Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 2
2|Morgunblaðið Umsjón: Unnur H. Jóhannsdóttir | uhj@mbl.is Höfundar efnis: Edda Jóhannsdóttir, Fríða Björnsdóttir, Hrund Hauksdóttir, Kristján Guð- laugsson, Unnur H. Jóhannsdóttir, Þormóður Dagsson. Ljósmynd á forsíðu: Brynjar Gauti Auglýsingasala: Katrín Theódórsdóttir | kata@mbl.is Í íslensku máli er urmull af málsháttum og orðtökum sem tengjast mat og drykk. „Matur er mannsins megin“ er senni- lega þeirra þekktast en megin þýðir afl eða kraftur. Í nútím- anum er matur ekki aðeins orkugjafi – góður matur gælir nautnalega við bragðlaukana. „Drukkins manns orð eru draumi lík“ er annar góður málsháttur, sem merkir að í öl- vímu segi fólk oft frá sínum leyndustu draumum, auk þess sem drykkjuhjalið getur orðið álíka óraunverulegt og draumar eins og segir í bókinni Íslenskum málsháttum. Nú eru að ganga í garð miklar matarhátíðir er bæði tengjast vetrinum og jólunum og eiga þessir málshættir þar vel við. Það á líka málshátturinn „Allt kann sá er hófið kann“, en sá málsháttur er úr Gísla sögu Súrssonar og kom matur þar reyndar ekkert við sögu heldur kvennamál og heiður, en hóf- semi er dyggð sem löngum hefur verið talin til höfuðdyggða. Og jafnvel þó að í Íslendingasögunum hafi einnig staðið „et, drekk og ver glaðr“ er farsælast að gera það með þessa þrjá málshætti í huga. Verður þá af skemmtun hin besta. Gælir nautnalega við bragðlaukana OKKAR VINSÆLA JÓLAHLAÐBORÐ HEFST 17. NÓVEMBER Bjó›um einnig upp á sali til útleigu fyrir 15 til 300 manns: Fundahöld, árshátí›ir, afmæli, ættarmót, fyrirtækjamóttökur, starfsmannahóf, florrablót, giftingaveislur. PANTIÐ Í SÍMA 552 3030 Vesturgata 2, www.restaurantreykjavik.is, restaurant@restaurantreykjavik.is Kaffi Reykjavík heitir nú Restaurant Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.