Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grasagarðurinn í Gauta-borg er augnayndi fyrirgesti og gangandi.Göngutúr í fallegri nátt- úru nærir sál og líkama, það finna þeir sem reyna. Skærir haustlit- irnir eru nú á undanhaldi og laufin sem hrunin eru af háum trjánum óteljandi. Það kemur ekki á óvart að Grasagarðurinn skuli notaður til að efla heilsu og auka ró í sinni fólks sem hefur upplifað mikla streitu og jafnvel kulnun í starfi. Mikilvægi náttúrunnar fyrir heilsu og lífsgæði hefur verið vís- indalega sannað af sænskum fræði- manni, Ingemar Norling, sem rann- sakaði sambandið á milli náttúru, heilsu og lífsstíls á löngum ferli. Á grundvelli rannsókna hans hefur nú verið opnuð endurhæfing í Grasa- garðinum fyrir starfsmenn hins op- inbera í Gautaborg og nágrenni, fyrst og fremst starfsmenn Sahl- grenska sjúkrahússins. Auk þeirra sem hafa greinst með kulnunar- einkenni, koma hópar starfsmanna í fyrirbyggjandi skyni, sem og stjórnendur, til að fá fræðslu um einkenni streitu og heilsueflandi að- gerðir. Upphaf Grænu endurhæfing- arinnar, eins og verkefnið kallast, má rekja til ársins 2000 þegar líf- fræðidoktorinn Eva-Lena Larsson var ráðin af Grasagarðinum í fræði- legt verkefni um tengsl náttúru og heilsu. Fjórum árum síðar bauðst henni að flytja kenningarnar yfir í raunveruleikann og setja af stað til- raunaverkefni. Hún lét ekki segja sér það tvisvar og setti saman teymi sem enn vinnur við verkefnið. „Rannsóknir Ingemars voru góð- ur grunnur og verkefnið lofar mjög góðu,“ segir hún. Sálgreinir, garðyrkjumeistari, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og líffræð- ingur mynda teymið sem annast endurhæfinguna. „Við vinnum mjög vel saman og það er ekki svo að hver og einn sjái bara um sinn geira. Líffræðingurinn og garð- yrkjumeistarinn hafa mikinn áhuga á fólki og sjúkraþjálfarinn, sál- greinirinn og iðjuþjálfinn hafa mik- inn áhuga á náttúru og útivist. Það er forsenda þess að samvinna af þessu tagi gangi upp,“ segir líf- fræðingurinn Eva-Lena. Flestir aftur út á vinnumarkaðinn Skógur umlykur lítið hús í útjaðri Grasagarðsins þar sem starfsemin fer fram og í næsta nágrenni eru frístundagarðar fyrir almenning. Hóparnir mæta á hverjum degi. Fyrir hádegi er dagskrá fyrir þá sem eru í veikindaleyfi vegna streitu og kulnunar í starfi og eftir hádegi mætir hópur starfsmanna Sahlgrenska sjúkrahússins sem skilgreindur hefur verið í áhættu og fær fyrirbyggjandi fræðslu. Aðeins fáir geta tekið þátt í verk- efninu í einu því hver hópur fólks með einkenni streitu og kulnunar er að hámarki átta manns. End- urhæfingartíminn er þrír mánuðir með mögulegri framlengingu í sex mánuði en seinni þrír mánuðirnir fara í að finna þátttakendunum stað á vinnumarkaðnum að nýju eða í námi, að sögn Evu-Lenu. Verkefnið hefur skilað góðum árangri því af 25 manns sem hafa farið í gegnum það, hafa allir nema einn farið aftur út á vinnumarkaðinn eða í nám. Og þá er vert að hafa í huga að þetta fólk átti að meðaltali að baki fjög- urra ára fjarveru frá vinnu sökum streitu og kulnunar í starfi, áður en það byrjaði í Grænni endurhæf- ingu. Alls starfa um 50 þúsund manns hjá hinu opinbera í Gautaborg og nágrenni og þar af eru starfsmenn Sahlgrenska sjúkrahússins um 17 þúsund. „Vinnutengd streita er algeng meðal sjúkrahússtarfsmanna, með- al annars vegna vaktavinnu, mikils vinnuálags, undirmönnunar og þar að auki utanaðkomandi þátta sem Morgunblaðið/Golli Heilsubót Mikilvægi náttúrunnar fyrir heilsu og