Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ RÚSSLAND er stórveldi í skák. Lið þess varð nýlega Evrópumeist- ari landsliða með miklum yfirburð- um. Með auknum efnahagslegum styrk í rússnesku samfélagi verður æ algengara að í vöggu skákmenn- ingarlandsins séu haldin öflug skák- mót. Nú fyrir skömmu lauk öðru minningarmóti Mikhails Tals í Moskvu í Rússlandi. Heimsmeistar- inn fyrrverandi, Vladimir Kramnik (2.785) sýndi klærnar og vann yfirburðasigur. Enginn gat fundið höggstað á honum en hann bar sigur úr býtum í fjórum skákum af níu. Einum og hálfum vinningi munaði á honum og næsta manni. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Vladimir Kramnik 6½ vinning af 9 mögulegum. 2. Alexei Shirov (2.739) 5 v. 3.–6. Boris Gelfand (2.736), Magnus Carlsen (2.714), Dmitry Jakovenko (2.710) og Peter Lékó (2.755) 4½ v. 7.–9. Vassily Ivansjúk (2.787), Gata Kamsky (2.714) og Shakhriyar Mamedyarov (2.752) 4 v. 10. Evgeny Alekseev (2.716) 3½ v. Sem fyrr var taflmennska Kram- niks örugg og lagði hann t.d. Lekó og Shirov að velli með miklum enda- taflskúnstum. Hinn ungi landi Kramniks, Alekseev, reyndi að þyrla upp moldviðri gegn honum í upphafi tafls en það truflaði ekki yfirsýn heimsmeistarann fyrrverandi heldur knésetti andstæðinginn örugglega. Í áttundu og í næstsíðustu umferð mætti Kramnik Azeranum sterka Mamedyarov sem líkt og Alekseev reyndi einnig að tefla óvenjulega með svörtu. Hvítt: Vladimir Kramnik (2.785) Svart: Shakhriyar Mamedyarov (2.752) 1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. Rc3 d6 4. e4 e5 5. Rge2 exd4 6. Rxd4 Rc6 7. Be3 Rge7 8. h4!? f5 9. h5 fxe4 10. hxg6 hxg6 11. Hxh8+ Bxh8 12. Rxe4 d5!? Þetta virðist vera nýjung sem Kramnik svarar með því að fórna peði. Áður hefur verið leikið 12. … Bf5 og 12. … Rf5. 13. Rxc6 bxc6 14. Bd4!? Bg4 15. Dxg4 Bxd4 16. cxd5!? Bxb2 17. Hd1 cxd5 18. Bb5+ Kf8 19. De6 Kg7 Sjá Stöðumynd 1. Þessi staða er athyglisverð og óvenjuleg. Hvítur hefur peði minna en hvítu reitirnir í herbúðum svarts eru veikir og hvítur er á undan í liðs- skipan. Segja má að staðan sé í dýna- mísku jafnvægi en að þægilegra sé að vera með hvítu stöðuna. Í næstu leikjum skorðar hvítur svörtu peðin á d- og c-línunni og hringsólar svo með menn sína í þeirri von að svart- ur leiki af sér. 20. Bc6!? Rxc6 21. Dxc6 d4 22. Kf1 Hb8 23. Rg5 Dd6 24. Dc4 Dd7 25. Kg1 c6 26. Re6+ Kf6 27. Rc5 De7 28. Hb1 Hb6 29. Rd3 De4?! Eðlilegra var að leika 29. … Bc3. Nú fær hvítur peðið til baka. 30. He1 Dd5 31. Da4 Bc3 32. Dxa7 Bxe1 33. Dxb6 Bc3 34. a4 De4 35. Dd8+ Kf7 36. Dc7+ Kf6 37. Dd6+ De6 38. Df8+ Df7 39. Dh8+ Hvítur hefur bætt stöðu sína um- talsvert og svartur þarf að verjast af nákvæmni til að eygja von á jafntefli. Í næstu leikjum hins vegar hrynur svarta staðan. 39. … Ke7? 40. a5! Da2 41. Dg7+ Kd8? 