Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 14
Hvað er betra á dimmum vetr- ardögum en að hitta drauga, álfa og tröll? Á Stokkseyri sveima slíkar þjóðsagnaverur um í tveimur söfn- um, Draugasetrinu og Álfa-, trölla- og norðurljósasafninu. Söfnin eru til húsa í Menningarhúsinu, sem var áð- ur stærsta frystihús þorpsins en er núna nýtt undir fjölbreytta menn- ingarstarfsemi. Á Draugasetrinu hlusta gestir á draugasögur á meðan gengið er um safnið og draugalæti leynast í skúmaskotum. Fullorðið fólk sem ekki er vant reimleikum getur orðið skelfingu lostið og börnum yngri en 12 ára er ekki ráðlagt að fara í safn- ið. Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið er hins vegar hannað fyrir alla fjöl- skylduna. Í álfaheimi gefst gestum einstakt tækifæri til þess að sjá álfa við dag- leg störf í umhverfi sem á engan sinn líka. Fossar, vatn og lækur er í þessu rými sem og náttúrulegt grjót, hólar og hæðir. Gestir fara í stóran helli þar sem tröllin búa. Þar er t.d. hægt að gægjast ofan í skessupott og setj- ast á rúm tröllskessunnar. Í stórum sal ríkir endalaus vetur, norðurljós dansa á veggjum og klakastykki úr Vatnajökli skreyta rýmið. Aðsóknin í Draugasetrið hefur aukist ár frá ári og þjóðsöguáhugi landsmanna og erlendra ferðamanna fer vaxandi. Í setrinu eru sagðar margar af okkar þekktustu sögum eins og Djákninn á Myrká en einnig er Kambholtsmóra frá Stokkseyri veitt verðskulduð athygli. Álfar, draugar og reim- leikar á Stokkseyri Spennandi Það er dálítið draugalegt um að litast á Draugasetrinu á Stokkseyri og hjartað slær stundum örlítið hraðar sem er einmitt svo spennandi og skemmtilegt á vetrardögum. 14|Morgunblaðið Nú fer tími skreytinga í hönd, jafnt vetrar- sem jólaskreyt- inga. Litirnir rauður og grænn eru sígildir fyrir jólin. Grenið góða ilmar og af kertaljósunum stafar birta sem er róandi og hlý. Það er líka um að gera að nota hug- myndaflugið og búa til skreyt- ingar úr því sem til er á heim- ilinu, hvort sem þær eru hefðbundnar eða ekki. Það er alltaf gaman að persónulegu handbragði og verki. Jólaskreyt- ingar Dagar myrkurs kallast vetrarhátíð Austurlands sem haldin er nú í 8. skipti og eflist með hverju ári sem líð- ur. Hátíðin er haldin yfir tvær helgar frá 8.-18. nóvember. Hátíðin er að sjálfsögðu haldin til að auðga enn frekar blómlegt mannlífið í skamm- deginu og lengja ferðamannatímann á Austurlandi. Þetta er ekki eini við- burður vetrarins því í kjölfarið fylgja „Jól á Austurlandi“ þar sem einnig er að finna margt skemmtilegt. Þrátt fyrir sitt myrka nafn eru Dagar myrkurs hátíð ljóss og gleði. Aðalmarkmiðið er einmitt að lýsa upp skammdegið og skemmta sér. Dag- arnir eru í raun haldnir á öllu Austur- landi þar sem þátttakendur eru frá Vopnafirði, Borgarfirði eystra, Fljótsdalshéraði, Fjarðabyggð, Breiðdalsvík og Djúpavogi en það er Markaðsstofa Austurlands sem held- ur utan um viðburðina. Kertaljós í sundlaugunum Það er ekki hægt að segja að íbúar Austurlands leggist í sorg og sút yfir skammdeginu og veðrinu heldur nýta þeir það til að búa til huggulega og notalega stemningu út um allt Aust- urland. Þessar helgar eru sundlaugarnar til dæmis með ljósin slökkt og kerta- ljós þannig að fólk getur komið og slappað af eftir amstur vikunnar. Skólarnir á Austurlandi hafa alltaf tekið þátt í hátíðinni með því að til- einka námsefnið þessa daga hátíðinni og er þemað hjá börnunum ljós, skuggar, draugar, stjörnur, norður- ljós og margt fleira tengt myrkrinu. Á leikskólunum munu börnin koma með ljós með sér og skoða skugga og rannsaka myrkrið. Einnig eru farnar kyndlagöngur og á Mjóeyri (Eskifirði) ræður Ástareld- urinn ríkjum. Þar er einnig „elsta“ bílabíó landsins með sýningu á hverju ári á Dögum myrkurs. Þá eru haldnir tónleikar, búðir hafa opið lengur og tilboð sem tengjast Dögum myrkurs, eldri borgarar eru með dagskrá, skemmtistaðir eru með sértilboð á dökkum drykkjum og svo má lengi telja. Á Djúpavogi er haldin svokölluð Sviðamessa sem er byggð á gamalli hefð. Upprunalega var þetta Allra heilaga messa en þar sem alltaf voru borðuð svið til hátíðabrigða eftir messuna breyttist nafnið með tím- anum í Sviðamessu. Í dag er þetta viðburður þar sem svið eru á borðum með meðfylgjandi tónlistarsýningu. Það verður sannkölluð ljósaskemmt- un á Austurlandi þessa daga. Myrkrið auðgar mann- lífið á Austurlandi Myrkradagar Það er í raun ekkert svartnætti á Austurlandi í nóvember því þá verða ýmsir menningarviburðir og skemmtilegheit á Dögum myrkurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.