Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 22
Það er óhætt að segja að Landnámssetrið í Borgarnesi fari ótroðnar slóðir í undirbúningi jólamatseðilsins í ár. Þar eru jólasveinarnir þrettán látnir ráða matseðlinum í hádeginu á veitingastaðnum sem setrið rekur. Hver og einn fær uppáhaldsmatinn sinn og gestirnir geta svo valið milli kræsinganna að vild. Kristján Guðlaugsson kynnti sér málið nánar. Hugmyndin kviknaði eig-inlega í fyrra þegarhingað kom hópur á að-ventunni frá fjölmenn- um vinnustað í Reykjavík. Fólkið óskaði eftir því að hafa börnin með sér og vildi gjarnan að þau fengju hollan og góðan mat og einhverja jólaskemmtun um leið. Nú, við gáf- um þeim kakó og vöfflur, haldin var sögustund og svo kom náttúrlega jólasveinn í heimsókn og allir sungu og dönsuðu kringum jólatréð,“ seg- ir Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir, en hún rekur setrið ásamt manni sínum Kjartani Ragnarssyni. Búðingur fyrir Stúf Sigríður segir að þessi samkoma, sem til var efnt með tiltölulega stuttum fyrirvara, hafi mælst svo vel fyrir hjá gestunum að aðstand- endur Landnámssetursins hafi ákveðið að endurtaka hana í ein- hverju formi í ár. „Það varð úr að við ákváðum að halda jólaboð fyrir fjölskyldur í há- deginu og raunar tókum við hug- myndina aðeins lengra og ákváðum að blanda jólasveinunum íslensku, Leppalúða og Grýlu í málið.“ Það gefur augaleið hvaða uppá- haldsrétti nafntogaðir mathákar meðal jólasveinanna kjósa sér, Bjúgnakræki langar auðvitað í bjúgu, Skyrgám í skyr, Kjötkrók í hangilæri og Askasleiki í grjóna- graut úr ekta aski. En hvað með Stúf og alla hina sem eru að skella hurðum, gægjast á glugga eða feykja földum sér til gamans og mannabörnum til uggs? „Það á eftir að koma í ljós, við finnum það út. Ég veit a.m.k. að Stúfur elskar svona gamaldags Ro- yal-súkkulaðibúðing með þeyttum rjóma. En þeir eru allir afskapleg matargöt.“ Hvað Grýlu varðar fullvissar Sig- ríður alla um að eftirlætisréttur hennar verður ekki á boðstólum enda engir óþekktarangar sem koma á jólaskemmtun í Landnáms- setrið. „En ég gæti alveg ímyndað mér að Leppalúða þyki góður fiskur, kannski síld eða skötuselur, og þá ætti Grýla gamla að geta gert sér það að góðu líka. En svo getur al- veg eins verið að henni þyki pönnu- kökur góðar, hver veit,“ segir Sig- ríður. Jólalegt brúðuleikhús Uppi á lofti Landnámssetursins er Söguloftið þar sem margs konar skemmtiatriði hafa farið fram síðan setrið var opnað í maí í fyrra. Má þar nefna einleik Benedikts Erl- ingssonar, Mr. Skallagrímsson, tví- leik þeirra KK og Einars Kárason- ar og Mýramann Gísla Einarssonar, sem allt hefur hlotið góðar viðtökur. „Nú er verið að undirbúa nýja sýningu, sem heitir Brák eftir am- bátt Skallagríms, en það er ein- leikur sem Brynhildur Guðjóns- dóttir hefur samið og flytur við tónlist Péturs Grétarssonar. Atli Rafn Sigurðarson leikstýrir verk- inu. 15. desember verður forsýning og verkið verður svo frumsýnt 5. janúar. En við verðum líka með sýningu fyrir börnin í sambandi við jólaborðið, brúðuleikhús með snill- ingnum Bernd Ogrodnig sem heitir Pönnukakan hennar Grýlu,“ segir Sigríður. Uppáhaldsmatur jólasveinanna verður framreiddur allar helgar í desember og í fyrsta skipti 1. laug- ardaginn desember. Eftir matinn gefst sem sé kostur á að sjá brúðu- leikhús, dansa kringum jólatréð ásamt einhverjum jólasveinanna og margt fleira. Verðið er 2.500 krónur fyrir full- orðna, 1.500 krónur fyrir börn 6-14 ára og ókeypis fyrir þriðja barn á sama aldursreki og fyrir þau sem yngri eru. kristjang@mbl.is Veisluborð Landnámssetrið í Borgarnesi var opnað í fyrra. Eftirlæti jólasveina verður á boðstólunum fyrir jólin. Jólasveinar Hlaðborð með uppáhaldsmat jólasveinanna laðar þá til Land- námssetursins. Brúðuleikhús Snillingurinn Bernd Ogrodnig sýnir „Pönnukökuna hennar Grýlu“ í Landnámssetrinu við góðar undirtektir. Uppáhaldsmatur jólasveinanna 22|Morgunblaðið Landnámssetur býður líka upp á jólaveislu fyrir fullorðna á kvöld- in en þar er matseðillinn líkari því sem við eigum að venjast. Það eru kokkarnir Pálmi Gunn- laugur Hjaltason og Kristín Sif Björgvinsdóttir sem sjá um mat- seldina en matseðilinn hefur Helga Guðmundsdóttir, mötuneyt- isstjóri á Hvanneyri, sett saman. Ekkert er því til fyrirstöðu að panta borð nú þegar en á meðal forrétta er svartfugl með pip- arrótarsósu, hreindýrapaté og marineraður hörpudiskur. Í aðal- réttunum má finna koníaks- marineraðan skötusel m/ ostrusveppasósu og snöggsteikt hrefnukjöt með bláberjum svo fátt eitt sé nefnt og eftirréttirnir eru heldur ekki af verra taginu; súkkulaðimús með rjóma, ris à la mande m/berjasósu og konfekt og smákökur. Jólaveisla Landnámsseturs 2007 Þjóðlegt „Pönnukakan hennar Grýlu“ á áreiðanlega eftir að skemmta mörgum börnum en hún er góðlegri en Grýla sjálf. »Ég veit a.m.k. að Stúfur elskar svona gamaldags Royal- súkkulaðibúðing með þeyttum rjóma. En þeir eru allir afskapleg matargöt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.