka- firði, matsmaður í saltfiski og skreið. Sat um árabil í sóknar- nefnd, hreppsnefnd og var fulltrúi á þingi Fiskifélagsins um árabil. dagbók Í dag er laugardagur 20. október, 293. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Samtökin Heilaheill standa í dagfyrir Slagdeginum. ÞórirSteingrímsson er formaðurHeilaheilla og segir frá: „Slag- daginn höldum við til að vekja athygli á áhættuþáttum slags, og minna um leið á að mönnum eru ekki allar bjargir bann- aðar þó þeir hafi fengið slag,“ segir Þór- ir. Slag (e. stroke) er samheiti yfir heila- áverka sem hljótast af súrefnisþurrð vegna blæðingar eða blóðtappa: „Afleið- ingarnar geta verið margþættar, og eru í raun engir tveir áverkar af völdum slags eins. Hins vegar er slag alltaf al- varlegt, og mikilvægt að fólk hugi að forvörnum og leiti sér strax læknis- aðstoðar ef það verður vart við ein- kenni,“ segir Þórir, og nefnir að meðal einkenna slags séu höfuðverkur, svimi, ógleði, jafnvægisleysi og dofi. Á Slagdeginum munu fulltrúar Heila- heilla vera með bækistöðvar í Kringl- unni, Smáralind og Glerártorgi á Akur- eyri þar sem hægt verður að fá nánari upplýsingar: „Við verðum með lækna og hjúkrunarfræðinga á staðnum sem bjóða almenningi upp á áhættumat, þar sem þættir á borð við blóðþrýsting, syk- urmagn í blóði og blóðfitu eru mæld til að leggja mat á líkurnar á slagi. Þættir á borð við streitu, reykingar, óhóflega neyslu áfengis, og hvað þá notkun fíkni- efna, eru meðal lífsstílsþátta sem geta stórlega aukið líkurnar á slagi.“ Á hverju ári fá um 700 manns slag á Íslandi, eða nærri tveir á dag: „Með heilbrigðu líferni, reglulegri hreyfingu og skynsömu mataræði er hægt að draga stórlega úr líkunum á því að fá heilablóðfall, og bæta um leið til muna möguleika sína á að ná góðum bata ef maður fengi slag,“ bætir Þórir við. Heilaheill hafa starfað frá árinu 1994 og eru samtök sjúklinga, aðstandenda og fagaðila. „Við beitum okkur m.a. fyr- ir bættum meðferðarúrræðum og vinnum að stofnun sjóðs sem styður fjölskyldur, og þó sérstaklega börn sem hafa þurft að láta af sérnámi vegna þeirra áhrifa sem slag getur haft á heimilislífið,“ segir Þórir. Á síðunni www.heilaheill.is má finna nánari upplýsingar. Heilsa | Heilaheill í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi í dag kl. 13 til 16 Áfall er ekki endirinn  Þórir Stein- grímsson fæddist í Reykjavík 1946 og ólst upp í Hrúta- firði. Hann lauk leiklistarnámi frá LR og Þjóðleikhús- inu, og útskrifaðist frá Lögregluskól- anum 1984. Hann var leikari við Þjóðleikhúsið og LA, en hefur haft lögreglustörf að aðalstarfi frá 1980 og er nú rannsóknarlög- reglumaður. Hann hefur verið for- maður Heilaheilla frá 1995 og er jafn- framt formaður Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Þórir er í sambúð með Margréti Guðlaugu Sig- urðardóttur aðst.frkvstj. og eiga þau einn son. Tónlist Hitt húsið | Off-Venue, Airwa- ves í Hinu húsinu kl. 20-23. Fram koma hljómsveitirnar: Narfur, Levenova, Doddi, Ten Steps Away o.fl. Ketilhúsið, Listagili | Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika kl. 16. Þær flytja verk eftir: Þorkel Sigurbjörnsson, Mist Þorkels- dóttur, Áskel Másson, Kjartan Ólafsson, Hilmar Þórðarson og Jón Þórarinsson. Aðgangseyrir er 2.000 kr., fyrir félaga 1.500 kr. og fyrir eldri borgara 1.250 kr. Vesturbæjarskóli | Söng- og tónlistarkona Hannan