Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 19
Óttar heldur utan um þræðina á kankvísan hátt, hann vinkar beint til Da Vinci-lykilsins með því að innlima söguþráð hennar á einum stað, og lesandi sem þekkir banda- rískar kvikmyndir og sjónvarps- þætti hlýtur að brosa þegar minnst er á símanúmer sem byrjar á 555. Aðalspurningin er þó hvort fléttan búi yfir þeim tilþrifum sem lesendur búast við í sögu sem þessari. Svarið er dálítið blendið. Stóra hugmyndin í bókinni, ef svo má að orði komast, er sniðug en leiðin sem liggur að úrlausninni er vörðuð ýmsum skrykkjóttum út- úrdúrum og misjafnlega útpældum leiðarvísum. Að lokum má geta þess að í ört vaxandi íslenskri sakamálasagnaflóru sker bók þessi sig úr að ákveðnu leyti. Þetta er fyrsta íslenska sakamálasagan sem leiðir íslenskan nútímaveruleika al- veg hjá sér. Ekkert atriði sög- unnar á sér stað á Íslandi og í þau örfáu skipti sem minnst er á Ís- land er það gert vegna þess að ein aukapersónan er hálf-íslensk að uppruna. Helsta barátta íslenska krimmans var lengi vel að skapa frásagnarrými sem leyfði skírskot- unum hefðarinnar að „virka“ í ís- lensku samhengi. Þeim slag er vit- anlega lokið og útkoman öllum ljós, en útgáfan á fyrsta íslenska „alþjóðlega“ spennutryllinum merkir kannski nýtt stig í þessari þróun. Björn Þór Vilhjálmsson MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 19 - kemur þér við Lögreglan fær rýmri heimild til eftirfarar Af hverju hækkaði Domino’s pitsan? Stressaðir foreldrar senda veik börn á leikskólann Flúði að heima vegna farsímabylgna Hvernig líður skilnað- arbörnum á jólunum? Dan hjá Google elskar Dalvík Hvað ætlar þú að lesa í dag? ÞAÐ fer vel á því að nota þann byr sem rímnakveðskapur og rímna- söngur hafa fengið síðustu árin til þess að kynna börnum hefðbundna rímnahætti og stemmur. Þórarinn Eldjárn á heiður skilinn fyrir að hafa lengi ort rímuð og stuðluð ljóð fyrir börn en hér gengur hann skrefi lengra. Með orðkynngi sinni og frjálslegu ímyndunarafli yrkir hann skemmtileg kvæði undir þekktum bragarháttum og það sem meira er: Hann nefnir bragarhátt- inn undir titli hvers kvæðis svo les- endur megi læra. Auk þessa fær hann helstu kvæðakonu Íslands, Báru Grímsdóttur, til þess að kveða kvæðin á geisladiski sem fylgir bók- inni. Ónefnd eru myndverkin eftir Sigrúnu Eldjárn en þau eru afar líf- leg og skemmtileg eins og mynd- skreytingar í fyrri bókum systk- inanna hafa verið. Þessi sextán kvæði Þórarins eru margvísleg. Flest eða öll eru fyndin, vel ort, fara vel í upplestri, að ekki sé talað um söng. Sum eru öfugmæli og vitleysa eins og hið fyrsta sem er ferskeytt en hér eru fyrstu tvær vísurnar: ,,Komdu með mér kónguló / til Kan- ada og Ríó. / Ég skal gefa þér gula skó / og gamlan miða á bíó. Við skulum fljúga á Fok- kervél / þar færðu gott að borða / og þarft ekkert að vinna vel / við að safna forða.“ Þetta litla kvæði er eins og verið sé að kenna börnum hve einfalt það getur verið og skemmtilegt að yrkja vísur. Kvæðið um fuglinn sem söng á grein (valstýfa heitir bragarhátt- urinn) er ekki síður glaðlegt en síð- asta vísan er svona: ,,Þótt hann syngi hátt og hratt / í hug mér datt / að væri að syngja satt, / hann söng svo glatt.“ Kvæðið um bækurnar (breiðhenda) sem eru: ,,… þykkar, þunnar,/ þungar, léttar, djúpar, grunnar, / óþekktar og öllum kunn- ar …“ er óður til lest- urs og bóka og mynd- skreytingin óður til kyrrðarinnar sem fylgir því að lesa. Í „Barni í dalnum (stikluvik)“ leggur Þórarinn út af þekktu vísunum um ókindina en endirinn er óvænt- ur í meira lagi. Það er þó í kvæðinu „Jónas litli (gagaraljóð)“ sem skáldið nær hæstu hæðum í bókinni. Lagt er út af vísum þjóð- skáldsins okkar á tvö hundruð ára fæðing- arafmæli þess: ,,Í buxum, vesti, brók og skóm / barnið Jónas úti stóð …“ Lýst er hvernig Jónas horfir á náttúruna að Hrauni í Öxnadal og fær hugmyndir að feg- ursta skáldskap. Málverk Sigrúnar við ljóðið er einnig afar fallegt. Það er borðleggjandi hugmynd að kynna ungum lesendum og fjöl- skyldum þeirra þjóðlega menningu eins og gert er hér með þessari vönduðu útgáfu. Kveðið fyrir krakka Þórarinn Eldjárn BÆKUR Barnabók