Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
GUÐMUNDUR Geir Jónsson, bóndi
á Stærra-Árskógi í Dalvíkurbyggð, er
ákveðinn í að halda áfram búskap
þrátt fyrir áfallið um helgina, þegar
öll útihús hans brunnu og bróð-
urpartur bústofnsins drapst. Rann-
sókn á orsök brunans stendur enn yf-
ir en líklegt er talið að kviknað hafi í
vegna bilunar í rafmagnstöflu.
Hreinsunarstarf hófst í fyrradag,
eftir að fulltrúar tryggingafélags
bóndans, rannsóknarlögregla og
menn frá Brunamálastofnun höfðu
skoðað vettvang. Hópur manna var
við vinnu í útihúsunum um hádegisbil
í gær, þegar Morgunblaðið bar að
garði, og Óli Jón Hermannsson, mág-
ur Guðmundur bónda, sagðist reikna
með að lokið yrði við að rífa útihúsin í
dag.
Allir boðnir og búnir
Guðmundur treysti sér ekki til
þess strax í kjölfar brunans, í samtali
sem birtist í Morgunblaðinu á mánu-
daginn, að segja til um það hvort
hann réðist í að byggja búið upp að
nýju. En Óli Jón tók af allan vafa í
gær: „Það er búið að setja allt í gang
til að panta nýtt hús,“ sagði hann.
Þeir Guðmundur byggðu nýtt fjós í
fyrra, það er ónýtt eins og önnur, en
nýtt rís sem sagt í staðinn.
Guðmundur bóndi var ekki heima
þegar blaðamaður kom við en Óli Jón
sagði að allir væru boðnir og búnir til
þess að aðstoða Guðmund. „Það er til
dæmis búið að bjóða honum aðstöðu
fyrir 40 kýr á bænum Garði í Eyja-
fjarðarsveit. Þar eru hús fyrir 150-
160 kýr en bóndinn er ekki með kvóta
nema fyrir um það bil 100.“ Á bænum
Garði eru tveir mjólkurþjónar, svo-
kallaðir róbótar, og aðstaða öll góð,
að sögn Óla Jóns, og sagði hann að
þeim Guðmundi þætti afar vænt um
tilboð bóndans í Garði.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
á mánudaginn hefur mikil uppbygg-
ing átt sér stað á Stærra-Árskógi
undanfarin ár og fjárfestingin mikil.
Óli Jón segir að húsin hafi verið um
það bil 160 milljóna króna virði, en við
það megi bæta virði tækja og grip-
anna. Hann segir bæði hús og gripi
hafa verið vel tryggð en búið hafi ekki
verið með rekstrarstöðvunartrygg-
ingu. Guðmundur bóndi hafi raunar
verið búinn að fara fram á það við
tryggingafélag sitt að fá slíka trygg-
ingu á síðustu mánuðum, síðast 1.
nóvember, en hún hafi ekki verið
komin í gildi. Tryggingafélagið hafi
þrátt fyrir það tekið vel á málinu og
fljótlega fallist á að greiða fyrir förg-
un gripa, niðurrif bygginga og aðra
hreinsun.
Óli Jón sagði þá hugmynd hafa
komið upp að hluti mjólkurkvótans
frá Stærra-Árskógi yrði seldur öðr-
um bændum því marga vantaði kvóta.
„Hann yrði þá seldur með kauprétti
þannig að Guðmundur gæti keypt
hann aftur. Búnaðarsambandið og
fleiri þurfa reyndar að samþykkja
slíka sölu en það gengur vonandi.“
Guðmundur ákveðinn í að
byggja búið upp á nýjan leik
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hreinsað til Hópur manna vann í gær við að hreinsa til á Stærra-Árskógi. Útihúsin verða líklega horfin í kvöld.
Eldurinn kviknaði
líklega vegna bilunar
í rafmagnstöflu
DRÆM þátttaka var í kosningum
um sameiningu verkalýðsfélagsins
Vöku á Siglufirði við fimm önnur
stéttarfélög, en afstaða þeirra sem
tóku afstöðu var afgerandi, hvar í
félagi sem þeir stóðu.
Einstakar deildir Vöku sameinast
um áramót Einingu-Iðju, Félagi
byggingamanna Eyjafirði, Félagi
málmiðnaðarmanna Akureyri, Fé-
lagi verslunar- og skrifstofufólks
Akureyri og nágrenni og Sjómanna-
félagi Eyjafjarðar. Félagsmenn
allra félaga urðu að samþykkja sam-
einingu og mikill meirihluti var
henni fylgjandi; mest 100%, í Félagi
byggingamanna, minnst 88,9% í Fé-
lagi málmiðnaðarmanna.
