Morgunblaðið - 21.11.2007, Page 35
hefur vafalaust gert hinum nánustu
þetta þunga áfall eitthvað léttbær-
ara. Góða skapið hans bjargar
miklu, eða eitthvað á þá leið, sagði
Nína einhverju sinni við mig. Ég
fylltist alltaf aðdáun þegar hann
tók okkur hjónum opnum örmum
og með brosi þegar við komum til
hans. Hvílíkt sálarþrek! Þegar kon-
an mín varð svo öðrum alvarlegum
sjúkdómi, Alzheimers, að bráð, var
einlægt og elskulegt viðmót Nínu
og Andreu gagnvart mér afar vel
þegið og hressti upp á sálartetrið.
Höfðu þær þó um nóg að hugsa
heima fyrir.
Ég flyt Jónínu, Andreu, Katrínu,
Gunnari Páli yngra og öðrum að-
standendum og vinum Gunnars
Páls Ívarsonar mínar innilegustu
samúðarkveðjur á þessari stundu.
Undir þær kveðjur mundi Linda
taka heilshugar ef hún gæti.
Agnar.
Gunnar Ívarsson er látinn og
langar okkur að minnast hans með
nokkrum orðum.
Gunnar var sælkeri mikill; gott
viskí, gott rauðvín og góður matur
var toppurinn á vel heppnaðri sum-
arbústaðarferð. Hann var fæddur í
ljónsmerkinu og þurfti alltaf að
hafa síðasta orðið. Hann var áhuga-
maður mikill um golf og naut þess
að spila. Loksins þegar bjartir
tímar voru framundan og miklir
erfiðleikar að baki, dæturnar farn-
ar að heiman og þau Nína að njóta
sín saman, dundi áfallið yfir sem
batt þig við hjólastól það sem eftir
var ævinnar. Sýnir það hvað lífið
getur verið miskunnarlaust.
Sendum Nínu og fjölskyldu okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Magnús, Andrea og fjölskylda.
Að leiðarlokum langar okkur,
fyrrverandi samstarfsfólk í Fisk-
veiðasjóði Íslands, að kveðja og
þakka áralangt farsælt samstarf.
Gunnar Páll hóf störf í Fiskveiða-
sjóði Íslands um 1970 eftir að námi
í Verslunarskóla Íslands lauk.
Fljótlega var honum falin aukin
ábyrgð í sjóðnum og bókari varð
hann og síðar skrifstofustjóri, en
þeirri stöðu gegndi hann allt þar til
Fiskveiðasjóður var sameinaður
öðrum sjóðum ríkisins í Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins hinn 1.
janúar 1998. Margar góðar og
skemmtilegar minningar koma upp
í hugann nú á þessum tímamótum
og er þá ofarlega í huga hve trúr
Gunnar Páll var sinni sannfæringu
og hversu fast hann stóð á sínu.
Það varð hlutskipti Gunnars Páls
að sýsla með tölur og fórst honum
það vel úr hendi, enda eftir að leiðir
hans og Fiskveiðasjóðstalnanna
skildu fór hann í frekara nám og
gerðist löggiltur bókari. Þegar að
því kom að hann ætlaði að vinna við
sitt fag og stofna fyrirtæki varð
hann fyrir miklu áfalli og heilablóð-
fall lagði hann í rúmið um skeið. En
með þrautseigjunni sem einkenndi
hann tókst honum að komast á fæt-
ur á ný þótt hjólastóllinn væri aldr-
ei langt undan.
Í fimm ár var það hlutskipti eig-
inkonunnar Nínu, með dyggri að-
stoð dætranna og ekki síst nafna
hans „litla“ Gunnars Páls að hjálp-
ast að við að gera honum lífið sem
bærilegast. Nú er það ljóst að við
hittumst ekki aftur hér á jörð en
Gunnar mun hitta fyrir góða fyrr-
verandi samstarfsmenn þar sem
förin endar hjá okkur öllum. Þar
eru þeir Sverrir Júl., Guðjón Hall-
dórs, Svavar Ármannsson og Ólaf-
ur Stefánsson fremstir meðal jafn-
ingja.
