Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 9
Morgunblaðið |9 Anna Kristjánsdóttir vélfræðingur hefur farið á mörg jólahlaðborð en segir það misjafnt frá ári til árs hvort hún fari. „Það er haldið jólahlaðborð í vinnunni minni einu sinni á ári, en ég fer þó fremur sjaldan. – Hvernig velur þú hvert þú ferð á jólahlaðborð? „Það eru aðrir aðilar sem velja jólahlaðborðið, eins og áður segir, en mitt að ákveða hvort ég vilji vera með.“ – Hvað er mikilvægast, maturinn og þjónustan eða stemningin og fé- lagsskapurinn? „Mér finnst allt mikilvægt, ekki síst þjónustan sem getur gert jóla- hlaðborðið að hátíðarstundu ef hún er góð, en rústað því ef hún er slæm.“ – Kemur jólahlaðborð þér í jóla- skap? „Nei, jólahlaðborðið kemur mér ekki í hátíðarskap. Ég kemst yfirleitt ekki í hátíðarskap fyrr en í stemning- unni í miðbænum að kvöldi Þorláks- messu, þó með því skilyrði að ég sé á frívakt þá um kvöldið, annars ekki fyrr en á aðfangadagskvöld þegar klukkurnar byrja að hringja inn jól- in.“ – Eftirminnilegt jólahlaðborð eða minning sem tengist því? „Skemmtilegasta jólahlaðborðið sem ég hefi farið á var haldið í Gamla stan í Stokkhólmi fyrir jólin 1995. Þá fór öll vaktin mín í þáverandi vinnunni minni saman niður í bæ og við skemmtum okkur frameftir nóttu. Kannski var stemningin svona góð sökum þess að þetta voru fyrstu jólin sem mér fannst ég vera frjáls frá ævilangri áþján.“ Besta jólahlaðborðið þegar ég var frjáls undan ævilangri áþján Morgunblaðið/Guðrún Vala Stemmning Það er misjafnt frá ári til árs hvort Anna Kristjánsdóttir fari á jólahlaðborð en hátíðarstemmning finnst henni mest á Þorláksmessu. Baun kakótrésins, uppspretta súkkulaðisins, er lík- lega sú vörutegund úr jurtaríkinu sem trónir á toppi vinsældalistans hjá fólki sem borðar úr því ríki. Það jafnast næstum ekkert á við þær sætu nautnir sem gott súkkulaði vekur, enda var það til forna talið fæða guðanna, hvorki meira né minna. Í dag hefur þessi guðlega fæða færst nær almúganum en súkkulaði er samt ekki sama og súkkulaði – það vita þeir sem reynt hafa. Í þið vitið hvers bænum – veljið hið guðlega umfram gotteríið, borðið minna af því en njótið hvers bita þeim mun betur. Á veturna kallar kroppurinn oft á heitt, gott súkkulaði með rjóma – ekki kakóbolla, heldur súkkulaði í fallegum bolla. Súkkulaði verður að bræða mjög hægt, annars vill það brenna við sé hit- inn of mikill og jafnvel hlaupa í kekki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bragðarefir Gott súkkulaði er nautn fyrir bragðarefi sem láta það bráðna í munni. Sætar súkkulaðinautnir Jólaveislur á Vesturlandi Fimm veitingastaðir bjóða upp á fjölbreyttar veislur í aðdraganda jóla Velkom in á Vest urland Hernámið í hádeginu Jón Rafn Högnason tekur á móti hópn- um og rekur sögu fjarðarins í seinni heimsstyrjöldinni, hvalveiðisöguna. Hall- grímskirkja í Saurbæ skoðuð og sagt frá þeim hjónum Hallgrími Péturssyni og Guðríði Símonardóttur (Tyrkja-Guddu). Ferðin endar á glæsilegu jólahádegis- verðarhlaðborði á Hótel Glym í Hvalfirði. Verð með öllu 4.900 kr. Villibráðarhlaðborð Föstudags- og laugardagskvöld frá 16. nóvember til jóla. Hópar stærri en 40 manns geta bókað aðra daga. Jólafordrykkur, glæsilegt jólahlaðborð, einstakar náttúru- jólaskreytingar. Upplifun. Verð 6.900 kr. Aðventuljós á Hótel Glym Gisting í glæsilegu herbergi, heitir pottar. Fordrykkur, villibráðarhlaðborð, glæsilegt Strandamanna-„brunch“ Nánari upplýsingar á www.hotelglymur.is eða í s. 430 3100 Matargerðin er metnaðarfull, staðbundin og maturinn heimalagaður, dagskráin er bráðskemmtileg og umhverfið allt einstakt • Valdi í Brekkukoti fer með gamanmál, þenur nikkuna og stjórnar fjöldasöng. • Tónmilda Ísland, hrífandi sýning um íslenska tónlist og náttúru. • Staðarhaldari stýrir