Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 11
Morgunblaðið |11 – Uppáhaldsjólalagið? „Ég verð að nefna tvö lög. John Lennon-jólalagið kemur mér alltaf í rosalegt jólaskap og mér finnst í lagi að heyra það allan desember, og það má jafnvel byrja fyrr. Lagið „Jól“ eftir Jórunni Viðar er svo aftur á móti öðruvísi uppáhaldsjólalag því mér finnst best að heyra það bara á aðfangadag og jólunum sjálfum.“ – Hefur þú samið jólalag? „Sprengjuhöllin samdi jólalag í fyrra. Snorri samdi að vísu lagið en ég samdi textann. Það heitir „Sprengjujól“ og er nokkuð fyndið.“ – Hvað gerir lag að jólalagi? „Það er ýmislegt. Textinn þarf helst að vera um jólin eða frið á jörðu eða eitthvað þessháttar. Svo er mjög sniðugt að hafa sleðabjöllur til að tryggja jólaáhrifin. Þrátt fyrir þetta er til fullt af jólalögum sem hafa hvorki jólatexta né sleða- bjöllur. „Göngum við í kringum einiberjarunn“ er gott dæmi um það. Besta leiðin til að gera lag að jólalagi er að spila það og syngja aðeins í desember!“ – Hvaða plata er helsti stemn- ingsgjafinn yfir hátíðirnar? „Pabbi spilar alltaf einhverja sænska jólaplötu með barnakórum. Ég man ekki hvernig en þessi plata er á einhvern hátt tengd Abba. Ann- aðhvort er það Benny Andersson sem semur lögin á henni eða Anni- Frid eða einhver sem syngur eitt- hvað á henni. Ég man aldrei hver Abba-tengingin er. Þetta er samt að vísu nokkuð klassísk tónlist en ekki 70’s-diskópopp eins og hjá Abba. Á plötunni eru nokkur sænsk jólalög sem ég söng á leikskóla þegar ég var lítill og bjó í Svíþjóð. Ég held að það skipti mestu máli með svona stemningu að maður tengist lög- unum á einhvern hátt. Það er alls ekki víst að þessi plata komi öðru fólki í jólaskap. Sumir komast kannski í mesta jólaskapið við að hlusta á Iron Maiden. Það er aldrei að vita.“ thorri@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Friðarjól Bergur Ebbi er á því að það sem gerir lag að jólalagi sé textinn sem þarf helst að vera um jólin eða frið á jörðu. Söng sænsk jólalög Lög eftir eins ólíka tónlistarmenn og John Lennon og Jórunni Viðar koma Bergi Ebba Benediktssyni í Sprengjuhöllinni í jólaskap. – Uppáhaldsjólalagið? „Það mun vera „Fyrir jól“ með Svölu og Bó. Mér finnst talkaflinn í því svo fyndinn sem og bílflautið.“ – Hefurðu samið jólalag? „Já ég samdi nokkur með honum Árna mínum. Meðal annars hið syk- ursæta en jafnframt óþekkta lag „Krúttjól með sósu“. Svo gargaði ég eitthvert dótarí yfir nokkur jólalög á jólalagatalinu á XFM. Gaman er að minnast á það að fyrsta FM Belfast- lagið var ekki jólalag heldur jólagjöf handa vinum okkar.“ – Hvað gerir lag að jólalagi? „Ég held að hreindýrabjöllur gætu gert hvaða lag sem er að jóla- lagi. Svo sakar ekki að segja jól eða Jesú nokkrum sinnum í viðlagi til eða frá.“ – Hvaða plata er helsti stemnings- gjafinn yfir hátíðirnar? „Æ mér finnst bara skemmtileg- ast að hlusta á Ladda og Ómar Ragnarsson og þeirra jólagrín- plötur.“ thorri@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Jólastemmningin Jólagrínplötur þeirra Ladda og Ómars Ragnarssonar koma Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur í jólastemmninguna. Hreindýrabjöllur gera lag að jólalagi Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir – FM Belfast hefur samið jólalagið óþekkta „Krúttjól með sósu“ PANTAÐU Í SÍMA WWW.JUMBO.IS 5546999 SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.