Forlögin höguðu því svo til að
Gunnar kvaddi þennan heim á
stofndegi Fiskveiðasjóðs hinn 10.
nóvember, enda var hann fyrst og
fremst Fiskveiðasjóðsmaður.
Elsku Nína, Andrea, Katrín,
Gunnar Páll, Heimir Páll og fjöl-
skyldur. Við vitum að minningin
um góðan eiginmann, föður og afa
mun lifa áfram.
Við fyrrverandi samstarfsmenn í
Fiskveiðasjóði sendum fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Hinrik Greipsson.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 35
Haustið hefur verið
blautt og vindasamt í
Reykjavík. Haustið í
lífi ömmu minnar var markað sjúk-
dómi sem kenndur er við Alzheimer,
sjúkdómi sem rýrir minni og almenna
getu til þess að sinna daglegum verk-
um, verkum sem auðvelt að er að taka
sem sjálfsögðum hlut þegar maður er
heilbrigður. Amma mín var ekki há í
loftinu en í minningunni er hún svo
stór. Gríðarstór. Að minnast hennar í
fáum orðum er því stórt verkefni. Það
er óþarfi að dvelja við haustið því í
minningunni er alltaf sumar og sól í
kringum ömmu mína. Ég var svo lán-
söm að hún kenndi mér svo margt.
Sögur frá Vestmannaeyjauppvexti, af
fjölskyldunni sem hún stofnaði ung
og afa Sigga skipa stóran sess í því
sem amma skilur eftir hjá mér. Sú
lífsreynsla að missa æskuástina í
blóma lífsins frá fjórum ungum börn-
um er líka reynsla sem enginn annar
en amma hefur deilt með mér. Ákveð-
in forvitni um blóðföður hennar og
fjölskyldu hans minna mig líka alltaf á
það hversu mikilvægt það er öllum að
þekkja uppruna sinn.
Amma kenndi mér líka svo margt
um vinskap og væntumþykju hjóna
þegar ég fylgdist með henni og afa
Leifi í stússinu sínu. Hún skipulagði
og hann framkvæmdi og þau studdu
ákvarðanir hvort annars skilyrðis-
laust. Það þurfti ekki háværar mála-
miðlanir til. Þannig var ástin þeirra.
Amma kenndi mér líka sitthvað um
glæsileg heimili. Hún bjó í augum
barnsins í stórkostlegum ævintýra-
heimi í stóru blokkinni í Espigerðinu.
Þær voru ekki til heima á Húsavík.
Þar voru stórir teppalagðir gangar,
lyfta, marmari á gólfum og risastórt
leikherbergi á jarðhæðinni. Íbúð
ömmu og afa var sérlega glæsileg og
ekkert var til sparað í innréttingum
og innbúi. Húsgögn í rókokkóstíl,
gullslegnir hlutir, veggfóður, strauj-
aðir dúkar og óteljandi kökudiskar er
það sem hún kenndi mér að væri mik-
ilvægt að eiga. Allt var í stíl hjá henni
ömmu.
Amma kenndi mér líka hversu
gaman það er að gefa gjafir og gerði
mig að miklum lestrarhesti í barn-
æsku með því að gefa mér óteljandi
barnabækur úr bókbandinu, þar sem
hún vann síðustu ár sín á vinnumark-
aðnum. Hún kenndi mér líka nauð-
synlegar venjur í heimilishaldi eins og
að eiga alltaf miklu meira en nógan
mat, bera aldrei fram í pottunum,
hafa alltaf dúk á borðinu, nota serví-
ettur og eiga fín föt og háhælaða
inniskó þegar koma gestir. Hún
kenndi mér líka óendanlegan dugnað
og elju til allra verka og sjálfstæði og
stolt. Hún var jú Hulda í mjólkurbúð-
inni.
Amma kenndi mér líka að láta ekki
nokkuð aftra mér við ferðalög. Hún
og afi ferðuðust um allar trissur þótt
þau hefðu engin próf í erlendum
Hulda Reynhlíð
Jörundsdóttir
✝ Hulda ReynhlíðJörundsdóttir
fæddist í Reykjavík
1. nóvember 1921.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ að kvöldi
1. nóvember síðast-
liðins og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 9.
nóvember.
tungumálum. Þau ferð-
uðust einnig um allt
innanlands, fóru í úti-
legur og í veiðitúra
með góðum vinum sem
ég var svo lánsöm að
kynnast og minnist ég
með þakklæti góðvild
þeirra í garð ömmu og
afa í gegnum tíðina.
