Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORVARNARDAGURINN er í dag, 21. nóvember. Í aðdraganda dagsins hefur verið fjallað um hvaða leiðir bera árangur í forvörnum á Íslandi. Í auglýsingum vegna verkefnisins er vitnað í orð unglinganna sjálfra, skoðanir þeirra og við- horf, jafnt sem nið- urstöður rannsókna á sviði forvarna. Unga fólkið, skoðanir þess og væntingar til sam- félagsins er ein af auð- lindum okkar Íslend- inga og mikilvægt að meta þær hugmyndir sem koma frá ungling- unum sjálfum um eigin málefni. Töluvert hefur verið rætt um hlutverk for- eldra í forvörnum. Nið- urstöður rannsókna á vegum Rannsókna og greiningar meðal ung- linga síðustu ár gefa skýr skilaboð um að fjöldi samverustunda foreldra og barna hafi jákvæð áhrif og vinni gegn áhættuhegðun. Að sama skapi gefa nið- urstöðurnar til kynna að áhugi foreldra á vin- um barna sinna, kynni af foreldrum vinanna og stuðningur við þátttöku í skipulögðu tómstundastarfi hafi veru- lega þýðingu. Sá stuðningur veitir börnum og unglingum aðhald og styð- ur við virka þátttöku þeirra í heil- brigðum viðfangsefnum. Félagsmiðstöðvar í Reykjavík hafa staðið fyrir skipulögðu tómstunda- starfi fyrir börn og unglinga frá því Fellahellir hóf starfsemi sína hinn 9. nóvember 1974. Í gegnum þau rúmu 30 ár sem félagsmiðstöðvar hafa starfað í Reykjavík hefur starfsemi þeirra tekið breytingum í takt við þró- un íslensks samfélags og kröfur þess um aðbúnað og starfsemi með börn- um og unglingum. Starfseminni er ætlað að mæta félagsþörf unglings- áranna með góðum aðbúnaði og stuðningi, hvort sem um er að ræða krefjandi viðfangsefni í klúbbastarfi, þátttöku í unglingaráði eða afþrey- ingu í góðra vina hópi. Hug- myndafræði félagsmiðstöðvastarfsins miðar að því að bjóða upp á vettvang fyrir fjölbreytt viðfangsefni og virkja unglingana sjálfa til ábyrgðar. Félagsmiðstöðvarnar hafa fram á þennan dag verið vettvangur ungling- anna sjálfra. Foreldrar hafa því ekki verið tíðir gestir í starfi félagsmið- stöðvanna og þeir jafnvel upplifað sig óvelkomna í þennan heim ungling- anna sem dafnar undir handleiðslu frístundaráðgjafa. Hinn 7. nóvember sl. varð þó breyting á þegar rúmlega 360 foreldrar heimsóttu félagsmið- stöðvarnar auk um 1.200 unglinga. Tilefnið var Félagsmiðstöðvadagur ÍTR sem haldinn var í Reykjavík þriðja árið í röð. Markmið fé- lagsmiðstöðvadagsins er að vekja at- hygli á starfsemi félagsmiðstöðvanna og hvetja foreldra, sem og aðra áhugasama, til að kynna sér það starf sem þar fer fram. Fyrir hönd félagsmiðstöðvanna í Reykjavík vil ég þakka þeim ungling- um sem lögðu sig fram um að skapa félagsmiðstöðvadeginum skemmti- lega umgjörð og tóku vel á móti jafn- öldrum sínum og foreldrum, ömmum, öfum og systkinum. Ég vil jafnframt þakka þeim foreldrum sem lögðu leið sína í félagsmiðstöðvarnar þennan dag fyrir komuna. Stuðningur þeirra og áhugi á viðfangsefnum þeirra ung- linga sem taka virkan þátt í fé- lagsmiðstöðvastarfinu er lóð á vog- arskálarnar í átt til aukins félagsauðs í hverfum borgarinnar og viðurkenn- ing á því tómstundastarfi sem ung- lingarnir hafa valið sér sem sinn vett- vang til virkrar þátttöku í frítímanum. Unglingar og foreldrar – Takk fyrir komuna