Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 19
Morgunblaðið |19 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Ííslenskum orðabókum hefurdanska orðið „hygge“ veriðþýtt sem það „að hafa þaðnotalegt“ og er ýmislegt til í því þótt nokkuð vanti upp á þýð- inguna því „hygge“ eða huggulegt er, í það minnsta að mati danskra, sérdanskt fyrirbrigði sem allir Dan- ir eru sjálfskipaðir sérfræðingar í. Fyrir jólin og um jólin gengur í garð mjög sérstakur tími í Dan- mörku þar sem allir fara í hátíð- arskap og er undirbúningur jólanna stór hluti af þeirri huggulegu „hygge“-stemningu sem Danir reyna að skapa yfir hátíðirnar. Í raun eru huggulegheitin fyr- irbrigði sem á sér djúpar rætur í danskri og reyndar líka norskri þjóðarvitund. Ástæða þess er meðal annars samfélagsgerð þessara þjóð- félaga sem að mörgu leyti er lík hinni íslensku samfélagsgerð þótt áhrifa skandinavíska velferðarkerf- isins hafi ekki gætt í eins miklum mæli á Íslandi, t.d. í fjölskyldu- mynstri og byggingarstíl. Sú athöfn sem við getum bara ein- faldlega nefnt að hugga sig á ís- lensku hefur því ef til vill átt auð- veldara uppdráttar í hinu opna danska alrými, þar sem stofa og eld- hús eru saman í einu rými. Sú góða danska hefð að nota mikið af kerta- ljósum og vera sínartandi í góðgæti – nokkuð sem margir íslenskir námsmenn hafa oft furðað sig á – hefur líka mikið að segja í danskri „hygge“. Eplaskífur, glögg, jólaöl og smákökur Danir byrja jólaundirbúning snemma en eru líka fljótir að henda jólunum út en þangað til það gerist skipta jólahefðirnar öllu máli. Seint í október byrja Danir að baka eplaskífur á fullu. Um það leyti er eplauppskeran öll komin í hús og eru danskar verslanir og heimili því full af ódýrum og safaríkum eplum. Siðurinn er gamall því hægt var að baka eplaskífur án þess að notast við ofna þá sem þarf við smáköku- bakstur. Er mun lengri hefð fyrir eplaskífubakstri en smákökubakstri þar sem ofnar voru ekki algengir á dönskum heimilum fyrr en á 20. öld. Þessu fylgir að sjálfsögðu jólaglögg, sem er þó sænskur siður, og hefur hver fjölskylda jafnvel sína eigin uppskrift. Jólaglögg og eplaskífur eru í boði víða og skiptir þá engu hvort um er að ræða dagheimili, banka eða verk- stæði – allir fá sinn skammt. Á sama tíma senda brugghúsin frá sér ógrynni af jólaöli og stendur þar líklega hæst hinn klassíski Tu- borg með tilheyrandi auglýsingum sem hafa verið þær sömu í 27 ár en einnig hefur fjöldi örbrugghúsa sent frá sér mikið úrval af eðaljólaöli hin síðustu ár. Alls konar kristilegar hátíð- arstundir eru haldnar í leik- og barnaskólum en flestar þeirra eru óþekktar á Íslandi. Jafnan lýkur slíkum stundum með samverustund þar sem allir hugga sig, með glöggi, smákökum, eplaskífum og jafnvel öli ef það er viðeigandi. Það er einmitt eitt af lykilatriðum í því að hugga sig, að njóta góðrar stundar með þeim sem eru manni kærastir, og þá sérstaklega um jól- in. Smákökubakstur er ekki lengur sérdanskt fyrirbrigði og hefur fyrir löngu rutt sér til rúms á Íslandi og hið sama er hægt að segja um hun- angskökurnar sem þó eru á boð- stólum allt árið um kring á Íslandi. Kökur þessar eru nefnilega sér- stakur lúxus á jólum í Danmörku og eru þær sérstaklega skreyttar með jólasveinum og sleðum. Danir skreyta mikið hjá sér um jólin, jafnt innan dyra sem utan, en gera það að mestu án þess að þurfa ótalmörg gígawött til að knýja jóla- seríur. Mikið er um kyndla og nátt- úrulegar skreytingar að utan og kertaljós, músastiga, kramarhús og aðrar pappírsskreytingar að innan. Útlendingum að óvörum nota Danir líka danska þjóðfánann mikið um jólin enda er hann í jólalitunum og ber ekki að misskilja slíkar skreyt- ingar sem merki um þjóðrembu. Dæmigerð jól Hefðirnar eru vissulega margar og hafa Íslendingar tileinkað sér þær flestar þó ef til vill skorti á að huggulegum kvöldstundum sé eytt í faðmi fjölskyldurnar og innan veggja heimilisins í ofurhröðu sam- félagi nútímans. Ein skemmtileg- asta danska hefðin er þó einmitt ekki haldin á heimilinu og það er hinn danski jólahádegisverður þar sem á boðstólum er ógrynni af rúg- brauði, síld, rauðrófum, kæfu og fleiru og líka hið sígilda danska Ála- borgar-ákavíti. Hefð þessi hefur náð auknum vinsældum hér á landi – sérstaklega þegar fyrirtæki vilja gera vel við starfsmenn sína. Reyndar eru danskar jólahefðir, þá sér í lagi þær jósku, taldar svo hátíðlegar að breska sjónvarpið BBC tók upp sjónvarpsþáttinn Holiday í Álaborg á Jótlandi í fyrra sem var stórsigur fyrir jóska jóla- sveina og þótti til marks um mik- ilvægi danskra jóla og danskrar „hygge“. Dönsk jól eru því að mörgu leyti orðin eins konar fyrirmynd- arjól og er tilvalið að leita fanga í dönskum hefðum til þess að hugga sig fyrir jólin. Jólin koma: Þegar Danir sjá aug- lýsingar Tuborg fyrir jólabjórinn vita þeir að jólin eru að koma en auglýsingarnar hafa verið þær sömu í 27 ár og eru fyrir löngu orðnar hluti af danskri jólastemningu. Morgunblaðið/Kristinn Huggulegheitin ganga í garð í Danmörku Lífsnautnir Daninn er frægur fyrir að ,,hygge sig“ og ná víst fæstar þjóðir þeirri einstöku list af jafnmikilli nautn og frændur vorir. Lífsnautnirnar eru þó hvorki flóknar né dýrar, samvera með fjölskyldu og vinum, kertaljós, eplaskíf- ur, smákökur og annað góðgæti að ógleymdum Tuborg eða jólaöli er allt sem til þarf – og svo bara að slappa af! Danskt Smurbrauðið er jafnan kennt við danskan uppruna og mörgum finnst ekki verra ef mjöð- urinn fylgir með. DUNI Á VEISLUBOR‹I‹ Duni b‡›ur úrval af dúkum og servíettum í fjölbreyttum litum og mynstrum sem henta vi› öll hugsanleg tilefni. Me› Duni fær veislubor›i› vi›eigandi svip, hvort sem fla› á a› vera hátí›legt, glæsilegt, líflegt e›a látlaust. Í verslunum liggur frammi bæklingur frá Duni flar sem finna má fjölmargar hugmyndir a› servíettubrotum, sjá einnig www.duni.com. E N N E M M / S IA / N M 3 0 13 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.