Birgir Snæbjörnsson, formaður
Einingar-Iðju, var ánægður með
niðurstöðuna í gær: „Þessi samein-
ing er einungis til bóta fyrir fé-
lagsmenn, stærri og öflugri félög
eru til dæmis betur í stakk búin til
að þjónusta sína félagsmenn. Hver
veit, kannski verður þetta fyrsta
skrefið í enn stærri sameiningu á
Eyjafjarðarsvæðinu síðar meir,“
sagði Björn.
Vaka sam-
einast fimm
félögum
BERGÞÓR Pálsson óperusöngvari
les upp úr nýrri bók sinni, Vinamót:
Um veislur og borðsiði, á Amts-
bókasafninu í dag kl. 17.15.
Í tilkynningu segir: Hvað er kok-
teilklæðnaður?“ … „Á ég að lyfta
glasi ef skálað er fyrir mér?“ Þess-
um og fleiri spurningum er Berg-
þór sagður munu svara.
Bergþór kynnir
bók um borðsiði
♦♦♦
AKUREYRI
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÞAÐ er auðvitað kunnara en frá
þurfi að segja að við tókum við
fyrir nokkrum vikum og þá var
fjárhagsáætlunarvinnan hafin. En
með dyggri aðstoð öflugra emb-
ættismanna og sameinuðu átaki í
eigin hópi hefur okkur tekist að
gera þetta að okkar eigin áætlun,
sem við erum ákaflega stolt af, “
segir Dagur B. Eggertsson borg-
arstjóri, sem í gær mælti fyrir
frumvarpi að fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir árið 2008
í borgarstjórn.
Á blaðamannafundi þar sem
borgarstjóri kynnti meginniður-
stöður og -áherslur fjárhagsáætl-
unarinnar kom fram að rekstr-
arniðurstaða Aðalsjóðs Reykjavík-
urborgar gerir ráð fyrir tæplega
tveggja milljarða króna hagnaði á
árinu 2008 eftir fjármagnsliði.
Áætlað er að útsvarstekjur borg-
arinnar á næsta ári nemi rúmum
42 milljörðum króna, en til sam-
anburðar er reiknað með að út-
svarstekjur á þessu ári verði 39,3
milljarðar króna.
Milljarði varið til upp-
byggingar opinna svæða
Tekjur af fasteignaskatti og
lóðarleigu eru áætlaðar um 11,2
milljarðar króna. Samantekið eru
skatttekjur borgarinnar áætlaðar
50,7 milljarðar króna að frádreg-
inni greiðslu í Jöfnunarsjóð. Sam-
anlagðar skatttekjur og þjónustu-
tekjur eru áætlaðar rétt tæpir 58
milljarðar á árinu 2008, sem er
um 9% hækkun frá útkomuspá
fyrir yfirstandandi ár. Þá koma að
auki inn í Aðalsjóð tekjur vegna
fjármagnsliða upp á tæpa 5,9
milljarða.
Fram kom á fundinum að ein-
um milljarði yrði varið í uppbygg-
ingu opinna svæða og útivistarað-
stöðu í öllum hverfum
borgarinnar í samvinnu við íbúa
hverfanna og hverfaráð, sem nýr
meirihluti hyggst stórefla. Að
auki verður 250 milljónum króna
varið til að byggja upp skólalóðir.
Að sögn borgarstjóra er í fjár-
hagsáætluninni gert ráð fyrir end-
urgerð Lækjartorgs og Ingólfs-
torgs og flutningi gamalla húsa á
staði í miðborginni þar sem þau
munu sóma sér betur.
270 milljónir til að mæta
brýnustu húsnæðisþörf
Að sögn Dags hyggst nýr
meirihluti ráðast í sérstakar að-
gerðir í húsnæðismálum og er
sökum þessa gert ráð fyrir
óbreyttu álagningarhlutfalli fast-
eignaskatts. Með þeirri aðgerð
fást 270 milljónir sem nýtast til að
mæta brýnustu húsnæðisþörf
þeirra sem höllum fæti standa.