42. Re5! og svartur gafst upp enda hótar hvítur máti og ýta a-peði sínu áfram. Það er vel til fundið hjá skipu- leggjendum í Moskvu að í framhaldi þessa öfluga móts verður haldin heimsmeistarakeppnin í hraðskák þar sem margir af bestu skákmönn- um heims taka þátt. Mikhail Tal, heimsmeistari í skák 1960-1961, varð einmitt heimsmeistari í hraðskák ár- ið 1988 í Saint-John í Kanada. Yfirburðir Kramniks Rússneski björninn Kramnik, t.v. vann yfirburðarsigur í Moskvu. daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson SKÁK Moskva, Rússlandi 2. MINNINGARMÓT TALS 9.–19. nóvember 2007 Stöðumynd 1. Súgfirðingaskálin Keppni um Súgfirðingaskálina, tvímenningsmót Súgfirðingafélags- ins, hófst á mánudagskvöldið með þátttöku 14 para. Þetta er í sjöunda skiptið sem mótið er haldið. Áhugi á keppninni fer vaxandi. Úrslit úr 1. lotu urðu þessi en með- alskor er 156 stig. Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 198 Arnar Barðason – Hlynur Antonsson 181 Eðvarð Sturlus. – Þorleifur Hallbertss. 169 Friðgerður Friðg.d. – Kristín Guðbj.d. 169 Ólafur Ólafsson – Ragnar Jónasson 162 Gróa og Guðrún náðu góðu 63% skori en meistarar síðasta árs, Arnar og Hlynur veittu þeim stöllum harða keppni. Spilaðar verða fimm lotur og telja fjögur beztu skorin. Spilastjóri var Sigurpáll Ingibergsson Næsta lota verður spiluð 21. jan- úar næstkomandi í húsnæði Brids- sambandsins. Spilamennska hefst kl. 18.10. Kvöld Bakkakotsbóndans Mánudaginn 19. nóvember spiluðu Borgfirðingar þriðja kvöldið í aðal- tvímenningnum. Efsta parið, þeir Guðni og Gísli úr Grundarfirði, lék við hvern sinn fingur og jók forystu sína svo um munaði. Heyrðist hvísl- að úr hornum hvort ekki mætti byrja mótið upp á nýtt eða í það minnsta lækka þá félaga um 100 stig til að halda einhverri spennu í mótinu. Hvanneyringarnir Sveinbjörn og Lárus kíktu loks úr kafinu en nú er það bara orðið alltof seint til að verja titilinn. Bestu skor kvöldsins fengu: Guðni Hallgrímsson – Gísli Ólafsson 93 Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Pétursson 70 Jón Pétursson – Eyjólfur Örnólfsson 42 Staðan eftir þrjú kvöld: Guðni Hallgrímss. – Gísli Ólafsson 270 Anna Einarsdóttir – Kristján Axelss. 129 Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 105 Rúnar Ragnarss. – Dóra Axelsdóttir 98 Bridsdeild Sjálfsbjargar í Reykjavík Mánudaginn 19. nóvember var spilaður eins kvölds tvímenningur á 7 borðum. Úrslit urðu þessi: Guðný Lúðvígsd.– Birgir Lúðvígsson 188 Kristján Albertss. – Guðjón Garðarss. 184 Lilja Kristjánsd.– Sigríður Gunnarsd. 166 Meðalskor 156. Bridsdeild Sjálfsbjargar spilar alla mánudaga og hefst spila- mennska kl. 19. Stjórnandi í vetur verður Ólafur Lárusson. Skorað er á alla gömlu félagana að mæta nú til leiks og gera starfið í vetur ánægjulegt. Stefnt er að hrað- sveitakeppni fljótlega þegar tilefni gefst. Gullsmárinn Það var spilað á ellefu borðum 19. nóvember. Úrslitin urðu þessi í N/S: Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 202 Sigurður Björnsson – Viðar Jónsson 195 Guðlaugur Árnason – Leó Guðbrandss. 175 Hrafnhildur Skúlad.– Þórður Jörundss. 168 A/V Haukur Guðbjartss. – Jón Jóhannsson 195 Þorgerður Sigurgeirsd.–Stefán Friðbjss.184 Elís Kristjánsson – Páll Ólason 183 Gunnar Sigurbjörnss.– Karl Gunnarss. 