El- Shemouty frá Kaíró heldur tón- leika í Vélasalnum í Vest- mannaeyjum í dag kl. 14. Dag- skráin byggist á þjóðlögum úr ýmsum áttum. Tónlistarmenn- irnir Hilmar Örn Agnarsson á orgel og Steingrímur Guð- mundsson á slagverk, leika með, kynnir er Kári Bjarnason. Myndlist Gallerí list | Skipholti 50a. Kristín Tryggvadóttir opnar málverkasýninguna Mótun, í dag kl. 13-17. Kristín hefur að- allega fengist við olíu- og akríl- málun. Hún er félagi í SÍM. Sýn- ingin er áttunda einkasýning Kristínar, hún stendur til 30. október. Listasafn Kópavogs, Gerð- arsafn | Sýning á kínverskum fornminjum og fágætum list- munum. Um helgina er boðið upp á leiðsögn um sýninguna. Sýningin kemur frá borgar- listasafninu í Wuhan í Hubei- héraði. Alls eru sýndir 107 grip- ir, margir hverjir ævafornir. Mokka-kaffi | Pétur Geir Ósk- arsson sýnir svarthvítar ljós- myndir teknar í Úkraínu 2007. Myndirnar eru teknar í Krasnyi Luch, kolanámubæ í Luhansk- héraði og nágrannabyggðum. Pétur vill veita innsýn í raun- veruleika og menningu sem kann að koma Íslendingum fyrir sjónir sem ókunn, framandi og jafnvel fátækleg. Kvikmyndir Laugarásbíó | Rope yoga-stöðin osk.is býður frítt í Laugarásbíó, 23. okt. kl. 17.30, á kvikmyndina Peaceful Warrior með leikar- anum Nick Nolte, eftir sögu Dans Millman sem hefur verið þýdd á 33 tungumál. Miðar fást á www.osk.is. Eftir sýningu verður kynning á nýju nám- skeiði, „Ert þú leikstjórinn í þínu lífi?“ Fyrirlestrar og fundir Hugarfar |Félag fólks með heilaskaða, aðstandenda þess og aðrir áhugasamir verða með fræðslu- og félagsfund í sal Örykjabandalagsins í Hátúni 10a, 9. hæð. þriðjudaginn 23. okt. kl. 20. Fyrirlesari kemur frá Hjálpartækjabankanum. 101 gallery | Aðalfundur Holl- vinasamtaka RÚV verður í fundasal Reykjavíkurakademíu, Hringbraut 121, 31. október kl. 20. Fundarefni: Venjuleg aðal- fundarstörf, kosning formanns. Aðalumræðuefni: Framtíð sam- takanna. G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi sjónvarpsfrétta- maður, talar um stöðu RÚV. Askja – Náttúrufræðihús HÍ, stofa 132 | Leó Kristjánsson vísindamaður við HÍ flytur er- indi í fyrirlestraröðinni Undur veraldar (http:undur.hi.is) á veg- um raunvísindadeildar. Silfur- berg fannst fyrst á 17. öld á Ís- landi. Það hefur gegnt fjölbreyttu hlutverki í vísinda- uppgötvunum. Erindið hefst kl. 14. Draumakaffi | Varmársamtökin standa fyrir opnum umræðu- fundi um starf samtakanna á Draumakaffi í Mosfellsbæ 21. október kl. 20. Farið verður yfir helstu mál og sagt frá því sem er á döfinni hjá samtökunum. Opin umræða og fyrirspurnir. Sjá nánar á www.varmarsam- tokin.blog.is Fréttir og tilkynningar Kolaportið | Vörur frá þrotabúi verslunarinnar Hjörtur Nielsen verða til sölu í Kolaportinu um helgina. Kristall og postulín til sölu með 50-85% afslætti. Sveinssafn, Krýsuvík | Eftir haustmessu í Krýsuvíkurkirkju 21. október kl. 14 verður messu- kaffi í Sveinssafni þar sem sýn- ingin Siglingin mín verður skoð- uð. Verkin eru eftir Svein Björnsson og er fjórða sýning Sveinssafns í Krýsuvík. Aðgang- ur ókeypis. Leiklist Borgarleikhúsið | Belgíska Kongó: Rósar og Rósalind, föð- uramma hans sem dvelur á elli- heimili í höfuðborginni, hafa ekki talast við í sjö ár vegna ósættis í tengslum við íbúð sem Rósalind leigði barnabarnabarni sínu, dóttur Rósars. Dagur vonar: Lára býr með 3 stálpuðum börnum sínum eftir