Nefnir Dagur í því sambandi m.a.
ungt fólk, stúdenta og eldri borg-
ara. „Við erum í raun ekki búin að
útfæra þessar aðgerðir í húsnæð-
ismálum endanlega. Við eigum að-
ild að starfshópi félagsmálaráð-
herra sem er að fara yfir þennan
málaflokk í heild sinni. Hann á að
skila af sér fljótlega og við bind-
um miklar vonir við að þessir pen-
ingar muni nýtast vel inni í þeirri
heildarmynd.“
Að mati Dags ber frumvarpið
þess merki að gripið verði til að-
gerða til að mæta manneklu. „Um
700 milljónir bætast við miðað við
árið í ár, í aðgerðir því tengdar
fyrir næsta ár,“ segir Dagur og
bendir á að næsta ár sé kjara-
samningsár og því ljóst að þessi
mál verði mjög í forgrunni á kom-
andi ári. Aðspurður hvenær gjald-
frjáls leikskóli verði að veruleika
segir Dagur það vissulega stefnu
núverandi meirihluta að koma á
gjaldfrjálsum leikskóla, en hins
vegar sé ósennilegt að það náist á
þessu kjörtímabili þótt hugsan-
lega verði tekin einhver skref í þá
áttina. „Við horfumst í augu við
það að við þurfum á öllu okkar að
halda á kjarasamningsári til þess
að halda rekstrinum innan
marka.“
Spurður um breytingar á gjald-
skrá borgarinnar segir Dagur að
reiknað sé með 4% verðbólgu, en
gjaldskrár borgarinnar hækki um
2,5% sem þýði í reynd raunlækk-
un á öllum gjaldskrám nema á
sorphirðugjaldinu, sem hækkar
um 32%.
Fjárhagsáætlun nýs borgarstjórnarmeirihluta kynnt í borgarstjórn í gær
2 milljarða króna hagnaður
Morgunblaðið/Kristinn
Fjárhagsáætlun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti frumvarp að
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í gær.
Í HNOTSKURN
»Gert er ráð fyrir að heild-artekjur Eignasjóðs verði
21,2 milljarðar, en það er
16,5% hækkun frá yfirstand-
andi ári. Rekstrargjöld eru
áætluð 8,6 milljarðar. Því er
gert ráð fyrir ríflega 10 millj-
arða króna hagnaði af rekstri
Eignasjóðs eftir fjármagnsliði.
»Samanlagður hagnaðurAðalsjóðs og Eignasjóðs,
eða A-hluta í heild, er áætlaður
um 12 milljarðar. Gert er ráð
fyrir að handbært fé í A-hluta í
árslok næsta árs verði um 21
milljarður og hafi þá vaxið um
tæp 60% frá lokum þessa árs.
VILHJÁLMUR Þ. Vil-
hjálmsson borg-
arfulltrúi segist mjög
ósáttur við ýmsa þætti
fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar,
þótt á hinn bóginn sé
hann ánægður með ým-
islegt sem byggist á
undirbúningsvinnu frá-
farandi meirihluta.
„Ég er mjög ósáttur
við að fasteignaskattur verður ekki lækk-
aður eins og til stóð að gera,“ segir Vil-
hjálmur. „Það var stefna okkar að lækka
skattinn um 25% en nú er horfið af þeirri
braut. Samtímis því að fasteignagjöld á
íbúðarhúsnæði verða ekki lækkuð á
næsta ári hækkar fasteignamatið um
10%. Einnig ber þetta frumvarp með sér
að ekki verða byggð mislæg gatnamót á
mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar.
Í þriðja lagi er stefna meirihlutans í
skipulags- og lóðamálum óljós. Ekkert er
gefið upp um það hvort fylgt verði áfram
þeirri stefnu að fjölga lóðum undir sér-
býli. Í fjórða lagi er gert ráð fyrir at-
vinnu- og íbúðabyggð í Vatnsmýrinni,
þótt ekki sé búið að finna aðra lausn sem
lýtur að flugvelli í Reykjavík eða í næsta
nágrenni, en sjónum er einkum beint að
Hólmsheiði. Þetta er gert þrátt fyrir að
helsta kosningaloforð Frjálslyndra og
óháðra hafi fjallað um að flugvöllurinn
yrði kyrr.
Í fimmta lagi er aðalsjóði skilað með 4
milljarða króna halla. Hallinn var ríflega
7 milljarðar á árinu 2006 og við sjálfstæð-
ismenn ákváðum að ná niður hallanum á
kjörtímabilinu. Í nýjustu útkomuspá fyrir
2007 segir að hallinn verði einungis 1,5
milljarðar sem sýnir að átak okkar um
breytta fjármálastjórn hefur skilað sér.“
Ósáttur við
fasteigna-
skattsmál
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson