Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 5
Morgunblaðið |5
Við vetrarkomu til forna tíðk-
uðust ekki aðeins matarhátíðir
heldur var til siðs að rýna í ýmis
líffæri dýra, til þess að reyna að
spá því hvernig veðurfarið yrði
þann vetur, einkum kinda enda
spiluðu þær stóra rullu í lífi hins
íslenska bónda til forna. Í Sögu
daganna eftir Árna Björnsson
segir frá því að samkvæmt einni
heimild þótti gott að taka nýtt
kindarmilta, skera í það átta
samsíða skurði og leggja það svo
einhvers staðar þar sem enginn
næði í það daglangt. Við skoðun
daginn eftir var sérstaklega rýnt
í hvort skurðirnir hefðu glennst í
sundur eða ekki. Hefðu þeir
glennst í sundur þýddi það góða
veðráttu um veturna en væru
þeir fastir saman myndi illa
viðra. Ýmsar útfærslur voru þó á
vetrarveðurspánni með kind-
armiltanu eftir ársfjórðungum.
Einnig var spáð í kindagarnir
og var þá yfirleitt miðað við
fyrstu kind sem slátrað var
heima. Rakið var frá endagörn
sem merkti upphaf vetrar og
kannað hvar auðir blettir var í
görnunum. Á þeim tímabilum
vetrarins mátti búast við harð-
indum en þíðviðri þar sem garnir
voru fullar.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Spákindur Kindur höfðu margvíslegu hlutverki að gegna til forna og
kindamiltu og garnir voru meðal annars talin geta sagt til um veðurfar.
Kindalíf-
færi segja
fyrir um
vetrar-
veðrið
EKKI VERA SÚR
Eru tennurnar í sýrubaði oft á dag?
Sýran í sykruðum og sykurlausum gos-
drykkjum getur eytt glerungi tannanna –
og hann kemur aldrei aftur. Það er ekki bara
súrt heldur líka sárt.
Drekktu vatn – líka kolsýrt vatn!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
5
2
0
4