Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 33 Elsku Jenný amma. Það er svo skrýtið hvað maður man. Sunnudagsmorgna í Heiðargerðinu, þú að sýsla í eldhúsinu, ég sit við lítið borð og fæ franskbrauð með osti og heitt kakó. Lyktina af töskunum og skón- um í geymslunni undir stiganum þar sem ég lék mér. Þú alltaf tilhöfð, með smá roða í kinnum, eilítinn varalit og dauft ilmvatn. Stendur við vaskinn með pínulítinn öskubakka sem rúm- ar varla stubbinn enda losarðu hann í hvert skipti. Dúkaða borðstofu- borðið, lyktina af sunnudagssteik- inni sem blandast við stefið frá ensku knattspyrnunni frammi í stofu hjá Halla og Stebba, kalda herbergið uppi, skrýtnu þvottavélina í kjallar- anum. Og sprauturnar allar sem ég vorkenndi þér svo óskaplega að þurfa að stinga í þig út af sykursýk- inni. En allra mest vorkenndi sæl- gætisgrísinn ég þér fyrir að mega aldrei úða í þig sælgæti og kökum. Svo fækkaði heimsóknum mínum í Heiðargerðið en þá fóruð þið afi með mig í ferðalög, sumarbústað, vinnu- staðaferðir, líklega með Fjarhitun, þótt ég muni þetta ekki allt svo glöggt úr móðu bernskunnar, eina helgi í Brekku, aðra í Þórsmörk þar sem sungið var og dansað fram á nótt, meira að segja afi steig dans- inn. Því miður varð sambandið stop- ulla eftir því sem árin liðu. En alltaf mættirðu fyrir hver jól og hvern ein- asta afmælisdag minn með góðar Jenný Ingimundardóttir ✝ Jenný Ingi-mundardóttir fæddist á Stokks- eyri 4. janúar 1925. Hún lést á Landspít- ala, Landakoti, 15. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 26. október. gjafir. Við þau tilefni, meðan afi var á lífi og þú hraustari, kíktuð þið inn í kaffi og við laumuðumst inn á bað svo þú gætir fengið þér eina sígarettu, því afi mátti ekki vita. Og alltaf mundiðru af- mælisdagana hans Tuma míns þótt ekki værirðu par hrifin af þessu ónefni sem við tvítugir foreldrarnir höfðum valið á af- kvæmið. Það máttu vita að mér þótti óskap- lega vænt um þá ræktarsemi sem þú sýndir mér alla tíð. Hún var ekki sjálfgefin. Og mér hlýnaði ævinlega um hjartarætur þegar þið afi, og seinna þið Birna frænka, lituð inn. Afi hlýlega brosandi en orðfár, þú svona rýr af sykursýkinni en ræðin, blátt áfram og sagðir þína meiningu vafningalaust. Þú varst ekki mikil barnagæla, Jenný mín, þú kreistir mann ekki og knúsaðir, en á gamalli ljósmynd sitj- um við saman í sófanum í Heiðar- gerðinu og þú hefur lagt hönd þína létt á hné mitt, eins og þú viljir vernda mig. Þannig upplifði ég nær- veru þína. Ögn fjarlæg en hlý og traust. Elsku Jenný amma. Ég hefði svo gjarnan viljað kynnast þér betur á fullorðinsárunum en það var bara ekki í boði eins og hann Númi litli langömmustrákurinn þinn minnsti segir oft. Og það var hann sem kveikti glampa í augum þér þegar við hitt- umst síðast. Á Landakoti, um hálfum mánuði áður en þú yfirgafst þennan heim. Númi skoppaði og klifraði og fiktaði, en mér var brugðið. Ég sá ekki betur en þú værir búin að kveðja. Södd lífdaga. Farðu vel, elsku Jenný amma, Lóa. allra, krakkaskarans sem vorum alltaf saman í þá daga. Auðvitað eru það litlu daglegu samskiptin sem mynda heildina, en hugurinn stað- næmist við nokkur atvik og eitt þeirra lýsir honum vel. Það var daginn sem ég og annað barn úr hópnum höfðum fundið upp á því að afla okkur tekna með því að selja Viku sem við fundum í gamalli kistu undir stiga. Við buðum þetta til sölu í næstu blokkum. Eitt blaðið keypti Tumi, svili hans Hjartar. Oft var mjög stutt í grínið hjá Tuma og ég sá ekki betur en hann væri frekar glaður yfir viðskiptunum. Þegar heim var komið beið hins vegar mamma og var ekki ánægð yf- ir uppátækinu og háttaði mig niður í rúm. Ég man hvað mér fannst þetta allt mjög ósanngjarnt og skildi ekki alveg brotið. En ég var samt til í að biðja Hjört vin minn afsökunar fyrst ég hafði gert svona mikið af mér. Hann kom til mín inn að rúmi og ég bað hann afsökunar og sagði honum líka að ég hafi ekki vitað að það væri bannað að selja svona. „Nei, Gunný mín. Það er ekkert ljótt að selja og bara gaman að því, en það má aldrei selja það sem maður á ekki og ekki plata þann sem kaupir.“ Þar með skildi ég þetta allt saman, og lærði fyrir lífstíð. Hjörtur kallaði mig, svona spari, eins konar dóttur sína og mér þótti alltaf jafn vænt um það. Leiðirnar lágu víða saman og alltaf var jafn gott að hafa hann í nágrenninu. Í hestunum, í tölvuháskólanum TVÍ og auðvitað þegar Leirubakkaliðið hittist. Alltaf var svo auðvelt og gott að leita til hans og betra en ekkert að eiga hann að, ekki síst í TVÍ. Það er margt sem hægt var að læra af Hirti, ekki síst hjálpsemi. Hann hafði gaman af því að rétta öðrum hjálparhönd og hafði næmt auga fyrir að leysa mál annarra. Ef hann sá tækifæri þá greip hann það. Þegar ég keyrði í burtu frá því að hitta Hjört í síðasta skipti var hug- urinn uppfullur af spurningunni stóru, af hverju? Já, ef það er verk- efnið hér að snerta líf sem flestra til góðs, þá var Hjörtur kannski bara búinn með verkefnið sitt? Hver sem ástæðan er er vont að þurfa að kveðja. Elsku Didda, Rikki, Þurý og krakkarnir. Megið þið finna styrk í sorg ykkar. Kærleikskveðja, Gunnhildur. Góður vinur okkar er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Hann Hjört- ur hennar Kristínar er látinn. Þegar Kristín byrjaði í sauma- klúbbnum okkar kom fljótt á daginn að hún var í tygjum við ungan og fal- legan pilt. Þau voru ekki ýkja gömul og Hjörtur heldur yngri í árinu en Kristín; hún síkkaði buxur af honum í saumaklúbb og fór í Ríkið fyrir hann þar til hann hafði sjálfur aldur til. Fljótlega stóð brúðkaup fyrir dyrum og lokahönd var lögð á glæsi- legan brúðarkjól í saumaklúbbnum. En við höfðum líka áhuga á ferða- lögum um landið þótt stundum væri erfitt að komast frá smábörnum þó að ekki væri nema í 2-3 daga. Þá var mikið sungið, gjarnan frumsamin lög og ljóð. Enginn hafði meira gam- an af söng en Hjörtur þótt ekki syngi hann sjálfur. Fyrsta sauma- klúbbsferðin var „kvennaferð“. En Kristín bætti Hirti við og Óla félaga hans að auki. Ekki er að orðlengja það að ungu mennirnir stóðu sig með slíkri prýði að kvennaferðir voru aldrei orðaðar eftir þetta, karl- ar voru hér eftir sjálfsagðir ferða- félagar. Og þegar við sömdum saumaklúbbsbraginn okkar sungum við í vísunni um Kristínu: Hún hugsar vel um hann Hjört, sinn ektamann, sem heillar hverja drós. Hann á skilið hrós! Enginn annar saumaklúbbseigin- maður fékk viðlíka vitnisburð í þeim brag enda var Hjörtur dagfarsprúð- ur, skipti sjaldan skapi og alltaf stutt í brosið