Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 8
8|Morgunblaðið Þeir sem þrá notalegheit og þægi- lega jólastemningu ættu að leggja leið sína í Norræna húsið í desem- bermánuði en þar verður boðið upp á fjölbreytta norræna jóladagskrá fyrir unga jafnt sem aldna. „Markmið okkar er að bjóða upp á notalega stemningu hérna yfir að- ventuna, án áreitis,“ segir Ragnheið- ur Harvey, dagskrárfulltrúi Nor- ræna hússins. Það verður vissulega jólalegt í húsinu í Vatnsmýrinni en frá og með fyrsta desember verður boðið upp á svokallað lifandi jóla- dagatal sem hefst á hverjum degi fram að jólum klukkan 12.34. Ýmsir nafnkunnir listamenn taka þátt í verkefninu og þykir víst að uppá- komurnar verði heldur óvæntar. Jólahlaðborð og markaður Fyrstu þrjár helgar desember- mánaðar verða sérstaklega við- burðaríkar í Norræna húsinu og verður þá t.d. boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir börn á bókasafninu þar sem lesin verða norræn jólaæv- intýri sem þýdd hafa verið á íslensku og sungin verða jólalög. Þá munu einnig barnakórar líta í heimsókn og syngja fyrir gesti. Fjölmargir íslenskir hönnuðir og handverksmenn ætla að selja sér- hannaða muni, fatnað og aðrar vörur á jólamarkaði í sýningarsölum í kjallaranum og þar má eflaust finna ýmsa sniðuga og fallega muni til að gefa í jólagjafir. Í hádeginu um helgar verður svo boðið upp á norrænt jólahlaðborð en það er danski matreiðslumaðurinn Mads Holm sem ætlar að bjóða gest- um hússins upp á girnilegar jóla- kræsingar. Það væri þar af leiðandi vel til fundið að setjast þar að snæð- ingi í hádeginu og að því loknu njóta dagskrárinnar í húsinu. Norræn jólastemning í Vatnsmýrinni Morgunblaðið/Þorkell Eftirvænting Börnin bíða með eftirvæntingu eftir því sem gerist í Nor- ræna húsinu en þar er margt spennandi að gerast fram að jólum. Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Jólamarkaðirnir í Þýskalandi eru hreintævintýri og sá sem sækir slíkanmarkað heim getur ekki annað enkomist í sannkallað jólaskap. Töluvert hefur verið um að fólk bregði undir sig betri fætinum þegar jólin nálgast og skreppi til Frankfurt eða Berlínar í þeim tilgangi að leita uppi skemmtilega markaði, Weihnachts Markt eða Christkindl Markt, eins og þeir eru kallaðir. Þegar til þessara áfangastaða íslensku flugfélaganna er komið er ekkert einfaldara en að taka lest eða fara í bílaleigubíl til nær- liggjandi borga eða þorpa til þess að sjá líka hvað þar er í boði, t.d. er ekki löng leið með lest frá Frankfurt til Heidelberg, hins alda- gamla háskólabæjar. Heidelberg er jafn- skemmtilegur bær á veturna og um jólin og hann er á sumrin þegar tré og garðar eru í sumarskrúða og þar er fallegur jólamark- aður. Alls konar handverk í boði Venjulega hefjast markaðirnir mánuði fyrir jól en þeir eru settir upp á öllum helstu torg- um í borgum og bæjum Þýskalands. Þangað koma handverksmenn, sælgætis- og kökusal- ar, kertagerðarfólk, hannyrðakonur, veit- ingamenn og fjölmargir aðrir og setja upp tjöldin sín og bjóða gestum upp á allt það besta sem minnir á jólin og sitt hvað fleira að auki. Aðalmarkaðurinn í Frankfurt er á Römer- berg, fyrir framan gamla Ráðhúsið og hann teygir sig þaðan út í frá á alla vegu. Fátt er skemmtilegra en að rölta milli sölutjaldanna og skoða það sem þarna fæst. Mikið ber á alls konar handverki og menn koma meira að segja með útskurðarvélar og skera eða saga út listaverk sem hægt er að kaupa jafnóðum og þau eru tilbúin. Einn slíkur bauð blaða- manni að kaupa undurfagurt verk, fjárhúsið í Betlehem með jötunni, Jesúbarninu, Maríu mey og Jósep, dýrlingunum og öllum bú- smala. Þessi listamaður var með ótalmargt annað og erfitt var að standast freistinguna og kaupa ekki svo mikið að hætta væri á yf- irvigt í fluginu heim. Súkkulaði og Glühwein ylja Í nóvemberlok og í desember getur verið svolítið ónotalegt utan dyra á þessum slóðum, en jólaglöggið, Glühwein þeirra Þjóðverja, yljar fólki um hjartaræturnar og jafnvel víð- ar. Sama er að segja um heitt súkkulaði með rjómaslettu út á. Þjóðverjar eru hagsýnir og láta fólk borga fyrir könnuna sem súkkulaðið er drukkið úr, eina evru, minnir mig, en hún er endurgreidd þegar kannan hefur verið tæmd. Hins vegar er þetta skemmtileg leið til þess að eignast einfaldan, ódýran og um leið nytsaman grip til minningar um heimsóknina á markaðinn. Kannan er jólalega skreytt og ber merki markaðarins í Frankfurt. Í Berlín eru margir og glæsilegir markaðir, m.a. á Potsdamer Platz. Þar eins og annars staðar er margt að sjá. Einnig eru markaðir á Kurfürstendamm, einni aðalverslunargötu borgarinnar og miklu víðar og alls staðar rík- ir jólastemning. Jólatónlist er leikin og ilm- urinn af jólaglöggi, piparkökum og jafnvel frábærum þýskum pylsum og öðrum bragð- miklum og ilmandi mat fyllir loftið. Þegar fólk hefur gætt sér að kræsingunum eða keypt þær til þess að taka með heim, má ekki láta undir höfuð leggjast að fara í tjöldin þar sem jólakökurnar og marsípanið eru seld. Marsípan er í hávegum haft í Þýskalandi og litlir jólalegir marsípangrísir, rúllutertur úr marsípani og ótalmargt annað spennandi er freisting sem rétt er að leyfa sér að falla fyr- ir. Undraland jóla- markaðanna í Þýskalandi Jólaljós Jólamarkaður á Kurfurstendam í Berlín þar sem jólaljósin skína. »Mikið ber á alls konar hand- verki og menn koma meira að segja með útskurðarvélar og skera eða saga út listaverk sem hægt er að kaupa jafn- óðum og þau eru tilbúin. Kökustund Feðgin deila kökuskammti á jólamarkaðinum í Frankfurt. Í baksýn er þýskur herra með könnu af heitu súkkulaði. JÓLAHLAÐBORÐ 2007 Mun að venju bjóða upp á glæsilegt hlaðborð,sett saman af matreiðslumeisturum hússins, þar sem allir geta fundið ljúfmeti við sitt hæfi. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir matargesti. Tilvalið fyrir starfsmannahópa, vinahópa eða einstaklinga. Upplýsingar og borðapantanir: Básinn / Ingólfsskáli Efstalandi Ölfusi Sími: 483 4160 Fax: 483 4099 E-mail: basinn@islandia.is Heimasíða: www.basinn.is Með kveðju. Básinn / Ingólfsskáli IngólfsfjallBásinn / Ingólfsskáli Hveragerði Selfoss BÁSINN INGÓLFSSKÁLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.