Leiðin mín til þess
að þakka fyrir allar
góðar minningar, gott
atlæti og þá ást sem
amma mín gaf mér
felst í að vera reglulega
eins og fiðrildi í háttum, vera alltaf
með veski í stíl, ganga á tánum og
stíga dans við Eyjalög. Ég get ekki
hugsað mér betri fyrirmynd.
Þóra Hallgrímsdóttir.
Vertu nú yfir og allt um kring
Með eilífri blessun þinni
Sitji Guðs englar saman í hring
Sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum.)
Elsku amma mín. Ég veit að þú ert
umvafin hlýju frá afa Leif, afa Sigga
og Birgi. Ég hugsa mikið til þín og ég
get ekki annað en rifjað upp allar
góðu stundirnar okkar. Þú varst aldr-
ei nein venjuleg amma. Þú varst
glæsilegur kvenskörungur, sjálfstæð
og ákveðin ásamt því að vera ávallt
mjög vel til fara. En með alla þá hlýju
og góðsemi sem einkennir góða
ömmu. Fötin, skartgripirnir og allir
fallegu hlutirnir þínir voru það sem
setti punktinn yfir i-ið. Það yljaði mér
ávallt um hjartarætur þegar þú sagð-
ir mér frá því hvað þú hefðir verið
ánægð þegar þú fékkst nöfnu í sex-
tugsafmælisgjöf.
,,Allt í röð og reglu eins og hjá
ömmu“. Það er svo margt sem þú
kenndir mér sem ég mun aldrei
gleyma. Þær stundir sem ég átti í
Espigerðinu með þér og afa Leif eru
ómetanlegar. Þú dekraðir við afa
meðan hann var að horfa á fótboltann
í sjónvarpinu á meðan ég setti
spennur og fléttur í það litla hár sem
var eftir á höfðinu hans. Þið dekruðuð
við mig eins og amma og afi eiga að
gera. Eða þegar þú leyfðir mér að
hjálpa þér í eldhúsinu og undirbúa
veislur.
Tjaldútilegurnar sem ég fékk að
koma með ykkur afa í þegar ég var
yngri voru ómetanlegar. Þegar ég
fékk að gramsa í snyrtiborðinu þínu,
máta fötin og skóna ásamt því að
handfjatla alla skartgripina þina leið
mér eins og prinsessu. Ég gæti haldið
áfram endalaust að rifja upp góðar
minningar hérna en ég ætla í staðinn
að halda áfram að gera það um
ókomna framtíð í huganum.
Það segja margir að ég líkist þér,
það er ekki leiðum að líkjast. Ég er
mjög stolt af því amma mín og ég
vona að ég geti haldið áfram að
standa undir nafni. Ég minnist þín
með söknuði í hjarta, amma mín, en
ég veit að þér líður vel núna.
Þín,
Hulda.
Elsta systir mín, hún Hulda, var
stórkostleg persóna og hetja í orðsins
fyllstu merkingu. Ég hafði hana sem
fyrirmynd frá því að ég man eftir
mér.
Hulda fór ekki þrautalaust í gegn-
um lífið, 36 ára gömul, ástfangin fjög-
urra barna móðir, missti hún elsku-
legan eiginmann sinn hann Sigga. Þá
tók við þungur róður fyrir Huldu, en
hún barðist áfram af miklum dugnaði.
Kannski má segja að hún hafi verið of
hörð við sjálfa sig því hún var stolt að
eðlisfari.
Í fjórtán ár var Hulda einhleyp en
þá rakst hún á gamlan skólabróður úr
Eyjum, hann Leif frá Kirkjubæ, og
felldu þau hugi saman. Leifur var
Huldu mjög góður og voru þau miklir
vinir.