fráfall mannsins síns, Öldu sem er geðveik, Reyni hinum jarð- bundna og Herði sem gælir við listamannsdrauma. Inn á heim- ilið kemur elskhugi Láru, Gunn- ar, atvinnulaus alkóhólisti, sem setur fjölskylduna í uppnám. Skemmtanir Styrkur |Haldið verður upp á 20 ára afmæli Styrks, samtaka krabbameinssjúklinga og að- standenda þeirra, í sal Ráðgjaf- arþjónustu Krabbameinsfélags- ins í Skógarhlíð 8, 1. hæð, í dag kl. 17-19. Boðið verður upp á léttar veitingar. Breiðfirðingabúð | Faxafeni 14, 2. hæð. Átthagafélag Stranda- manna heldur haustball í kvöld kl. 22-2. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | Afmælishátíð: Hrafnista í Reykjavík 50 ára og Hrafnista í Hafnarfirði 30 ára. Afmælis- hátíð Hrafnistuheimilanna verð- ur haldin 21. október kl. 14, í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Fólk úr röðum heimilismanna sjá um fjölbreytt atriði. Sýndir verða munir frá vinnustofum. Allir velkomnir. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félags- vist verður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 21. október kl. 14. Annar dagur í þriggja daga keppni. Morgunblaðið birtir til kynn- ingar um af- mæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og síma- númer. FRÉTTIR VERKEFNI sem kallast ,,Jól í skókassa“ er verkefni sem unnið er af 10 ungmennum úr KFUM og KFUK og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að setja nokkrar gjafir í skókassa. Kassanum er síðan útdeilt til þurfandi barna í Úkraínu. Mark- mið verkefnisins er að mæta þörfum fólks og sýna kærleika Guðs í verki. Í fréttatilkynningu segir m.a. að á svæðunum þar sem skó- kössunum er dreift er allt að 80% atvinnuleysi og fara kass- arnir meðal annars á mun- aðarleysingjaheimili, barnaspít- ala og til barna einstæðra foreldra. Í fyrra voru 5.000 gjafir sendar til Úkraínu Þetta er í fjórða sinn sem verkefnið er unnið. Það hófst fyrir jólin 2004 og þá söfnuðust 500 skókassar en verkefnið óx og urðu kassarnir 2.660 árið eft- ir. Fyrir síðustu jól tvöfaldaðist talan enn og um 5.000 gjafir voru sendar úr landi. Margir lögðu verkefninu lið og er það nú orðinn fastur liður í starfi sumra skóla og leikskóla auk deilda KFUM og KFUK. Tekið verður á móti skóköss- um í aðalstöðvum KFUM og KFUK, Holtavegi 28, alla virka daga kl. 8-17. Síðasti skiladagur í Reykjavík er laugardaginn 3. nóvember kl. 11-16. Þann dag fer fram kynning á verkefninu, léttar veitingar verða í boði og eru allir hjartan- lega velkomnir. „Það sem þarf að gera er að finna tóman skókassa og pakka honum inn í jólapappír. Athugið að mikilvægt er að pakka lokinu sérstaklega inn svo hægt sé að opna pakkann. Ákveðið fyrir hvaða aldurshóp gjöfin á að vera, strák eða stelpu 2-4 ára, 5-9 ára, 10-14 ára, 15-18 ára og merkið með viðeigandi merki- miða á lokið. Setjið svo gjafir eins og ritföng, föt, leikföng, hreinlætisvörur og sælgæti í skókassann. Best er að setja einn hlut úr hverjum þessara flokka í kassann. Setjið að lokum 300-500 kr. í umslag efst í kass- ann fyrir kostnaði,“ segir í fréttatilkynningu. Kynningarmyndband um verkefnið er að finna á heima- síðu verkefnisins www.skokass- ar.net. Gleðileg jól Það ríkti mikil gleði hjá börnunum í Úkraínu þegar þau fengu jólapakkana í hendur. Fleiri pakkar fara utan fyrir jólin. Jól í skókassa til þurfandi barna SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.