Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU VERÐ sjávarafurða hækkaði hraustlega í september, um 1,8%, frá fyrri mánuði mælt í erlendri mynt, SDR. Afurðaverð á erlend- um mörkuðum er í sögulegu há- marki og hefur hækkað um tæp 6% á síðustu tólf mánuðum. Þessi útreikningur er byggður á tölum Hagstofunnar um meðalverð allra tegunda sjávarafurða í ís- lenskum krónum og á gengisbreyt- ingum helstu gjaldmiðla. Frá þessu var greint í Morgunkorni Glitnins. Þar segir ennfremur: „Ytri aðstæður sjávarútvegsfyr- irtækja eru fremur óhagstæðar um þessar mundir. Munar þar mest um þorskkvótaniðurskurðinn á yfirstandandi fiskveiðiári og all- hátt gengi krónunnar. Auk þess er olíuverð hátt. Segja má að hátt af- urðaverð í erlendri mynt valdi því að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er enn þolanleg. Vísbendingar eru um að hægja muni á hækkun af- urðaverðs á næstunni, og í ein- hverjum tilvikum gæti orðið lækk- un. Gengisspá okkar gerir aftur á móti ráð fyrir nokkru veikari krónu en nú er á næsta ári. Horfur fyrir næsta ár eru því skárri vegna þessa.“ Enn hækkar verðið                        -   0 -   1  ,                    ! "  ÞRÍR þingmenn Vinstri grænna hafa endurflutt tillögu til þingsálykt- unar um leiðir til að auka fullvinnslu á fiski hérlendis. Í tillögunni segir að Alþingi álykti að fela sjávarútvegs- ráðherra að kanna orsakir mikils út- flutnings á óunnum fiski á fiskmark- aði erlendis og mögulegar leiðir til að auka í staðinn fullvinnslu innan- lands. Ráðherra birti Alþingi niður- stöður sínar og tillögur eins fljótt og unnt er. Í greinargerð með frumvarpinu segir að útflutningur á óunnum fiski í gámum á fiskmarkaði erlendis hafi aukizt gríðarlega. Þessi útflutningur hafi veruleg neikvæð áhrif á þjóð- arbúið, enda ljóst að hægt væri að auka útflutningsverðmæti þessa afla umtalsvert ef hann væri unninn hér á landi. Bent er á að hráefnisskortur sé viðvarandi vandamál í íslenzkri fiskvinnslu, ekki sízt hjá þeim fyr- irtækjum, sem reka fiskvinnslu án útgerðar og treysta því á nægt fram- boð af fiski á innlendum mörkuðum. Í greinargerðinni segir ennfrem- ur: „Spyrja má hvað valdi því að óunninn fiskur sé fluttur úr landi í þessum mæli. Margir hafa haldið því fram að orsakanna megi leita í ólík- um vigtunarreglum og svokallaðri yfirvigt sem tíðkast á erlendum fisk- mörkuðum. Að minnsta kosti virðist ekki eingöngu unnt að skýra hinn mikla útflutning með vísan til þess að hærra verð fáist fyrir fiskinn á er- lendum mörkuðum enda hefur fisk- verð verið mjög hátt á fiskmörkuð- um hérlendis undanfarin ár. Í þingsályktunartillögu þessari er lagt til að ráðherra kanni hvaða undir- liggjandi ástæður og orsakir séu fyr- ir þessum mikla útflutningi og komi með tillögur til úrbóta.“ Fullvinnsla innan lands verði aukin Vinstri grænir vilja að kannaðar verði orsakir útflutnings á óunnum fiski Morgunblaðið/Hjörtur Fiskvinnsla Ýsan handflökuð fyrir útflutning í Hafgæðum. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is STAÐA þorsksins á mörkuðum í Evrópu er sterk. Þrátt fyrir minna framboð halda lykilmarkaðir áfram að flytja inn bæði fersk og fryst flök. Á fyrri helmingi þessa árs jókst innflutningur þorskflaka til Þýzkalands um 28% og fór í 11.950 tonn. Frakkar juku sinn innflutning um 4% og fóru í 8.740 tonn. Hins vegar minnkaði innflutningur inn á stærsta markaðinn, Bretland, um 8% og nam alls 43.240 tonnum. Eftirspurnin leiðir eðlilega til verðhækkunar og hefur verðið í þessum löndum hækkað um 12 til 19%. Kínverjar juku markaðshlutdeild sína í Evrópu á fyrri helmingi árs- ins. Í Þýzkalandi varð aukningin 63%, 36% í Frakklandi og 20% í Bretlandi. Norðmenn virðast hafa farið halloka á þessum mörkuðum. Útflutningur þeirra á öll stærstu markaðssvæðin dróst saman, meðal annars Rússland. Það gerist þrátt fyrir að þorskkvóti þeirra sé svip- aður og árið áður. Verð á þorskflökum hefur verið stöðugt og gott og gert er ráð