Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 27 Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Faðir Titusar starfaði íbandarísku utanrík-isþjónustunni og þaðleiddi fjölskylduna víða, meðal annars til Íslands þar sem hún bjó í nokkur ár þegar Titus var krakki. Hann var orðinn sextán ára þeg- ar geðhvarfasýkin uppgötvaðist og 25 ára þegar sjúkdómurinn dró hann til dauða í fyrra. Móðir hans lauk við bókina ein. Hún segir nauðsynlegt að geðsjúkdómar hjá börnum og unglingum séu greindir snemma og að fjölskyldur þessara barna geti ekki staðið einar í bar- áttunni fyrir lífi þeirra og heilsu. Óþægilegt málefni Í vikunni stóð Geðhjálp fyrir fundi um geðheilbrigðismál í tilefni af út- gáfu bókarinnar. „Fyrir nokkrum árum hefði ekki verið mögulegt að halda svona samkomu og leyfa ljós- myndara frá Morgunblaðinu að taka myndir,“ sagði Ólafur Steph- ensen, þýðandi bókarinnar, fyrir fullum sal. „Fólk kom sér hjá því að ræða óþægileg málefni og geð- heilsa, hvernig sem á það er litið, er óþægilegt málefni og stundum meira til.“ Clare Dickens hóf mál sitt á því að brýna fyrir viðstöddum hversu nauðsynlegt það væri að greina geðsjúkdóma snemma hjá börnum og unglingum. „Titus var orðinn sextán ára þegar hann greindist með geðhvörf, það er erfitt að skilja svona veikindi frá eðlilegum geð- sveiflum unglings. Hann hafði verið að taka Ritalin eftirlitslaust sem varð fljótlega að fíkn og svo fór hann að drekka. Hann var að reyna allt sem hann gat til að kyrra hug- ann án þess að vita hvert raunveru- lega vandamálið var. Þegar það kom loksins í ljós var hann orðinn háður lyfjum og áfengi.“ Hún sagði að eitt af því sem vakti fyrir Titusi með því að skrifa þessa bók hafi verið að koma unglingum sem kljást við geðhvörf í skilning um það hversu mikilvægt það væri að þau drykkju ekki áfengi og not- uðu ekki fíkniefni. „Því fyrr sem þau greinast og átta sig á hættunni því betra. Því miður fengum við þessa vitneskju of seint.“ Til að byrja með fylgdi Titus fyr- irmælum lækna sinna vandlega en síðan tók við margra ára barátta við geðhvörfin og fíknina. „Það var húmorinn sem hélt honum gang- andi. Hann reyndi hvað hann gat til að halda lífi sínu í réttum skorðum, en alltaf þegar eitthvað kom upp á missti hann tökin á drykkjunni eða hætti að taka lyfin sín.“ Heilbrigðiskerfið brást Hún sagði heilbrigðiskerfið banda- ríska hafa brugðist Titusi. Þegar hann var orðinn 21 árs gátu for- eldrar hans lítið aðhafst þótt hann gengi fárveikur út af sjúkrahúsum. Á stundum leit þó út fyrir að Ti- tus næði bata og hann hélt lengi í þá von. Eftir eina meðferðina lá vel á honum. „Hann hringdi í mig og sagði mér að honum liði svo vel, í fyrsta skipti síðan hann var ung- lingur hefði hann legið í rúminu í fimm mínútur og ekki hugsað um neitt sérstakt.“ Þegar hér var komið sögu mátti fyrst heyra bresti í röddinni. „Við héldum að ef við elskuðum hann bara nógu mikið þá yrði allt í lagi. Að ef ég lærði nógu vel á kerfið myndi það duga til. En ég hef lært að fjölskyldan er ekki nóg, það þarf meiri stuðning. Hann var ekki til staðar.“ Morgunblaðið/Ómar Móðir Clare Dickens lýsti baráttu sonar síns við geðhvarfasýki á fjölmennum fundi á vegum Geðhjálpar. „Fjölskyldan er ekki nóg“ „Ég trúi því í einlægni, eftir að hafa séð uppbygg- inguna á Akureyri, að þar hefði Titus átt góða mögu- leika á að lifa af,“ sagði Clare Dickens á fundi Geð- hjálpar á mánudagskvöldið. „Ég óska þess að mér takist að sannfæra lækna og sálfræðinga í Bandaríkj- unum um að taka sér starfið þar til fyrirmyndar.“ Svanur Kristjánsson, formaður Geðhjálpar, tók undir með henni: „Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem vantar úrræði eins og á Akureyri, heldur líka hérna í Reykjavík.“ Á Akureyri hefur verið gerð tilraun þar sem sveit- arfélagið hefur tekið við stjórn geðheilbrigðismála af ríkinu og meðal annars komið upp þverfaglegri þjón- ustu fyrir börn með langvinna geðsjúkdóma. „Þar er heilstætt kerfi fyrir þjónustu við geðsjúka,“ segir Svanur. „Samfélagið tekur á þessum sjúkdóm- um, bæði bráðaþjónustu og endurhæfingu og svo bú- setu. Þar heyrir þetta allt undir bæjarstjórnina á Ak- ureyri þannig að boðleiðir eru greiðar. Bæjarstjórnin hefur axlað pólitíska ábyrgð á velferð íbúanna.“ Svanur segir að fleiri sveitarfélög hafi sýnt frum- kvæði, til dæmis Reykjanesbær og Fljótsdalshérað. Sömu sögu er hinsvegar ekki að segja í Reykjavík að mati Svans. „Ástandið hérna er hreinlega skelfi- legt. Málaflokkurinn fellur á milli ráðuneyta, félagsmálaráðu- neytisins og heilbrigðisráðuneyt- isins. Þetta skarast allt við þjónustu borgarinnar og svo er Svæð- isskrifstofa um málefni fatlaðra sem fylgir ekki mörkum sveitarfé- lagana. Í Hátúni eru til dæmis um hundrað manns sem eru öryrkjar vegna geðfötlunar, en það eru inn- an við tíu af þeim á skrá hjá Svæð- isskrifstofu fatlaðra yfir þá sem þurfa þjónustu.“ Svanur segir að fólk þurfi þannig að margsanna veikindi sín hjá ólíkum stofnunum. „Á Akureyri veistu hvert þú átt að leita eftir þjónustu. Hér er þetta algjörlega fljótandi hvert þú átt að fara og hver ber ábyrgðina. Þetta kerfi er óskilvirkt og ógagnsætt.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að sveitarfélögin taki þennan málaflokk yfir á kjörtímabilinu. „Á meðan beðið er eftir því verður Reykjavíkurborg að sýna frumkvæði,“ segir Svanur. „Borgarstjórnin verður að axla ábyrgðina á velferð íbúanna eins og gert er á Akureyri og víðar.“ Akureyri til fyrirmyndar Svanur Kristjánsson „VON mín með þessum skrifum er sú að ég geti lýst því hvernig það er að vera manneskja sem á þá ósk heitasta að vera góð og að aðrir álíti mann góðan en vera einfald- lega ekki fær um það. En það eru fleiri ástæður fyrir því að ég skrifa. Ég vil trúa því að við getum gert ýmislegt til að sigr- ast á mótlæti. Það að þessi bók geti orðið einhverjum að gagni ýtir undir þá sannfæringu mína. Og ég skrifa fyrir móður mína. Vegna þess að bókin er ekki síst, og kannski fyrst og fremst, um það hvernig mér hefur tekist að gera móður mína fráhverfa mér.“ Titus Dickens: Þegar ljósið slokknar, bls. 50. Mæðginin Clare og Titus Dickens hófu í sameiningu að skrifa bókina „Þegar ljósið slokknar“. Hún fjallar um baráttu þeirra beggja við geðhvarfa- sýki Titusar. sjóður sem ég er að koma á laggirnar til efl- ingar fagurtónlist á Íslandi.“ Kynning í Hallgrímskirkju Næstkomandi sunnudag verður útgáfa disksins kynnt í Hallgrímskirkju kl. 16:30 þar sem hann verður spilaður í heild sinni. Kynnir á samkomunni verður Hallmar Sig- urðsson leikstjóri og Ingólfur mun flytja ávarp. Diskurinn verður síðan til sölu á staðnum ásamt öðru efni frá Pólýfónkórnum. Happdrættismiði fylgir hverjum keyptum diski og dregið verður úr seldum miðum á afmælishátíð Pólýfónfélagsins 8. apríl á næsta ári en vinningurinn hljóðar upp á milljón krónur. Happdrættið er ekki til fjár- öflunar heldur gjöf Tónlistarsjóðs Ingólfs til að efla áhuga og útbreiðslu fagurtónlistar sem eru ein mestu lífsgæði sem fólki getur hlotnast að mati Ingólfs. „Útgáfunni fylgir texti á þremur tungu- málum, latínu, íslensku og ensku. Sömuleiðis er þar ágrip í minningu Bachs og flytjenda,“ segir Ingólfur en H-moll-messa Bachs hefur ekki komið út annars staðar á Norð- urlöndum hingað til, utan Svíþjóðar. „Evrópuráðið hefur vitneskju um þessa útgáfu og nú er jafnvel verið að gera því skóna að