181 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 19.11. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Sigurður Pálsson – Guðni Sörensen 261 Magnús Oddss. – Björn E. Pétursson 254 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánsson 248 Árangur A-V Bragi Björnss. – Albert Þorsteinsson 275 Sigurður Jóhannss. – Siguróli Jóhannss. 260 Þröstur Sveinss. – Bjarni Ásmundss. 235 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is FRÉTTIR NJARÐARSKJÖLDURINN, hvatn- ingarverðlaun Reykjavíkurborgar og Íslenskrar verslunar, kom í hlut Iðuhússins þetta árið. Verðlaunin voru afhent í gær. Að mati dóm- nefndar er Iðuhúsið skemmtilegur verslunarkjarni í miðborginni, þar sem ferðamenn geta keypt fjöl- breytta vöru á einum og sama staðn- um. Iða var opnuð 1. júlí 2003 í hús- næði sem hafði staðið autt um árabil. Var því tilkoma þessarar verslunar mikið fagnaðarefni fyrir miðborgar- unnendur og að sjálfsögðu fyrir ferðamenn, segir í tilkynningu. Eig- andi bóka- og gjafaverslunarinnar og framkvæmdastjóri hússins frá upphafi er Arndís Björg Sigurgeirs- dóttir. Þegar húsið var opnað voru auk bóka- og gjafaverslunarinnar verslun Handprjónasambandsins, Kaffihúsið, Sushi veitingastaðurinn Sowieso og Yndisauki, fljótlega bættist svo við verslun Marimekko. Á þessum rúmu 4 árum hafa orðið smávægilegar breytingar á rekstr- araðilum og í dag eru auk bóka- og gjafaverslunarinnar Iðu, Cintamani- verslun, Eureka gullsmiður- og hönnuður sem er með reglulegar listaverkasýningar, Kaffihús Iðu og Ósushi veitingastaðurinn og á næstu dögum verður opnuð á fyrstu hæð- inni A4 sem er verslun og þjónusta með ritföng, ferðatöskur ýmsar hobbívörur auk þjónustu við ljós- ritun o.fl. Það sem einkum stóð upp úr við valið á ferðamannaverslun ársins að þessu sinni er fjölbreytt og skemmti- leg verslun, skemmtilegt vöruúrval, langur afgreiðslutími og góð þjón- usta við ferðamenn, segir í tilkynn- ingu „Má segja að Iðuhúsið sé það eina sem kemst næst því að teljast „magasín“ í miðborginni sem getur hentað ferðamönnum afar vel, að geta farið inn og eytt dágóðum tíma í að versla, skoða, lesa, eða fá sér kaffibolla.“ Í nefnd um val á verslun voru að- ilar frá Höfuðborgarstofu, Félagi ís- lenskra stórkaupmanna, Kaup- mannasamtökum Íslands, SAF og Miðborg Reykjavíkur. Morgunblaðið/Frikki Verðlaun Margrét Sverrisdóttir, formaður menningar- og ferðamálaráðs, afhenti Arndísi Björgu Sigurgeirsdóttur Njarðarskjöldinn. Iðuhúsið fékk Njarðarskjöldinn  HELGA Bjarnadóttir sameindalíffræð- ingur varði dokt- orsritgerð sína í lífvísindum frá læknadeild Há- skóla Íslands 12. október sl. Ritgerðin ber heitið „Mapping of the Maedi-Visna virus (MVV) encapsidation determ- inants and construction of an MVV gene transfer system“ eða „Kort- lagning á pökkunarröðum mæði- visnu veirunnar (MVV) og smíði á MVV genaferju“. Andmælendur voru þeir dr. Ben Berkhout, prófess- or við Department of Human Ret- rovirology, Academic Medical Cent- er of the University of Amsterdam og dr. Ólafur S. Andrésson, prófess- or við líffræðiskor Háskóla