Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 12
12|Morgunblaðið Eftir Eddu Jóhannsdóttur eddajoh@mbl.is Menningarmiðstöðin Edinborg og kaffihúsið þar var opnað á sjó- mannadaginn á þessu ári. Guð- munda H. Birgisdóttir forstöðukona hússins segir alltaf hafa verið mark- mið þeirra sem stóðu að uppbygg- ingu menningarmiðstöðvarinnar að sjá til þess að veitingarekstur yrði einnig í húsinu. „Stjórn hússins leitaði eftir kost- unaraðilum, samhliða tilboði í stærsta áfangann á endurbyggingu hússins, en Edinborgarhúsið er staðsett eins og best verður á kosið í miðbæ Ísafjarðar og er eitt af þrem- ur menningarhúsum Ísafjarð- arbæjar,“ segir Guðmunda. „Skilyrt var að reksturinn yrði í náinni sam- vinnu við starfsemi hússins, sem er alhliða ferðaþjónusta og menningar- starfsemi í víðasta skilningi, svo sem tónleikar, leik- og myndlistarsýn- ingar og fyrirlestrar svo eitthvað sé nefnt.“ Einnig er í húsinu starfræktur listaskóli með fjölda fólks á öllum aldri og húsið er hannað fyrir stærri sem og smærri ráðstefnur. Aðspurð hvernig jólaundirbún- ingnum er háttað í ár í Edinborg- arhúsinu segir Guðmunda að það verði með ýmsum hætti. „Við verð- um með heitt súkkulaði og smákök- ur á aðventunni og svo verður að sjálfsögðu jólahlaðborð.“ Hún segir jólahlaðborðið verða einu sinni í viku og þá með tónlist sem tilheyrir kvöldmáltíðum og stemmningu. „Fólk kemur oft langt að en það fer þó að sjálfsögðu eftir uppákomum, en aðal hússins er okk- ar frábæri saltfiskur og íslenska kjötsúpa.“ Á jólahlaðborðinu verða hefð- bundnir réttir í bland við nýjungar, en eitthvað sem er sérstaklega vest- firskt? „Já,“ segir Guðmunda hlæjandi, „veðrið og einstaklega skemmtilegt fólk.“ – Og hvenær hefst svo jóla- stemmningin? „Ekki degi seinna en 1. desem- ber.“ Heitt súkkulaði og smákökur Það er rífandi stemmning í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í des- ember, vestfirskt veður, jólahlaðborð og skemmtilegt fólk Jóna Símonía, sem er sagn-fræðingur og vinnur semskjalavörður á Skjalasafninuá Ísafirði, sagði að ekki væri laust við að tilhlökkun lægi í loftinu vegna tímans framundan. Hún stað- hæfði einnig að engin hætta væri á að nokkrum manni myndi leiðast í Ísafjarðarbæ þegar liði að aðvent- unni enda sjaldan jafn mikið fram- boð af uppákomum og í vetur. Einn af þeim viðburðum sem eru fyrir löngu orðnir fastir liðir í jóla- undirbúningi Ísfirðinga er Torgsala Tónlistarfélagsins en líklega eru um 20 ár frá því að hún var haldin í fyrsta sinn. Í upphafi var hún haldin til að safna fyrir nýbyggingu handa Tónlistarskólanum en þrátt fyrir að þær áætlanir hafi verið lagðar á hill- una stendur félagið alltaf fyrir Torg- sölu. Síðastliðin ár hefur verið kveikt á jólatrénu sama dag – svo það er samfellt fjör á Silfurtorgi allan dag- inn. Á Torgsölunni er fyrst og fremst verið að selja laufabrauð og ýmiss konar bakstur, sultur og konfekt, að sjálfsögðu allt handgert, en líka jóla- kort Tónlistarfélagsins og grenikr- ansa. Þá er hægt að kaupa sér heitt súkkulaði eða glögg til að ylja sér á og gæða sér á heitum lummum. Þetta er í raun upphafið að jóla- stemningunni á Ísafirði. Ljúffengt laufabrauðið er bakað af félags- mönnum Tónlistarfélagsins og heyrst hefur að það sé ávallt líf og fjör við þann bakstur! Happdrætti Línunnar Svo er það Línan – en í fjölda ára hafa Slysavarnakonur í bænum haldið úti happdrætti þar sem vinn- ingarnir