Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 7
Morgunblaðið |7 Hótel Örk - Breiðumörk 1c - Hveragerði - Sími 483-4700 - Fax 483-4775 - hotel-ork.is • Glæsilegt hlaðborð með frábærri skemmtun • Um veislustjórn sér Jóhannes Kristjánsson eftirherma • Opinn bar og lifandi tónlist að borðhaldi loknu • Tónlistarflutningur í höndum Hreims og félaga • Hentar jafnt einstaklingum sem hópum Nú fer að verða tímabært að panta pláss á okkar sívinsæla jólahlaðborði. Verð: Gisting, borðhald og skemmtun 10.790,- krónur á mann í tvíbýli Borðhald og skemmtun 5.590,- krónur á mann Farðu inn á jolahladbord.is til að fá nánari upplýsingar og tilboð fyrir hópa Jólahlaðborð á Hótel Örk – Uppáhaldsjólalagið? „Uppáhaldsjólalagið mitt er án efa „Tvítóla jólakrútt“ með Örvari. Það er byltingarkennt jólalag sem á að vera löngu komið út á plötu og óma í eyru landsmanna yfir hátíðarnar.“ – Hefurðu samið jólalag? „Já, ég hef samið slatta af jólalögum. Með hljómsveitinni Rúnk gaf ég út jólaplötuna „Jólin eru …“ sem geymir sex jólalög eftir okkur í hljómsveitinni. Einnig höfum við í Skakkamanage laumað þriggja laga jólaplöt- unni okkar „Nýju jólalögin“ undir jólatré vina og ættingja.“ – Hvað gerir lag að jólalagi? „Jólabjöllur og almennur hressleiki í bland við djúpa angurværð og tilfinningasemi.“ – Hvaða plata er mesti stemningsgjafinn yfir hátíðirnar? „Jól yfir borg og bæ með Eddukórnum. Ómissandi með laufabrauðinu.“ thorri@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Andstæður Almennur hressleiki í bland við djúpa angurværð er það sem gerir lag að jólalagi að mati Svavars Péturs. Hressleiki í bland við djúpa angurværð Svavari Pétri Eysteinssyni í Skakkamanage finnst „Jól yfir borg og bæ“ með Eddukórnum ómissandi með laufabrauðinu. Hún er orðin snjáð á mörgum heimilum matreiðslubókin Matur og drykkur eftir Helgu Sigurð- ardóttur sem Ísafoldarprent- smiðja gaf fyrst út árið 1947 og prentuð var mörgum sinnum. Hún var til á hverju einasta ís- lenska heimili enda ómissandi uppflettirit fyrir húsmæður þeirra tíma og ef til vill þá fáu húsfeður sem gáfu sig að eldhúsinu. Á sumum heimilum er hún enn til, jafnvel erfst til næstu kynslóðar enda er þar fjöldamargt sem staðist hefur tímans tönn auk þess sem bókin er merkileg heim- ild um matarkost Íslendinga um miðja síðustu öld. Sumt er löngu orðið sígilt eins og veiði- mannakakan sem nú er til í ýms- um útgáfum og oftar nefnd hjóna- bandssæla. Nútímahúsmæðar eru þó flestar löngu hættar að baka hana en grípa hana með sér í Bónus á tæpar 400 kr. Þær eru reyndar ljómandi góðar en spenn- andi væri reyna sig við veiði- mannaköku Helgu með ald- inmaukinu – sem er nú bara gamalt orð fyrir sultu – en eins og kakan sígilt. Veiðimannakaka (hjónabandsæla) 3 bollar haframjöl 2 bollar hveiti 250 g smjörlíki 1 bolli púðursykur 2 tsk lyftiduft aldinmauk Smjörlíkið er hrært með sykr- inum. Hveiti og lyftidufti sáldrað og blandað í ásamt haframjölinu. Hnoðað. 1) Flatt út á plötu. Aldinmauki smurt yfir og þar ofan á mulið það sem eftir er af deiginu. Bakað við mikinn hita og skorið í tígla. Eða: 2) Helmingur deigsins er látinn í tertumót. Mauki, t.d. döðlu- mauki, smurt yfir og svo hinn helmingurinn af deiginu látinn yf- ir. Svo bakað í 175°C-200 í 30 mín- útur. Veiðimanna- kakan sem varð að hjónabands- sælu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.