Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 51 HÁSPENNA HANDHAFI ÞÝSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNANNA FRAMÚRSKARANDI GLÆPASAGA. BYGGIR Á ÓHUGNANLEGU OG DULARFULLU MORÐMÁLI SEM ENN ER ÓUPPLÝST. „Drápin er stórfengleg glæpasaga.“ – Die Zeit „Spennandi glæpasaga af bestu gerð.“ – Hamburger Abendblatt „Þessi fyrsta bók Andreu Mariu Schenkel er ekki bara bráð- spennandi og vel skrifuð glæpasaga. Hún dregur upp ógnvæn- lega og eftirminnilega mynd af hrollvekjandi sveitasamfélagi ... “ –Die Berliner Literaturkritik MEISTARI HINNAR ÓVÆNTU FLÉTTU D Y N A M O R E Y K JA V ÍK ALÞJÓÐLEGMETSÖLUBÓK HEFUR SETIÐÁ ÞÝSKUMMETSÖLULISTUMALLT ÁRIÐ! ALÞJÓÐLEG METSÖLUBÓK EFTIR KONUNG BRESKRA SPENNUSAGNA „Snilldarlega góð glæpasaga.“ – Aftenposten „Úthugsuð og þéttofin spennusaga eftir sjálfan meistara formsins.“ –Dagbladet TÖLVULEIKIR Lair  PS3 Factor 5 ÓHÆTT er að segja að margir hafi beðið spenntir eftir leiknum Lair en vísast hefur sú eftirvænting snúist upp í andhverfu sína núna. Þar að auki held ég að tíminn sem leið milli þess sem leikurinn kom út í Banda- ríkjunum og síðan í Evrópu hafi ekki hjálpað honum mikið, því neikvæðir dómar vestanhafs hafa nánast jarðað þennan leik. Leikurinn lítur fallega út og hugmyndin er skemmtileg. Maður spilar sem drekariddari sem svífur um loftin blá á baki stærðarinnar dreka og berst við óvini sem vilja manni illt eitt. Það sem leikurinn stólaði mikið á og varð honum að falli á endanum var Sixaxis-tæknin í stýripinnanum, þar sem þú getur hallað honum fram og til baka og drekinn hegðar sér eftir því. Málið er að þetta er alveg skelfi- leg aðferð til þess að stjórna dýrinu og það er stór galli að manni er ekki boðið upp á þann möguleika að nota stýripinnann sem myndi bjarga þess- um leik algerlega. Ég hreinlega skil ekki þá ákvörðun að stóla á þessa tækni sem er ekki nógu nákvæm til þess að virka sem aðalstjórnun í heil- um leik á meðan eldri flugleikir hafa gert svipaða hluti á mun betri hátt með hjálp stýripinnanna. Fyrir utan stjórnunina þá er leikurinn ekkert sérstaklega skemmtilegur heldur endurtekur sig aftur og aftur í borð- unum. Hann er lítið spennandi og þegar stjórnunin er svona gölluð þá verður maður fljótur að gefast upp á honum. Útlit leiksins er gott, grafíkin fín og hljóðið allt í lagi en langt frá því sem maður átti von á. Einnig vonaðist maður eftir því að framleiðendur hefðu notað tímann á milli þess að leikurinn kom út í Bandaríkjunum og Evrópu til að bjóða upp á stýripinna- notkun en svo er ekki. Á hinn bóginn skal það tekið fram að hægt er að spila leikinn í gegnum PSP-vélina og þá notast maður náttúrlega við stýri- pinnana og því virkar leikurinn mun betur. Vonandi sjá framleiðendur að sér og bjóða upp á þennan möguleika sem jafnvel væri hægt að hlaða niður í gegnum netið. En eins og er þá eru þetta mikil vonbrigði og vatn á myllu þeirra sem tala mest gegn leikjagæðum PS3- vélarinnar. Ómar Örn Hauksson Hann er nú eitt- hvað gaslaus þessi Drekar Jafnvel grimmum ófreskjum tekst ekki að bjarga leiknum. TÖLVULEIKIR PS2 Buzz: The Hollywood Quiz  Relentless BUZZ er að verða eins og Singstar- serían, góð afsökun til að halda partí í hvert sinn sem nýjasta viðbótin er gefin út. Ég hef beðið lengi eftir því að Buzz-serían kæmi í kvikmyndaút- gáfu og nú er biðin á enda. Leik- urinn er byggður upp eins og fyrri leikir, maður svarar spurningum í ýmsum flokkum og reynir auðvitað að sigra andstæðinginn. Frekar ein- falt allt saman en þrusu skemmtilegt samt sem áður. Spurningarnar snú- ast oftar en ekki um að vera fljótari en andstæðingurinn að svara en síð- an eru einnig spurningaliðir sem snúast um að stela stigum af and- stæðingum þínum, auk vísbend- ingaspurninga. Þetta er leikur sem þrælvirkar í mannfagnaði og í tilviki okkar kvik- myndanördanna er Buzz hin besta leið til að fá útrás fyrir nördismann. Ómar Örn Hauksson Kvik- mynda- áhugamenn sameinist Spurningaleikur Fyrir hvaða mynd fékk Angelina Jolie óskarinn - og hvað heitir pabbi hennar? TÖLVULEIKIR»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.