er föndur sem konurnar hafa unnið yfir veturinn. Nafnið er þannig til komið að bæjarbúar kaupa eina línu í stílabók – rita þar nafn og símanúmer; síðan eru lín- urnar rifnar úr bókinni og nöfn hinna heppnu dregin út. Þetta er nokkuð gamall siður. Vinningunum sem hægt er að hreppa í Línuhappdrættinu er alltaf stillt út í búðarglugga á meðan á söl- unni stendur, svona til að auka á spennuna, og eru þeir svo keyrðir til vinningshafanna þegar drætti er lokið. Hjá mörgum Ísfirðingum er þetta ómissandi hluti af aðventunni og hafa sjómenn löngum verið einna stórtækastir í línu-kaupum. Jólahlaðborð, smurbrauð og öllari Eins og margir aðrir landsmenn hafa fjölmargir Ísfirðingar það fyrir sið að fara á jólahlaðborð eða halda jafnvel slíkar matarveislur heima hjá sér. Einna vinsælast er að fara á jólahlaðborðið sem er árlegur við- burður á veitingastaðnum Við Poll- inn. Hann er á Hótel Ísafirði og hef- ur árum saman verið í jólahlaðborðabransanum. Sauma- klúbbar bæjarins taka sig gjarnan saman og mæta á jólahlaðborð eða eru jafnvel með ,,jule-frokost“ í heimahúsum. Við Pollinn býður líka upp á danskt „smørrebrød“ en ýmsir hafa tileinkað sér þann sið að fá sér brauð og öllara á þessum árstíma. Vert er að minnast einnig á veitinga- staðina Fernandos og Kaffi Ed- inborg sem halda í heiðri sanna jóla- stemningu í mat og drykk. Kertaljós, kyrrðarstund og friðarganga Aðventukvöld eru haldin í öllum kirkjum og eru ævinlega mjög vel sótt. Á Ísafirði eru það kirkjukórinn og Sunnukórinn sem standa að að- ventukvöldi. Kammerkór Vestfjarða stendur svo fyrir kyrrðarstund í Ísa- fjarðarkirkju skömmu fyrir jól en þá er rökkrið lýst upp með fögrum söng og kertaljósum. Ekki má svo gleyma jóla- tónleikum tónlistarskólanna sem eru haldnir í öllum þéttbýlisplássunum í kringum Ísafjörð. Undanfarin ár hefur verið frið- arganga á Ísafirði á Þorláksmessu og svo hefur Slysavarnafélagið verið með skötuveislu. Margir Ísfirðingar nýta sér þá veislu þar sem þeim fjölgar víst sem ekki fá að sjóða skötuna sína heima við. Það eru sumsé ekki allir bæjarbúar sammála um að skötulyktin sé jólalykt! En vissulega eru þær margar skötuveislurnar sem haldnar eru í heimahúsum á Ísafirði. hauksdottir@hotmail.com Miðbæjarstemmning Það er stemning í miðbænum þegar jólin nálgast. Jólaveinar Hinir einu sönnu íslensku jólasveinar búa áreiðanlega í vest- firsku fjöllunum en láta að sjálfsögðu sjá sig á réttum tíma. Jólastemn- ingin nálgast Ísafjörð Torgsala Ein af mörgum skemmtilegum jólahefðum Ísfirðinga er Torgsala tónlistarfélagsins. Á Ísafirði er fólk með sól í hjarta og farið að huga að jólunum þótt myrkrið grúfi yfir fjöllunum. Hrund Hauksdóttir hafði sambandi við Jónu Sím- oníu Bjarnadóttur á Ísafirði til að forvitnast um hvernig jólaundirbúningi bæjarbúa væri háttað. Jólahlaðborð Vestfirðingar fjölmenna að sjálfsögðu á jólahlaðborð eins og aðrir landsmenn. Þessi mynd er frá jólahlaðborðinu í Faktors- húsinu í Hæstakaupstað. »Hjá mörgum Ísfirð- ingum er Línuhapp- drættið ómissandi hluti af aðventunni og hafa sjómenn löngum verið einna stórtækastir í línukaupum. Hótel Hvolsvöllur Villibráðahlaðborð Jólahlaðborð Gisting Fundir / ráðstefnur Einstaklingar, hópar og fyrirtæki leitið tilboða Sími 487 8050 | Símabréf 487 8058 hotelhvolsvollur@simnet.is www.hotelhvolsvollur.is Hótel Hvolsvöllur Betra val M bl 9 24 37 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.