Eftir Þórarin Eldjárn Myndir eftir Sigrúnu Eldjárn 34 bls. Vaka-Helgafell, Reykjavík 2007. Gælur fælur þvælur Hrund Ólafsdóttir HÖRÐUSTU óperufíklar – af þeirri sortinni sem flakkar á milli sýninga erlendis líkt og tuðrufíklar milli knattleikja – vita örugglega bezt hvað hæft sé í því að leikstjórar ku á seinni árum hafa keyrt svo upp leik- ræna útfærslu á sígildum óperum að „showið“ skyggi á tónlistina. Að þeim svæsnustu sé ekkert lengur heilagt, að nekt og ofbeldi meðtöldu. Og engu líkara sé en að dúndrandi siðferðishneyksli þyki orðið skilvirk- asta leiðin til að fylla húsin. En kannski er þar að einhverju leyti horfið aftur til upp- hafsins. Menning- arsagan sýnir mörg skrautleg dæmi um hvernig síðar virðu- legar listgreinar hóf- ust á götutorgum og knæpum. Djassinn á m.a. rætur að rekja til melluhverfis New Orleans, og fyrr á öldum var drukkið og duflað í óperu- stúkum. Það var fyrst Wagner sem gerði óperusókn að hálf- gildings helgiathöfn og heimtaði þá steinþögn í myrklögðum sal sem ríkt hefur upp frá því. Án þess að vita hvað gerði útslagið þegar gestir troðfylltu Gamla Bíó á laugardagskvöldið var, þá hlýtur – fyrir utan tímabæra innkomu Sig- rúnar Hjálmtýsdóttur úr vandskilj- anlega langri kuldavist – eitthvað að hafa kvisazt út um að í fyrirsögninni Óperpuerlum fælust engir venjuleg- ir tónleikar í útúrdúralausum kjól og hvítu með tilheyrandi andakt. Alltj- ent virtust margir óperugesta mæta á staðinn í anda upphafsára grein- arinnar, án þess þó að klaga mætti undan vondu hljóði. Og þó að fyrstu viðbrögð undirritaðs við öllu því óvænta sjónræna gamansprelli sem fram fór á sviði jöðruðu við burg- eislega hneykslun, þá lét hann von bráðar hrífast með af rífandi stemmningunni. Því þrátt fyrir fyrstu og verstu grunsemdir um að húllumhæið hlyti fyrr eða seinna að koðna niður í hall- ærislega flatneskju, þá gekk það ekki eftir. Söngurinn hélt ævinlega fyllstu gæðakröfum – oft í blóra við ómælda líkamlega áreynslu á sama tíma. Mér er þannig til efs að al- ræmdar flúrkröfur Der hölle Rache til Næturdrottningarinnar í Töfra- flautu Mozarts hafi áður skilað sér með þvílíkum glæsibrag og í túlkun Diddúar seint í fyrri hluta við jafn- óhamið hopp og hí, og minnti ótrúleg frammi- staðan helzt á þegar Alexejev kraftlyft- ingamaður setti ólympíu- met á öðrum fæti. Að vísu ekki með öllu refs- ingarlaust, því nokkrar kólóratúrrunur í Casta diva stuttu á eftir báru með sér ónæga milli- genga hvíld. En að öðru leyti stóð Sigrún óhikað uppi sem aðalstjarna kvöldsins og hnauð eftir margt glæsinúmerið rembilega end- aró með Glitter and be Gay, fjórstíla virtúósaaríu Kúnígundar úr Birtingi Bernsteins að sinna elztu atvinnu- greininni. Hinir söngvararnir stóðu sig og með glans, hvort heldur í söng sem sjónleik, og kom mörg kostuleg uppákoman hið fyndnasta út. Sigríð- ur Aðalsteinsdóttir var ekki síður fyrir auga en eyra og stappaði hættulega nærri einkadansi í segue- dillu Carmenar Bizets. Ágúst Ólafs- son söng af hljómmikilli göf- ugmennsku í öllu sínu, og þó að nýupplifuð ljóðasöngsfjölbreytni Bjarna Thors léti á sér standa hér, var t.d. átakamikil aría Filippusar Spánarkonungs (burtséð frá fáeinum mishreinum tónum) úr Don Carlos Verdis meðal hápunkta kvöldsins, að ógleymdum íðilfögrum kveðjuter- zetti (SAB) úr Così fan tutte Moz- arts. Kurt Kopecky bar vandvirkan hita og þunga af öllum píanóundirleik, og ljós, búningar og hugmyndarík leik- stjórn Stefáns Baldurssonar sáu til þess að sennilega lagskiptustu tón- leikar hér fyrr og síðar skiluðu jafnt hálist sem farsa til áheyrenda með ómótstæðilegum fítonskrafti – og í óvænt slyngu jafnvægi. Ríkarður Ö. Pálsson Hnitmiðað óperusprell TÓNLIST Íslenzka óperan Óperuaríur og óperettulög. Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran, Sigríður Aðalsteins- dóttir mezzósópran, Ágúst Ólafsson barí- tón og Bjarni Thor Kristinsson bassi. Píanóleikur: Kurt Kopecky. Lýsing: Björn B. Guðmundsson. Útlit: Þórunn S. Þor- grímsdóttir. Leikstjórn: Stefán Bald- ursson. Laugardaginn 18. nóvember kl. 20. Óperutónleikar  Sigrún Hjálmtýsdóttir SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.