lífsgæði hefur verið vísindalega sannað af sænska vísindamann- inum Ingemar Norling. Það fer líka vissulega vel um þessa gesti í Laugardalsgarðinum. Eldiviður Að höggva eldivið er eitt af haustverkunum í endurhæfingunni sem unnið er að í grasagarðinum í Gautaborg. Græn endur- hæfing í grasagarði Í Grasagarðinum í Gautaborg er nú unnið að end- urhæfingu þeirra sem greinst hafa með kulnun í starfi. Mikilvægi náttúrunnar fyrir heilsu og lífs- gæði hefur verið vísindalega sannað. Steingerður Ólafsdóttir kynnti sér málið. Vinnutengd streita er al- geng meðal sjúkra- hússtarfsmanna, meðal annars vegna vaktavinnu, mikils vinnuálags, und- irmönnunar hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Hollt mataræði, reglubundin hreyfingog næg hvíld stuðla að hreysti og vel-líðan. Til að fá næga orku þurfa börn og ungmenni þrjár aðalmáltíðir og 2-3 milli- bita yfir daginn. Mikilvægt er að byrja alla daga með góðum morgunverði sem leggur grunninn fyrir daginn. Að „æfa“ reglulega t.d. eina til tvær klukkustundir þrisvar sinnum í viku að viðbættum keppnishelgum kallar ekki á sérfæði heldur venjulegan hollan mat. Borðum hollan mat í tengslum við sundæfingar Þá daga sem farið er t.d. á sundæfingar er góð venja að fá sér hollan bita 1-2 klukku- stundum fyrir æfingu s.s. gróft brauð með áleggi, ferskan ávöxt og mjólkurglas. Jafn mikilvægt er að borða eitthvað fljótlega eftir æfinguna því það minnkar líkurnar á að sæl- gæti, snakk og gosdrykkir verði fyrir valinu. Því er góð venja að vera með ávöxt í íþrótta- töskunni til að fá orku í skrokkinn fljótlega eftir æfingu og borða síðan staðgóða máltíð þegar heim er komið. Drekkum vatn fyrir sundæfingar, með- an á æfingum stendur og eftir æfingar Kalt vatn er málið fyrir sundæfingar, með- an á æfingum stendur og eftir æfingar. Sund- fólk missir oft mikinn vökva án þess að verða þess vart og því er mikilvægt að drekka meira en þorsti segir til um þar sem vökvatap dregur úr afkastagetu líkamans. Vatn slekkur þorst- ann og óhætt er að drekka vel af því. Forðast ætti að drekka sykraða svaladrykki, íþrótta- drykki, orkudrykki og gosdrykki í tengslum við sundæfingar því sykurinn eykur orku ein- ungis stutta stund en síðan fellur blóðsykurinn hratt og líkaminn verður orkulaus og þreyttur. Næringargildi sykurs er nánast ekkert og hitaeiningainnihaldið hátt auk þess sem syk- urinn skemmir tennurnar. Ef sykur verður of fyrirferðarmikill í fæðunni er ekki rúm fyrir hollan mat en samkvæmt næringarráðlegg- ingum er miðað við að viðbættur sykur sé inn- an við 10% af hitaeiningaþörfinni. Koffínið í sumum gosdrykkjum og orkudrykkjum hefur auk þess vatnslosandi áhrif. Glerungseyðing Rannsóknir benda til að glerungseyðing sé algengari hjá unglingum sem æfa sund en hjá viðmiðunarhópi. Neysla „súrra drykkja“ þ.e. sykraðra svaladrykkja, íþróttadrykkja, orku- drykkja og gosdrykkja í tengslum við sundæf- ingar er mikil en rotvarnarsýrurnar í sumum gosdrykkjum og orkudrykkjum leysa upp yf- irborð tannanna þannig að glerungurinn þynn- ist og eyðist smám saman. Klórblöndun sund- laugarvatns hefur auk þess mælanleg áhrif en hafa má í huga að hlutfall klórs er lítið í sund- laugarvatni hér á landi þannig að neysluvenjur vega hér þyngra hvað varðar algengi gler- ungseyðingar. Morgunblaðið/Þorkell Hreyfing Að æfa reglulega, t.d. 2-3 í viku, kallar ekki á sérfæði heldur venjulegan hollan mat. Sundþjálfun og sérfæði Hólmfríður Guðmundsdóttir verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.