Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 23
Morgunblaðið |23 Það þarf ekki að fara út að borða til þess að eiga góða stund með góðum vinum. Og allra síst á kvöldin. Á veturna er sólin komin upp á morgnana og í hádeginu og því ekki að njóta birtunnar í góðra vina hópi, skella saman morg- unverði og hádegisverði á fallegu hlaðborði í heimahúsi – allir gætu jafnvel lagt í púkkið, og eiga góða stund saman. Kallið því saman nokkra góða vini, vini sem þið haf- ið ekki hitt lengi vegna tímaskorts og bjóðið þeim heim. Tíminn á milli klukkan 10 og 12 um helgar er oft illa nýttur, væri tilvalinn í síðbúinn morgunverð sem nálg- aðist hádegið eða það sem þeir ensku kalla „brunch“. Á slíku jólamorgunverðarhlað- borði væri hægt að hafa ótal margt á boðstólum; maríneraða síld, síldarsalöt, rúgbrauð að sjálf- sögðu, grafinn lax og reyktan, kæf- ur og paté og osta og kex, svo fátt eitt sé nefnt. Stundum má hafa sem minnst fyrir matnum en sem mest fyrir félagsskapnum og þeim sérstaka heimilisbrag sem boð í heimahúsum hafa óneitanlega yfir sér. Að jólamorgunverðinum lokn- um er ekki aðeins maginn mettur heldur andinn endurnærður eftir að hafa átt góða stund með góðum vinum og félögum, stundir sem fólk gefur sér oft því miður of sjaldan tíma til en eru dýrmæt- astar þegar upp er staðið. Morgunblaðið/Eggert Barnadrykkir Á aðventunni fá börnin mikinn sykur svo það er tilvalið að bjóða þeim upp á úrval af hollustudrykkjum í morgunverðarhlaðborðinu. Jólamorgunverð- ur með vinum Morgunblaðið/Sverrir Matarmikið Beikon og kæfa er til- valið í síðbúinn morgunverð. B e s t i r í D a n m ö r k u F e r ð a s k r i f s t o f a Dansk Julefrokost 2007 í Danmörku Flugfar og gisting Julefrokost með skemmtun og dansi Frekari upplýsingar á www.fylkir.is Sími 456 3745 Glæsilegt íslenskt hlaðborð með öllu því sem gerir gott jólahlaðborð betra Hringdu inn jólin á jólahlaðborði á Carpe Diem Okkar margrómuðu jólahlaðborð byrja 23. nóvember Pantið borð sem fyrst í síma 552 4555 carpediem@carpediem.is www.carpediem.is Aðeins 5.300 kr. á mann með heimalöguðu jólaglöggi í fordrykk Njóttu augnabliksins á Carpe Diem, Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 552 4555 M b l 9 24 39 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.