Íslands. Leiðbeinandi í verkefninu var dr. Jón Jóhannes Jónsson dósent við líf- efna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar Háskóla Íslands og yfirlæknir við erfða- og sameinda- læknisfræðideild LSH. Mæði-visnu veiran (MVV) er lentiveira sem sýkir kindur. Lenti- veirur innlima erfðaefni sitt í litning hýsilfrumna og geta sýkt frumur sem ekki eru í skiptingu. Þar af leið- andi eru þær ákjósanlegar genaferj- ur í tilvikum þar sem langtíma gena- tjáningar er krafist. MVV gefur kost á að hanna genaferjukerfi byggt á lentiveiru sem hægt væri að prófa í hentugu dýralíkani. Ritgerð Helgu lýsir tilraunakerfi sem sett var upp til að rannsaka tjáningu gena, framleiðslu veira og pökkun erfðaefnis í MVV. Með kerf- inu var hægt að kortleggja pökk- unarraðir í erfðaefni MVV, þ.e. þá röð í erfðaefni veirunnar sem þarf til þess að pakka erfðaefninu í veiru- agnir. Þar að auki var smíðað þriggja plasmíða kerfi sem innleitt var í frumur til þess að framleiða MVV genaferju. Þróuð voru kerfi til að magnmæla öll umrit MVV. Magnmælingarnar voru byggðar á víxlritun og kjarn- sýrumögnun á rauntíma (e. real- time qRT-PCR). Til að kortleggja pökkunarraðir MVV voru mismun- andi úrfellingar gerðar í 5’ enda MVV umritsins. Við hönnun þeirra var stuðst við tölvugreiningu á ann- ars stigs byggingu raðarinnar og niðurstöðum úr þróunarfræðilegum samanburði. Pökkunarskilvirkni umritanna með úrfellingunum var mæld með magnmælingakerfinu. Einnig voru smíðuð plasmíð sem innhéldu annars vegar trans-gen MVV með stýriröðum af óskyldum uppruna og hinsvegar cis-verkandi MVV-raðir með tilfærslugeninu lacZ. Plasmíðin voru innleidd saman í frumur til að framleiða veiruagnir. Pökkun umrita í veiruagnir var magnmæld ásamt getu veiruagn- anna til að flytja lacZ-genið inn í frumur. Framleiðsla veirupróteina var metin með Western-þrykki og mælingu á víxlritavirkni. Niðurstöðurnar veita innsýn á pökkunarferli lentiveira og auka skilning á sameindalíffræði MVV og MVV genaferja. Þar að auki er til- raunakerfið öflugt tæki sem nýtist við að rannsaka hin ýmsu skref í tímgunarhring MVV. Niðurstöður rannsókna Helgu hafa verið birtar á ráðstefnum hér- lendis og erlendis sem og í alþjóð- legum ritrýndum tímaritum þ.m.t. hinu virta tímariti Journal of Viro- logy. Hægt er að nálgast greinarnar á þessari slóð: www.ncbi.nlm.nih.gov/sites/entrez. Í doktorsnefnd sátu dr. Eiríkur Stein- grímsson, dr. Guðmundur Eggerts- son, dr. Guðmundur Pétursson og dr. Valgerður Andrésdóttir. Helga er fædd árið 1971. Hún lauk BSc-prófi árið 1994 í sameinda- líffræði frá líffræðiskor Háskóla Ís- lands. Eftir það starfaði hún við ýmis rannsóknarstörf, þar á meðal í Bandaríkjunum og við Krabba- meinsfélag Íslands. Helga hóf síðan doktorsnám í lífvísindum við lífefna- fræði- og sameindalíffræðistofu læknadeildar Háskóla Íslands árið 1999. Helga starfar nú sem verk- efnastjóri hjá erfða- og sameinda- læknisfræðideild LSH. Helga á einn son fæddan árið 2005. Doktor í lífvísindum Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.