Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 21
Morgunblaðið |21
aukaefna
1 tsk turmerik
salt
1 tsk hvítur pipar
½ tsk engiferduft
1-2 laukar, smátt saxaðir
3 msk olía
1 tsk múskat, má sleppa
vatn, 1 lítri til þess að byrja með
1dós kókósmjólk
Rétt áður en súpan er borin fram
skal saxa handfylli af steinselju eða
kóríander, jafnvel báðum tegundum,
til að setja út í súpuna.
Sjóðið kartöflurnar og gulræturn-
ar í gufuofni eða potti. Mýkið laukinn
í olíunni ásamt kryddunum. Blandið
soðna grænmetinu saman við og hell-
ing af vatninu. Látið suðuna koma
upp og leyfið súpunni að malla.
Smakkið hana til með salti og
kannski örlítið meiri pipar. Maukið
súpuna og bætið eftir það kókos-
mjólkinni og grænu kryddunum við.
Nú er að sjá hvort súpan þarf
meira vatn og ef þið viljið ekki nota
kókósmjólk, bætið þá við vatni eða
notið rjóma. Það er líka góð tilbreyt-
ing að hafa hrærðan sýrðan rjóma á
broðinu til þess að setja saman við
súpuna
Súpan er svo borin á borð ásamt
graskersbrauðinu og eggaldinmauk-
inu. Helgu finnst gott að hafa góðan
geitarost með, glas af lífrænu rauð-
víni fyrir þá sem það þola og engifer-
öl.
Graskersbrauð
2 egg vel þeytt
4 bollar sléttfullir af spelthveiti
1 bolli gróft haframjöl
1 bolli hrásykur
1 bolli maukað grasker (butternut),
u.m.b. 1 stk sem er afhýtt, skorið í
litla bita og gufusoðið.
½ bolli dökkar rúsínur, lagðar í bleyti
og saxaðar.
1 tsk salt
4-5 tsk vínsteinslyftiduft
½ tsk kanill
¼ tsk múskat
1 bolli olía
Hitið ofninn í 170°C. Blandið sam-
an þurrefnum og kryddum. Gott er
að byrja á því að nota helming af
hveitinu þar til undir lokin og bæta
þá afganginum saman við. Þeytið
eggin vel saman, blandið sykrinum
saman við og þeytið ásamt olíu og
graskersmaukinu. Næst bætast rús-
ínurnar og þurrefnin saman við.
Deigið er eins og jólakökudeig.
Smyrjið formin með olíu og bakið í
20-30 mínútur eða þar til það er orðið
fallega gyllt. Kælið niður og njótið
svo brauðsins með smjöri og eggald-
inmaukinu.
Ef fólki finnst betra að nota minna
mjöl þá má fækka bollunum af spelt-
hveiti úr fjórum í tvo. En þá verður
að baka brauðið á örlítið lægri hita og
í 50 mínútur.
Eggaldinmauk – Baba ghanouj
Viðbit með graskersbrauðinu –
fyrir 4
1 stk eggaldin
smá ólífuolía
1 msk Tahini (sesam-smjör)
1-2 tsk sítrónusafi
smávatn
3/4 tsk gróft salt
1-2 hvílauksgeirar, bakaðir
steinselja, söxuð
½ tsk broddkúmen
hnífsoddur af cayennepipar, ef þið
viljið smáhita
Afhýðið eggaldin og skerið í grófa
bita, bakið í ofni með smáolíu í 20-30
mínútur eða þar til grænmetið er orð-
ið lungamjúkt. Setjið hvítlauksgeira
inn í ofninn síðustu 10 mínúturnar og
bakið með.
Hjónabandssæla
300 g spelthveiti
300 g tröllahafrar
100 g hrásykur (grófur) eða 80 g
xylitol
100 g smjör
150 g jurtaolía
1 tsk salt
300 g sykurlaus sulta, einungis
ávaxtasykur. Bláberjasulta er frá-
bær.
Öllu hráefninu - nema sultunni - er
blandað vandlega saman þannig að
úr verði þykkt deig. Þá er rúmlega
helmingnum af deiginu þjappað vel í
smurt, eldfast form sem er búið að
smyrja. Sultunni smurt þar ofan á
og að síðustu er restinni af deiginu
sáldrað yfir sultuna. Bakist í ofni við
170ºC í 30 mínútur.
Kakan er síðan látin jafna sig um
stund áður en hún er skorin í litla
bita og þess vegna staflað upp.
Bragðast mjög vel hvort heldur með
eða án rjóma.
Súkkulaðidrykkur
6 bollar vanilluhrísmjólk
300 g lífrænt súkkulaði
kanill
Velgjið mjólkin a í potti, má ekki
sjóða. Bræðið súkkulaðið saman
við ásamt kanilnum. Hrærið vel
saman. Berið fram með hjóna-
bandssælu og ávaxtakonfekti.
Ávaxtakonfekt
2 dl brasilíuhnetur
2 dl pekanhnetur
1 dl þurrkaður ananas, apríkósur,
fíkjur eða sveskjur
malaðar hnetur, og/eða kókosmjöl
til þess að rúlla upp úr.
Setjið þurrkuðu ávextina í bleyti,
vatn eða appelsínusafa, í 15 mínútur.
Malið hneturnar í matvinnsluvélinni
og setjið síðan í skál. Hellið vatninu af
þurrkuðu ávöxtunum, maukið þá í
matvinnsluvélinni. Mótið litlar kúlur
og rúllið þeim upp úr möluðum hnet-
um og/eða kókosmjöli.
Aðventan í Norræna húsinu.
Njóttu jólaundirbúnings í áreitislausu og
friðsömu umhverfi í Vatnsmýrinni.
“Lifandi” jóladagtal með óvæntum
uppákomum á hverjum degi kl.
Jólamarkaður, barnadagskrá
og jólahlaðborð um helgar.
Notalegur andblær í norrænu umhverfi.
Sjá nánar:
Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík,
sími 551 7030
12.34.
www.nordice.is
À la carte postulín
Nú fæst nýja Alizée-stellið frá Pillivuyt líka á Íslandi
R
V
62
35
Rekstrarvörur
1982–200725ára
Einar Kristjánsson
þjónn, sölumaður hjá RV
Óhefðbundin hönnun
Skemmtilegt í framreiðslu
Nýi pillenium-leirinn gefur
postulíninu aukið högg- og hitaþol
Opnar nýjar víddir
í veitingaþjónustu.