Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 20
20|Morgunblaðið Aðventan heldur utan ummann með rökkrinu sínuog kertaljósunum. „Jule-hygge“ er greypt í mig, það er danski hlutinn í mér,“ segir þessi mikli matgæðingur. Helga setti saman fyrir lesendur Morgunblaðsins matseðil sem er dæmigerður fyrir það sem hún myndi bjóða upp á í aðventuboði. Hún segist hafa valið fyrst og fremst það sem henni þyki gott. „Mér þykja súpur stórkostlegar, en þær eru van- metnar. Ég býð upp á þær því þær eru hollar, þeim fylgir lítil fyrirhöfn og maður borgar lítið fyrir góðan mat. Auk þess þykir öllum súpur góðar. Súpa með góðu brauði og ein- hverju sætu á eftir að verða stórkost- lega máltíð.“ Breytir uppskriftum til hins hollara Sem sætindi segist Helga hafa val- ið hjónabandsæluna sérstaklega til að sýna fram á hversu auðvelt er að breyta köku sem maður hefur bakað kannski áratugum saman í mun holl- ari köku, án þess að bragðið breytist neitt. Seinni uppskriftin er örlítið stærri, en hægt er að breyta upp- skriftum í alveg sömu hlutföllum. Helga bendir á að uppskriftinni að Graskersbrauðinu sé einnig búið að breyta. „Í henni er spelthveiti í stað- inn fyrir hvítt hveiti, engin mjólk, vínsteinslyftiduft í stað sóda og lyfti- dufts, og hrásykur í stað venjulegs sykurs. Þetta er hægt að gera við flest allar uppskriftir.“ Helga leggur einnig til að fólk sleppi harðri fitu í bakstri. „Það er algjör óþarfi að nota smjörlíki eins og í gamla daga þegar ekkert annað fékkst. Það er miklu betra að nota olíur eins og sólblóma- olíu og þess vegna ólífuolíu, og svo stundum hreina og góða íslenska smjörið okkar.“ Náttúrulega sætuefnið Xylitol Í hjónabandssælunni er notað sætuefnið xylitol, sem Helgu finnst mjög merkilegt efni, en það er alger- lega náttúrulegt. Það er að finna í trefjum ýmissa jurta, eins og birki, hindberjum, plómum og maís, og það er mjög dýrt í vinnslu, sem er helsta ástæðan fyrir því hvers vegna það er ekki notað í fjöldaframleiddar mat- vörur. Helga segir að það sé alltaf hægt að nota xylitol í staðinn fyrir sykur. Hún nefnir sem dæmi að mað- ur utan úr bæ hafi sent henni upp- skrift að marens, þar sem xylitol sé notað í staðinn fyrir sykur, en upp- skriftina má nálgast á heimasíðu Manns lifandi: www.maðurlifandi.is. „Þessi maður notar xylitol í allt, líka rabarbarasultuna sína,“ segir Helga. „Sumir nota xylitolið í jafnmiklu magni og sykurinn, en mér finnst það svo dísætt að ég nota alltaf aðeins minna xylitol eins og sést í uppskrift- inni að hjónbandssælunni.“ Drykkur sem hjálpar meltingu og nýrum Í graskersbrauðið notar Helga graskerstegundina „butternut“ sem í útliti er lík ljósgulri peru. „Þessi teg- und er sérstaklega mjúk og góð. Þeg- ar ég baka þetta brauð, baka ég alltaf auka grasker og nota það seinna í graskerssúpu.“ Annars finnst Helgu Íslendingar ekki alveg búnir að upp- götva graskerin, sem hún segir að séu stútfull af vítamínum og frábær í súpur og bakstur. „Það er líka rosa- lega gott að baka grasker í ofni með smávegis af olíu, salti og sojasósu. Þetta má borða bæði með meðlæti og sem grænmetisrétt.“ Helga stingur upp á að fólk fái sér lífrænt rauðvín með súpunni. „Margt fólk sem fær heiftarleg óþols- viðbrögð við rauðvínsdrykkju getur flest drukkið lífræna rauðvínið eins og ekkert sé. Þá fær vínviðurinn að eflast af sjálfsdáðum án þess að nokkur önnur efni komi við sögu. Það eru alltaf að bætast við tegundir í Ríkinu sem er mikið gleðiefni og skemmtileg viðbót við úrvalið.“ Varðandi fordrykkinn er hug- myndin að nota fullt af ferskri myntu eins og Tyrkirnir gera. Helga segir að það sé mjög mikilvægt að vanda valið þegar kemur að trönuberjasaf- anum og sæta hann svo með agave- sírópinu því safinn sé frekar beiskur. „Þetta er upplagður jóladrykkur því hann er vatnslosandi og róar mag- ann. Eftir allt átið er gott að fá drykk sem er góður fyrir meltinguna og nýrun,“ segir Helga að lokum og býður fólki að gjöra svo vel. Fordrykkur fyrir alla aldurshópa ½ flaska trönuberjasafi fersk myntulauf soðið vatn agave-síróp eða xylitol Setjið sjóðandi vatnið á fersk myntulauf og látið standa og taka í sig. Blandið saman í könnu, ½ flösku af trönuberjasafa og myntuteinu. Það er afar gott að sæta það aðeins með Agave-sírópi eða xylitol og skreyta svo glasið með myntu. Þakkargjörðarhátíðarsúpa fyrir 4-6 manns 4 stk sætar kartöflur afhýddar og skornar í litla bita 1 kg gulrætur, skornar í munnbita 2-3 msk grænmetiskraftur, án allra Holl og jólaleg huggulegheit Morgunblaðið/Frikki Lífræn Helga Mogensen er meistarakokkur og notar ávallt lífrænt hráefni. Þakkargjörðarhátíðarsúpan er matarmikil og góð með graskersbrauðinu. Helga Mogensen mat- hönnuður á Manni lif- andi sagði Hildi Lofts- dóttur að sér fyndist aðventan yndislegur tími og upplagður til þess að draga vini og vandamenn saman, ekki síst til þess að bæta upp fyrir sum- artímann þegar enginn hafði tíma til að hittast. Salir fyrir öll tækifæri brúðkaup • fermingar • fundi • ráðstefnur • afmæli • árshátíðir • þorrablót • jólahlaðborð Veislur - fundir - ráðstefnur Veislusalurinn Rúgbrauðsgerðin ehf Borgartúni 6 • 105 Reykjavík • Sími 517 6545 www.rugbraudsgerdin.is E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 EKKI SNÚA BAKI VIÐ VANDANUM Drekkurðu oft eða mikið í einu? Á virkum dögum sem helgum? Alein/n sem í félagsskap? Ef svo er, þá er kominn tími til að snúa við blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.