veislunni og fer með limrur milli mála. • Tröllafossar eru upplýstir og nauðsyn- legt að heilsa upp á tröllskessuna í klettinum. • Íslenskt sveitastuð sett á fóninn, tilval- ið að bregða undir sig betri fætinum. Verð 4.900 kr. Við erum einnig tilbúin að setja upp jóla- hlaðborð á öðrum dögum fyrir stærri hópa, þ.e. 40-60 manns Borðapantanir í síma 433-5800 eða á info@steinsnar.is. Nánari upplýsingar www.steinsnar.is eða www.fossatun.is Hádegisskemmtun fyrir börn og fullorðna Uppáhaldsmatur jólasveinanna. Jólasveinar krækja sér í bita. Verð: fullorðnir kr. 2.500 6-14 ára kr. 1.500 Frítt fyrir yngri en 6 ára. Pönnukakan hennar Grýlu Brúðuleiksýning eftir Bernd Ogrodnik 2., 8., og 9., des. kl. 14. Verð kr. 1.000. Sungið og gengið í kringum jólatré með jólasveinunum. Jólaveisla Landnámsseturs Glæsilegur kvöldverður Fjórir forréttir, fjórir aðalréttir, þrír eftirréttir. Húsráðendur, vinir og velunnarar skemmta með glensi og söng. Fullt verð kr. 5.300. Hópaverð, 8 eða fleiri, kr. 4.900. Sjá matseðla á www.landnamssetur.is Sími 437 1600 Netfang: landnamssetur@landnam.is Hlaðborðið á Hamri sést í hádeginu standa. Veislugestir fá þar flest sem fyllir kvið og anda. Glaðir þarna ganga í sal góðir menn og skvísur. Unnur síðan yrkja skal óteljandi vísur. Verður þarna vísnaglens, vömbin fyllt með æti. Tilvalið að taka séns og tryggja sér nú sæti. Hádegishlaðborð fyrir hópa 3.200 kr. Hinn rómaði jólamatseðill Hamars. Fordrykkur, 6 réttir og eftirréttahlaðborð, verð kr. 7.400 á mann. Með gistingu og morgunverði verð kr. 12.250 á mann. Pantanir í síma 433 66 00 hamar@icehotels.is Kalt borð að hætti Dana í hádeginu verð kr. 3200,- Kvöldverður að dönskum sið með íslenskum áherslum verð kr. 4900,- Tilboð á Julefrokost með gistingu og morgunverðarhlaðborði verð kr. 9800,- á mann í tveggja manna herbergi. Allar nánari upplýsingar á www.hraunsnef.is eða í síma 435-0111 Mb l 9 23 79 3 Aðventutilboð á Hótel Glym Jólaævintýri í Fossatúni Jólaveislur Landnámsseturs Vísur og veitingar á Hótel Hamri Julefrokost – með íslensku ívafi Hið vinsæla jólahlaðborð Sigga Hall á Óðinsvéum byrjar 15. nóvember Jólahlaðborð að hætti Sigga Hall: Síldar-og laxaréttir: Marineruð síld, ilmuð með einiberjum og brennivíni. Kryddsíld með Grand Marnier og appelsínum. Karrýsíld með eplum og vorlauk. Rússneskt síldarsalat með rauðrófum. Sinnepssíld með kartöflum. Graflax, sérlagaður að hætti hússins. Reyktur lax með piparrótarsósu. Kaldir og volgir kjötréttir: Hangikjöt með uppstúfi. Hamborgarhryggur með rauðrófu-hvítkáls-piparrótarsalati. Hreindýrapaté með cumberlandsósu. Léttsöltuð rauðvínssoðin nautatunga með sveppum og lauk. Sænskar kjötbollur með kapers og skánsku sinnepi. Grafið nautafille með piparrótarsalati. Innbökuðkryddpylsa. Heitir kjötréttir og saltfiskur: Purusteik með eplum og sveskjum. Hreindýrasteik með íslenskri villibráðar-rjómasósu. Kalkúnabringur með ítölskum kryddjurtum og sólþurrkuðum tómötum. Steiktar saltfisksmásteikur með katalansósu. Heimalagað rauðkál með gamaldags kryddkeim. Waldorfsalat. Franskar belgjabaunir-steiktarkartöflur-gratineraðar kartöflur. Eftirréttir og ostar: Blandaðir sérvaldir íslenskir og útlenskir gæðaostar. Karamellumarineraðar appelsínur. Vanillukrem marens og jarðarber. Tiramisu. Grand Mariner créme brulle. Súkkulaðikaka með sultu og súkkulaðikremi. Enskt krem. Verð á kvöldverði: 6.200 Verð í hádegi: 4.600 Það er margréttað, vandað og hefðbundið að hætti síðustu áratuga. Við leggjum áherslu á að allir njóti réttanna sem bornir eru á borð til gestanna ... alltaf ferskt og nýtt. Hádegisopnun frá 4. desember þriðjudaga-föstudaga fram að jólum. Kvöldopnun þriðjudaga-sunnudags. Pöntunarsími 511 6200, restaurant@odinsve.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.