Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 15
Morgunblaðið |15 Hlaðborð virðast veraævagömul fyrirbrigðien þess er til dæmisgetið á einum stað í Bárðarsögu Snæfellsáss að tröll- konan Hít sem byggði Hundahelli í Hítardal „setti þá jólaveislu sterka“. Síðan segir að Bárði Snæ- fellsás hafi verið boðið fyrstum og fóru Gestur sonur hans og Þorkell skinnvefja með honum á jólahlað- borðið. Auk þeirra var ýmsum þursum og öðrum fyrirmennum úr ná- grenninu boðið og segir svo í sögunni að „borð voru þá upp tek- in og matur borinn á heldur stór- kostlegur. Drykkja var þar mjög óstjórnleg svo allir urðu þar ginntir“. Raunar eru til margar lýsingar á hlaðborðum víkingaaldar en all- ar bera þær vott um að ekkert var til sparað þegar drekka átti jól eins og það hét á þeim tíma. Sjálft orðið „stórkostlegur“ bendir ein- dregið til þess að maturinn hafi ekki verið af skornum skammti. Veislusiður um allan heim Hlaðborðin eru þekkt fyrirbæri úr sögunni og nægir að minnast á satúrnalíur og svallveislur Róm- verja, austræna veislusiði með ótal réttum og okkar norrænu veislur, jólablót og þorrablót, í því sam- bandi. Raunar var það svo að í norsk- um lögum fram til um 1300 lágu við því strangar refsingar ef gildir bændur brugguðu ekki jólaöl og stæðu fyrir veislum, enda þess oft- ar en ekki getið í Konungasögum Snorra að konungar Noregs hafi verið í veislum um land allt þar ytra. Svo virðist sem þessi siður hafi horfið um stund eftir kristnitök- una, en verið samt sem áður jafn seiglífur og trúin sjálf þegar betur er að gætt. Jólahlaðborðin voru nefnilega bundin hátíð ljóssins og kristindómurinn varð um síðir að lúta í lægra haldi fyrir þessum forna sið og færa upprunalegan fæðingardag Jesú Krists frá epif- anusardegi, 6. janúar eða þrett- ándanum, til vetrarhátíðar heið- inna manna nær vetrarsólstöðum. Á miðöldum hófst jólahlaðborðið aftur til vegs og virðingar en nú með öðrum formerkjum. Komin var ný valdastétt í landið og höfð- ingjar og kaþólskir prelátar kapp- kostuðu að gefa þurfalingum ölm- usu á jólunum. Í þann tíð voru haldin jól, eða öllu heldur drukkin jól, frá aðventu til þrettándadags og höfðu munkar og alls kyns fyr- irmenni það til siðs að hlaða borð sín mat fyrir þurfalingana. Með siðbótunum og danskri harðstjórn svæfðist þó þessi siður og hlað- borðin urðu æ fátíðari. Jólahlaðborð að nýju Nútíma jólahlaðborð eru eins konar sögulegt bergmál frá heiðn- um sið rétt eins og jólahlaðborð kaþólskra voru á miðöldum. Það er fyrst á síðustu áratugum að þessi siður hefur rutt sér til rúms hérlendis en þó bendir margt til þess að hann hafi borist hingað til lands frá Danmörku snemma á síðustu öld. Ágiskun þessi byggist á þeirri staðreynd að flest það sem hingað barst af menningar- straumum á fyrstu áratugum 20. aldarinnar kom frá Danmörku, að minnsta kosti þangað til Ísland var hernumið og amerískir menn- ingarstraumar fóru fyrir alvöru að gera vart við sig. Eitt er þó víst að jólahlaðborðið er vakið af þyrnirósarsvefninum og landinn lætur ekki á sér standa, nú eru bæði villibráð- arhlaðborð, jólahlaðborð og ýmsar aðrar útgáfur af hlaðborðsdýrkun orðnar fastur liður í undirbúningi jólanna. Væntanlega hafa það verið svo- nefndar „dannaðar fjölskyldur“ í stærri kaupstöðum eins og Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Stykkishólmi og kannski Seyð- isfirði líka sem sóttu þennan sið til danskra matargata og gerðu hann að sínum til þess að vera ekki eft- irbátar þeirrar menningar sem viðgekkst í konungsríki Glucks- borgaranna austan Atlantsála. En eitt er víst: Jólahlaðborðið, sem var svo snar þáttur í fornri menningu okkar Íslendinga, er endurheimt. kristjang@mbl.is Hlaðborð – freisting holdsins Morgunblaðið/Kristinn Sögulegt Hlaðborðið er engin nýjung og jólahlaðborðið er líka fornt. Hlaðborð eins og jóla- hlaðborð eru ekki ný af nálinni eins og Kristján Guðlaugsson komst að þegar hann kynnti sér sögu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.