Eygló Rúnarsdóttir skrifar í til- efni af Forvarnardeginum Eygló Rúnarsdóttir » Stuðningur foreldravið þátttöku í tóm- stundastarfi veitir að- hald og hvetur... Höfundur er verkefnistjóri unglinga- starfs hjá ÍTR og varaformaður Fé- lags fagfólks í frítímaþjónustu. Í DAG er haldinn forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Í öllum 9. bekkjum verður blásið til sér- stakrar dagskrár þar sem ungmenni ræða m.a. spurningar um aukna samveru fjöl- skyldunnar og um mik- ilvægi íþrótta- og æsku- lýðsstarfs. Forvarnardagurinn er haldinn að frum- kvæði forseta Íslands í samvinnu við sveit- arfélögin í landinu, Reykjavíkurborg, Íþróttasamband Ís- lands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag ís- lenskra skáta og lyfjafyrirtækið Ac- tavis, sem styrkir verkefnið mynd- arlega. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að leiða útrásarstarf Reykjavík- urborgar og okkar færustu vísinda- manna þar sem við höfum kynnt fyrir öðrum borgum í Evrópu hvernig við í Reykjavík höfum staðið okkur í for- vörnum. Faglegur grunnur þess ár- angurs sem náðst hefur var lagður undir forystu dr. Ingu Dóru Sigfús- dóttur og dr. Þórólfs Þórlindssonar. Þótt við þekkjum því miður allt of mörg dæmi þess hvernig fíkniefni leggja líf fjölskyldna í rúst, þá hefur einnig verið sýnt með áþreifanlegum hætti, hvaða aðferðir skila mestum árangri og hvernig best er að beina kröftunum í árangursríkum for- vörnum. Í Reykjavík höfum við á undanförnum ára- tug lagt áherslu á þá uppbyggilegu þætti sem vernda ungmenni frá fíkniefnavánni, s.s. samvistir við fjölskyldu og íþrótta- og tóm- stundastarfsemi ýmiss konar, á sama tíma og við reynum að vinna gegn áhættuþáttunum. Stefnan er byggð á rannsóknum sem draga fram hvað gagnast best í þessari baráttu. Þessi grunnur hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana því alls staðar eru fjölskyldur og borgir að berjast við sama vandann. Gott samband við foreldra Ég tel það eitt meginmarkmið Reykjavíkurborgar að vera úrvals- borg fyrir ungt fólk. Til þess þurfa heimilin, skólar, íþróttafélög og æskulýðssamtök að eiga gott og náið samstarf. Til þess þarf örugg og blómleg hverfi. Fyrir því vil ég beita mér sem borgarstjóri. Forvarnardagurinn er góð leið til að koma vísindalegum niðurstöðum á framfæri við almenning og einnig til að stuðla að uppbyggilegum for- vörnum sem samfélagið allt tekur þátt í. Í gegnum umræður á forvarn- ardaginn öðlumst við öll forsendur til að skilja betur mikilvægi þess að verja meiri tíma með okkar nánustu, og minna okkur á það að það er ekki endilega eini tilgangur íþróttastarfs á unglingsárum að skara framúr í keppni, heldur til að fá æskilega hreyfingu og útrás, að skemmta sér og leika. Öll þessi uppbyggilega starf- semi hefur mikil fyrirbyggjandi áhrif í baráttunni við fíkniefnavandann. Fíkniefnasalarnir hætta ekki að reyna að koma sínum ömurlega varn- ingi til nýrra neytenda. Við þurfum vitaskuld að styrkja lögregluna í bar- áttunni við þá. Hins vegar skulum við líka einbeita okkur að því að styrkja ungmennin til að segja nei og að treysta á eigin styrk og félaga sinna. Það er þeirra framtíð sem er í húfi. Styrkjum unga fólkið Dagur B. Eggertsson skrifar