fyrir að það haldi áfram að styrkjast. Þrátt fyrir mikla samkeppni frá hvítfisktegundum úr fiskeldi, eru markaðirnir í Evrópu enn tilbúnir að borga meira fyrir þorskflökin. Framboð á þorski lítur ekki vel út. Þar skiptir niðurskurðurinn hér við land mestu máli, enda nemur hann 63.000 tonnum. Það er sam- dráttur við Færeyjar, en staðan við Noreg er nokkuð góð. Þá virðist þorskstofninn í Norðsjó vera að braggast, en ekki er ljóst hvenær það skilar sér í aukinni veiði. Staðan í Eystrasaltinu er slæm. Þá hafa þorskveiðar í Kyrrahafi dregizt verulega saman. Loks er ljóst að framboð af alaskaufsa á einnig eftir að minnka um nálægt 7% og verði um 1,3 milljónir tonna. Staða ufsa- stofnanna er talin nokkuð góð og því ekki ólíklegt að kvóti á þeim verði aukinn í framtíðinni. Þegar mest var veiddust um eða yfir 6 milljónir tonna af alaskufsa á ári. Sterk staða þorsksins #$   %& ' ( ) &)  &  !      *&   ) ! "                                 Kínverjar juku markaðshlutdeild sína í Evrópu verulega á fyrri helmingi ársins Í HNOTSKURN »Eftirspurnin leiðir eðlilegatil verðhækkunar og hefur verðið í nokkrum löndum hækkað um 12 til 19%. »Framboð á þorski líturekki vel út. Þar skiptir nið- urskurðurinn hér við land mestu máli, enda nemur hann 63.000 tonnum. »Verð á þorskflökum hefurverið stöðugt og gott og gert er ráð fyrir að það haldi áfram að styrkjast. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LAUNAGREIÐSLUR í Færeyjum fara enn vaxandi. Mestur er vöxt- urinn í fiskeldi, eða 33%. Á hinn bóginn lækkuðu launagreiðslur í fiskvinnslu um 3%. Það er hið opinbera í Færeyjum sem greiðir mest laun en einkageir- inn fylgir fast á eftir. Sjávarútveg- urinn er umsvifamikill og greiðir um 14,2 milljarða í laun fyrstu 10 mánuði ársins. Það er aukning um 4% miðað við sama tíma í fyrra. Séu einstakar greinar sjávarútvegsins skoðaðar kemur í ljós að fiskeldið greiðir ríflega milljarð í laun og er það 33% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Útgerðin greiðir 9,3 milljarða í laun og er það aukning um 3%. Það er hins vegar sam- dráttur í fiskvinnslunni. Þar námu launagreiðslur umrætt tímabil 3,4 milljörðum króna og er það 3% samdráttur. Skýringin á þessum breytingum liggur í því að fiskeldi er að vaxa fiskur um hrygg á ný eftir verulega rekstrarerfiðleika undanfarin ár, meðal annars vegna sjúkdóma í eld- isfiski. Fiskvinnslan á við erfiðleika að stríða vegna hækkandi hráefn- isverðs og minna framboðs á fiski til vinnslu. Hún á einnig í erfiðleikum með að fá starfsfólk, en verulegar hömlur eru á flæði verkafólks til Færeyja. Hækkun á launa- greiðslum í útgerðinni stafar af verulegri hækkun á fiskverði upp úr sjó en aflinn hefur á hinn bóginn dregizt nokkuð saman. Sé litið á útflutning frá Fær- eyjum kemur í ljós að samdráttur hefur orðið í útflutningi á botnfiski fyrstu níu mánuði ársins. Á það bæði við magn og verðmæti. Á þessu ári er magnið tæplega 52.000 tonn, sem er 7.000 tonnum minna en í fyrra eða 12% samdráttur. Í verðmæti nam útflutningur nú um 15,6 milljörðum íslenzkra króna, sem er 5% samdráttur. Svipaður samdráttur er í flatfiskinum, en mun meiri í uppsjávarfiski eða 23% mælt í verðmæti. Fiskeldið skilar hins vegar meiru nú og nemur aukningin 40% í verðmæti og 74% í magni. Útflutningur eldisfisks fór úr 7.700 tonnum í 13.400 tonn.  !" #$#                   %& $!!' ( )$!!!'  $"# * + $,- )$!! )$!.!*    "  /    / /0 !  /1  00 /1 /110 !"           +   )   ,  )    -./  /        -   0 2    Fiskeldið borgar vel Í HNOTSKURN »Hækkun á launagreiðslum íútgerðinni stafar af veru- legri hækkun á fiskverði upp úr sjó en aflinn hefur á hinn bóginn dregizt nokkuð saman. »Sé litið á útflutning frá Fær-eyjum kemur í ljós að sam- dráttur hefur orðið í útflutningi á botnfiski fyrstu níu mánuði árs- ins. Allt til rafsuðu Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur Tæki, vír og fylgihluti Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.