Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 18
18|Morgunblaðið
í Óperuna og sýningin upplifuð í allri
sinni dýrð. Það er oft í mörg horn að
líta á sýningunni sjálfri og þá getur
verið gott að þekkja svolítið til verks-
ins svo að þú njótir sýningarinnar
sem best. Annars er hætta á að erfitt
verði að fylgjast með söguþræði.
Það eru þrír verðflokkar á sætum í
Óperunni; þau dýrustu eru stúkusæt-
in á svölunum en þau ódýrustu eru
tveir öftustu bekkirnir uppi. Það er
hins vegar smekksatriði hvar fólki
finnst best að sitja. Flestir óp-
erugestir eru þó sammála um að
betra sé sitja nálægt miðju en út til
hliðanna. Það ber líka að hafa í huga
að áhorfendasalurinn í Íslensku óp-
erunni er frekar lítill, miðað við stóru
óperuhúsin erlendis, og er því ekki
afgerandi munur á hljómburði og sýn
á sviðið á mismunandi stöðum í saln-
um.
Reglur um klæðaburð
Engar reglur um klæðaburð eru í
gildi varðandi heimsóknir í óperuna.
Þó finnst mörgum gaman að klæða
sig upp á þegar farið er þangað enda
álíta margir það hluta af upplifuninni
að mæta í sínu fínasta pússi. Það er
þó alls engin skylda að mæta í gala-
kjól eða jakkafötum á óperusýningar.
Mikilvægast er að vera í fötum sem
manni líður vel í því aðalatriðið er
Kvöldstund í Óperunni ættuallir að upplifa og fólkskyldi alls ekki verasmeykt við að „kunna
ekki“ á óperur. Öll hljótum við jú að
kunna að meta fallega tónlist, fagran
söng, leikræn tilþrif og dramatíska
búninga.
Sumir velta því fyrir sér hvort í
gildi séu einhverjar skrifaðar eða
óskrifaðar reglur þegar farið er á óp-
erusýningar. Þrátt fyrir að sú sé ekki
raunin þá eru hér nokkur atriði sem
gott er að hafa á bak við eyrað þegar
farið er í fyrsta skipti í Óperuna.
Óperan fyrir byrjendur
Þegar farið er á óperusýningu er
góð hugmynd að vera búinn að kynna
sér verkið sem farið er á, t.d. með því
að hlusta á tónlistina á geisladiski eða
jafnvel horfa á óperuna á DVD-diski.
Þannig gefst tækifæri til að kynnast
verkinu í ró og næði áður en mætt er
auðvitað að leyfa sér að njóta þess að
horfa og hlusta á það sem fram fer á
sviðinu.
Það getur verið mjög gott að hafa
leikskrána við höndina til að glugga í
áður en sýningin hefst. Þar eru upp-
lýsingar um söguþráð verksins og
hverjir syngja helstu hlutverkin.
Það er skynsamlegt að vera tím-
anlega á ferð og mæta að minnsta
kosti hálftíma fyrir sýningu, einkum
ef ekki er búið að sækja miðana, því
að oft myndast biðröð við miða-
sölulúguna rétt fyrir sýningu. Einnig
er nauðsynlegt að gefa sér tíma til að
hengja upp yfirhafnir í fatahenginu,
glugga aðeins í leikskrána og jafnvel
fá sér eitthvað að drekka á barnum
og njóta andrúmsloftsins í Óperunni
áður en sýningin hefst. Það er mjög
skemmtilegur forleikur. Engum er
hleypt inn í húsið eftir að sýningin
hefst.
Tímasetning klappsins
Það er hefð fyrir því í flestum
óperuhúsum að klappa fyrir
tónlistarstjóranum þegar hann
kemur í hljómsveitargryfjuna áður
en sýningin hefst og sami háttur er
hafður á þegar hljómsveitarstjórinn
gengur inn eftir hlé. Tónlistastjóri
Íslensku óperunnar er hinn
austurríski Kurt Kopecky sem
hefur starfað þar frá haustinu 2003.
Einnig er hefð fyrir því að klappa
fyrir einsöngvurunum þegar þeir
hafa lokið við að syngja ákveðnar arí-
ur. Flestar óperur eru í þremur þátt-
um og það er klappað eftir hvern
þátt.
Yfirleitt eru óperur sungnar á því
tungumáli sem verkið er upphaflega
samið á. Það kemur þó ekki að sök ef
þú skilur ekki tungumálið því að ís-
lenskum texta er varpað á tjald fyrir
ofan sviðið þannig að hægt er að lesa
íslenska þýðingu á textanum sem
birtist jafnóðum og hann er sunginn.
Þó svo að óperur séu þýddar og
sungnar á íslensku er textanum einn-
ig varpað upp á tjald þar sem ekki er
alltaf auðvelt að greina orðaskil þeg-
ar sungið er, sérstaklega í samsöngs-
atriðum og þegar sungið er af mikilli
ákefð.
Stefán Baldursson tók við starfi
óperustjóra síðastliðið vor og verður
spennandi að fylgjast með Óperunni
undir hans stjórn. Að öðrum verkum
ólöstuðum er gaman að segja frá því
að ein allra fegursta og þekktasta
perla óperubókmenntanna, La trav-
iata eftir Verdi, verður færð upp í Ís-
lensku óperunni eftir áramót.
Góða skemmtun!
hauksdottir@hotmail.com
Skuggaleikur Úr Skuggaleik sem sýndur var í óperunni í fyrra.
Íslenska óper-
an fyrir alla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í huga margra er heimsókn í Íslensku óperuna á
köldu vetrarkvöldi nokkuð sem tendrar jólaminn-
ingar og tilheyrir félagslífi vetrarins. Að mati Hrund-
ar Hauksdóttur jafnast fátt á við að taka fram eft-
irlætis svarta kjólinn og perlufestina, setja upp hárið
og mæta full tilhlökkunar í litla, sjarmerandi óp-
eruhúsið okkar Íslendinga við Ingólfsstræti.
» Þegar farið er á óperusýninguer góð hugmynd að vera búinn
að kynna sér verkið sem farið er
á t.d. með því að hlusta á tónlist-
ina á geisladiski eða jafnvel horfa
á óperuna á DVD-diski.
Eftirminnileg Óperuhús okkar Íslendinga kann að vera lítð en það er sjarmerandi og kvöldstund þar oft eft-
irminnileg upplifun en margar spennandi sýningar eru framundan í vetur.
Mikið úrval af neonljósum og
Confetti partýbombum
fyrir partýið, starfsmannateitin,
veislurnar og áramótin
i i l f lj
f i
f i i , f i i ,
i l i
Fjölbreyttar og vandaðar vörur
Lýstu upp lífið og skemmtu þér vel
Upplýsingar í síma 891 9530
Ljós í myrkrij í i
Þetta er bíll fyrir íslenskar aðstæður, enda
fjórhjóladrifinn. Tilvalið að nýta hann í
kringum jólahlaðborðin, haustfagnaði hjá
fyrirtækjum, áramótagleði og fleira og fleira.
Þú ferð ekkert upp í Breiðholt í skafrenningi
á venjulegri limmósínu en þessi lætur snjó
og skafrenning ekki stoppa sig.
Hægt er að senda okkur fyrirspurnir á netfangið limo@limo.is
einnig er hægt að hringja í síma 551LIMO (551-5466)
eða 868-9800 á skrifstofutíma frá kl. 10-18.
Skildu bílinn eftir heima
Limo.is
og láttu stjana við þig í kring um jólin
Njóttu þess að vera til