Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 16
Listin að lifa er þó nokkuð sem ekki er öllum gefið. Knútur Bruun, sem rekur gistiheimilið Frost og Funa, hefur lengi verið mikill áhugamaður um íslenska myndlist. Hann segir að Rómverjar hafi sagt að lífið væri stutt en listin löng og það gildi enn í dag. Því starfræki hann m.a. listagallerí í gistiheimili sínu Frosti og Funa í Hveragerði. „Það eru meistarar í hverju her- bergi, bæði þessir gömlu eins og Þorvaldur Skúlason og Jón Eng- ilberts og eins listamenn nútímans eins og Georg Guðni Hauksson, Jóhanna Kristín Ingvadóttir og Hulda Vilhjálmsdóttir og hver og einn þeirra kynntur sem og ferill þeirra í stuttu máli.“ Knútur segir fólk vel kunna að meta þetta framtak. „Hingað koma oft hópar og þá er oft farið á milli herbergja til þess að skoða verkin og fræðast um listmálarana.“ En það er fleira í boði á Frosti og Funa í Hveragerði, sem Knútur rekur nú ekki einn heldur einnig kona hans Anna Sigríður Jóhanns- dóttir, nú í nóvember og desember og sumt af því ævintýralegt. ,,Við erum staðsett á fallegum stað á bökkum Varmár innan um lifandi hveri af ýmsu tagi. Það er í þægi- legri fjarlægð frá ys og þys borg- arlífsins og nú erum við í sam- vinnu við veitingastaðinn Rauða húsið á Eyrarbakka með sérstakan pakka sem við nefnum „Ævintýri á aðventu,“. Við tökum bæði á móti einstaklingum og hópum sem gista þá á Frosti og Funa en borða á Rauða húsinu á Eyrarbakka, en þangað eru þeir keyrðir í rútu. Þannig getur fólk sameinað bæði jólahlaðborð og notalega samveru á Frosti og Funa þar sem boðið er upp á heita potta, sundlaug og góða slökun.“ Slökun Rómantíkin blómstrar í slökuninni í Frosti og funa. Lífið er stutt en listin er löng Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða haldnir í Lang- holtskirkju sunnudaginn 9. desem- ber og miðvikudaginn 12. desem- ber, kl. 20, báða daga. Aðventutónleikar söngsveitarinnar eru ómissandi undirbúningur jóla hjá mörgum tónlistarunnendum og áhangendum kórsins en söngsveitin hefur lagt sig fram við að kynna lítt þekkta en áhugaverða tónlist tengda jólum í bland við sígilda há- tíðartónlist. Einsöngvari að þessu sinni er Nanna María Cortes, organisti Steingrímur Þórhallsson og stjórn- andi á tónleikunum er Magnús Ragnarsson. Miðasala er á Midi.is, hjá kór- félögum og við innganginn. Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu Morgunblaðið/Jim Smart Tónleikar Söngsveitin Fílharmónía verður með tónleika í desember. 16|Morgunblaðið Inga Dagný Eydal söngkona hefur farið á jólahlaðborð fyrir hver jól und- anfarin ár, bæði á Akureyri og í höf- uðborginni. Lengst af söng ég á slík- um hlaðborðum fyrir hver jól og fannst það afskaplega jólalegt og skemmtileg tilbreyting að fá að syngja jólalögin. Er reyndar sér- staklega elsk að jólatónlist. Í fyrra fórum við fjölskyldan á jólahlaðborð að Geysi og það var aldeilis ljómandi frábært, góður matur og stemningin yndisleg, ekki hvað síst ökuferðin í myrkrinu upp í sveit um hávetur. – Hvað finnst þér mikilvægast, maturinn, þjónustan, stemningin eða félagsskapurinn? „Mér finnst skemmtilegast ef stemningin er ljúf og róleg, ég fer ekki á jólahlaðborð í „djamm“- hugleiðingum. Svo þarf maturinn auð- vitað að vera gómsætur. Til dæmis er gaman að fá að smakka alla jólarétt- ina sem mann langar að búa til en hef- ur sjaldnast tíma til.“ Kemur jólahlaðborðið þér í jólaskap? „Mest er gaman að fara með sínum nánustu í rólegheitum og njóta matar og tónlistar. Þá kemur jólahlaðborð mér í jólaskap.“ Er sérstaklega elsk að jólatónlist Morgunblaðið/Kristján Jólaréttir Ingu Eydal finnst gaman að smakka alla jólaréttina. Ingu Dagnýju Eydal finnst gaman að smakka réttina sem hún hefur ekki tíma til þess að búa til sjálf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.