Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 10
Úrval Hér er aðeins einn réttur af því mikla úrvali sem í boði er á Rangá,
sérstaklega á hlaðborðunum.
Næstum hundr-
að réttir frá
ýmsum löndum
Eftir Eddu Jóhannsdóttur
eddajoh@mbl.is
Þeir gera það ekki endaslepptstrákarnir á Hótel Rangáog skiptir þá ekki málihvort um er
að ræða fagurt umhverfi, frábæra
þjónustu eða eðalmat í öll mál. Und-
anfarið hefur verið boðið upp á villi-
bráðarmatseðill þar sem lundi, ís-
lenska geit, önd, hjörtur og bleikja er
á meðal forrétta, gæs og hreindýr í
aðalrétt og bláberja og piparp-
annacotta í eftirrétt.
Björn Ericsson, sem er Svíi, hefur
verið hótelstjóri á Hótel Rangá í
bráðum fimm ár. Það hefur verið
byggt hefur verið við hótelið, sem er
íburðarmikið og glæsilegt en hús-
bændur hafa þó gætt þess vel að
missa ekki sjónar á sveitarómantík-
inni sem þeir telja ekki síður mik-
ilvæga.
Orðstír hótelsins fer víða
Björn segir að Íslendingar séu fjöl-
mennastir viðskiptavinanna, en út-
lendingum fjölgi stöðugt eins og
reyndar gestum almennt.
„Mest er af Bandaríkjamönnum en
Rússum hefur fjölgað verulega en við
erum í samvinnu við ferðaskrifstofu í
Moskvu,“ segir Björn. Þá hefur Bret-
um, Svíum og Norðmönnum einnig
fjölgað sem og hópum frá Japan og
Bandaríkjunum sem koma á á haust-
in til að sjá norðurljósin. Við bjóðum
einnig upp á brúðkaupspakka sem
hafa notið vinsælda og erum stolt af
því að hvað þá varðar vorum við valin
annað besta hótelið í heimi fyrir
brúðkaup hjá GMTV-sjónvarpsstöð-
inni í Bretlandi, sem er með mesta
áhorf í Evrópu af morgunþáttum.
Við höfum bætt við tíu háklassa-
herbergjum og einni svítu. Nú þegar
jólahátíðin fer í hönd er vinsælt að
kaupa gjafabréf hjá okkur sem svo
fólk getur notað hvenær sem er árs-
ins,“ segir Björn.
Björn segir algengt að ferðamenn
dvelji á Hótel Rangá í tvo til þrjá
daga og fari í ferðir frá hótelinu, í
Þórsmörk, inn á hálendið, til Vest-
mannaeyja eða um Gullna þríhyrn-
inginn, svo dæmi séu tekin.
Jólahlaðborðið ekki dæmigert
Hinn 16. nóvember tekur jólahlað-
borðið við af villibráðarmatseðlinum.
„Þetta er ekki dæmigert jólahlað-
borð,“ segir Björn og hlær. „Við er-
um með skandinavískt þema, níutíu
rétti frá fjölmörgum löndum, eins og
til dæmis Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku og svo exótíska rétti sem eru
ótrúlega frábrugðnir öðru og spenn-
andi.
Alíslenskt er að sjálfsögðu hangi-
kjötið og hamborgarhryggurinn, en á
matseðlinum eru tuttugu tegundir af
laxi, silungur, hvalur, sænskar kjöt-
bollur og freistingin hans Janssons,“
segir Björn brosandi og dregur djúpt
andann. „Það verða líka óvenjulegur
réttir eins og dúfur, kengúrur, strúta
og kanínur, hreindýr og skóg-
arhirtir,“ segir hann hlæjandi og fer
svo að ryðja upp úr sér öllum eft-
irréttunum. Úff, þvílíkt úrval.
Björn segist enda hafa yndi af að
búa til þennan fjölbreytta matseðil
með matreiðslumönnunum, þó svo að
sjálfur sé hann ekki menntaður mat-
reiðslumaður, en hann átti og rak
veitingastaði í Svíþjóð.
Aðalmatsveinninn á Hótel Rangá
núna, Van, er nýbyrjaður og kemur
frá sænska Óperukjallaranum sem er
einn af fínustu veitingastöðum Sví-
þjóðar.
Það er að minnsta kosti engin
hætta á að allir finni ekki eitthvað við
sitt hæfi á jólahlaðborði á Hótel
Rangá og betra að panta fyrr en
seinna því þegar er fullbókað á sum
kvöldin.
Jólatónlistin verður á sínum stað
og hvað getur verið jólalegra en sitja
úti í heitum potti að lokinni eðalmál-
tíð og horfa á jólanorðurljósin dansa
um himininn í öllum regnbogans lit-
um?
Rangá Umhverfi Rangár er fallegt og eykur á stemmninguna.
Yndisauki Kitlar bragðlaukana.
Sætir Gómsætir eftirréttir.
» „Við bjóðum einnigupp á brúðkaups-
pakka sem hafa notið
vinsælda og erum stolt
af því að hvað þá varðar
vorum við valin annað
besta hótelið í heimi fyr-
ir brúðkaup hjá GMTV-
sjónvarpsstöðinni í
Bretlandi, sem er með
mesta áhorf í Evrópu af
morgunþáttum.“
Matargirnd Góð steik með víni er hvers manns maga hugljúfi.
10|Morgunblaðið