í tilefni forvarnardagsins sem er í dag » Í gegnum forvarnar-daginn skiljum við öll betur mikilvægi þess að verja meiri tíma með okkar nánustu. Dagur B. Eggertsson Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. FINNUR Ingólfs- son fjáraflamaður var í viðtali í Mannamáli Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld. Tvennt vakti athygli í viðtalinu. Annars vegar hve Finnur gat rifjað upp með mikilli nákvæmi ýmsar ávirðingar á hendur ,,Sverri gamla Hermannssyni“, fyrr- verandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Var helst á Finni að skilja að Sverrir Her- mannsson væri hold- gervingur spillingar og því hefði verið þjóð- þrifamál að losa Landsbankann úr greipum hans með hlutafélagavæðingu bankans. Ríkisbankana, Lands- og Bún- aðarbanka, einka- væddi eftirmaður Finns í viðskiptaráðu- neytinu, Valgerður Sverrisdóttir, árið 2002. Finnur virtist hins vegar ekki alveg jafn minnugur á einkavæðingu ríkisbankanna. Taldi sig hvergi hafa komið þar nærri, enda seðlabankastjóri þá um stund- ir á vegum Framsóknarflokksins. Til upprifjunar fyrir Finn og þá sem á hann hlustuðu skal bent á að Morgunblaðið birti frétt þann 17. nóvember 2002 þess efnis, að S- hópurinn svokallaði hefði keypt 45,8% hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum fyrir 11,9 milljarða. Frétt þessari fylgdi mynd, þar sem sjá má Finn Ingólfsson, forstjóra VÍS, og Ólaf Ólafsson, forstjóra Samskipa, yfirgefa fundarstað eftir undirskriftina. Báðir með bros á vör. Kaup S-hópsins urðu Sigmund skopteikn- ara að yrkisefni í Morgunblaðinu þann 24. nóvember 2002 með eftirfarandi texta undir mynd af Finni og Valgerði; ,,Mundu svo að opna skápinn þegar þú kemur heim í SÍS-kotið Finnur litli og senda mér fyrstu afborgunina fyrir draslið.“ Til S-hópsins töld- ust m.a. Eignarhalds- félög Samvinnutrygg- inga og Andvöku, en svo skemmtilega vill til að Finnur og Val- gerður koma bæði að stjórn þessara félaga nú ásamt nokkrum öðrum valinkunnum framsóknarmönnum, sem með einum eða öðrum hætti komu að S-hópnum og virðast síðan þá hafa auðgast vel. Allt er þetta hrein tilviljun og auðvitað ekki dæmi um spillingu í huga Finns og annarra fjárafla- manna Framsóknarflokksins. Til upprifjunar fyrir Finn Sigurður G. Guðjónsson skrifar um einka- væðingu Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, og Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, yfirgefa fundarstað eftir undirskriftina. »… Finnur ogValgerður koma bæði að stjórn þessara félaga nú ásamt nokkrum öðrum valinkunnum framsókn- armönnum, sem með einum eða öðrum hætti komu að S- hópnum og virð- ast síðan þá hafa auðgast vel. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Sigurður G. Guðjónsson Á DÖGUNUM mátti lesa í Morg- unblaðinu leiðara um Seðlabankann í sókn. Var svo að skilja, að blaðinu þætti mál til komið að bankinn reisti burstir í peningamálum þjóðarinnar og gegn lausatökum í þeim efnum. Það er skemmst frá að segja, að brambolti Seðlabankans í vaxta- málum er aðallega stjórnað af þeim, sem ekkert vit hefir á fjár- málum eða peninga- málum, enda mun það lítil sem engin þau áhrif hafa, sem látið er í veðri vaka. Þessi fumkennda sókn mun hinsvegar ríða að fullu