þessi útgáfa fari á heimsmarkað bráðlega fyrir tilstilli Evrópuráðsins með sérstakri viðurkenningu til Pólýfónkórsins og stjórnanda hans,“ hefur Ingólfur á orði að lokum. ja að hann hafi gert garðinn frægan ónleikahaldi sínu. Ítalir höfðu spurnir ningi kórsins á H-moll-messunni og mér að koma með kórinn og syngja í tónlistarborgum Ítalíu, hófst ferðin í þar sem einnig var sungið fyrir páfann kaninu. Upptaka var gerð af tónleikum s í kirkju heilags Franz í Assisi og var útvarpað samtímins þaðan um allt land Evrópu. Ég hef verið að grennsl- rir um þessa upptöku seinustu 22 ár og ar kom í ljós að hún virtist glötuð.“ tmánuðum þessa árs fór Ingólfur í út- húsið og bað um að fá að hlusta á upp- a sem var gerð í Háskólabíói 1985. vakti undrun mína hvað upptakan hafði ast vel og að ráði varð að gefa hana út almenning. Það er Pólýfónfélagið sem diskinn út en að útgáfunni stendur Tónmenntasjóður Ingólfs en það er tningi Pólýfónkórsins Í HNOTSKURN » Pólýfónkórinn starfaði frá 1957 til1989. » Út er kominn diskur með upptöku afflutningi kórsins á H-moll-messu Bachs frá 1985. » Verkið verður flutt af diskinum íHallgrímskirkju næstkomandi sunnu- dag. Morgunblaðið/RAX ætt að segja að hann hafi gert garðinn kaferð á Spáni árið 1982. teikning- ær eru í 45 m kassa. gera eitt- na upp á umar eins em ég hef aðrar eru g hef aldr- hátt áður. ret teikn- antískar,“ r, „nema köld.“ s er á döf- ar verður stórt verk eftir hann á listahátíð í Brussel, Blá færsla nefnist það og var sýnt á listamessu í sumar. „Svo er eitthvað í Svíþjóð; það er alltaf eitthvað,“ segir hann. „Það er ágætt, það myndi lítið gerast ef það væri ekki eitthvert stúss. Ef maður hefði ekki svipu á sjálfan sig.“ Kristján hefur afdrep á Hjalteyri við Eyjafjörð, skyldi hann leita norður til að vinna að verkunum? „Ég fer nokkrum sinnum norður á hverju sumri,“ segir hann. „Ekki til að vinna – ég veit ekki hvað vinna er, þannig lagað. Ég vinn ekki mikið „fýsískt“ á Hjalteyri. Er kannski eitthvað að hugsa. Svo veiði ég bara í soðið og reyni að skemmta börnum og barnabörnum.“ mantískar“ ingu í Safni á föstudag, þá síðustu í safninu mamyndlistarinnar verður lokað Morgunblaðið/Einar Falur étur Arason í Safni um söfnunarástríðuna. húsakynnum Safns á Laugavegi 37. „ÞAÐ er óneitanlega sérkennilegt að vera að setja upp síðustu sýn- inguna í húsinu,“ segir Pétur Ara- son í Safni. Þetta eru 52 sýningar með erlendum og íslenskum lista- mönnum síðan 2003. Áður starf- ræktu þau Ragna Róbertsdóttir sýningarsalinn Önnur hæð í hús- inu og þar áður var Pétur með Krókinn í Levis-búðinni. „Þetta eru sjálfsagt um 200 sýn- ingar í allt. Hvert tímabil hefur staðið í fimm, sex ár, sem er nokk- uð góður tími. Ég hélt að það yrði ekki svona stress og læti í kringum rekst- urinn á Safni, en það var rangt, ég hafði ekki staðið í svona miklu stússi í mörg ár,“ segir Pétur. – Hvað með framhaldið, verður þetta mikla safn ykkar eitthvað til sýnis? Fulltrúi nýrra borgaryf- irvalda sagðist hafa áhuga. „Ég veit ekkert meira en ég las í fréttum. Það hefur ekki verið rætt við mig. Fyrir ári skrifaði ég borg- inni bréf og sótti um lóð, því þótt þetta hús á Laugavegi 37 sé frá- bært er það ekki nógu öruggt fyrir safnið. Það var ekki talað við mig fyrr en í október; ég hlaut að draga þá ályktun að pólitískir fulltrúar hefðu ekki áhuga. Safn- inu verður því pakkað saman.“ – Þú ert ekki hættur að safna? „Ég hugsa að ég hætti því aldr- ei. Það er ekki nóg að safna bara myndlist, ástríðan verður að fylgja með. Þú verður að vera sífellt að hugsa um þetta – þetta þarf að vera grunnþáttur í lífi þínu.“ Hættir ekki að safna myndlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.