Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 6
6|Morgunblaðið Jólin 2005 tók Védís Hervör aðsér að syngja við jólahlað-borð á Þingvöllum og segirþað hafa verið dásamlegt, að ekki sé meira sagt. „Það var hreint dásamlegt. Ég og gamall skólafélagi minn, píanóleik- arinn Valdimar Kristjónsson, keyrð- um í öllum veðrum á Hótel Valhöll á Þingvöllum hvert föstudags- og laugardagskvöld í desembermánuði. Við vorum með um 45 lög á dag- skránni og tókum aðeins tíu mínútna hlé á hverju kvöldi að mig minnir. Það var okkar eigið val en það er greinilegt að við tókum þetta út með sældinni því að margir söngvarar súpa hveljur þegar ég segi þeim frá þessu.“ Hlaðborðskvöldin voru oft löng hjá Védísi og Valdimar því þau hófu dagskrána meðan fólk var enn að dusta af sér snjóinn. „Við töldum beint í lögin og spil- uðum þar til yfir lauk. Fólk hafði þá lokið við eftirréttinn og var sumt komið vel í glas. Svo voru þau svo yndisleg á Hótel Valhöll að leyfa okkur að gæða okkur á hlaðborðinu eftir langt kvöld og þau vildu allt fyrir okkur gera.“ Ekki bara „jólasveinninn minn“ Védís segist aðspurð hafa sett saman svo mikinn lagalista til þess að verða ekki leið á þessu. „Inn á milli jólalaganna vorum við með Evu Cassidy, Bítlana og gamla íslenska slagara sem ekki tengdust jólunum og jafnvel lög eftir mig sjálfa. Þetta var mjög mikilvægt, held ég, og einnig fyrir fólkið sjálft, að komast aðeins út úr jólabrjálæðinu og hlusta á eitthvað annað en „jólasveinninn minn, káti karlinn minn …“ Hún segist sjálf vilja rólega tónlist undir borðum þegar hún fer á jóla- hlaðborð, gjarna með djössuðu ívafi. „Maturinn er að sjálfsögðu mik- ilvægur en ef félagsskapurinn er ekki kærkominn þá er tilgangurinn enginn. Það er yndislegt að eiga notalega kvöldstund með ástvinum, háma í sig kræsingar og vera af- slappaður. Jólahlaðborð er orðið að skemmtilegri hefð á Íslandi og er mjög mikilvæg að mínu mati. Fólk þarf hvíld frá amstri dagsins og það er svo ljúft að geta dregið sig aðeins í hlé frá auglýsingaherferðunum sem dynja á manni, gleymt verklist- anum sem hangir á ísskápnum og samviskubitinu yfir ofkaupum.“ Boðskapurinn á ekki að kafna í húmbúkki Védís segist vera andvíg jólum sem byrja í nóvember. „Jólin eru heilagur tími með fallegan boðskap sem er skotið í kaf með kaupæði og húmbúkki. 1. desember er góður dagur til að koma sér í jólagírinn og það gildir líka um jólalögin í útvarp- inu. Hins vegar er óhjákvæmilegt að koma sér í gírinn heima við sem tón- listarmaður ef maður sér fram á jólahlaðborð og slíka gleði áður en desembermánuður byrjar. Það er bara kvöð tónlistarmannsins og sæla í senn.“ Védís er svo mikil jólastelpa að hún byrjar að hlakka til í febrúar þótt hún taki ekki fram jólaplöt- urnar. „Fólk er miklu skemmtilegra á jólatímabilinu, það verður tilfinn- ingaríkara og þakklátara. Ég und- irbý jólin þannig að ég geri verk-, gjafa- og jólakortalista þegar þau fara að nálgast. Er kannski búin að sauma út í eitthvað fallegt fyrir nána vini og er að dunda mér við það á kvöldin eða breyti út af laginu og geri eitthvað annað það árið. Það er allur gangur á því. Fjölskylda mín hefur það fyrir hefð að spjalla saman um árið sem er að líða, líta yfir far- inn veg og setja niður ýmis markmið fyrir næsta ár. Ekkert stórbrotið, bara litlir skemmtilegir hlutir sem gefa lífinu gildi.“ Ný sólóplata – hlý og ljúf tónlist Védís hefur haft nóg að gera á þessu ári en hún hefur unnið hörðum höndum að sólóplötunni sinni „A beautiful life – recovery project“ sem er að finna á tonlist.is og í helstu hljómplötubúðum á Íslandi. „Hana vann ég bæði hér heima og í London og því hefur verið svolítið flakk á mér framan af ári. Platan er mjög hlý, hún stjórnast svolítið af samspili nælongítarstrengja og pí- anósins sem er mitt helsta hljóðfæri. Undirliggjandi er slagverk Sig- tryggs Baldurssonar en sá mæti maður er þeim hæfileikum gæddur að geta sett „groove“ í hvað sem er. Sumir líkja tónlist minni við tónlist Indiu Arie í bland við Cardigans en ég hef litla skoðun á því. Hún er bara það sem hún er og ég á erfitt með að líkja henni við nokkuð annað. Fólk getur kíkt á heimasíðuna mína www.vedismusic.com og heyrt þar brot úr plötunni, lesið fréttir og skoðað myndir af upptökuferlinu.“ Í mannfræði í Háskólanum Nú er Védís einnig sest á skóla- bekk og er í mannfræði við HÍ. „Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt og hef reynt að skipuleggja mig þannig að allt gangi upp. Hingað til hefur þetta styrkt hvort annað, tónlistin mannfræðina og mannfræðin tón- listina. Ég er sífellt að semja lög og lifi og hrærist í músíkinni. Það eru forréttindi að geta unnið við þetta og ég styrkist með hverju ári sem líð- ur.“ - En hvert skyldi vera uppáhalds- jólalag Védísar? „Uppáhaldsjólalagið er „Christ- mas Song“ með Frank Sinatra. „Chestnuts roasting on an open fire …“ Mér verður svo hlýtt þegar ég heyri það.“ eddajoh@mbl.is „Kvöð og sæla tónlistarmannsins í senn“ Morgunblaðið/Frikki Sóló Védís Hervör ætlar að syngja meira af eigin lögum fyrir jólin í ár en jólalögum enda að gefa út sólóplötu. Hún er samt mikil jólastelpa sem hefur gaman af undirbúningnum og saumar jafnvel stundum út í eitthvað fallegt fyrir nána vini. Morgunblaðið/Golli Fjölbreytt Védís Hervör söng fleiri lög en bara um jólasveina á jólhlaðborðinu á Hótel Valhöll í fyrra en hvorki fleiri né færri en 45 lög voru á dagskránni. Védís Hervör Árna- dóttir er Íslendingum að góðu kunn fyrir söng sinn. Edda Jó- hannsdóttir hleraði eft- ir lífsreynslusögum af söng undir jólahlað- borðum hjá Védísi og komst að því að hún hefur lent í ýmsum skemmtilegum uppá- komum. » Fólk þarf hvíldfrá amstri dagsins og það er svo ljúft að geta aðeins dregið sig í hlé frá auglýs- ingaherferðunum sem dynja á manni, gleymt verklistanum sem hangir á ísskápn- um og samvisku- bitinu yfir ofkaup- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.