fjárhag þúsunda ungra hús- byggjenda, sem margir hverjir höfðu að vísu þegar reist sér hurðarás um öxl, spanaðir áfram af bönkum, sem ruddust inn á lánamarkað húsnæðis- mála með gegndarlausum yfirboð- um, en snúa nú við blaðinu í vaxta- málum. Hins vegar mun vaxta-fimbulfamb bankans færa erlendu bröskurunum með Jöklabréfin fúlgur fjár í hagnað af 800 eða 1000 milljörðunum, sem þeir spila með. Í miðri stórsókn Seðlabankans á hendur innlendum skuldurum kemur svo forsætisráðherrann fram í fjöl- miðlum og hvetur fólk til þess að halda að sér höndum í fjárfestingum eins og sakir standa! Spurning: Hver skyldu vera helztu ráð stjórnenda í þjóðríki til að hamla gegn verð- þenslu? Svar: Niðurskurður í fjárlögum og sparn- aður í opinberum rekstri. Og hvernig heldur landsstjórnin á þeim málum? Með því í hálfan ann- an áratug að hækka útgjöld í fjár- lögum langt umfram verðlagsþróun. Fyrir utan það að á hverju einasta ári hafa verið afgreidd þykjustu- fjárlög; fjárlög, sem allir vissu að ekki myndu standast. Sett til þess að sýna afgang á pappírunum, vitandi að útgjöld voru stórlega vanáætluð, s.s. í heilbrigðismálum. Í ár, á háskatímum, er lagt fram frumvarp til fjárlaga, sem gerir ráð fyrir stórmikilli útgjaldaaukningu. Og óþarft að gera ráð fyrir nið- urskurði þess í meðhöndlun at- kvæðakaupendanna. Það er sem sagt almenningur, sem á að borga brúsann með vaxtaokrinu, og sjá um að draga úr verðþenslu með því að halda að sér höndum í fjárfestingum. En ríkið er stikkfrítt! Það kemur kannski senn að þeim tímamótum að Íslendingar geri sér grein fyrir hvaða öfl hafa náð und- irtökum í þjóðfélagi þeirra; að örfá- menn peningaöfl hafa allan forgang að auðsuppsprettu landsins með stjórnvöld að handbendum. Tvö dæmi um ráðstöfun stjórn- valda á sjávarauðlindinni: Á sínum tíma veitti Halldór Ás- grímsson meðal annarra tveimur fyr- irtækjum aukakvóta: Samherja 4.400 tonna þorskkvóta og Ágústi Ein- arssyni 2.900 tonna. Í dag kostar hvert kíló af var- anlegum kvóta kr. 4.200. Úthlutunin til Samherja nemur því nú í krónum 18 milljörðum 480 millj- ónum. Og til Ágústs krónum 12 millj- örðum 180 milljónum. Ef ekki verður spyrnt við fótum kemur senn að úthlutun orkuauð- lindanna. Annars hlýtur það að hafa slævt sókn Seðlabankans að missa úr for- mannssæti fjármálajöfurinn Helga S. Guðmundsson, þann sem í stöðu formanns bankaráðs Landsbankans seldi sjálfum sér og Finni hlutabréf bankans í VÍS með milljarða afslætti, með dyggilegri aðstoð varaformanns bankaráðsins, Kjartans Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins. Kjartan fékk svo þóknun hjá feðgunum fyrir þjónustu sína við sölu Landsbankans með vænni flís af þeim feita sauð – og varaformennsku í kaupbæti. Og áfram er dansinn stiginn í Hruna við undirleik pólitískra þjóna. Þeir fóru þó fyrir skemmstu út af laginu í Orkuveitunni, svo nokkrir gróðapungar misstu taktinn um hríð. Stórsókn Seðlabanka Sverrir Hermannsson skrifar um Seðlabankann, ríkisstjórn- ina og peningamál þjóðarinnar » Þessi fumkenndasókn mun hinsvegar ríða að fullu fjárhag þúsunda ungra hús- byggjenda, sem margir hverjir höfðu að vísu þegar reist sér hurðarás um öxl … Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.