Hulda var af gamla skólanum, hún
dekraði við Leif, færði honum kræs-
ingar í stólinn sinn þegar hann var að
horfa á fótbolta, það mátti ekki trufla
við áhugamál hans.
Þegar Leifur dó fór að halla undan
fæti hjá Huldu og varð hún aldrei söm
eftir það.
Það er ekki hægt að minnast Huldu
án þess að geta þess hversu frábær
húsmóðir hún var og mjög góður
kokkur enda áhugasöm á góðan mat
og fallega dúkuð borð.
Ég minnist þess þegar hún var 17
ára og trúlofuð Sigga, þá fór hún til
Ólu í Ólafshúsum til að læra að baka
því henni fannst mamma ekki nógu
nákvæm á uppskriftir en Óla var snill-
ingur í hennar augum. Hulda kom til
baka með uppskrift frá Ólu og í henni
stóð að það ættu að vera 100 gr af
„jarðeplamjöli“. Mamma sagði að það
væri kartöflumjöl en Hulda var því
ekki samþykk og endaði með því að
hún fór út í Brynjólfsbúð og bað um
100 gr af „jarðeplamjöli“ og fékk þá
afgreitt kartöflumjöl. Hún kom von-
svikin heim því það snerti svolítið við
stoltinu að þurfa að viðurkenna mis-
tökin. Það var lengi hlegið að þessu
seinna meir.
Þegar ég kom með fjölskylduna
mína í bæinn var alltaf veisla hjá
Huldu. Matargerð var henni einstak-
lega auðveld og hristi hún fram úr
erminni alls konar kræsingar. Súpan
hennar er okkur í fjölskyldunni minn-
isstæð enda var það svo að þegar börn-
in okkar fengu góða súpu kölluðu þau
hana ávalt Huldusúpu. Brauðterturn-
ar hennar Huldu voru víðfrægar enda
afar bragðgóðar og girnilegar. Heima-
eyjakonur í Reykjavík fengu að njóta
brauðtertnanna því hún var mjög vilj-
ug að gefa þær frá sér.
Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrun-
arheimilum, fyrst á Foldabæ og síðan
á Skógarbæ.
Þegar Hulda dvaldi á Foldabæ
voru samskipti okkar með meira móti
en þá bjuggum við við þá lukku að
Margrét Lilja var forstöðukona á Fol-
dabæ og átti hún oft erindi til Kefla-
víkur og tók Huldu oft með sér í heim-
sókn til mín. Langar mig hér til að
þakka Margréti Lilju persónulega
fyrir liðlegheitin við okkur systur,
þetta voru okkur ómetanlegar sam-
verustundir.
Ég vil að endingu tileinka þér elsku
systir uppáhaldsbænina mína með
samúðarkveðjum til fjölskyldna
þinna.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
Guð blessi þig elsku systir. Með
þökk fyrir samfylgdina.
Þín systir,
Sesselja (Stella.)
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
JÓN SEN
fiðluleikari,
Ölduslóð 39,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum sunnudaginn
4. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfólki og
öðru starfsfólki Vífilsstaða fyrir framúrskarandi umönnun.
Björg J. Sen,
Þóra Sen, Björn Vignir Jónsson,
Oddný Sen,
Jónas Sen,
Jón H. H. Sen, Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir,
Helgi Freyr, Snæfríður Björg,
Sædís Embla og Sólrún Freyja.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 46,
Reykjavík,
sem andaðist 15. nóvember, verður jarðsungin
föstudaginn 23. nóvember kl. 13 frá Fossvogskirkju.
Ingunn Hrefna Albertsdóttir,
Þorsteinn V. Sigurðsson,
Albert Ólafur Þorleifsson,
Sigríður Hrefna Þorsteinsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdasonur,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR BJÖRNSSON,
Mávanesi 6,
Garðabæ,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð miðviku-
daginn 14. nóvember.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn
22. nóvember kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á FAAS (Félag aðstandenda
Alzheimersjúklinga, s. 533 1088).
Sigríður Hrefna Magnúsdóttir,
Ásta Pétursdóttir,
Erla Pétursdóttir, Ísleifur Leifsson,
Guðrún Sylvía Pétursdóttir,
Guðrún Ó. Karlsdóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.