Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 17
Morgunblaðið |17
Eftir Kristján Guðlaugsson
kristjang@mbl.is
Allir sem séð hafa meist-araverk Ingmar Berg-mans, Fanny og Alex-ander, muna eftir litlu
systkinunum sem urðu vitni að
jólahlaðborðsveislunni frægu hjá
fjölskyldunni Ekdahl þar sem
sleitulaust var tekið til drykkjar
með jólamatnum. Eftir að hafa
drukkið bæði snaps og bjór kom
Kalli frændi þeirra og sýndi þeim
listir sínar í stiganum á milli
hæða, þar sem hann sagði á
sænsku: „Nu skall farbror Carl
bjuda på ett helvetes julfyrver-
keri“ eða „nú ætlar Kalli frændi að
bjóða ykkur upp á helv… jólaflug-
eldasýningu“, og svo rak hann við
svo um munaði á meðan hann
hljóp upp og niður stigann í Ekda-
hlsvillunni.
Slíkar jólaveislur eru sem betur
fátíðar á íslenskum heimilum enda
flestir vanir að veita malt og Eg-
ils-appelsín með jólamatnum. En
erlendis er áfengi oftar en ekki
haft um hönd á jólahlaðborðum, þó
ekki sé í sama mæli og í frásögn
Bergmans af systkinunum Fanny
og Alexander.
Glögg eða glóðarvín
Nágrannar okkar Danir, Norð-
menn og Svíar bjóða venjulega
upp á spægihlaðborð með ostaívafi
og síld, þegar jólahlaðborð eru
annars vegar. Gætir þar margra
góðra rétta, rúgbrauðs og græn-
metis, og yfirleitt er hafður
brennivínssnaps og bjór með
matnum.
Iðulega er sungið yfir borðum
en jólahlaðborðsvísurnar væru
ekki alltaf að skapi kirkjunnar
mönnum.
Sá siður tíðkast á aðventunni og
þegar boðið er til jólahlaðborðs, að
veita glögg eða glóðarvín eins og
Þjóðverjar kalla drykkinn.
Þetta er Íslendingum mæta vel
kunnugt en siðurinn hefur lagst af
eftir að hafa verið í tísku um nokk-
urt skeið í lok síðustu aldar. Er
svo komið að enginn birgir ÁTVR
býður lengur áfengt glögg og þess
vegna ekki hægt að kaupa það í
Vínbúðinni lengur, en þó geta
menn bruggað sér þennan drykk
ef þeir vilja.
Hér fylgja tvær uppskriftir,
önnur fyrir þá sem vilja fylgja
ströngustu reglum og hin fyrir þá
sem vilja fara einfaldari leið njóta
engu að siður drykkjarins.
Samkvæmt strangri hefð
Látið eftirfarandi krydd í pott:
75 g rúsínur, 75 g sætar möndlur
sem búið er að flysja og hakka,
ásamt tveimur kanelstöngum, 7
kardemommum og 5 nellikkum en
má bragðbæta blönduna með fíkj-
um og engiferi og öðru kryddi eft-
ir því sem við á og fólki finnst
gott.
Ef búa á til brennivínsglögg er
1 lítra af ókrydduðu brennivíni
hellt út í kryddblönduna en fyrir
vínglögg hálfum lítra af brennivíni
og hálfum lítra af rauðvíni.
Síðan eru 2 til 3 kíló (eða eftir
smekk) af sykurmolum lögð á rist
yfir pottinn og kveikt á plötunni.
Þar næst er brennivíns-og
kryddblandan hituð vel en gætið
þess að láta hana ekki sjóða. Gott
er að kveikja í því og ausa brenn-
andi vökvanum með sleif yfir syk-
urinn til að hann bráðni og leki
niður í glöggið.
Það er smekksatriði hversu
mikinn sykur skal nota sem og
notkun kryddjurta og magn
brennivíns.
Munið að hafa slökkvitæki eða
eldvarnateppi tiltæk til öryggis
við þessa jólaglöggsgerð.
Einföld glögg-lausn
Fyrir þá sem ekki vilja gefa sig
sænskri glögghefð á vald er til
einfaldari lausn og hún hentar
sennilega flestum heimilum betur.
Hitið einfaldlega gott rauðvín í
potti með kryddjurtum (nellikku,
kanelstöngum, möndlum, rúsínum
og öðru því sem hugurinn girnist)
og sykri. Hlutfallið milli rauðvíns
og sykurs er hálf flaska á 1,5-2 dl
sykurs.
Hitað vel í 10 mínútur. Hellið þá
út í bruggið brennivíni ef búa á til
brennivínsglögg. Einnig er hægt
að bragðbæta drykkinn með hun-
angi, koníaki eða rommi, en
kannski er jólaglögg best án
sterkra drykkja.
Ekkert hlaðborð án drykkjar
Morgunblaðið/Kristinn
Jólablanda Jólaglögg er vinsælt á meðal margra þjóða enda sérstök
blanda krydds og vína sem mörgum finnst góð með jólahlaðborðum.
Kaldir réttir:
Kryddsíld. Marineruð síld.
Karrýsíld. Rauðrófu- og eplasíld.
Einiberja og hunangsgrafinn lax.
Reyktur lax. Saltfisksalat.
Krónhjartar-Carpaccio. Léttreykt-
ur svartfugl. Köld kalkúnabringa
með sultuðu grænmeti. Reykt
grísasteik. Hangikjöt. “Lun
leverpostej” með sveppum og
beikoni.
Heitir réttir:
Ofnsteikt lambalæri kryddað íslenskum jurtum.
Fylltar tartalettur með kjúklingi og spergli.
“Flæskesteg, spröd og spændende.”
Heitt meðlæti:
Sykurgljáðar kartöflur. Heit sósa. Uppstúf með
kartöflum. Brúnkál.
Eftirréttir:
Konfekt. Súkkulaðikaka. Smákökur. Ris-á-la
mande. Ávaxtasalat. Heimalagaður ís.
Meðal annars á jólahlaðborði Rauða Hússins:
FROST OG FUNI
GISTIHEIMILI
ÞÆGINDI OG GÓÐUR AÐBÚNAÐUR
Lúxus gisting
Hveragerði
Pantanir í síma:
483 4959
kl. 10 til 19
og info@frostogfuni.is
www.frostogfuni.is
www.raudahusid.is
Ævintýri á aðventunni
Gisting - jólahlaðborð og akstur
milli Hveragerðis og Eyrarbakka
23.900 kr.
fyrir tvo
Eitt girnilegasta jólahlaðborð landsins
í fallegu 19. aldar umhverfi.
0,4 l kr. 1.300
0,5 l kr. 1.600
0,75 l kr. 1.900
1,5 l kr. 2.700
2,0 l kr. 2.900
ELDFASTUR
LEIR
19
87 - 2007
Nauðsynlegt
fyrir jólakæfuna
Klapparstíg 44, Sími 562 3614