og kímnina. Það sýnir líka sérstakt myndaalbúm á heimili þeirra hjóna að Hjörtur hefur um dagana heillað margar drósirnar. Hefur Kristín samviskusamlega séð um að halda myndunum til haga. Fljótlega var hafist handa við hús- byggingar, fyrst blokkaríbúð í Leirubakka og síðan reisulegt ein- býlishús í Grófarseli. Börnin urðu tvö og seinna bættust við barna- börnin sex sem á einhvern hátt hétu öll í höfuðið á honum. Hjörtur var lærður húsasmíða- meistari og vann framan af við sína iðn. Um miðjan 9. áratuginn tók hann við starfi húsvarðar í Versl- unarskóla Íslands og fluttist þaðan yfir í nýjan Háskóla Reykjavíkur. Þessum stofnunum vann hann ómælt verk af einstakri umhyggju meðan heilsa og kraftar entust. Kristín og Hjörtur nutu sín vel í fjölmenni, glaðvær og vinmörg. Þau voru selskapsfólk af lífi og sál og kunnu að njóta lífsins, ferðuðust mikið saman, akandi og ríðandi um Ísland og fljúgandi til annarra landa. Fyrir rúmu ári voru þau búin að skipuleggja fjölmenna veislu til að halda upp á sextugsafmæli sín á af- mælisdegi Hjartar. Þá kom reiðarslagið. Hjörtur greindist með krabbamein sem leit hreint ekki vel út og þurfti að fara í uppskurð og meðferð. Snarlega var hætt við að senda út boðsmiða. Vonir glæddust eftir uppskurðinn og lyfjameðferð sem tóku ótrúlega lítið á Hjört. En síðsumars kom bak- slag og heilsu hans hrakaði ört eftir það. Bjartsýni og áföll skiptust á. Hjörtur var enginn æsingamaður. Hans góða lundarfar og æðruleysi var mikil hjálp á erfiðum stundum. Kristín flutti til hans, fyrst á krabba- meinsdeild Landspítalans og síðan á líknardeildina í Kópavogi. Þar vakti fjölskyldan yfir honum allt til hinstu stundar. Við kveðjum Hjört með söknuði og vottum Kristínu, vinkonu okkar, börnum þeirra, barnabörnum og systkinum Hjartar okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd saumaklúbbsins Edda Arnholtz, Solveig Guðmundsdóttir. Hinn 13. september síðastliðinn sat ég námskeið vegna vinnu minnar þegar ég fékk þau skilaboð að vinur minn Hjörtur Þór væri í þann veg- inn að tapa orrustunni við þann ill- víga sjúkdóm sem hann hafði verið að berjast svo aðdáanlega við um árabil. Það þarf ekki að orðlengja það að þessu námskeiði lauk þar með og þegar ég gekk til vinnu minnar sorgmædd með tárin í aug- unum tók ég eftir því að fyrstu haustlaufin voru fallin. Mér fannst það einhvern veginn svo táknrænt fyrir þessa sorgarfrétt að fegurð sumarsins væri að kveðja. Nú er þessi vinur minn allur sem var sann- ur höfðingi og ætíð glaður með prakkaraglampa í augunum en samt svo prúður. Ég kynntist Hirti og Kristínu konu hans upp úr 1970 þegar Krist- ín fór að vinna í Fálkanum þar sem ég starfaði. Þarna myndaðist góð vinátta enda áttum við lík áhuga- mál, vorum á sama aldri og áttum litla tveggja ára stráka. Þessir strákar okkar urðu vinir, gengu saman í skóla, fermdust saman og eru í dag í sama vinahópi. Ég hef mjög margar ánægjustundir átt með þessari fjölskyldu. Ég hef sungið ásamt Kristínu í Landsvirkjunarkórnum og átt þar margar gleðistundir með kórfélög- um og mökum þeirra. Í kórferðum var Hjörtur alltaf hrókur alls fagn- aðar og oft féllu spaugsyrðin og hlátrarnir glumdu. Hann var alltaf tilbúinn til að aðstoða með gleði og var móralskur stuðningsaðili kórs- ins númer eitt og hvatti okkur í söng og gleði. Hann var aðalhvata- maður og stjórnandi þess hóps sem fylgdi okkur á ferðum og skemmt- unum og var kallaður „kórbullur“. Hjörtur sá ævinlega til þess að gamanið væri líka í þeim hópi. Hann var kallaður Keisarinn í hópnum okkar vegna glaðlegrar forystu og áhuga á að allt færi sem best og skemmtilegast fram. Ég er hrædd um að erfitt verði að manna hlut- verk „Keisarans“ í okkar hópi. Ég er mjög þakklát þessum vini mínum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur kórfélagana og ég á eftir að sakna þess að sjá hann með hlýja augnaráðið á tónleikum þar sem hann alltaf átti sæti og heyra þetta sérstaka hjartkæra „húrra“ sem gladdi okkur svo oft og framkallaði mörg bros. Hann stundaði hestamennsku af sömu hógværðinni og gleðinni og allt annað og það kom stundum fyr- ir að ég naut góðs af því áhugamáli hans og skemmti ég mér þá æv- inlega vel. Ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið var þegar ég fór með þeim hjónum á æskuslóðir Hjartar í Skagafjörðinn og fór í fyrsta sinn í Laufskálarétt. Það er helgi sem ég mun aldrei gleyma. Þarna söng maður eiginlega alla helgina og brosið fór ekki af andlitinu lengi á eftir. Þær eru miklu fleiri ánægju- legu stundirnar sem ég hef átt með þessu fólki. Það er á slíkum stund- um sem maður skilur orðið mann- fagnaður til fulls. Það var eins og Hjörtur fengi aldrei nóg af að hlusta á söng og gamanyrðin voru aldrei langt undan. En nú er hann horfinn úr þessu jarðlífi og mun ekki oftar hvetja okkur til dáða og spauga við okkur. Mig langar að segja til hans: „Kærar þakkir fyrir þitt innlegg í lífshamingju mína.“ Elsku Didda, Rikki, Þurý og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið Guð að leiða ykkur í gegnum sorgina í ljósið á ný. Erla.                          ✝ Ástkær móðir mín, amma og langamma, KARÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR, Hjallaseli 55 (Seljahlíð), áður til heimilis að Bogahlíð 13, lést laugardaginn 17. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Pétur Þór Jónsson, Karólína Pétursdóttir, Örn Einarsson, Elena Kristín Pétursdóttir, Þorvaldur Magnússon, Arna Hildur Pétursdóttir, Ragnar Börkur Ragnarsson og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGI KRISTMUNDSSON, til heimilis að Vestmannabraut 47, Vestmannaeyjum, andaðist laugardaginn 10. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hörður Guðmundsson, Sverrir Unnarsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, CHRISTEL JÓNASSON (f. Lettau), andaðist föstudaginn 16. nóvember á hjúkrunarheimilinu Eir. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 23. nóvember kl. 11.00. Hildigerður Jakobsdóttir, Lars Gimstedt, Finnbogi Jakobsson, Elín Flygenring, Kristel, Björg, Jakob og Signý. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR B. ÓLASON, rafvélavirki, Framnesvegi 62, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, þriðjudaginn 20. nóvember. Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir, Valgerður Halldórsdóttir, Helgi H. Steingrímsson, Sigríður Halldórsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Óli F. Halldórsson, María Björk Daðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.